Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 7
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA
MORGUNBLÁÐIÐ LAUGAR
r ,
‘21. A“PRrL 199'
/
Við getum bætt heiminn!
Um allan heim er haldið uppá 22. apríl 1990 sem „Dag jarðar". Tilgangurinn með því er einfaldur: Að vekja athygli á því að
mengun og eyðilegging, sem virðaengin landamæri, ógnalífi allstaðarájörðinni. Þvíástandiernauðsynlegtaðbreyta. Allar
ákvarðanir um framkvæmdir, smáar og stórar, þarf því að taka með tilliti til umhverfissjónarmiða. Þetta á við á fslandi jafnt
og annarstaðar. Hver þjóð hefur sinn hátt á aðgerðum í tilefni dagsins. Hér á íslandi hefur Borgarstjórn Reykjavíkur sam-
þykkt að efna til dagskrár til að vekja borgarbúa til umhugsunar og aðgerða í umhverfismálum.
FJÖLSKYLDUGANGA
UM ÖSKJUHLÍÐ
DAGSKRÁ UM UMHVERFISMÁL
í BORGARLEIKHÚSINU
Sunnudaginn 22. apríl klukkan 14:00
Sunnudaginn 22. apríl klukkan 17:00
Hressandi skemmtiganga, fyrir alla fjölskylduna um eina af perl-
um höfuöborgarsvæðísins, Öskjuhliðina.
• Gangan hefst klukkari 14:00, við nýja útsýnishúsið á Öskju-
hlíð. Farin verður skemmtileg hringferð um hlíðina undir leið-
sögn „göngustjóra" frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur og garð-
yrkjudeild borgannnar.
• Að lokinni útiverunni verður haldin veisla við nýja útsýnishúsið í
Öskjuhlíð. Boðið verður uppá grillaðar pylsur, farið í leiki og
flutt tónlist.
• Öllum er velkomið að virða fyrir sér stórkostlegt útsýnið úr nýja
útsýnishúsinu.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir borgarbúa til að njóta útiveru saman
og sýna um leið í verki stuðning við baráttuna fyrir bættu
umhverfi.
TRÉGRÓÐURSETT
UM ALLA B0RGINA
í tilefni af „Degi jarðar" hefur umhverfismálaráð Reykjavíkur
ákveðið að leggja til fjölda trjáa, eða ígildi 20 þúsund græðlinga,
sem íbúasamtök og hverfafélög munu gróðursetja víðsvegar um
borgina þann 9. júní í samráði við garðyrkjudeild Reykjavíkur-
borgar. ,
• Tónlist Skólakór Árbæjarskóla syngur undir stjórn Áslaugar
. Bergsteinsdóttur
• ÁwarpDavíðöddsson.borgarstjóri
• Erindi Hulda Valtýsdóttir, formaður Skógræktarfélags íslands.
• Tónlist Sigfús Halldórsson og Elín Sigurvinsdóttir flytja lög eftir
Sigfús
• Erindi Matthías Johannessen, ritstjóri
Elísabet Þórisdóttir stýrir dagskránni.
Allt áhugafólk um umhverfismál er velkomið í Borgarleikhúsið
HUGMYNDABANKINN
ERENN0PINN!
Með hugmyndabankanum sem umhverfismálaráð opnaði fyrir
nokkru, er leitað eftir jákvæðum og framsæknum hugmyndum
um hvaðeina sem bætt getur umhverfi okkar. Nú þegar hafa bor-
ist margar góðar hugmyndir en þær verða aldrei of margar. Hug-
myndabankanum verður ekki lokað fyrr en eftir heigi. Sendið inn
ábendingar!
Dagur jarðar
Hugmyndabanki
Skúlatún 2
105 Reykjavík
TÖKUMPÁTT
Eitt höfuðverkefni mannskyns á næstu öld verður að bjarga jöröinni úr augljósri
hættu -hættu sem virðirengin landamæri og ógnar lífi á landi, í lofti og í hafinu. Sýn-
um umhyggju okkar í verki og tökum þátt í „Degi jarðar" í Reykjavík22. apríl 1990.
Umhverfismálaráð
Reykjavíkur