Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1990
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1990
27
3IÍ*¥gtiiiH*frÍfe
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjó'rar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
FlaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Krafist afsagnar
formannsins
*
Olafur Ragnar Grímsson,
formaður Alþýðubanda-
lagsins, er i hópi þeirra stjórn-
málamanna sem reyna að láta
eins mikið að sér kveða í fjöl-
miðlum og frekast er kostur.
Þess vegna vakti það meiri
athygli en ella, hve tregur hann
var til að segja álit sitt á fram-
boðsmálum í Reykjavík fyrir
borgarstjórnarkosningarnar.
Flokkur Ólafs Ragnars hefur
klofnað og kannski dáið vegna
kosninganna. Hefur hluti
flokksmanna gengið gegn vilja
Alþýðubandalagsfélags
Reykjavíkur, stærsta félagsins
innan flokksins, og til liðs við
framboð sem kennir sig við
Nýjan vettvang. Úr því að
flokksformaðurinn tók ekki
strax afstöðu með þeim sem
eftir voru í alþýðubandalagsfé-
laginu, vildu margir innan
flokks hans og utan vita hvar
hann stæði. A síðasta vetrar-
dag lét Ólafur Ragnar loks í
sér heyra um málið og sagðist
hvorki ætla að lýsa yfir stuðn-
ingi við framboð Alþýðubanda-
lagsins, G-listann, né Nýjan
vettvang. Segist hann vera for-
maður flokksins „í landinu
öllu“ og telur þess vegna ekki
„rétt“ að hann „taki formlega
afstöðu í því máli“, hvaða lista
hann styðji í kosningunum í
Reykjavík 26. maí.
Þess munu áreiðanlega ekki
mörg dæmi ef nokkur, að fylg-
ismenn flokks viti ekki hvaða
afstöðu formaður þeirra hefur
til framboðslista í fjölmennasta
kjördæmi lands, þótt listi með
bókstaf flokksins sé þar í kjöri.
Þarf engan að undra viðbrögð
Siguijóns Péturssonar, efsta
manns G-listans í Reykjavík,
en hann sagði hér í Morgun-
blaðinu á fimmtudaginn: „Ég
tel að með þessu sé formaður-
inn orðinn viðskila við stærsta
flokksfélagið í landinu og mér
finnst full ástæða til að kalla
saman landsfund og kjósa til
formennsku alþýðubandalags-
mann, sem styður flokkinn og
félagið.“ Telur Siguijón að
baráttan næstu vikur snúist
ekki aðeins um það, hve marga
borgarfulltrúa Alþýðubanda-
lagið fái í kosningunum heldur
„beinlínis um tilvist flokksins“.
Siguijón Pétursson er ekki
aðeins oddviti Alþýðubanda-
lagsins í Reykjavík, hann er
einnig einn af fyrirliðunum í
þeirri fylkingu flokksins, sem
lítur á sig sem arftaka Komm-
únistaflokks íslands og Sam-
einingarflokks alþýðu - Sós-
íalistaflokksins. Gegn þessari
fylkingu beindi Ólafur Ragnar
spjótum sínum um síðustu ára-
mót, þegar hann kvað fast að
orði um nauðsyn uppgjörs við
kommúníska fortíð Alþýðu-
bandalagsins. Hins vegar hefur
hann ekki ráðið við hana á
flokksfundum síðan. Forysta
Alþýðubandalagsins hefur ekki
fetað í fótspor Kremlveija, sem
hafa til dæmis nú horfst í augu
við fortíðina í Katyn-skógi.
Ólafur Ragnar hefur ekki látið
brotna á ágreiningi um við-
kvæmnismál úr fortíðinni.
Hann hefur ekki krafið Svavar
Gestsson sagna um tengsl hans
við kommúnista í Austur-
Þýskalandi, svo að dæmi sé
tekið. Ólafur Ragnar kýs að
láta sjóða upp úr í hefðbund-
inni vinstri-valdabaráttu, sem
tekur nú á sig þann einstæða
svip, að flokksformaður neitar
að lýsa yfir stuðningi við flokk-
inn sinn!
Kosningabaráttan hér í
Reykjavík verður sérkennileg.
Oddviti alþýðuflokksmanna í
borgarstjórn Reykjavíkur,
Bjarni P. Magnússon, segir í
Morgunblaðsviðtali, að forysta
síns flokks hafi staðið þannig
að málum í prófkjöri Nýs vett-
vangs, að staða flokksfor-
mannsins, Jóns Baldvins
Hannibalssonar, hafi veikst.
Oddviti Alþýðubandalagsins í
Reykjavík krefst afsagnar eig-
in formanns.
Afstaða Ólafs Ragnars
Grímssonar verður einfaldlega
ekki túlkuð á annan veg en
þann, að hann vilji sýna Sigur-
jóni Péturssyni og félögum
hans, sem þó hafa allar eignir
Alþýðubandalagsins undir
höndum og tögl og hagldir í
stjórn flokksmálgagnsins Þjóð-
viljans, í fulla hnefana. Alþýðu-
bandalagið er raunar ekki
lengur annað en nafnið tómt.
Alþýðuflokkurinn treystir sér
ekki til að bjóða fram undir
eigin nafni í Reykjavík. Erum
við ekki vitni að nýrri valdabar-
áttu, þar sem þeir Ólafur
Ragnar Grímsson og Jón Bald-
vin Hannibalsson eru teknir að
beijast um forystusætið í nýrri
vinstrifylkingu, sem verður til
með einum allsheijar klofningi.
Nefndi einhver rauð ljós?
Eldfimar umræður
eftir Þorstein
Pálsson
Með nokkrum sanni má segja að
stjórnmálaumræður þessa páska-
viku hafi verið í eldfimara lagi.
Annars vegar hafa nyenn rætt al-
mannahættu vegna Áburðarverk-
smiðjunnar en hins vegar þá spaugi-
legu stöðu að formaður Alþýðu-
bandalagsins skuli ekki treysta sér
til að styðja eigin flokk í höfuðborg-
inni.
Lufsast enn í tilgangsleysi
Eftir fall sósíalismans í Austur-
Evrópu hefur vandræðagangur A-
flokkanna svonefndu verið með
ólíkindum. Alþýðuflokkurinn
treystir sér til að mynda ekki að
bjóða fram í eigin nafni í Reykjavík.
Hann hefur einungis mátt til að
gera það í skjóli annarra.
Frægt er þegar formaður Al-
þýðuflokksins lýsti yfir því í byijun
þessa árs að með öllu væri tilgangs-
laust fyrir kjósendur að lufsast á
kjörstað tii þess að kjósa félaga
Bjarna eins og hann orðaði það og
átti við borgarfulltrúa Alþýðu-
flokksins. Þessi sami félagi lenti í
3. sæti á framboðslista hins nýja
pólitíska húsaskjóls Alþýðuflokks-
ins og að eigin sögn lufsast hann
þar að áliti fiokksforystunnar í
sama tilgangsleysi og fyrr.
Formaður gegn eigin flokki!
Svo gerðist það að formaður Al-
þýðubandalagsins fékk málið að
nýju til þess að iýsa því yfir að
hann styddi ekki framboð eigin
flokks í höfuðborginni. Það eru
mikil tíðindi enda einstakur atburð-
ur í stjórnmálasögunni. Stuðnings-
menn flokksformannsins hafa yfír-
gefið skútuna og fylkja nú liði á
öðrum vettvangi. Formaðurinn tel-
ur sig ekki hafa aðstöðu til þess
að fylgja félögum sínum eftir og
situr því uppi sem forystumaður
andstæðinga sinna!
En það lýsir einkar vel bágu
ástandi Alþýðubandalagsins að það
sýnist ekkert geta gert í málum þó
að það sitji uppi með formann sem
harðneitar að styðja flokkinn. Sú
staðreynd er ekki síður merkileg.
Hún er í sjálfu sér einstæð og verð-
skuldar að komast í heimsmetabók-
ina.
Vandræði ríkisstjórnar
Þó að eldfimir atburðir af þessu
tagi séu fyrst og fremst broslegir
og hafi vakið almenna kátínu, hafa
þeir líka alvarlegar hliðar. íslenska
þjóðin lýtur stjórn þessara flokka.
Og það er helst til marks um stöðu
núverandi ríkisstjórnar að Alþýðu-
bandalagið í því standi sem það nú
er hefur verið forystuafl hennar.
Forysta Framsóknar beygir sig
og hneigir fyrir fylkingum Alþýðu-
bandalagsins og hræðsla Alþýðu-
flokksforystunnar hefur verið svo
mikil að utanríkisráðherrann hefur
ekki einu sinni þorað að ákveða
forkönnun vegna varaflugvallar af
ótta við hótun Alþýðubandalagsins
um stjórnarslit. Upplausn Alþýðu-
bandalagsins er þannig önnur hliðin
á vandræðagangi ríkisstjórnar ís-
lands og það er sú hlið sem ekki
er brosleg heldur bitnar á fólkinu
í landinu.
Viðbrögð við almannahættu
Eldurinn sem kviknaði ofan á
ammóníaksgeymi Áburðarverk-
smiðjunnar hefur leitt til eldfímrar
umræðu af öðrum toga. Athygli
manna hefur beinst að hugsanlegri
almannahættu vegna starfrækslu
verksmiðjunnar þar sem hún er nú.
Fyrir tveimur árum rúmum birti
Vinnueftirlit ríkisins skýrslu um þá
almannahættu sem gæti verið fyrir
hendi ef ammóníaksský færi yfir
byggð í Reykjavík. Þá þegar var
brugðist við af réttum stjórnvöld-
um. Þeir ráðherrar sem fóru með
málefni vinnueftirlitsins annars
vegar og verksmiðjunnar hins vegar
lögðu til að reistur yrði nýr og ör-
uggari geymir fyrir þetta áhættu-
sama efni. Og ákvarðanir voru
teknar í samræmi við þær tillögur.
Óumdeilt er að nýr geymir dreg-
ur verulega úr þeirri hættu sem
fyrir hendi er. Eigi að síður hefur
nú gerst sá atburður sem er alvar-
leg viðvörun. Endurmat er af þeim
sökum bæði sjálfsagt og eðlilegt.
Neikvæð viðbrögð ríkisstjórnarinn-
ar sæta því furðu.
Verðbólgufolsun
En ábyrgðarleysi ríkisstjórnar-
Þorsteinn Pálsson
„Það er lítil reisn yfir
þessari utanríkisstefiiu
Islands. Hún er í litlu
samræmi við fyrri af-
stöðu Islands gagnvart
þjóðum sem brotist hafa
undan oki og barist fyr-
ir sjálfstæði.“
innar gagnvart Áburðarverksmiðj-
unni kemur ekki aðeins fram í nei-
kvæðum viðbrögðum vegna þeirrar
almannahættu sem fyrir hendi var
þegar eldur kviknaði á ammóníaks-
geyminum. Fyrirætlanir ríkisstjórn-
arinnar um rekstur verksmiðjunnar
lýsa ekki síður alvarlegu ábyrgðar-
leysi. Þar liggja til grundvallar
hefðbundin vinstristjórnar sjónar-
mið.
Ríkisstjórnin tók þá ákvörðun í
þeim tilgangi að falsa verðbóigutöl-
ur að fyrirskipa stjórn Áburðarverk-
smiðjunnar að reka hana með 130
milljóna króna halla á þessu ári.
Til þess að koma í veg fyrir halla-
rekstur þurfti áburðarverð að
hækka um rúmlega 20%. Ríkis-
stjórnin fyrirskipaði hins vegar 12%
hækkun í þeim tilgangi að falsa
verðbólgutölur. Mismuninn á gjöld-
um og tekjum átti að brúa með
erlendum lántökum.
Niðurstaða meirihluta verk-
smiðjustjórnar varð sú að hækka
áburðarverð um 18% og mun sú
ákvörðun byggjast á forsendum
fjárlaga. Eigi að síður verður veru-
legur halli á rekstri verksmiðjunnar
sem nemur að minnsta kosti 50
milljónum króna. Hann á_ að brúa
með erlendum lántökum. Ákvörðun
meirihluta verksmiðjustjórnar um
18% hækkun áburðarverðs miðar
að því að draga úr áhrifum þeirrar
ábyrgðarlausu ákvörðunar ríkis-
stjórnarinnar að dæma verksmiðj-
una til a.m.k. 130 milljóna króna
hallareksturs.
Meiri verðbólga eða
skattahækkanir
Það er hægt að mæta halla-
rekstri með tvennum hætti þegar
ríkisfyrirtæki eiga í hlut. Annars
vegar er hægt að hækka áburðar-
verð síðar og þá bætist fjármagns-
kostnaður ofan á hækkunarþörfina.
Með öðrum orðum verðhækkanirn-
ar verða meiri þegar til lengdar
lætur og verðbólgan meiri þegar
menn haga sér með þessum hætti.
Á hinn bóginn er hægt að færa
hallareksturinn yfir á ríkissjóð og
hækka skatta.
Þetta eru hefðbundin vinstri-
stjórnarúrræði þegar falsa þarf
verðbólgutölur. Áthyglisvert er að
ríkisstjórnin er reiðubúin að fleygja
út um gluggann hærri upphæðum
í verðbólgufölsunarleik sínum en
varið var til þess að byggja nýjan
ammóníaksgeymi við verksmiðjuna.
Það sýnir best það fullkomna
ábyrgðarleysi sem að baki liggur.
Það sýnir einnig að ríkisstjómin
ræður ekki við að fylgja eftir þeim
nýja efnahagsgrundvelli sem aðilar
vinnumarkaðarins lögðu fyrir ríkis-
stjórnina með kjarasamningunum í
byijun þessa árs. Það var sannan-
lega ekki ætlun forystumanna at-
vinnurekenda og launþega að verð-
bólgu yrði haldið í skefjum með því
að pissa í skóinn.
Páll styður Sovét
Sovétstjórnin steig það örlaga-
ríka skref í þessari viku að byija
efnahagsþvinganir gegn Litháum.
Hér er um að ræða mjög alvarlega
ögrun sem haft getur slæmar afleið-
ingar og spillt fyrir þeirri ánægju-
legu þróun sem átt hefur sér stað
í bættri sambúð þjóða austurs og
vesturs.
Efnahagsþvinganir Sovétríkj-
anna gagnvart Litháum eru ekki
aðeins ögrun við það fólk sem hefur
verið að endurheimta frelsi sitt. Þær
eru ekki síður ögrun við ríki
Vestur-Evrópu sem stutt hafa um-
bótaviðleitni forystumanna Sov-
étríkjanna undanfarin misseri.
Litháar hafa aldrei fremur en nú
þurft á stuðningi Vesturlanda að
halda. ísland á því að viðurkenna
þetta nýfijálsa ríki sem er að endur-
heimta sjálfstæði sitt. Ríkisstjórnin
hefur á hinn bóginn þverskallast í
málinu og snúist gegn þingsálykt-
unartillögu nokkurra þingmanna
þar að lútandi.
Fyrir dyrum stóð að fulltrúar
forsætisnefndar Norðurlandaráðs
færu í heimsókn til Sovétríkjanna
nú í vor. Þegar ljóst var að þeim
yrði meinað að fara til Eystrasalts-
ríkjanna var ferðinni aflýst. Ólafur
G. Einarsson sem sæti á í forsætis-
nefnd Norðurlandaráðs lagði þá til
að kannað yrði hvort vilji væri fyr-
ir því að fulltrúar forsætisnefndar-
innar færu í heimsókn beint til Lit-
háen og annarra Eystrasaltsríkja.
Þessi tillaga var rökrétt svar við
viðbrögðum Sovétstjórnarinnar og
hefði sýnt í framkvæmd ótvíræðan
stuðning Norðurlanda við Eystra-
saltsríkin. Páll Pétursson forseti
Norðurlandaráðs gerir hins vegar
lítið úr hugmynd af þessu tagi og
segir hana einungis setta fram til
þess að erta ráðamenn Sovétríkj-
anna. Augljóst er af þessum við-
brögðum að Páli Péturssyni er
meira annt um pólitíska stöðu og
sálarheill leiðtoganna í Kreml en
fólkið í Litháen sem nú berst fyrir
sjálfstæði sínu undir ógnunum sov-
ésks hervalds og efnahagsþvingun-
um.
Það er lítil reisn yfir þessari ut-
anríkisstefnu íslands. Hún er í litlu
samræmi við fyrri afstöðu íslands
gagnvart þjóðum sem brotist hafa
undan oki og barist fyrir sjálf-
stæði. Núverandi ríkisstjórn tekur
stórveldahagsmuni fram yfir hags-
muni smáþjóðar, sem á í vök að
veijast.
Höfundur er formaður
Sjálfstæðisflokksins.
Skipulagsstjórn ríkisins:
Möguleiki á gerð
jarðganga í Foss-
vogsdal er opinn
SKIPULAGSSTJÓRN ríkisins hefur samþykkt aðalskipulag Kópa-
vogs 1988-2008 með þeim fyrirvara að í Fossvogsdal verði frestað
skipulagi á ákveðnum svæðum, þar sem haldið er opnum möguleika
á jarðgangamunnum í samræmi við athugun Vegagerðar ríkisins á
vegtengingum í Fossvogsdal. Samþykktin hefur verið send félags-
málaráðherra til staðfestingar.
í samþykktinni segir að ljóst sé
að með einhveijum skipulagsað-
gerðum verði að tryggja umferð
bifreiða milli austur- og vestur-
svæða höfuðborgarsvæðisins, og að
það verði ekki gert með opinni braut
í Fossvogsdal vegna umhverfis-
spjalla og skerðingar útivistar-
svæða.
Stefán Thors, skipulagsstjóri
ríkisins, segir að með samþykktinni
taki skipulagsstjórn undir sam-
þykkt bæjarstjórnar Kópavogs um
að ekki verði opin akbraut í dalnum.
„Það er haldið opnum möguleika á
göngum undir Digraneshálsinn eða
undir dalnum sjálfúm, en þetta þýð-
ir að hægt verður að fara í frágang
á útivistarsvæði í dalnum að undan-
skildum þeim svæðum sem skipu-
lagi er frestað á.“
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for-
maður skipulagsnefndar Reykjavík-
ur, segir að samþykkt skipulags-
stjórnar ríkisins staðfesti nauðsyn
á samgönguæð í Fossvogsdal, sem
tengi austur- og vesturhluta borg-
arinnar.
„Ef ráðherra staðfestir þessa
samþykkt, þá er ríkið þar með að
taka á sig þann aukakostnað sem
fylgir því að hafa brautina alfarið
í göngum, og ef niðurstaðan verður
þessi þá tel ég að grundvöllur sé
nú kominn fyrir því að sveitarfélög-
in tvö ásamt ríkinu setjist niður og
finni heppilega lausn á þessu máli.
Samþykkt skipulagsstjórnar felur í
sér að haldast verður í hendur
skipulag á göngum og útivistar-
svæði í Fossvogsdal og fram-
kvæmdir í tengslum við það.“
SUMRI FAGNAÐ
Sumardeginum fyrsta var fagnað með hefðbundnum hætti um allt land. Sums staðar setti
veður strik í reikninginn. Mikill mannfjöldi tók þátt í hátíðahöldum í tilefni 40 ára afmælis
Þjóðleikhússins. Gengið var í skrúðgöngu frá Austurvelli að Þjóðleikhúsinu þar sem boðið
var uppá skemmtidagsrá.
-------------------j--------------------------—---------------
ATOKIN I ALÞYÐUBANDALAGINU
Hlutverk ABR að bjóða fram
fyrir flokkinn í Reykjavík
-segir Stefknía Traustadóttir formaður
STEFANÍA Traustadóttir formaður Alþýðubandalagsins í
Reykjavík [ABR] segir að samkvæmt flokkslögum Alþýðubanda-
lagsins sé það hlutverk ABR að bjóða fram fyrir hönd flokksins
í borginni. Meðal annars í ljósi þessa séu yfirlýsingar Ólafs Ragn-
ars Grímssonar formanns AB um framboð G-listans í Reykjavík
einkennilegar.
Stefanía Traustadóttir sagði
við Morgunblaðið, að sér þætti
nokkuð einkennilegur málflutn-
ingur Ólafs Ragnars Grímssonar
um að ákvörðun um framboð G-
listans í Reykjavík hefði ekki ver-
ið tekin á flokkslegum grunni.
Ólafur tali um fjóra hópa flokks-
manna í Reykjavík, ABR-hópinn
sem vilji bjóða fram G-lista, stóran
hóp óánægðra ABR-félaga sem
hafi valið að fara aðrar leiðir,
Æskulýðsfylkinguna sem er félag
ungs alþýðubandalagsfólks, og
Birtingu.
„Það vita allir sem vilja, að
þessir 14 drengir sem tóku
ákvörðun fyrir Æskulýðsfylkin-
una um að ganga til liðs við Nýj-
an vettvang, og félagar í Birtinu
eru jafnframt félagar í ABR.
Þetta eru því ekki þrír stórir hóp-
ar heldur sami hópurinn sem varð
undir á félagsfundi ABR þegar
ákvörðun var tekin um framboð
G-listans,“ sagði Stefanía.
Hún sagði Ólaf Ragnar ekki
komast fram hjá þeirri staðreynd,
að samkvæmt flokkslögum Al-
þýðubandalagsins væri það hlut-
verk Alþýðubandalagsins í
Reykjavík að bjóða fram fyrir
hönd flokksins í borginni. Einnig
væri það mjög skýrt í lögum
flokksins að einungis flokks-
bundnir alþýðubandalagsmenn
gætu tekið ákvarðanir fyrir hönd
félaga og flokksins, og því gæti
Nýr vettvangur aldrei talist fram-
boð Alþýðubandalagsins.
Þegar hún var spurð hvort hún
tæki undir kröfu Siguijóns Pét-
urssonar um að Ólafur Ragnar
Grímsson segði af sér for-
mennsku, sagði hún að þessi mál
þyrfti að ræða á flokkslegum vett-
vangi. „Undanfarnar vikur hef ég
raunar haldið fram nauðsyn þess
að kalla saman landsfund vegna
þess að í ríkisstjórnarsamstarfinu
eru að gerast ákveðnir hlutir með
ýmis mikilvæg mál sem virðist
vera að fara í stöðu sem ekki eru
til flokkslegar samþykktir fyrir,“
sagði Stefanía.
Hún nefndi í því sambandi sam-^-
skipti EFTA og Evrópubandalags-
ins, umhverfismál og stóriðjumál.
„Þetta þýðir um leið að skipta
þarf um forustu í flokknum,"
sagði Stefanía. „Þegar Ólafur
Ragnar Grímsson tók við þessum
flokki fyrir þremur árum naut
hann 13% fylgi eftir síðustu al-
þingiskosningar. Ólafur hélt þá
miklar ræður um að Alþýðu-
bandalagið væri loksins mætt til
leiks en undir hans forustu hefur
fylgið verið að hakkast af flokkn-
um niður í 8%. Hann er því ekki
farsæll foringi flokksins. Óg þetta
útspil hans gagnvart stærsta
flokksfélaginu getur ekki þýtt að
hann beri hagsmuni flokksins fyrjr*
ir bijósti, heldur eigin hagsmuni
og eigin drauma. Og ég hef engan
áhuga á að hjálpa Ólafi Ragnari
að láta hans drauma rætast,"
sagði Stefanía Traustadóttir.
Sljórn Æskulýðsfylkingar ABR :
G-listinn er fylgislaus,
þröngsýnn ogólöglegur
MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá
stjórn Æskulýðsfylkingar Alþýðubandalagsins í Reykjavík vegna
ummæla Sigurjóns Péturssonar i fjölmiðlum:
Stjórn ÆFR lýsir furðu sinni á
því að oddviti framboðslista Al-
þýðubandalagsfélagsins í
Réykjavík skuli ekki hafa neitt
betra að gera, nú þegar aðeins
mánuður er til kosninga, en að
betja á öðrum alþýðubandalagsfé-
lögum í Reykjavík og formanni
flokksins.
Höfuðandstæðingar framboðs-
lista ABR í komandi kosningum
virðast samkvæmt þessu vera
Ólafur Ragnar Grímsson og aðrir
alþýðubandalagsmenn, en ekki
borgarstjórinn í Reykjavík og
sjálfstæðismenn.
Stjórn ÆFR átelur þessi vinnu-
brögð og spyr hveiju þau sæti,
en hvetur jafnframt aðstandendur
G-listans í Reykjavík enn og aftur
til samstarfs við annað jafnaðar-
og félagshyggjufólk í borginni um
að fella núverandi meirihluta.
Stjórn ÆFR minnir á að al-
þýðubandalagsfélögin í Reykjavík
eru þijú, ABR, ÆFR og Birting.
Aðeins eitt þeirra stendur að G-
listanum í Reykjavík og ekki var
rétt að honum staðið samkvæmt
lögum flokksins. Mynda hefði átt
fulltrúaráð félaganna þriggja,
samkvæmt 5. gr. laga Alþýðu-
bandalagsins, til að sjá um fram-
boðsmál flokksins í kjördæminu.
í greininni kemur fram skilyrðis-
laus réttur ÆFR til að krefjast
stofnunar fulltrúaráðs einhliða.
Slík krafa kom fram en henni var
ekki sinnt. Listinn er því ólöglegur
sem slíkur og á því í raun engan
rétt til listabókstafsins G sem til-
heyrir flokknum öllum. Fylgis-
laus, þröngsýnn og ólöglegur G-
listi í höfuðstað landsins stórskað-
ar raunveruleg G-listaframboð
annars staðar á landinu. Slíkt ber
að harma.
Stjórn ÆFR hvetur frambjóð-
endur ABR til að gæta hófsemdar
í málflutningi sínum í framtíðinni
og hafa það í huga að sameigin-
legt verkefni félagshyggjufólks í
borginni er að hnekkja veldi sjálf-
stæðismanna í borginni. Vinnum
saman í vor!“
EvrópudómstóUinn Qall-
ar um mál Onkel Sam
UNDIRRÉTTUR í Hjörring í Danmörku vísaði máli skipstjórans á lax-
veiðibátnum Onkel Sam til Evrópudómstólsins á fimmtudag. Málarekst-
ur fyrir dómstólnum gæti tekið a.m.k. sex mánuði. Að sögn Orra Vig-
fússonar, talsmanns hóps sem berst gegn úthafsveiðum á laxi, hefiir
danska sportveiðisambandið skorað á þjóðþingið að samþykkja lög, sem
banni dönskum þegnum að taka þátt í slíkurn veiðum. Slík lög eru í
gildi hér á landi og í Noregi. Samþykki þingið slík lög ná þau til
áhafna þeirra (jögurra báta, sem stundað hafa slikar veiðar á alþjóð-
legu hafsvæði norðaustur af íslandi.
Eins og Morgunblaðið hefur skýrt
frá var laxveiðibáturinn Onkel Sam
kyrrsettur þegar hann kom til hafnar
í Hirtshals í Danmörku í byijun
mars. Báturinn var þá á leið til Pól-
lands með 20 tonna afla^en varð að
leita hafnar vegna bilunar. Skipstjór-
inn var ákærður fyrir að hafa brotið
NASCO-sáttmálann um vgrndun lax
í Norður-Atlantshafi, en Evrópu-
bandalagið hefur staðfest sáttmál-
ann. Eigendur dönsku bátanna hafa
reynt að sniðganga sáttmálann með
því að skrá bátana í Panama eða
Póllandi, en þessi lönd hafa ekki
skrifað undir sáttmálann. Onkel Sam
er skráður í Panama, en eigandi
skipsins seldi bátinn skúffufyrirtæki
þar, sem er í eigu bróður fyrri eig-
anda. Báðir búa þeir í Borgundar-
hólmi.
Orri Vigfússon er í forsvari níu
landa hóps, sem berst fyrir stöðvun
þessara veiða. Hann sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær, að undirrétt-
ur í Hjörring hefði sent málið til
Evrópudómstólsins, þar sem málið
tengdist NASCO-sáttmálanum og
Evrópubandalagið færi með málefni
Dana í laxveiðimálum gangvart
NASCO. „Það er óvíst hvort hægt
er að stöðva aðra laxveiðibáta á
meðan mál Onkel Sam er fyrir Evr-
ópudómstólnum," sagði Orri. „Þar
gæti málarekstur tekið 6 mánuði, en
í versta falli á annað ár. Formá&br
danska sportveiðisambandins skoraði
í gær á danska þjóðþingið að setja
lög, sem banni dönskum þegnum að
taka þátt í slíkum veiðum. Við íslend-
ingar höfum slík lög, svo og Norð-
menn. Væru slík Jög sett næðu þau
til allra bátanna. Ég hef hvatt kvóta-
nefndir í þeim níu löndum, sem beij-
ast gegn þessu, að hvetja IJafti »til
þessa.“