Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRIL 1990 41 félk f fréttum STOKKHOLMUR Grafísk verk og stafagerð sýnd Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. Um þessar mundir sýnir Gunn- laugur S.E. Briem verk sín í sýningarsalnum Flora & Letters í miðborg Stokkhólms, en salurinn er í eigu sænska grafíklistamanns- ins Lars Laurenttii. Flest verkin á sýningunni eru grafísk. í verkum Gunnlaugs kemur fram, að hann hefur kynnt sér fornís- lenska handritagerð og beitir stíl- Casson leggur nokkra landsmenn að fótum sér. daSðsla Dáleitt til skemmtunar Enski dávaldurinn Peter Cas- son hefur verið hér á ferð að undanförnu og skemmt lands- mönnum með kynjagáfu sinni. Casson er viðurkenndur dávaldur vítt og breitt og talinn vera einn „öflugasti" dávaldurinn sem uppi er. Hann hefur ýmist skemmt með dáleiðslu eða hjálpað fólki að tak- ast á við ýmis vandamál svo sem reykingar og fleira. Hingað kom hann fyrst og fremst með það markmið að skemmta og hefur honum verið vel tekið í Há- skólabíói þar sem hann hefur svæft hvern hópinn af áhorfend- um eftir annan. Hann tekur fram og leggur áherslu á að hann reyni eftir fremsta megni að koma fólki ekki í bobba. Síðustu skemmtanir dávaldsins verða í Háskólabíói í kvöld og annað kvöld kl. 23,15. Þá mun hann verða með tvö leið- beiningarnámskeið fyrir þá sem vilja hætta að reykja. Námskeiðin verða í Háskólabíói í dag, laugar- dagkl. 13,30 ogámorgun, sunnu- dag kl. 15. Casson hefur hjálpað fólki til að hætta reykingum í meira en 40 ár. COSPER Þetta er allt í l'agi, mamma við erum í vaðstígvélum FRA GRUNNSKOLUM REYKJAVÍKUR: Innritun sex ára barna (þ.e. barna sem fædd eru á árinu 1984) fer fram í skólum borgarinnar þriðjudaginn 24. og miðvikudaginn 25. apríl nk. kl. 15-17 báða dagana. Það er mög áríðandi að foreldrar láti innrita börnin á þess- um tilgreinda tíma eigi þau að stunda forskólanám næsta vetur. tegundum hennar við nútímaleg grafíkverk sín. Þegar gengið er inn í sýningarsalinn í Stokkhólmi blasir við gestum forsíða Morgunblaðsins, svo að þeir geti áttað sig á því hvernig nútímablað á íslandi er útlits. Gunnlaugur hefur nýlokið störfum við nýja leturgerð fyrir hið heimskunna breska vikurit The Economist. Hann býr og starfar í London og San Francisco. 1980 tók hann doktorspróf frá College of Art í London og hefur haldið fyrirlestra í Yale-hásóla, San Quentin-fangels- inu og Stanford-háskóla í Banda- ríkjunum. Hann var gistiprófessor Gunnlaugur S.E. Briem með nokkruin verka sinna; myndin er ekki tekin á sýningunni í Stokkhólmi. í Mexíkóborg 1978-79 og hönnuður í Rhode Island School of Design 1980. Margar sýninga hans víðs vegar í heiminum hafa vakið mikla at- hygli, meðal annars í Viktoríu og Albert-safninu í London síðla síð- asta ár. Gunnlaugi hefur verið kappsmál að kynna ítalska skriftar- aðferð á íslandi og 1988 hlutu þessi áform hans viðurkenningu alþjóðasamtaka ritlistarmanna. Aðsókn að sýningunni í Stokk- hólmi hefur verið góð og sóttu hana 1.500 manns fyrstu þrjá dagana, henni lýkur 30. apríl. Leikarar úr Grunnskóla Bolungarvíkur ásamt leikstjórum. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson BOLUNGARVIK Leiksýning á hátíð grunnskólans Hin árlega árshátíð Grunnskóla Bolungai’víkur var haldin með miklum glæsibrag á dögunum. Að venju var boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði en hápunktur hát- íðarinnar að þessu sinni var flutn- ingur á leikriti Ólafs Hauks Símon- arsonar, Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir. Hlutverkin voru í höndum nem- enda í 7., 8. og 9. bekk og fóru þau öll á kostum og vakti leikritið og flutriingur þess mikla ánægju meðal áhorfenda. Leikstjórn var í höndum Jarþrúðar Ólafsdóttur og Soffíu Vagnsdóttur. Sviðsmynd og bún- ingar voru unnir af nemendum og kennurum. - Gunnar TITANhf OPMJ W Á.RHATIÐ SUMARDAGINN FYRSTA - FÖSTUDAG - LAUGARDAG - SUNNUDAG OPIÐ FRÁ KL. 10 - 17 ALLA DAGANA COMBICAMP TJALDVAGNAR I tilefni opnunar TÍTAN HF. er 4% afsláttur af Combi Camp tjaldvögnum á meðan hátíðin stendur. /IkiJeanneau seglskútur GLESILEGT SDMAR ¥ ^ (sillinger TÍTANhf LÁGMÚLA 7 SÍMI 84077 FJDRD gúiruníbátar snekkjur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.