Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 39
Jttm .15.' HUOAQHAOUAv.1 GlGAJaVíUOHOM MORGUNBtAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1990 Kveðjuorð: Agústa Helga Sigurðardóttir Fædd 21. ágúst 1960 Dáin 9. apríl 1990 Þær eru svo erfiðar spurningarnar sem hafa leitað á okkur þessa dag- ana og svörin svo fá. Hún Agústa okkar sem við eignuðumst unga þeg- ar Búi bróðir kom með hana inn í fjölskylduna fyrir bráðum tólf árum er dáin langt fyrir aldur fram. Hún átti þijá efnilega drengi sem hún bar umhyggju fyrir og góðan eiginmann sem hún elskaði. I fyrravor hafði hún lokið lögfræðiprófi frá háskólanum og um sumarið ráðið sig til starfa hjá ijármálaráðuneytinu þar sem hún gat sér gott orð fyrir störf sín. Björt og hamingjurík framtíð virtist blasa við henni og fjölskyldunni. Þótt Ágústa hefði um alllangt skeið átt við veikindi að stríða voru þeir því miður of fáir sem vissu á hve alvar- legu stigi þau voru síðustu vikurnar. Það er því enn sárara en ella að horfast í augu við að hún skuli vera farin frá okkur. Við lítum yfir farinn veg og hugsum til horfinna stunda sem voru ailt of fáar. Við minnumst þokkans og fágunarinnar sem ein- kenndi dagfar hennar, en einnig glettninnar og kímninnar. Og þó þessar minningar verði okkur nokkur huggun, er sársaukinn mikill og þrá- látur. Af þeim sem eftir lifa er þó hlut- skipti Búa bróður og drengjanna þriggja erfiðast. Við biðjum algóðan Guð að vera með þeim í þeirra miklu raun, svo og með öllum aðstandend- um og vinum. Við vitum að Guð elsk- ar Ágústu og treystum því að hann veiti henni líkn sína og taki hana að sér að eilífu. Guð sem gekk í Kristi Jesú inn í mannleg kjör, þjáðist, leið og dó, þekkir best mannanna eymd og meinsemdir. Og með upprisp sinni frá dauðum gefur hann okkur sem leitum á náðir hans fyrirheit um sig- ur gleðinnar yfir þjáningunni, lífsins yfir dauðanum. Ég hefi sett alla von mína á Drottin, og hann laut niður að mér og heyrði kvein mitt. Druttinn er vígi mitt og skjöldur honum treysti hjarta mitt. Ég hlaut hjálp, því fagnar hjarta mitt, og með ljóðum mínum lofa ég hann. Drottinn er vígi lýð sínum og hjálparhæli sínum smurða. Hjálpa lýð þínum og blessa eip þína, gæt þeirra og ber þá að eilífu. (Sálm. 40, 2 og 28,7-9). Guðrún og Rúnar Það drýpur hryggð og sorg. Fal- legt blóm í fullum skrúða hefur fall- ið fyrir ljá hins slóttuga sláttu- manns. Hún Ágústa Helga er dáin. Á sumri lífs síns. Dáin frá öllu því sem hún átti ógert. Frá öllum þeim sem elskuðu hana og áttu eftir að segja henni svo margt fallegt. Það blæðir og er svo sárt. En það huggar að vita hana nú hvíla hjá græðaranum góða, hjá honum sem einn megnar að leysa alla hlekki sorgar og þjáningar. Hjá honum sem er upprisan og lífið. í ljósinu hans. Og góðar minningar hugga. Eg var svo lánsöm fyrir rúmum 20 árum að verða heimagangur í Frostaskjóli 13. Það var dýrmætt fyrir ungling í mótun að fá að kynn- ast Jóhönnu og Didda og telpunum þeirra. Fá að lifa með þeim hversdag- inn, fá að taka þátt í lífi þessarar kærleiksríku fjölskyldu. Það var margt rætt við eldhúsborðið í Frosta- skjólinu. Og sjónarmið stórra og smárra voru tekin jafngild. En'um- ræðurnar voru ekki bundnar við eld- húsið. Oft var sest og spjallað í her- bergjum Agú og Möggu Stínu. Og ég fékk að vera með og lifa með þeim margar dýrmætar stundir. Einn vetrardag fyrir rúmum 20 árum koma þær systur heim til mín á Fálkagötuna. Við sátum við allan Fæddur 12. mars 1918 Dáinn 9. apríl 1990 Sífellt erum við minnt á hversu skammt er á rnilli lífs og dauða. Sú lífsins ganga sem okkur er vörð- uð er ekki dagsett í tímans rás, því erum við sjaldnast viðbúin fráfalli ættingja og vina. Fram spretta minningar þegar Bergmundur er horfinn úr okkar röðunt. Leiðir okkar lágu saman meira og minna í rúm þijátíu ár, fyrst í lögreglunni og síðan í tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli. Mér verður ávallt minnisstætt þegar ég hitti hann í fyrsta skipti á fundi unga jafnaðarmanna í Keflavík. Þar hélt hann ræðu og skýrði hugsjónir, baráttuleiðir og markmið jafnaðar- stefnunnar af miklum eldmóði og einlægni. Bergmundur hafði til að bera ríka réttlætiskennd, samviskusemi og einbeitni. Þessir eiginleikar nýttust honum vel við löggæslustörfin, því oft mega hin mannlegu samskipti daginn og framleiddum listaverk. Ég var full aðdáunar á handbragðinu, og lét það óspart í ljós. Ágú var eldri og alvarleg og ábyrg, og óvægin í dómi á sjálfri sér. Hvert atriði skyldi vandað og gert fallega. Það var svo auðvelt fyrir mig að þykja vænt um þessa næmu og ofurviðkvæmu telpu. Ilnyttin tilsvör hennar og eldsnögg hugsun kölluðu á virðingu fyrir henni og viðhorfum hennar. Og þannig varð það áfram. Ágú eltist og naut fallegs kærleika, foreldra, systur og ættingja. Varð fullvaxta, gifti sig og eignaðist börn. Og var umvafin kær- leika frá góðum manni og börnum. Hún fiuttist úr Frostaskjóiinu, ég var erlendis. En hún var þarna þegar ég kom sín meira en laganna bókstafur. Á vettvangi atburðanna skapast oft margslungin atburðarás, sem lög- gæslumaður verður að ráða fram úr. Þar reynist oft erfitt að stað- reyna og meta aðstæður á hlut- lausan hátt og sjaldnast svo öllum líki. Bergmundur lét stjórn- og fé- lagsmál mikið til sín taka. Hann var mikill elju- og baráttumaður fyrir hagsmunamálum tollgæslu- manna og formaður Tollvarðafélags íslands í mörg ár. Þá var hann einn- ig árum saman í stjórn BSRB og vann m.a. við kynningu á starfsemi bandalagsins. Hann hafði alla tíð mikinn áhuga á stjórnmálum og fylgdist vel með á þeim vettvangi. Oft var gaman að ræða við hann um stjórnmál, framsetning hans og ræðustíll var skýr og afdráttarlaus, hann var góður málsvari síns flokks. Hann lét andstæðinga sína í pólitík njóta sannmælis og gagnrýndi oft sam- hetja sína, ef honum fannst þeir Kveðjuorð: Bergmundur Guð- laugsson tollfulltrúi FinneyH. Kjartans dóttir - Minning Fædd 30. desember 1909 Dáin 12. apríl 1990 Drottinn er minn hirðir - mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. (23. Davíðs-sálmur) Sem börn fer dauðinn að nokkru leyti fram hjá okkur. En þegar við eldumst komumst við að raun um, hvað 'arin á þessari blessuðu jörð eru fljót að líða. í dag erum við að kveðja tengda- móður mína. Hún varð _80 ára 30. desember síðastliðinn. Ég held ég muni ekki kynnast neinum sem var eins sáttur við líf sitt og hún var, meðan heils- an leyfði. Þegar ég kom fyrst til íslands, var það um miðja nótt. Finney hafði lagt það á sig að vaka eftir mér. Hennar fyrstu orð til mín voru: Velkominn til íslands — og ég var velkominn. Ég varð einn af fjölskyldunni. Tengdafaðir minn varð góður vinur og tengdamamma var alltaf kölluð mamma. Finney var fullkomin húsmóðir. Ég minnist hennar best í hvíta sloppnum hennar í eldhúsinu á Hellusundi 7. Friðgeir þurfti aldrei að bíða eftir matnum og ef ég var svo heppinn að vera þar um kaffi- leytið, fengum við nýbakaðar vöffl- ur eða pönnukökur, en pönnukök- urnar hennar mömmu voru þær bestu seín til voru. Finney var mjög trúuð kona og kannski þessvegna fannst mér allt- af vera svo mikill friður í kringum hana. Barnabörnin höfðu mikla ánægju af að ‘fá að draga sér númer af ritn- ingargrein úr kassanum hennar ömmu og Finney tók Biblíuna og las fyrir þau þá grein sem þau dróu sér. Ég er sannfærður um, að mamma fær góða heimkomu og henni líður vel núna. Guð blessi minninguna um góða konu. Eric Kinchin heim, með fallega brosið sitt og fíngerða fegurð, greind og velmennt- uð kona. Þannig hélt ég að það yrði. Það er svo sárt að hún er farin. Ég bið Drottin að koma og hugga. Að leggja líkn með þraut og sorg Búa, drengjanna þriggja, Jóhönnu, Didda og Möggu Stínu. Og græða sár þeirra. Ég kveð Ágústu Helgu með ást og virðingu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Ilalla Jónsdóttir Nýlega barst okkur sú sorgarfregn að elskuleg skólasystir okkar, Ágústa Helga Sigurðardóttir, væri látin og langar okkur að kveðja hana með fáeinum orðum. Við vorum svo Iánsöm að njóta samvista við hana síðastliðin 5 ár, en á þeim tíma stunduðum við öll nám við lagadeild Háskóla íslands. Ágústu kynntumst við sem hæglátri, skynsamri og duglegri stúiku, sem leit á lífið og tilveruna raunsæjum augum. Laganámið sóttist henni ein- staklega vel, þótt hún hefði um stórt heimili að annast og fæddi jafnframt þriðja son sinn á námsárunum. Ágústa hafði hlýlegt viðmót og með henni áttum við margar og ánægju- legar samverustundir, sem aldrei brá skugga á. Öll sömul áttum við mikinn gleði- dag í fyrra, 24. júní, en þá útskrifuð- umst við úr Háskólanum. Það er því hryggilegt til þess að hugsa að nú, aðeins tæpu ári síðar, skuli eitt okk- ar vera á braut, en minningin um góða skólasystur lifir. Við biðjum góðan Guð um að styrkja fjölskyldu hennar á þessum erfiðu tímum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir alit og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Skólafélagar Kveðja frá samstarfsfólki í Qármálaráðuneytinu Hvar lífs um veg þú farinn fer, þú finnur ávallt marga, er eigi megna sjálfum sér úr sinni neyð að bjarga. Þótt fram hjá gangi fjöldi manns, þú fram hjá skalt ei ganga, lát þig langa að mýkja meinin hans, er mæðu líður stranga. Sá eini’, er hvergi fram hjá fer, er frelsarinn vor blíði. Hvert mein hann veit, hvert sár hann sér, er svellur lífs í stríði. Hann sjálfur bindur sárin öll og særðum heimför greiðir, eymdum eyðir, og loks í himnahöll til herbergis oss leiðir. (Sb. 1886 - V. Briem) Guð blessi minningu Ágústu Helgu og veiti öllum ástvinum- hennar styrk. ekki standa nægjanlega vörð um hagsmuni þeirra sem minna máttu sín í þjóðfélaginu. Hann var einlæg- ur og harður baráttumaður gegn hvers konar misrétti, enda þekkti hann vel af eigin reynslu verkalýðs- baráttu fyrri ára. Hann hafði á æskuárum kynnst frumheijum verkalýðshreyfingarinnar á Vest- fjörðum og barátta þeirra markaði djúp og varanleg spor í líf hans. Bergmundur var stoltur af sinni heimabyggð og ósjaldan lýsti hann mannlífi og fegurð Vestijarða, eink- anlega þó Hornstranda. Bergmundur var samviskusamur og góður starfsmaður, sem alltaf mátti treysta, ekki síst þegar á móti blés. Hann var hreinskilinn og sagði hispurslaust það sem honum lá á hjarta, hann vildi að menn horfðust í augu og bæru ábyrgð á sínum gjörðum. Þessir eiginleikar og að kunna að gera kröfur til sjálfs sín eru mikils virði fyrir hveija stofnun. Á langri samleið kynnast nienn vel viðhorfum hvors annars. Ég tel mig gæfumann að hafa átt þess kost að hafa Bergmund mér við hlið, bæði sem starfmann, félaga og hugsjónamann. Oft er erfitt að skilgreina áhrif samferðamanna á líf okkar, svo margslungin sem mannveran er, en góðvild, hrein- skilni og sáttfýsi Bergmundar varð- veittist í -minningunni um góðan dreng. Að leiðarlokum er mér ljúft að þakka langa og trygga vináttu hans. Slíkar minningar er gott að eiga um látinn samferðamann. Eig- inkonu, synum og dætrum er vottuð innileg samúð. Kristján Pétursson, fyrrv. deildarstjóri. Okkur hefur borist andlátsfregn sú að félagi okkar Bergmundur Guðlaugsson, f.v. tollfulltrúi og for- maður Tollvarðafélagsins, hafi lát- ist 9. apríl sl. Bergmundur hóf störf við Toll- gæsluna á Keflavíkurflugvelli 10. apríl 1953 og starfaði þar fram að sjötugsaldri. Hann gekk í Tollvarða- félagið 1955 og hafði upp frá því mikil afskipti af félags- og kjara- málum tollvarða og annarra opin- berra starfsmanna. Hann var lengi í stjórn Tollvarðafélagsins og fot> maður 1974-80. Einnig sat hann um skeið í stjórn BSRB. Bergmundur var á flestan hátt farsæll í störfum sínum fyrir Toll- varðafélagið og trúað fyrir miklu. Áhugi hans á velferð tollvarða var einlægur og lagði hann sig ævinlega allan fram um að auka veg félaga sinna og fá kjör þeirra bætt. Honum var einnig mjög umhugað um að samstaða væri sem best með ríkis- starfsmönnum og lagði mikið af mörkum við störf í þágu heildar- samtakanna. Það var hans bjarg- fasta trú að samstaða væri sá styrk- ur sem farsæld launþega byggðist fyrst og fremst á. Hann var einn þeirra sem stóðu fremst í fylkingu forystumanna BSRB sem börðust fyrir auknum samnings- og verk- fallsrétti ríkisstarfsmanna. Hann taldi verkfallsréttinn helgan rétt launamanna og í raun hið eina vopn er biti í baráttu þeirra fyrir bættum kjörum og réttindum. Hann var trúr þessum sjónarmiðum og tók því nærri sér er tollverðir afsöluðu sér verkfallsrétti 1986. Bergmundur var skörulegur ræðumaður og kom vel fyrir sig orði á kjarnmiklu máli. Hann var ófeiminn við að láta skoðanir sínar í ljós og hlífði mönnum ekki við áliti sínu á málefnum þó öndverðar væru meirihlutanum. Hann var þó ævinlega drengilegur og undirmál voru honum ekki að skapi. Ein- beitni hans og staðfesta í að hvika hvet'gi frá settu marki í kjaramálum og öðrurn réttindamálum einkenndu mjög störf hans að félagsmálum. Lét hann sig litlu skipta þó þeir starfshættir hans væru oft gagn- rýndir af þeim er hvöttu til meiri sveigjanleika. Undanhald var veik- leikamerki að hans mati. Með Bergmundi er fallinn einn af mikilhæfustu foringjum Toll- varðafélagsins er markað hafa skýr spor í sögu félagsins, setn við spor- göngumenn hans höfunt mikið af lært. Tollvarðafélagið stendur í mikilli þakkarskuld við hann. Jafn- framt því sent tollverðir vilja þakka hinum látna störf hans og samfylgd í Tollvat'ðafélaginu vottum við eig- inkonu hans, börnum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu sam- úð. Tollvarðafélag íslands, " Sveinbjörn Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.