Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1990 15 gagnvart allt öðrum nemendahóp- um. Og álit nemenda á slíkri kennslu verður örugglega ekkert betra eftir 5 eða 10 ár. — Ég veit ekki hvort það er hér sem leiðir skiljast með mér og Robert Cook. Svo mikið er víst að ég tel afdráttar- laust að til sé kennsla sem eigi ekki að halda áfram í óbreyttri mynd. Og ég tel ennfremur að könnunin sem hér um ræðir sé vel til þess fallin að finna slík dæmi. Þau eru þó sem betur fer afar fá eða líklega teljandi á fingrum sér fyrir Háskólann allan. En ef takast má að finna þau með óyggjandi hætti, þá hefur könnunin engan veginn reynst gagnslaus eins og Robert vill vera láta. Robert virðist hafa tröllatrú á áhrifamætti kjaftasögunnar til að finna „óhæfa kennara.“ Reynslan er þó sú að Gróa á Leiti hefur hér hverfandi áhrif og þarf ekki að koma neinum á óvart sem þekkir þá konu. Til dæmis er hún þekkt að því að hún snýr sér aldrei beint að þeim sem um er rætt, þannig að hann getur hvorki borið hönd fyrir höfuð sér né heldur fengið tækifæri til að gera betur. Og raun- ar er eins gott að slúður hennar kemur fyrir lítið því að það er lang- ur vegur frá óskráðum sögusögnum til kerfisbundinnar könnunar sem felur m.a. í sér samanburð við aðra kennara. Á hinn bóginn hygg ég að okkur Robert greini ekki á um það að yfirleitt beri að taka tölunum sem koma út úr könnuninni með mikilli varúð þegar kemur að því að bera saman kennara sem virðast ekki óhæfir. Þegar kennari A fær „ein- kunnina" 9 en kennari B fær 6, þá geta verið ýmsar eðlilegar skýring- ar á þvf, svo sem þyngd eða vin- sældir námskeiðs, ódýr kennslustíll hjá A, mismunandi kennsluform og svo framvegis. Mörg þessara atriða eru kannski ekki einu sinni á valdi kennarans heldur kunna ákvarðanir um þau að hafa verið teknar án þess að hann kæmi þar nálægt. Gildi þessara fyrirvara kemur glöggt fram í því að „einkunnir" sama kennara fyrir mismunandi námskeið geta verið mjög misjafn- ar. En þó að tölurnar séu þannig enginn endanlegur dómur um kennslu einstakra manna, þá eru þær að mínu mati þaðan af síður „gagnslausar". Bæði getur kennar- inn ýmislegt af þeim lært og eins held ég til dæmis að það geti verið bæði frjótt og gagnlegt að þær séu ræddar í bróðurlegum anda meðal starfsfélaga, - og þá ekki aðeins „lágu“ tölumar, heldur líka þær „háu“, því að af þeim getur hópur- inn auðvitað ekki síður dregið álykt- anir. Með þessari fyrirhuguðu máls- meðferð er svarað áhyggjum Cooks (og margra annarra) af því að könn- unin geti ekki spannað margbreyti- leika kennslunnar: Hann á einmitt að geta fengið að njóta sín í um- ræðu starfsfélaganna sem þekkja aðstæður, bera oft hluta ábyrgðar og geta bent á ýmislegt sem máli skiptir. Robert Cook hefur beyg af því að tölum og tölvum skuli vera beitt við könnunina. Þýðandi hans bætir um betur með því að tala um „tölvu- stýrða" könnun þar sem „tölvu- vædd“ eða „tölvuunnin“ hefði trú- lega verið réttara („comput- erized“?). Við beyg sem þessum hjá fullmótuðu fólki er lítið að gera nema þá helst að benda á að við erum mörg sem kunnum að meta kosti þess að geta fengið heildar- yfirsýn og borið okkur saman við það sem nemendahópurinn hefur sagt um aðra kennslu. Til þess arna eru tölurnar og tölvurnar blátt áfram ómetanleg tæki þó að þær „stýri“ auðvitað ekki nokkrum sköpuðum hlut. í vissum skilningi eru niðurstöður í tölum og úr tölvum því ekkert síður „persónulegar" eða „mannlegar“ en hinar sem Cook kýs sér heldur. Áhrif á starfsframa kennarans? Robert Cook virðist gefa sér það að niðurstöður könnunarinnar verði „notaðar af þeim sem eiga að leggja mat á kennarann í sambandi við styrk, stöðuhækkun eða launa- hækkun." Þarna veit hann meira en ég veit að svo stöddu. Ég tel í sjálfu sér nægja að könnunin geti orðið til að bæta kennslu hvers kennara um sig og til þess að kennsluverkefnum verði betur ráð- stafað en nú er. í orðum mínum hér á undan felst á hinn bóginn að við eigum að flýta okkur hægt í því að láta könnun á kennslu manna hafa áhrif á starfsferil nema þá í þeim örfáu tilvikum þar sem kennsl- an er (og verður) gagnslaus með öllu eða þar sem menn kjósa sjálf- viljugir að leita þakklátari starfa sem eiga betur við þá. Robert Cook segist sem dóm- nefndarmaður hafa farið sjálfur í tíma hjá kennurum í stað þess að reiða sig á kannanir á viðhorfum nemenda. Ég hlýt að lýsa furðu minni á þeirri trú sem hann virðist hafa á einni aðferð umfram aðrar, þar sem allar eru gallaðar að mínu mati en kunna að vera skástar hver með annarri. Eða skyldi mat ein- stakra manna í dómnefnd á kennslu manns í einni kennslustund á einu misseri vera svo óbrigðult að í engu verði um bætt með „tölvustýrðri" (þ.e. tölvuvæddri) könnun á kennslu hans um árabil, í mismunandi nám- skeiðum og með mismunandi nem- endahópum? Lokaorð Samþykkt háskólaráðs um könn- un á kennslu og námskeiðum er gerð af talsverðum metnaði af hálfu Háskólans sem heildar, — metnaði þess sem kallar yfir sig gagnrýni annarra og vill nýta sér hana til að gera betur. Eins og endranær þegar menn setja markið hærra en sá sem sofandi flýtur, þá er tvísýnt hvort eða hvernig því verður náð. Víst er að nógu margt er að varast og varnaðarorð því vel þegin. Ég vil þess vegna þakka Robert Cook fyrir greinina sem hefur að geyma ýmsar verðmætar ábendingar. Um leið og ég lýk þessari grein í almennu dagblaði vil ég biðja les- andann áð hugleiða hvort aðrar stofnanir og fyrirtæki kunni að geta lært eitthvað af þeim aðferðum sem Háskólinn er að fikra sig áfram með til aðhalds í störfum sínum. Vil ég þá sérstaklega vekja athygli á þeirri umræðu og aðhaldi af hálfu starfsfélaga sem við höfum hugsað okkur, en mér skilst að slíkt muni ekki vera algengt í stjórnun enn sem komið er. Höíundur er prófessor við eðlisfræðiskor Háskólans með vísindasögu sem rannsóknasvið. Hann er formaður kennslumálanefndar Háskólans. Selfoss: Nýr flygill vígður í Fj ölbrautaskólanum Selfossi. Tónleikar verða haldnir í Fjölbrautaskóla Suðurlands í dag, laugar- daginn 21. apríl, klukkan 16. Þá verður vígður formlega nýr konsert- flygill sem 33 fýrirtæki á Suðurlandi gefa skólanum. Viðar Gunnarsson óperusöngvari verður meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum. Viðar söng nýlega við óperuna í Wiesbaden og var samstundis ráðinn þar. Hann syng- ur á tónleikunum við undirleik Jón- asai’ Ingimundarsonar. Einar Markússon píanóleikari, sem nam píanóleik af kennara sem var nemandi Franz Liszt, kemur fram á tónleikunum. Hann er kunn- ur fyrir sérstæðan píanóleik en Ein- ar lék á sínum tíma á píanó í kunn- um Hollywood-myndum. Auk þeirra koma fram á tónleik- unum Haukur Haraldsson bóndi og söngvari, Karl Sighvatsson tónlist- armaður, Anna Þóra Benediktsdótt- ir píanóleikari, sem mun meðal ann- ars leika flórhent á píanó með Jón- asi. Loks mun kór Fjölbrautaskól- ans syngja undir stjórn Jóns Inga Sigurmundssonar. Að loknum tónleikunum verður gestum boðið upp á kaffi og með- læti. Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis. - Sig. Jóns. ■ SÝNING á verkum Gunn- þórunnar Sveinsdóttur frá Mæli- fellsá verður opnuð í Safnahúsinu á Sauðárkróki í dag, laugardaginn 21. aprfl, kl. 14.00 á vegum Lista- safns ASÍ og Listasafns Skagfirð- inga á Sauðárkróki. Gunnþórunn fæddist 2. febrúar 1885 í Boi'garey í Seyluhreppi í Skagafirði. Fjöl- skyldan flutti að Mælifellsá í Lýt- ingsstaðahreppi er Gunnþórunn var níu ára og þar ólst hún upp. Á 70. aldursári ritaði hún sjálfsævisögu sína, Gleym-mér-ei. Þá var Gunn- þórunn farin að heilsu og mátti lítið vinna, en iðjulaus gat hún alls ekki verið. Ævisöguritun var eins konar fjölskylduhefð. Faðir hennar, Sveinn Gunnarsson á Mælifellsá, ritaði sína sögu 1921 og kallaði Veraldarsögu. I ellinni hafði Gunn- þórunn góðan tíma til að sinna lista- gyðjunum og mála og yrkja. Hún hafði stungið mörgum málverkum og ljóðum eftir sig að vinum og kunningjum, er hún lést 18. nóvem- ber 1970. Gunnþórunn var útsjón- arsöm og listasmiður bæði í orði og á borði. Sýningin verður opin frá kl. 15.00-19.00 virka daga og frá kl. 14.00-19.00 um helgar. Jónas Ingimundar- son píanóleikari. Einar Markússon píanóleikari. Viðar Gunnarsson söngvari. Norfolk: Alparósadroltning’in krýnd í dag Washington. Frá ívari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÁRLEG Alparósahátið í Norfolk í Virginíuríki, hafitarborg Norður- Atlantshafs flota Bandarikjanna, hófst formlega á þriðjudag, þegar varðskipið Týr lagðist þar að bryggju. í dag, laugardag, verður Katrín Sverrisdóttir krýnd sem alparósadrottning með mikilli við- höfn og skrautsýningu. Hátiðin er haldin í tengslum við Atlantshafs- herstjórn NATO (SACLANT). Er nafni einstaks aðildarlands NATO haldið á loft hverju sinni, í þetta skiptið íslands í lyrsta sinn. Varðskipið Týr kom til hafnar í Norfolk um hádegisbilið á þriðju- dag. Var því fagnað með fallbyssu- sko.tum frá herskipum í höfninni. Týr sem er undir stjórn Helga Hall- varðssonar skipherra flutti „prins- essu“ hátíðahaldanna, Katrínu Sverrisdóttur, til hafnar. Beið mik- ill mannfjöldi skipsins á hafnar- bakkanum og barnakór Öldutúns- skóla söng fyrir gesti og var honum vel fagnað. Veður var hið ákjósan- legasta framan af degi, en síðdegis tók að rigna. Dagblaðið Virginian Pilot birti í tilefni hátíðarinnar langa, mynd- skreytta grein um ísland eftir Patrick K. Lackey. Hluti af greinni er viðtal við formann íslendingafé- lagsins í Norfolk, Sesselju Siggeirs- dóttur Seifert. Er ötuls starfs henn- ar fyrir félagið getið að verðleikum í grein blaðsins. Á mánudag var opnuð sýning með íslenskum listaverkum í Virg- inia-bankanum í Norfolk. Á mið- vikudag var íslensk tískusýning á Omni-hótelinu um hádegisbilið og þá um kvöldið söng barnakór Öldut- únsskóla í Lake Taylor skólanum í Norfolk. í gærkvöldi lék Sigrún Edvaldsdóttir fiðluleikari á tónleik- um með Vii'ginía-sinfóníuhljóm- sveitinni. Þannig hefur hvert atriðið rekið annað alla vikunna og er þá ógetið um ræðuhöld ýmissa fyrir- manna og fánahyllingar. Hápunkt- ur hátíðarinnar er í dag, þegar alpa- rósadrottningin, Katrín Sverrisdótt- ir, verður formlega krýnd. jt jt HLJOÐKUTAR 06 PÚSTRfiR frá viðurkenndum framleiðendum í Ameríku og Evrópu í flestar gerðir bíla, t.d. ★ VOLVO ★ DAIHATSU ★ NISSAK ★ ESCORT ★ HONDA ★ ★ SKODA O.FL. O.FL. GÆÐAVAR8 - 6011 VERfl rÓSTSEKDOM Opið laugardaga kl. 10-13 Bílavörubúðin FJÖDRIN Skeifan 2 simi 82944 ViÖ þökkum öllum vinum og vandamönnum sem heiðruðu okkur með nœrveru sinni og heillaskeytum á merkisafmœlum okkar. Við óskum ykkur öllum gleðilegs sumars. Sigríður og Björn. Heba heldur við heil- sunni. ressið sál líkama. Oansleikíimi, Vornámskeið 23. apríl. Hébd Auðbrekku 14. Kópavogi. Simi 642209. SÝNING á sumarhúsi Höfum tilbúið sumarhús til sýnis þessa helgi millikl. 14-17 laugardag og sunnudag á Hólmaslóð 6, Örfirisey. Lítið inn og kynnið ykkur málin. LUNDI hf. sími 612400. Honda *90 Civic 3ja dyra 16 ventía Verd frá 746,- þúsund. GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIR ALLA. U HONDA VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SlMI 689900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.