Morgunblaðið - 21.04.1990, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 21.04.1990, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1990 Þorgerður G. Sveins- dóttir — Vatnsdal Fædd 8. janúar 1915 Dáin 10. apríl 1990 Hún elsku amma í Vátnsdal er dáin, og ekki nema tvö ár síðan hann elsku afí var kvaddur hinni hinstu kveðju. Það er því fjarska- lega erfitt að koma orðum að þeim söknuði sem mér býr í bijósti, því allt frá því að ég man fyrst eftir mér hafa amma og afi skipað stór- an sess í lifí mínu. í Vatnsdal átti ég óteljandi góðar stundir, og finn ég hversu kærar þær eru mér nú þegar ég lít til baka. Amma kunni svo sannarlega að gleðja bamshjartað og tók okkur börnunum alltaf opnum örmum, og þó að afi væri frekar fámáll þá sagði faðmlag og hlýja brosið hans meira en nokkur orð. Það verður mér ógleymanlegt hversu hún amma mín tók húsmóðurhlutverk sitt alvarlega. Þau vom ekki ófá veisluborðin sem hún töfraði fram, og var þeim hjartansmál að allir færu mettir og glaðir frá Vatnsdal. Ég get aidrei þakkað elsku ömmu og afa nógsamiega alla þá ást og umhyggju sem þau veittu mér. Eg bið góðán Guð að geyma þau og styrkja okkur í sorginni. Andrea Gerður í dag, 21. apríl, verður jarðsett frá Breiðabóisstað í Fljótshlíð, elskuleg amma mín, Þoi-gerður G. Sveinsdóttir. Míg langar með þessum fátæk- legu orðum að þakka henni fyrir allt sem hún kenndi mér og leið- beindi þær stundir er ég dvaldi hjá henni og afa í Vatnsdal í Fljótshlíð. Þau ár eiga eftir að geymast vel í huga mínum. Lífsviðhorf ömmu og lífsverk á eftir að skila sér með farsæld til allra afkomenda hennar. í Spámanninum stendur skrifað: „Skoðaðu hug þinn þegar þú ert sorgmæddur og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ Ég er mjög þakklátur fyrir þann dag sem ég og fjölskylda mín áttum með ömmu daginn áður en hún kvaddi þennan heim. í dag er hiíðin hélugrá og rauð, því haustið kom í nótt, ég sá það koma vestan vatn ! gegnum svefninn; vatnið er hemað þar sem slóð þess lá. (Snorri Hjartarson) Guð blessi minningu hennar. Matthías Sveinsson í dag 21. apríl verður jarðsungin frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljót8hlið tengdamóðir mín Þor- gerður Guðrún Sveinsdóttir hús- móðir í Vatnsdal. Hún lést í Borg- arspítalanum aðfaranótt þriðju- dagsins 10. apríl síðastliðinn. Þorgerður fæddist í Vík í Mýrdal 8. janúar 1915 dóttir hjónanna Matthildar Einarsdóttur og Sveins Guðmundssonar. Þorgerður var þriðja barn þeirra hjóna en hennar systkini voru: Brynjólfur, Svanhvít og Sigríður Sóiey. Brynjólfur og Svanhvít bjuggu í Vík og eru bæði látin en Sigríður Sóley býr í Reykjavík. Á þriðja ári flutti Þorgerður að Felli í Mýrdal til Sigurveigar Sveins- dóttur og Hallgríms Brynjólfssonar ömmubróðir síns er þar bjuggu. Átti sú dvöl að vera stutt, en endir- inn varð sá að hún ólst upp hjá þeim hjónum allt til fullorðinsára. Á Felli var stórt heimili, því Hallgrímur og Sigurveig áttu ellefu böm, auk þess sem þau tóku 3 böm í fóstur. Nú eru 6 börn Hallgríms og Sigurveigar á lífi, orð- in háöldmð en fósturbörnin 3 öll látin. Eftir fermingu fluttist Þor- gerður til Vestmannaeyja með fóst- urforeldrum sínum og var þar til 16 ára aldurs, en hún kemur að Ytra-Hól sem kaupakona. Sú dvöl átti eftir að verða afdrifarík í lífi Þorgerðar því þar bundust tryggð- arböndum bóndasonurinn Andrés og hún, sem entist þeim alla ævi og 5. júlí 1935 giftist Þorgerður Andrési Magnússyni frá Ytri-Hól í Vestur-Landeyjum, en Andrés lést fyrir rétt tveimur árum eða 20. apríl 1988. Andrés var sonur hjón- anna Dýrfinnu Gísladóttur frá Seljavöllum undir Austur-Eyjaíjöll- um og Magrúsar Andréssonar frá Hemlu í Vestur-Landeyjum. Sama ár og Andrés og Þorgerður giftust hófu þau búskap á Ytra-Hól í sambýli við þau Magnús og Dýr- finnu og bjuggu þar til ársins 1946, eða þar til þau fluttu að Norður- Fíflholtshjáleigu í sömu sveit. Bjuggu þau þar í 2 ár en fluttu að Vatnsdal í Fijótshlíð vorið 1948 og bjuggu þar til ársins 1988 er Andr- és lést og síðan hefur Þorgerður búið í félagi við Elvar son sinn eins og heiisa hennar leyfði allt til dánar- dags. Ekki reikna ég með því, að þessi ungu hjón sem voru gefin saman í hjónaband 5. júlí 1935 hafi átt mik- inn veraldlegan auð, frekar en ann- að ungt fólk á þessum árum. Þau áttu sína drauma og framtíðarvonir eins og aðrir og lögðu út í lífsbarátt- una full atorku og bjartsýni. í þá daga var ekki mikið um langskóla- nám hjá alþýðu eða bændafólki. En Þorgerður hafði verið í skóla lífsins alin upp við hin margvíslegu sveitarstörf, sem oft voru unnin við erfiðar aðstæður, eins og algengt var á þessum tíma, auk þeirra hæfileika er hún fékk í vöggugjöf og kunni að rækta með sér allt sitt líf. Hún var góðum gáfum gædd, viljaföst og fylgin sér í hveiju sem hún tók sér fyrir hendur, og ekki vildi hún skilja svo við verk sem hún hafði tekið að sér að þar mætti misfellu finna, slík var vandvirknin og trúmennskan. Með þetta vega- nesti lagði hún af stað í lífsbarátt- una með eiginmanni sínum. Þorgerður og Andrés áttu miklu barnaláni að fagna og eignuðust þau þrettán börn, en tólf þeirra komust til fullorðinsára. í dag eru ellefu börn þeirra á lífi. Börn Þor- gerðar og Ándrésar eru: Dýrfínna Osk, lést 9. júní 1965, var gift Kristjáni Jónssyni. Þeim fæddust átta börn og bjuggu á Hellu. Kjart- an, var kvæntur Unni Björk Hall- dórsdóttur, sem lést 12. febrúar 1965. Kjartan, býr í Reykjavík og á tvö börn. Magnús, var kvæntur Ingu Þóru Yngvadóttur og áttu þau 4 börn. Elvar, hann er einhleypur og hefur búið með foreldrum sínum í Vatnsdal. Sveinn, kvæntur Auði Karlsdóttur. Þau eiga þijú börn og búa í Reykjavík. Sigurður, giftur Svanhvíti Guðmundsdóttur. Þau eiga tvö börn og búa í Hafnarfírði. Ólafur, kvæntur Ólafíu Sveinsdótt- ur og eiga þau fjögur börn og búa í Húsagarði í Landsveit. Sigurleif, gift Sigurði Gíslasyni. Þau eiga þijú börn og búa í Hafnarfirði. Guðríður, gift Eiríki Ágústssyni. Þau eiga þijú börn og búa í Álfhóla- hjáleigu í Vestur-Landeyjum. Viðar, lést sólarhringsgamall 26. apríl 1947. Matthildur, gift Dofra Ey- steinss. Þau eiga tvö börn og búa á Hvolsvelli. Elísabet, gift Tryggva Ingólfssyni. Þau eiga þijú börn og búa á Hvolsvelli. Þormar, kvæntur Sigurlín Óskarsdóttur. Þau eiga fjögur börn og búa á Hvolsvelli. Nú eru barnabömin orðin þijátíu og átta og barnabarnabömin þijátíu og fimm og eru- því afkomendur Þorgerðar og Andrésar því nú orðn- ir áttatíu og sex. Sjá má á þessari upptalningu, að nóg var að snúast á því heimili og oft reyndi á þolrifín að sjá sér og sínum farborða, enda lífsbarátt- an hörð og þægindin lítil sem eng- in. En Þorgerður og Andrés voru samhent hjón og með sameiginleg- um ásetningi komu þau sínum stóra barnahóp til manns. Oft þurfti húsbóndinn að fara á vertíð til Vestmannaeyja eða til Grindavíkur til að afla tekna til stórs heimilis og þá reyndi á hús- móðurina og hennar mannkostir komu enn betur í ljós, er hún þurfti að vera bæði húsbóndi og húsmóðir. En þótt að barnalán þeirra hafi verið mikið, þá kvaddi sorgin dyra. 1947 misstu þau son sinn Viðar aðeins sólarhrings gamlan. 9. júní lést Dýrfinna Ósk frá sjö ungum bömum aðeins 32 ára, en Dýrfinna og Kristján höfðu áður misst dreng 1955, og 1965 lést Unnur Björk tengdadóttir þeirra aðeins 24 ára. Og í febrúar 1986 lést Inga Þórs tengdadóttir þeirra aðeins 44 ára. Allt var þetta fólk í blóma lífsins og því erfiðara að sætta sig við slíkt. Ekki er að efa að þessir at- burðir í lífi Þorgerðar voru þung- bærir, en hún bar þá ávallt sem hetja. En þrátt fyrir þessi áföll voru Þorgerður og Andrés ákaflega þakklát því hve mörg af afkomend- unum eru heilsuhraust og hafa komist til fullorðinsára og minntust þau þess oft. Eins og að framan greinir ólst Þorgerður upp á stóru heimili á Felli í Mýrdal hjá Hallgrími ömmu- bróður sínum og Sigurveigu konu hans. Hún bar ávallt mikla virðingu fyrir fósturforeldrum sínum og upp- eldissystkinunum á Felli og þau voru henni góð fyrirmynd, þar sem hún var yngst á bænum. Hún Fædd 24. febrúar 1919 Dáin 13. apríl 1989 Það er föstudagurinn langi. Síminn hringir og ég heyri strax að Dísa er dáin. Mér vöknar um augu, þar sem ég lít út um gluggann og horfi á gamla húsið hennar Dísu. Minningarnar streyma fram. Það var svo gott að koma til Dísu og Húbba, það var eins og að koma heim. Það voru ekki bara við systkinin, sem nutum góðvildar Dísu heldur öll börnin í hverfinu. Það var heldur ekki bara heimili þeirra Dísu og Húbba sem fullt var af börnum. Þau voru iðin við að fara í bíltúra upp í sveit með fullan bíi af börnum og uppáhaldsstaðurinn var ávallt Tannlækur. Gönguferðir voru líka farnar yfir ieirana út í Gijótey og eyjarnar í kring og þegar við Gunna vorum of litlar til að fara einar, þá var Dísa tryggur leiðsögumaður. Dísa naut þess að hafa börn í minntist þess þegar Villi uppeldis- bróðir hennar sótti hana fyrst til Víkur og reiddi hana fyrir framan sig yfir Klifanda straumhart jökul- vatn hjá Felli. Þá var Þorgerður á þriðja ári og sýnir vel hve hún veitti umhverfi sínu athygli snemma og það minni sem hún hafði allt til hinstu stundar. Á þessum æskuslóðum mótaðist þessi unga stúlka, þar sem and- stæðurnar mætast í náttúru lands- ins, þar sem Mýrdalsjökull gnæfir yfir í norðri og þar sem jökull end- ar tekur við stórbrotið landslag sem teygir sig í átt að Felli og straum- þungar jökulár falla fram beggja vegna og mynda nokkurskonar ramma um Fell, sem trónar tignar- legt með grænar gróskumiklar hlíðar í forgrunni fjalladýrðarinnar, og í suðri er víðáttan til hafsins. Þessi staður var henni ætíð kær og átti hún þaðan góðar minningar. Ríða þurfti yfír Klifanda í hvert skipti er þurfti að fara í skólann út að Sólheimum og ef ekki voru hestar tiltækir var fikrað sig yfír stórgrýttan farveg Klifanda fót- gangandi. Þannig má segja að Gerða hafi snemma farið að feta sig áfram í straumkasti lífsins og verið færari um að kunna fótum sínum forráð í lífinu en ella. * Það þarf því ekki að undra að Þorgerður, sem ólst upp við svo stórbrotnar aðstæður í æsku, hafi kunnað betur við sig í námunda við fjöll, enda hafði hún oft orð á því. Og þegar þau fluttu að Vatnsdal, fannst henni hún fá sínar óskir uppfylltar í þeim efnum og tók hún kringum sig og svo sannarlega nut- um við börnin návistar hennai'. Dísa og Húbbi tóku mikið af myndum í gegnum tíðina við ýmis tækifæri og ófá eru myndkvöidin, sem setið var í stofunni þeirra og horft á skuggamyndir okkur til yndis og ánægju. Það sem ekki mátti heima, var stundum leyfílegt hjá Dísu, eins og það að fá sér kaffisopa þegar mað- ur hafði ekki aldur tii og nægði þá að segja „góður er kaffísopinn" og var þá kaffi á borð borið og sykur- moli með. Ja, það var gott að alast upp með svona góða nágranna sér við hlið. En árin liðu og litlu bömin uxu úr grasi og heimsóknum fækkaði. Þrátt fyrir það missti Dísa aldrei áhugann á því sem við vorum að gera, hvort sem það var við leik eða störf. Nú síðast þegar ég heimsótti Dísu rétt fyrii' jólin var hún ekki heil heilsu. Þrátt fyrii' það kom hún Þórdís Guðmunds dóttir — Minning Asdís Jóhannes- dóttir - Minning Fædd 27. september 1917 Dáin 13. apríl 1990 Um morguninn, föstudaginn langa, lá ég uppi í rúminu mínu og var að lesa. Þá kom pabbi til mín og sagði mér að hún amma Dísa væri dáin. Hún sem hafði verið svo kát og hress þegar ég fór að heim- sækja hana daginn áður. Það var alltaf svo gott að koma til ömmu Dísu. Hún var alltaf svo góð og kenndl mér svo margt skemmtilegt, til dæmis að spila á spil. Amma hafði svo gaman af að spila. Það verður skrítið að geta ekki farið til ömmu Dísu oftar. Ég vil þakka Guði fyrir að hafa átt svona góða ömmu og vinkonu. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (P. Foersom./Sveinbjöm Egilsson) Guð varðveiti minninguna um ömmu Dísu. Ásdís Jóhannesdóttir Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Maigs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. ^ gr j Dimmt er fyrir augum og þungt fyrir bijósti, en engin ræður sínum næturstað. Mig langar í örfáum orðum að minnast elsku ömmu minnar, Ásdís- ar Jóhannesdóttur. Þegar ég lít til baka eru ótal minningar um frá- bæra ömmu og góða vinkonu. Amma var alltaf kát. Aldrei kvart- aði hún eða bað um neitt. Amma fylgdist mjög vel með og hafði sínar skoðanir á öllum málum. Hún var mjög réttlát og í hennar augum voru allir jafnir, hverrar þjóðar og hvernig sem þeir voru á iitinn. Bar hún mikla umhyggju fyrir fjöl- skyidu sinni. Öll börn voru hennar bestu vinir. Amma var trygglynd, róleg og hafði góðan húmor. Stund- um gat maður ekki annað en bros- að beerar mæðgurnar rökræddn. Hver með sína skoðun en þekktu hver aðra svo vel. Dísa amma var mikil spilakona. Kvaddi maður hana ekki nema að taka fyrst eitt jatzí eða lúdó. Og skemmti hún sér konungiega þegar hún vann skipti eftir skipti. Hún átti góðai' spilavinkonur sem komu nær daglega, ekki var líft í kringum þær þegar.teningarnir voru hristir. Enda sá alltaf einhver um að færa . henni nýtt lúdó um hver jól, enda tímabært, því þau hreinleg kláruð- ust. Samskipti mín við Dísu ömmu mun örugglega verða mér gott, veganesti í lífinu. Söknuður og tregi ríkja nú í huga mínum þegar ég kveð ástkæra ömmu og nöfnu. Ásdís Pálmadóttir Ásdís Jóhannesdóttir og maður hennar, Jens Sæmundsson, voru starfsmenn Pósts og síma í Höfnum þegar við hjónin kynntumst þeim fyrir þrettán árum, en þá vorum við nýflutt á Reykjanesvita. Bíllaus vorum við þar fyrstu dagana — og okkar fyrstu kynni við Ásdísi og Jens voru, að þau komu til okkar og færðu okkur póstinn, sem þeim bar þó engin skylda til að gera. Alla tíð síðan höfum við verið tengd henni nánum vináttuböndum. HÚ3 hennar stóð okkur ætíð opiö þegar við áttum leið um Hafnirnar, meðan hún bjó þar og annaðist póst- og símavörslu að manni sínum látnum. Og alltaf þegar eitthvað var aö ■ veðri, og við á ferð að heiman eða heim, beið hún eftir að við hringdum og létum vita af okkur þegar við vorum komin á áfangastað. Þetta veitti okkur ómetanlegt öryggi. Og seinna, þegar hún var flutt til Keflavíkur, héldust þessi vináttu- tengsl okkar til hins síðasta. Það var alltaf mikil ánægja að koma í heimsókn til Ásdísar. Hún var glaðleg kona og skemmtileg, viðræðugóð og hafði gaman af að hugleiða og ræða um flest, sem viðkom mannlegum samskiptum. Oft sátum við hjónin hjá henni lengi dags og ræddum við hana um það sem í hugann kom hveiju sinni — og eins óskyld mál og stjórnn^ála- legar flækjur líðandi stundar og hinstu rök tilverunnar voru henni ekki síður áhugaverð en hin hvers- dagslegu fyrirbæri daglegs lífs. Mannhelgi og hlutur þeirra sem minna máttu sín voru henni hjart- ans mál. Og ekki gleymdust skop- legu Jiljðarnar ilífinu í þessu spjalli

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.