Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1990 47 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUÐAGS /ur i/w — i ma Ætti að banna rjúpnaveiðina Kæri Velvakandi. Ég var einn þeirra sem rituðu smá greinar í Velvakanda um íjúpnaveiði, reyndar sá síðasti sem Dýravinur vitnar til í grein sinni þann 20. þ.m. Ég get fallist á öll sjónarmið hans, en taldi þó að rétt væri að gera tilraun til þess að slá á þennan óhugnað til að byija með, og reyna að takmarka veiðarnar. Löghlýðni íslendinga er við brugðið og því ætti þessi leið að vera fær. Sagði ég iög- hlýðni, ég biðst afsökunar, ég hlýt að hafa skrifað þetta þvert um hug minn, vegna þess að íslend- ingar kunna ekki að hlýða, að fara að reglum og lögum. Þetta er ef til vill fyrst og fremst vegna þess hve slaklega tekið er á lög- brotum, menn geta limlest fólk, jafnvel drepið, staðið í eiturlyfja- sölu — og smygli o.s.fi’v., án þess að nafn þeirra sé birt hvað þá mynd. Það þykir ekki glæpsamlegt að féfletta náungann, svo ekki sé nú talað um að stela frá ríki og bæ. Menn stela fyrirframgreiðslu skatta, stela söluskatti og eru enn taldir til heiðarlegra borgara. Halda menn svo að fólk af þessum. „kaliber“ kunni sér hóf í veiði- skap, fari að lögum uppi í fjöllum? Ég efa það stórlega. Þetta mun vera rétt hjá Ðýravini, það ætti sennilega að alfriða íjúpuna í a. m.k. nokkur ár og sjá til. Það verður að segjast eins og er, að það er fégræðgin sem er búin að eyðileggja þetta „sport“ einsog það var stundað hér áður fyrr þegar menn gengu til íjúpna. Nú er þetta orðið „stórdráp" á vélsleð- um uppi í öræfum landsins, þar sem íjúpan átti sitt griðland áður. Nú sitja menn þar í stórum hópum í kofum með alvæpni. Þeir elta hópana um landið þar til allt er dautt og fannirnar rauðar upp undir jökulrætur. Ljótt er þetta svo sannarlega og því varla annað fært en að banna þetta dráp með öllu og fylgja eftir banninu með öflugri gæslu. Hafi Dýravinur þakkir fyrir grein sína þann 20. mars. Veiðimaður Þessir hringdu . . . Árbæ á föstudaginn langa. Hún er í síma 83699. Gleraugu glötuðust Sigurbjörg hringdi og hafði tapað gullspangargleraugum þann 4. apríl síðast liðinn. Telur hún lík- legt að hún hafi glatað gleraug- unum annað hvort í eða við Gerðu- berg í Breiðholti eða í eða við Hagkaup Hólagarði. Eigandinn er í símum 79020 eða 16462. Þ.ÞORGBÍMSSDN&CD mURUTLAND ggg ÞÉTTIEFNI ÁÞÖK- VEGGI-GÓLF ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640 Ljóðatónleikar Edda Moser Dalton Baldwin í Islensku óperunni laugardaginn 28. apríl kl. 16.30. Miðasala í Tónastöðinni, Óðinsgötu 7, sími 21185, kl. 10-18 og í íslensku óperunni. Miðapantanireinnigí síma 17765 kl. 14-17 Tónlistarfélagiö Meö stuöningi Armannsfells hf FRÁ SKÓLASKRIFSTOFU REYKJAVÍKUR Innritun skólaskyldra barna og unglinga sem þurfa að flytjast milli skóla fyrir næsta vetur fer fram í Skólaskrif- stofu Reykjavíkur, Tjarnargötu 12, sími 28544, þriðju- daginn 24. og miðvikudaginn 25. apríl nk. kl. 10-15 báða dagana. Þetta gildir um þá nemendur, sem flytjast til Reykjavík- ur eða úr borginni, koma úr einkaskólum eða þurfa að skipta um skóla vegna breytinga á búsetu innan borgar- innar. Það er mjög áríðandi vegna nauðsynlegrar skipu- lagningar og undirbúningsvinnu að öll börn og unglingar sem svo er ástatt um verði skráð á ofan- greindum tíma. Þá nemendahópa sem flytjast í heild milli skóla að lokn- um 6. bekk þarf ekki að innrita. t. I I Gullhálskeðja Kona nokkur hringdi og hafði fundið einfalda gullhálskeðju í þverrandi skafli á Mímisveginum, ofarlega. Þetta gerðist fyrir fáum dögum. Ef einhver saknar slíks grips má athuga málið í síma 12379. Kisu saknað Hringt var og greint frá því að 8-9 mánaða gamals kattar væri saknað frá heimili sínu að Hvassa- leyti 153 í Reykjavík. Ekki sker hann sig beinlínis úr, svartur að ofan og víðast hvar en með hvítan blett á hálsi. Hann er þó með rauða ól og bjöllu um hálsinn. Hann hefur ekki sést síðan á páskadag og ef einhver hefur séð til kisu, vinsamlega hringið í síma 680053 eða 34625. Úr í óskilum Margrét hringdi og hafði fundið drengjaúr á Elliðaárstíflunni í Páfagaukar úti í kuldanum Kona hringdi og saðist hafa séð á eftir tveimur bláum páfagauk- um út um opin glugga í Kleifars- eli í Seljahverfi í Breiðholti. Hafi einhver orðið fuglana var vinsam- legast hringi í síma 79343. Þakkir Ágústa hringdi og vildi koma þökkum til Hótel Arkar á fram- færi. Sagðist Agústa hafa dvalið þar ásamt fleirum um páskana og hefði þjónustan verið slík og veitingar eftir því, að ástæða væri til að þakka sérstaklega fyr- ir sig. Gleymdi skíðastöfum Skíðakappi hringdi og hafði gleymt skíðastöfum sínum í hita leiksins uppi í Bláfjöllum á 2. í páskum. Stafirnir eru hvítir Kessl- ergripir með grænum og appels- ínugulum röndum, gráum hand- föngum og gráum plasthlífum neðst. „Helmingi minna“ o g „helmingi meira“ Kæri Yelvakandi. Ef spurt er: Hve há er sú upphæð eða stærð sem er „helmingi minni en 100“ munu flestir svara: Auðvit- að 50. Þetta er rétt. Helmingurinn af 100 er 50 og sé þessi tala dregin frá 100 verður útkoman 50. Sé spurt: Hve há er sú upphæð eða stærð sem er „helmingi hærri en 100“ munu velflestir svararAuð- vitað 200. En þetta er rangt. Helm- ingurinn af 100 er 50 og sé þessari tölu bætt við 100 verður útkoman 150 en ekki 200. Því er ótvíræðara að nota orðtakið: „tvisv- ar sinnum meira eða tvisvar sinnum hærra", ef skírskotað er til stærðar eða upphæðar sem er tvöföld að magni miðað við tiltekna tölu eða upphæð. Þeir sem í þessu sambandi leggja bókstaflegan skilning i hug- takið „helmingur" eru því stundum í vafa um hvaða tölulegt mat á að leggja í orðtakið „helmingi meira“, með því að vitað er að fjöldi fólks leggur í það skilninginn „tvisvar sinnum meira“. Björn Jóhannesson Af gefiiu tilefiii Af gefni tilefni er þess sérstak- lega óskað að sem flestir skrifi í Velvakanda undir nafni. Ekki verða birt nafnlaus bréf sem eru gagnrýni, ádeilur eða árás- ir á nafngreint fólk. Ritstj. Sannkallað SUMARHLBOD 20°/o afsláttur á ábætisostum til aprílloka! HNETUOSTUR PAPRIKUOSTUR PIPAROSTUR REYKOSTUR ÁBÖTÍ M/SÍTRÓNUPIPAR MUNDU EFTIR OSTINUM Fagnaðu sumrinu með fínum ábætisostum! Þeir fást í næstu búð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.