Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRIL 1990 9 TOYOTA NOTAÐIR BÍLAR 44144 - 44733 TOYOTA COROLLA XL '90 Hvítur. 5 gíra. 3ra dyra. Vökvastýri. Sumar- og vetrardekk. Ekinn 3 þús/km. Verð kr. 840 þús. (800 þús. staðgr.) TOYOTA COROLLA STD '88 Silfur. 4 gíra. 3ra dyra. Ekinn 18 þús/km. Verð kr. 600 þús. SUBARU 4x4 STW '87 Hvítur. 5 gíra. 5 dyra. Ekinn 40 þús/km. Verð kr. 880 þús. TOYOTA LANDCRUISER ’87 Brúnsans. 5 gíra. 3ra dyra. Rafm. í rúð- um. Centrallæs. Krómfelgur. Kastarar. Ekinn 44 þús/km. Verð 1.450 þús. MMC COLT GLX '88 Hvítur. 5 gíra. 3ra dyra. Ekinn 29 þús/km. Verð kr. 700 þús. TOYOTA COROLLA DX ’86 Hvítur. Sjálfskiptur. 4ra dyra. Ekinn 46 þús/km. Verð kr. 550 þús. TOYOTA NÝBÝLAVEGI 6-8, KÓPAVOGI, S.:91 44144 4 s* . Meira en þú geturímyndað þér! Júlíusá jeppabíl Einn frsegasti bíll íslands er án efa ráð- herrabíll Júlíusar Sólnes, umhverfisráðherra. Júlíus notar bílinn, sem er fallegur jeppabíll, til að skoða umhverfi íslands bæði sem ráð- herra og einstaklingur. í Staksteinum í dag er fjallað um skoðunarferðir Júlíusar en einn- ig er sagt frá nýrri stjórn í Grikklandi, þar sem hægri menn hafa tekið að sér að moka flór- inn eftir ríkissjórn sósíalista. Bæði ráðherra og einstaklingur Júlíusi Sólnes hefur gengið illa að fá verkefhi fyrir nýja umhverfisráðu- neytíð og svo virðist sem hann hafi lítíð annað við timann að gera en að aka um á jeppabílnum og skoða sig um. Það er gott og blessað að ráð- herrar skuli vilja kynnast náttúru landsins, eins og Júlíus gerir sér far uni, enda gera þeir þá ekkert annað af sér á meðan. Og það er vissulega um- liugsunarefni hvort ekki . eigi að senda alla ráð- herra sitjandi ríkisstjórn- ar í langa útsýnisferð um landið sem endi þó ekki jafn slysalega og páska- ferð umhverfisráðherra í skíðalöndum Reykjavík- ur. Skoðunarférðir ráð- herrageta verið mismun- andi merkar. í liðinni viku fór umhverfisráð- herra í ferðalag sem þyk- ir í frásögu færandi, og birtí Tímhm sérstakt við- tal við hann á baksíðu á sumai daginn fyrsta. Til- efiiið var að ráðherrann hafði orðið fyrir því óhappi að velta ráð- herrajeppanum, en slapp ómeiddur. „Ég hef náttúrulega áhuga á að keyra hér um og skoða umhverfi lands- ins. Ég mun gera það eftir því sem ég hef tíma og möguleika til,“ sagði Júlíus Sólnes í áður- nefiidu viðtali við Tímann sem segir svo frá ferð ráðherrans: „Ráð- herra fór á skírdag í skoðunarferð á svíða- svæði í nágrenni Reykjavíkur en svo illa vildi til að ráðherrabíll hans valt skammt frá Litlu kaffistofimni. Að- spurður sagðist hann hafa ferið í skoðunarferð- ina bæði sem ráðherra umhverfismáfa og sem einstaklingur." Hættuástand Timinn lýsir for ráð- herrans með þessuni hætti: „„Það var mjög atítyglisvert að _ koma þarna upp eftír. Ég fór aðeins upp i Bláfjöllin en það var nú svo mikið af fólki þar. Síðan fór ég upp í Hamragil að skoða mig um,“ sagði Júlíus. Aðspurður um aðstæður sagði haim að iyftur hafi verið bifaðar í Hantragili, en fött fólk og því mjög gott að vera. Hann sagð- ist vera á því að skipu- leggja þyrftí útívist á skíðasvæðum betur. „Það safiiast ægilegur imuinfjöldi í BláQöllin og mér finnst þetta vera svolítíð varhugavert. Þegar góðvirðisdagur er um helgi á veturna þá fyllist allt og umferðin er öll í einum Imút. Það er spuming hvort ekki jaðri við að vera hættu- ástand vegna þess að ef veðrabrigði verða mjög snögg þá lendir allt í einni allsherjar upp- lausn," sagði Júlíus. Það fór þó ekki svo að Júlíus spenntí ekki á sig skíðin og reimdi sér í brekkun- um. Mmit þú eitthvað beita þér í þessum málum? „Ég geri það nú frekar sem áhugamaður. Þetta er kannski ekki beint á okk- ar sviði en ég lít nú samt svo á að útívist og um- hverfi hangi óneitanlega mjög mikið saman,“ sagði umhverfisráð- herra. Eins og áður sagði vildi svo illa tíl að bílirni sem Júlíus var á rann út af veginum en að sögn hans skcmmdist bíliiui ekki mikið. „Þetta var eins einfelt og það gat orðið. Ég lentí þama á svellbunka við það að taka fram úr bíl sem lagt hafði verið í vegkantinn þannig að hann skagaði langt inn á veginn. Þegar ég sveigði fram hjá hon- um þá lenti ég á svell- bunkanum og bílinn rann mjúklega útaf og út i snjóskafl. Hann aðeins seig á hliðina," sagði Júl- ius. Július var einsamall í bilnum og slapp ómeidd- ur.“ Nýirtímarí Grikklandi Constantine Mitsotakis er orðinn forsætísráð- herra Grikklands, eftir að hafe gert þrjár árang- urslausar tilraunir til að velta sósialistum úr sessi. Það tókst í flórðu tilraun- mni og nú bíða hans mik- il verkefni við að endur- reisa efiiahagslíf Griklqa sem ríkisstjóra sósíalista, sem komst tíl valda árið 1981, skilur eftir i rústum. Breska tímaritíð Ec- onomist segir í nýlegri forystugrein að nauðsyn- legt sé að skera fjárlög í Grikklandi niður og líklega verði að minnka hallann á fjárlögurn um 3% á ári á næstu ámm. Hætta verði ríkisstyrkj- um, og endurskipuleggja lífeyrissjóðina, þannig að Grikkir feri ekki á eftir- laun 55 ára og fái lífeyri sem er hærri en launin sem þeir höfðu. Þá segir ritíð að nauðsynlegt sé að breyta skattalögum meðal annars með því að innheimta skatta af mörgum bændum sem hafe sloppið vel frá skatt- heimtumönnum, eða með öðmm orðum að hætta að láta stjómmál ráða því hveijir em skattlagðir og hveijir ekki. Margt af því sem ný ríkisstjórn Grikklands þarf að gera, liggur einn- ig fyrir ríkisstjómum Austur-Evrópu. En það kann þó að verða erfið- ara fyrir Mitsotakis en starfebræður hans í austri, eins og Economist bendir á, að koma breyt- ingum í gegn sem kosta fómir. I Austur-Evrópu em kjósendur fegnir því að vera lausir undan ægivaldi kommúnista og þeir því tilbúnir til að life nokkur erfið ár á meðan eftiahagslífið er skorið upp. Grikkir hafe ekki verið frelsaðir úr fjötrum alræðis enda lýðræði ríkt þar í áratugi og því em kjósendur lítíð hrifhir af fómum sem feera verður. Grískir kjósendur virðast fremur greiða stjóm- málaflokkum atkvæði vegna hollustu, en raun- sæi. I flestum öðrum rikjum Vestur-Evrópu hefði spillmg og hneyksli sem einkemidu Pap- andreou og stjórn hans tryggt andstæðingum hans stórsigur í þhig- kosningum, en ekki í Grikklandi. Nú þarf Mits- otakis að gera róttækar breytíngar með mhrnsta mögulegan þhigmeiri- hluta, með 151 þingmann af 300. Þú þekkir ekki Braga fyrr en þú hefur prófað Kólumbíu-blönduna! Kaffibrennsla Akureyrar hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.