Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRIL 1990 ATVIN N M3AUGL YSINGA R Atvinna óskast Matreiðslumaður óskar eftir framtíðarstarfi. Allt kemur til greina. Upplýsingar í síma 98-21927. Skrifstofustarf Góður starfskraftur óskast til skrifstofustarfa hálfan daginn, fyrir hádegi. Umsóknum, ásamt upplýsingum, sé skilað á auglýsingadeild Mbl. fyrir 26. apríl nk. merkt- um: „Jákvæð - 3954“. Sumar ’90 Óskum eftir að ráða matreiðslumeist- ara/menn og þjóna á Hótel Búðir í sumar. Upplýsingar í síma 625405 eftir kl. 17.00. RADAUG! YSINGAR 3 KENNSLA TÓNLISMRSKÓLI KÓPPNOGS Frá Tónlistarskóla Kópavogs Vornámskeið fyrir 5-7 ára börn verður hald- ið dagana 30. apríl til 11. maí. Hver hópur fær fjórar kennslustundir. Innritun stendur yfir á skrifstofu skólans, Hamraborg 11,2. hæð. Skólastjóri. ÍÉÉ&Samvinnuháskólinn - Rekstrarfræði Samvinnuháskólapróf í rekstrarfræðum miðar að því að rekstrarfræðingar séu und- irbúnir til forystu-, ábyrgðar- og stjórnunar- starfa í atvinnulífinu. Inntökuskilyrði: Stúdentspróf af hagfræði- eða viðskiptabrautum eða lokapróf í frum- greinum við Samvinnuháskólann eða annað sambærilegt nám. Viðfangsefni: Öll helstu svið rekstrar, við- skipta og stjórnunar, s.s. markaðsfræði, fjár- málastjórn, starfsmannastjórn, stefnumót- un, lögfræði, félagsmálafræði, samvinnumál o.fl. Námstími: Tveir vetur, frá september til maí. Frumgreinadeild til undirbúnings rekstrarfræðanámi. Inntökuskilyrði: Þriggja ára nám á fram- haldsskólastigi án tillits til námsbrautar. Viðfangsefni: Bókfærsla, hagfræði, tölvu- greinar, enska, íslenska, stærðfræði, lög- fræði, félagsmálafræði og samvinnumál. Einn vetur. FUNDIR - MANNFA GNAÐUR Framsóknarvist Framsóknarvist verður spil- uð sunnudaginn 22. apríl nk. kl. 14.00 í Danshöllinni (Þórs- café). Þrenn verðlaun karla og kvenna. Sigrún Magnús- dóttir, borgarfulltrúi, flytur stutt ávarp í kaffihléi. Framsóknarfélag Reykjavíkur. Aðalfundur Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 26. apríl nk. í sam- komusal Haukahússins við Flatahraun og hefst hann kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Sigurður Árnason, læknir flytur erindi: Krabbamein og umhverfi. 3. Önnur mál. Stjórnin. Aðalfundur íslandsdeildar Amnesty International Aðalfundur íslandsdeildar Amnesty Inter- national verður haldinn laugardaginn 5. maí nk. í veitingahúsinu Litlu-Brekku við Banka- stræti. Dagskrá: Lagabreytingar, venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Stjórn íslandsdeildar Amnesty International. Aðstaða: Heimavist og fjölskyldubústaðir á Bifröst í Borgarfirði ásamt vinnustofum, bókasafni, tölvubúnaði o.fl. Barnaheimili og grunnskóli nærri. Kostnaður: Fæði, húsnæði og fræðsla áætl- uð um 35.000 kr. á mánuði fyrir einstakling næsta vetur. Umsóknir: Með bréfi til rektors Samvinnu- háskólans á Bifröst. Umsókn á að sýna per- sónuupplýsingar, upplýsingar um fyrri skóla- göngu með afriti skírteina og um fyrri störf. Tvenn skrifleg meðmæli fylgi. Veitt er inn- ganga umsækjendum af öllu landinu. Þeir umsækjendur ganga fyrir, sem orðnir eru eldri en 20 ára og hafa öðlast starfsreynslu í atvinnulífinu. Námið hentar jafnt konum sem körlum. Umsóknir verða afgreiddar 25. apríl og síðan eftir því sem skólarými leyfir. Samvinnuháskólanám er lánshæft. Samvinnuháskólinn á Bifröst, 311 Borgarnes - sími: 93-50000. Framtíð áburðarverk- smiðjunnar í Gufunesi Opinn fundur með Sigrúnu Magnúsdóttur og Alfreð Þorsteinssyni, efstu mönnum B- listans, um málefni Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi, verður haldinn í dag á Grensás- vegi 44 (áður húsnæði Taflfélags Reykjavík- ur) kl. 10.30. Lögreglustjórinn í Reykjavík, Böðvar Bragason, mætir og svarar fyrir- spurnum um almannavarnir. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Reykjavíkur. BÁTAR-SKIP Útgerðarmenn humarbáta athugið Óskum eftir humarbátum í viðskipti á kom- andi humarvertíð. Borgum hátt verð. Örugg- ar greiðslur. Einnig getum við útvegað viðbótarkvóta. Áhugasamir leggi inn nöfn sín á auglýsinga- deild Mbl. merkt: „L - 12038“, sem fyrst. Koli - koli - koli Útgerðarmenn athugið Kaupum flestar tegundir af flatfiski, t.d. skar- kola, skrápflúru, sandkola og öfugkjöftu. Aðeins ferskt og gott hráefni kemur til greina. Öruggar vikulegar greiðslur. Allar nánari upplýsingar veittar í síma 98-31194 á daginn. Á kvöldin og um helgar í símum 98-33987 og 98-33890. Bakkafiskur hf. Eyrarbakka. ÝMISLEGT Bæjarsjóður Hafnarfjarðar Samkeppni um safnaðar- heimili og tónlistarskóla við Hafnarfjarðarkirkju Hafnarfjarðarbær og sóknarnefnd Hafnar- fjarðarkirkju hefur ákveðið að efna til sam- keppni um safnaðarheimili og tónlistarskóla við Hafnarfjarðarkirkju. Rétt til þátttöku hafa allir félagar í Arkitektafélagi íslands og þeir aðrir sem hafa leyfi til að leggja aðalteikn- ingu fyrir bygginganefnd Hafnarfjarðar. Gögn varðandi keppnina verða afhent af trúnaðar- manni dómnefndar Guðlaugi Gauta Jóns- syni, Barónsstíg 5, Reykjavík, frá og með mánudeginum 23. apríl 1990. Keppnislýsing verður látin í té endurgjaldslaust en fyrir 'önnur keppnisgögn skal greiða skilatrygg- ingu að uppnæð kr. 5.000,-. TIL SÖLU Til sölu mjög gott og fallegt sumarbústaðaland í Svínadal, Eyrarsveit, Borgarfirði. Að því er vatn og vegur. Upplýsingar í síma 93-81299. TILKYNNINGAR Bæjarsjóður Hafnarfjarðar Hafnarfjörður - matjurtagarðar Leigjendum matjurtagarða í Hafnarfirði til- kynnist hér með, að þeim ber að greiða leig- una fyrir 1. maí nk., ella má búast við að garðlöndin verði leigð öðrum. Bæjarverkfræðingur. wyMrmMLMnmammmmmnmmrfmiqiFpmfoqtaipifWnnifKWmi' »1MI-g; 1' Htfll Kf•g>ITmTTtm‘l,<*!T uniHiiamt s.s.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.