Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 30
^30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRIL 1990 AKUREYRI ÚTIHURÐIR Mikið úrvai. Sýningarhurðir á staðnum. Tré-x búðin, Smiðjuvegi 30, s. 670777, Brúnás, Ármúla 17, Rvík, s, 84585 og 84461, Tré-x, Iðavöllum 6, Keflavík, s. 92-14700, Trósmiðjan Börkur, Frosta- götu 2, Akureyri, s. 96-21909. Styrktartón- Jeikar íAkur- eyrarkirkju AÐRIR styrktartónleikar fyrir Minningarsjóð Þorgerðar S. Eiríksdóttur verða haldnir í Akur- eyrarkirkju í dag, laugardag og heljast þeir kl. 17.30. A tónleikunum munu nemendur og kennarar Tónlistarskólans leika verk eftir Bellmann, Corelli, Deb- ussy, Hándel, J.S. Bach, Max Reger, Uber og César Frank. Flutt verða einleiksverk fyrir orgel, selló, bary- ton, fiðlu og söngrödd, en einnig kemur fram blásarakvintett. Minningarsjóðurinn var stofnaður árið 1973 og hefur hann það mark- mið að styrkja efnilega nemendur frá Tónlistarskólanum á Akureyri til framhaldsnáms og hafa þegar yfir 20 nemendur hlotið styrk út sjóðnum. Allt sem ég átti er ónýtt og ég hef misst aleiguna segir Elva Ágústsdóttir dýralæknir, eigandi hússins „ÉG VAR að vinna úti í sveit, sem betur fer var ég ekki heima,“ sagði Elva Ágústsdóttir dýralæknir, en síðdegis í gær féll stór og kröftug aurskriða á hús hennar við Aðalstræti 18 á Akur- eyri. Skriðan færði húsið af grunninum og um tvo metra fram á götuna. Þriggja ára gamall drengur var að hjóla á gangstéttinni handan götunnar þegar fyrsta aurgusan fór af stað, en nágranni náði að bjarga honum áður en aurinn spýttist yfir götuna. Næstu hús sunnan við voru rýmd, þar sem hætta þótti á að fleiri skrið- ur féllu. Enginn var í húsinu þegar aur- skriðan féll um kl. 17.30 í gær- dag. Húsið, sem er hæð, kjallari og ris, lyftist af grunninum er skriðan féll á það og færðist það fram um tvo metra út A^ötuna. Aurskriðan var um 10 metra breið. Hæðin hálffylltist af aur er skriðan féll á húsið og gekk aurinn út um glugga austan meg- in, út á götu og lokaði henni. Veður var afar gott á Akureyri í gær, 10,5 stiga hiti, og mikil hláka. í norðausturhorni kirkju- garðs Akureyrar, sem er um 30 metrum ofan við húsið, var geysi- mikið stöðuvatn og er talið líklegt að það hafi fossað niður brekkuna og spýtt jarðveginum fram með fyrrgreindum afleiðingum. Elva Ágústsdóttir, eigandi hússins, sagði húsið ónýtt sem og allt sem í því var. „Allt sem ég á er ónýtt eftir þetta. Ég hef misst aleiguna. Ég átti mikið af bókum, svo var talsvert af málverkum þarna inni, antikhúsgögn og fjöld- inn allur af minjagripum sem ég hef safnað að mér á ferðalögum víðs vegar um heim. Þetta er til- finnanlegt tjón,“ sagði Elva. Hún bjó ein í húsinu og var hún að störfum úti í sveit þegar skriðan féli, en Elva er dýralæknir. „Ég var úti í sveit að vinna þegar hringt var í mig og mér sögð tíðindin. Ég ætlaði í fyrstu ekki að trúa þessu, þetta hús hefur staðið hér í Aðalstrætinu frá árinu 1895, eða í tæp 100 ár, og mér þótti óraunverulegt að heyra að það hefði tekið sig upp og færst úr stað. Mér brá mjög mikið að sjá hvernig hér var umhorfs," sagði Elva. I næsta húsi sunnan við hús Elvu búa þær Lagrimas Flora Valtýsson og Hellen Ducusin og voru þær heima þegar skriðan féll. „Eg var að sauma og heyrði skyndilega mikinn hávaða og leit þá út um gluggann. Þá sé ég jörð- ina hreyfast, snjó og aur ryðjast fram og niður brekkuna. Ég fraus af hræðslu,“ sagði Hellen Ducus- in. „Ég var inni í eldhúsi að baka, þegar skriðan fór af stað, ég sá hana koma æðandi niður brekk- una og varð mjög hrædd. Ég flýtti mér að taka frystikistuna og ísskápinn úr sambandi og svo hlupum við út til að forða okkur, við vissum ekki nema skriða félli á húsið okkar,“ sagði Lagrimas Flora Valtýsson. Þriggja ára gamall drengur, Baldvin Dagur, var að hjóla á gangstéttinni á móts við húsið í þann mund sem fyrsta aurgusan skall á húsinu. Drengurinn hljóð- aði upp yfir sig af hræðslu og nágranni, sem var skammt undan, kom strax hlaupandi að og sá þá hvað verða vildi. Náði hann að bjarga barninu rétt áður en aur- skriðan spýtti aurnum yfir göt- una. Húsið var rifið í gærkvöldi. Að sögn Gunnars Randverssonar, varðstjóra lögreglunnar, var mælst til þess við fólk sem bjó í næstu húsum sunnan við húsið númer 18, að það yfirgæfi hús sín um stundarsakir, eða fram til dagsins í dag. Lissy heldur tón- leika í N-Þing’ KVENNAKÓRINN Lissy heldur tvenna tónleika í Norður-Þing- eyjarsýslu á laugardag. Fyrri tónleikarnir verða í Skúla- garði og hefjast þeir kl. 16. á laugar- dag og hinir seinni verða í félags- heimilinu á Raufarhöfn, en þeir hefj- ast kl. 21. Kórinn er skipaður um 60 konum úr kvenfélögum í Þingeyj- arsýslu. Á efnisskránni eru kirkjuleg og veraldleg kórlög, m.a. eftir Handel, Pergolesi, Schubert, Pál ísólfsson, Árna Thorsteinsson og Þorkel Sigur- björnsson. Einsöngvarar eru þær Þuríður Baldursdóttir og .Hildur Tryggvadóttir, Guðrún A. Kristins- dóttir leikur á píanó, en stjórnandi kórsins er Margrét Bóasdóttir. Kvennalistinn: Valgerður Magnús- dóttir í efsta sætinu Morgunblaðið/SB Sjálfboðaliðar hafa síðustu vikur unnið að endurbótum á félagsheimil- inu Tjarnarborg í Ólafsfirði, en ætlunin er að taka húsið til gagn- gerra endurbóta. Ólafsfjörður: Endurbætur á Tjarnarborg NÚ ER verið að gera miklar endurbætur á félagsheimilinu Tjarnar- borg. Húsið var tekið í notkun árið 1961 og er í eigu ÓlafsQarðarbæj- ar og ýmissa félagasamtaka. Áformað er að vinna við húsið fyrir 4-5 milljónir króna og þar af mun bæjarsjóður leggja fram 2,8 milljónír. Fyrir nokkrum árum var salur á efri hæð hússins endurgerður en nú er ætlunin að gera gagngerar endurbætur á aðalsal og veitingasal á neðri hæð auk þess sem salernis- aðstaða og anddyri verður lagað. VALGERÐUR Magnúsdóttir sálfræðingur skipar fyrsta sæti á lista Kvennalistans til bæjarstjórnarkosninganna á Ákureyri. Framboðslisti ilokksins var birtur í fyrradag. Gólf í sölum verða brotin upp og sett verður á þau nýtt parket og flísar. Innrétt.ingar verða endurnýj- aðar í veitingasal og húsið málað. í tengslum við sérstakt fegrunar- átak hefur lóð félagsheimilisins ver- ið skipulögð og er ætlunin að síðar verði þar góð aðstaða til útisam- komuhalds. SB Í 2. sæti iistans er Sigurborg Daðadóttir, dýralæknir, Lára Ell- ingsen, ritari í 3. sæti, Hólmfríður Jónsdóttir, bókavörður i 4. sæti, Gunnhildur Bragadóttir, sjúkraliði í 5. og Halldóra Haraldsdóttir, skóla- stjóri í 6. í 7. sæti er Elín Stephen- sen, kennari, Sigurlaug Arngríms- dóttir, hjúkrunarfræðingur í 8., Elín Antonsdóttir, nemi í 9. og Þorgerður Hauksdóttir, kennari í 10. í 11. sæti er Vilborg Traustadóttir, húsmóðir, Rannveig Guðnadóttir, hjúkrunar- fræðingur í 12. Guðrún Hallgríms- dóttir, ritari í 13, Ragna Finnsdóttir, setjari í 14., Aldís Lárusdóttir, nudd- kona í 15., Olga Loftsdótfir, verka- kona í 16., Jónína Marteinsdóttir, verkakona í 17., Hilda Torfadóttir, talkennari í 18., Stefanía Arnórsdótt- ir, kennari í 19. Sigurlaug Skafta- dóttir, málaranemi í 20. Guðný Gerð- ur Gunnarsdóttir, safnvörður í 21. og Valgerður H. Bjarnadóttir, fé- lagsráðgjafi í 22. sæti. K. Jónsson: Einar Eyland markaðsMltrúi EINAR Eyland hefnr verið ráðinn markaðsfulltrúi hjá niðursuðu- verksmiðju K. Jónsson og Co. Einar starfar sem framleiðslustjóri í fatadeild Álafoss, en mun heija störf hjá K. Jónsson í sumar. Fyrir- tækið hyggst stofna eigin markaðs- og söludeild sem annast mun sölu á framleiðsluvörum þess, en eins og áður hefur verið sagt frá í blaðinu hefur fyrirtækið sagt sig úr Söjusam- tökum lagmetis. Kröftug aurskriða gjöreyðilagði hús við Aðalstræti: ^Grenivík: Frystihúsið í gangi um helgidagana MIKIL vinna hefur verið hjá frysi- húsi Kaldbaks á Grenivík og var unnið alla frídagana í dymbilviku utan fbstudaginn lauga og á páskadag. Vinna hófst kl. 6 að morgni og var unnið fram á kvöld. Starfsmenn unnu á sumardaginn fyrsta en fengu frí í gær. Sjöfn og Frosti komu að landi skömmu fyrir páska, Sjöfn með 62 'A tonn og Frosti með 90 tonn. Um 30 tonn af afla Frosta fór í gáma. Sjöfn fór út í stuttan túr fyrir páskana og Frosti var á veiðum yfir hátíðina. Skólakrakkat' lögðu fram krafta sína í fríinu svo unnt væri að vinna allan þann afla sem borist hafði að landi. __ , Haukur Húsið gjöreyðilagðist, það hálffylltist af aur og allt innbú Elvu er ónýtt, bækur, málverk, fiölmargir minjagripir og antikhúsgögn. Morgunblaðið/Rúnar Þór Öflug aurskriða féll á húsið númer 18 við Aðalstræti seinni part- inn í gær, grófst hún undir húsið og færði það um tvo metra út á götuna. Húsið var talið gjörónýtt og var það rifið í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.