Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRIL 1990
31
Þingsályktunartillaga um jarðgöng á Vestfjörðum.
Framkvæmdir heijist á næsta ári
Verkinu verði lokið á 4 til 5 árum
STEINGRÍMUR J. Sig-fússon,
samgönguráðherra, mælti í gær
fyrir þingsályktunartillögu um
að flýta framkvæmdum við jarð-
göng á Vestfjörðum. Þar er með-
al annars gert ráð fyrir að lram-
kvæmdir hefjist ári fyrr en áætl-
að var og að þeim verði lokið á
4 til 5 árum í stað að minnsta
kosti 7 ára. Fjölmargir alþingis-
menn tóku til máls um tillöguna
og lýstu flestir yfir stuðningi við
hana.
í máli samgönguráðherra Tíom
fram, að í tillögunni væri gert ráð
fyrir að undirbúningi jarðganga-
gerðarinnar yrði flýtt svo að fram-
kvæmdir gætu hafist á næsta ári,
eða ári fyrr en áætlað væri í vega-
áætlun. Jafnframt yrði heimilt að
auka framkvæmdahraða, þannig að
verkinu gæti lokið á 4 til 5 árum,
en í vegaáætlun er nú gert ráð fyr-
ir að það taki að minnsta kosti 7 ár.
Ráðherra sagði, að jafnframt
væri gert ráð fyrir að ríkissjóði yrði
heimilað að taka allt að 1.300 millj-
óna króna lán vegna þessa á árun-
um 1990 til 1994 og ættu lánin að
endurgreiðast af því fjármagni, sem
ætlað væri til stórframkvæmda
samkvæmt vegaáætlun. Vexti og
lántökukostnað ætti að greiða ár-
lega úr ríkissjóði sem sérstakt
byggðaframlag. Enn fremur yrði
ríkisstjórninni falið að kanna mögu-
leika þess, að afla sérstaklega láns-
fjár og/eða tekna til að standa
straum af kostnaði við að flýta
framkvæmdunum.
Ráðherra sagði að lokum, að
fáum dyldist hin mikla þýðing jarð-
ganganna fyrir byggð á Vestfjörð-
um í atvinnulegu, félagslegu og
menningarlegu tilliti. Þessar fram-
kvæmdir gætu jafnframt haft bein-
an sparnað í för með sér vegna
möguleika á því að byggðarlögin
sem göngin ættu að tengja saman
hefðu sameiginleg not af flugvöll-
um, höfnum og ýmiss konar þjón-
ustu.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
(S/Vf) lýsti yfir ánægju með tillögu
samgönguráðherra og sagði meðal
annars, að Vestfirðir hefðu mikla
sérstöðu varðandi byggðaþróun.
Þar hefði íbúum fækkað, ekki að-
eins hlutfallslega heldur einnig að
Steingrímur J. Sigfússon
höfðatölu. Réttlætanlegt væri að
grípa til sérstakra ráðstafana til að
sporna við þeirri þróun.
Pálmi Jónsson (S/Nv) sagði að
ríkisstjórnin hefði skorið vegafé nið-
ur um 682 milljónir króna á síðasta
ári og hygðist skera niður um 754
milljónir á þessu ári. Nú kvæði við
nýjan tón hjá samgönguráðherra
og það væri vel, ef hægt væri að
flýta framkvæmdunum á Vestíjörð-
um. Það væri hins vegar galli á
þingsályktunartillögunni, að þar
kæmi ekki fram hver áætlaður
heildarkostnaður væri og að auki
væri allt í lausu lofti varðandi fjár-
mögnun.
Fleiri þingmenn tóku til mál um
tillöguna. Hreggviður Jónsson
(FH/Rn) kallaði hana kosningavíxil
og sagði að fyrir það fé, sem verja
ætti til að flýta framkvæmdunum
mætti leggja nýtt slitlag á alla
Reykjanesbrautina, en um hana
færu þúsundir manna á hverjum
degi. Friðjón Þórðarson (S/Vl)
sagði það gleðiefni ef framkvæmd-
um yrði flýtt en athuga yrði hvort
það hefði í för með sér seinkun
annarra framkvæmda í vegamálum
og nefndi sérstaklega vegagerð í
Gilsfirði í því sambandi. Stefán
Valgeirsson (SJF/Ne) sagðist
styðja málið; nauðsynlegt væri að
minnka aðstöðumun landsmanna
eftir búsetu. Fleiri tóku til máls,
en verður það ekki frekar rakið hér.
Ammoníaksgeymir Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufúnesi sem frétt-
ir páskadagsins snérust einkum um. Áform standa til að byggja
nýjan tvöfaldan ammoníaksgeymi, sem sagður er minnka hættulíkur
rnikið.
Forsætisráðherra um óhappið í Gufunesi:
Almannavarnanefiid
Reykjavíkur brást rétt við
Ríkisstjórnin krafin sagna um ft*amtíð Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufimesi
STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra sagði í þingræðu á
Alþingi í gær að almannavarnanefhd Reykjavíkur hafi brugðizt rétt
við þegar óhappið varð í Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi á
páskadag. Ráðherrann sagði ríkisstjórnina hraða ýtarlegri rannsókn
á orsökum óhappsins. Ljúka verði, svo fljótt sem verða má, öryggis-
greiningu í verksmiðjunni og vinna að nýju heildaráhættumat með
aðstoð viðurkenndra erlendra sérfræðinga. Fyrirhugaðar væru við-
ræður forsætisráðherra og borgarstjórans í Reykjavík um þetta
óhapp sem og framtíð verksmiðjunnar í Gufúnesi strax eftir helgi.
Ríki og Reykjavíkurborg yrðu sameiginlega að taka á þessu máli
að vel athuguðuð máli og í ljósi þess sem gerzt hafi.
Friðrik Sophusson (S-Rv) hóf
utandagskrárumræðu í Sameinuðu
þingi Um Áburðarverksmiðjuna í
Gufunesi í gær í ljósi þess að eldur
Þingsályktunartillaga Guðrúnar Helgadóttur:
Rekstri Aburðarverksmiðj-
unnar verði hætt án tafar
TVÆR tillögur til þingsályktun-
ar Um málefni Áburðarverk-
smiðju ríkisins hafa verið lagðar
fram á Alþingi. í tillögu frá Agli
Jónssyni (S/Al) er gert ráð fyrir
að hafínn verði undirbúningur
að byggingu áburðarverksmiðju
á landsbyggðinni i stað verk-
smiðjunnar í Gufunesi. í tillögu
frá Guðrúnu Helgadóttur
(Ab/Rv) og fleiri þingmönnum
segir, að hætta skuli rekstri verk-
smiðjunnar í Gufúnesi án tafar
og framkvæmd verði ítarleg
h
Kópavogur;
Breiðablik býður
bæjarbúum í kaffíboð
Ungmennafélagið Breiðablik
heldur upp á 40 ára afmæli sitt
í dag, laugardaginn 21. apríl,
með því að bjóða öllum bæjarbú-
um í kaffi og með því.
Breiðablik verður með opið hús
í íþróttahúsinu Digranesi frá kl.
12 til 16, alls kyns íþróttakeppni
fer fram, sérstök sögusýning verð-
ur sett upp, teiknaðar Breiðabliks-
myndir eftir krakka í Kópavogi
hanga á veggjum og nýja félags-
svæðið, bygging HM-hússins o.fl.
verður kynnt.
Mörg hundruð manna afmælis-
terta verður á boðstólum auk ann-
arra kræsinga og vonast Breiða-
bliksmenn til þess að sjá þúsundir
Kópavogsbúa og aðra velunnara í
Digranesi.
I kvöld er síðan fjölskyldufagn-
aður á vegum félagsins. Þar koma
Ómar og Laddi í heimsókn, Bubbi
Morthens og fleiri góðir gestir og
hljómsveitin Síðan skein sól leikur
fyrir dansi til klukkan eitt í nótt.
könnun á hagkvæmni slíkrar
verksmiðju, áður en ákveðið
verði hvort hana skuli starfrækja
annars staðar í landinu.
Þingsályktunartillaga Egils
Jónssonar hljóðar svo: „Alþingi
ályktar að fela ríkisstjórninni að
hefjast þegar í stað handa um und-
irbúning að byggingu áburðarverk-
smiðju í stað þeirrar sem starfrækt
er í Gufunesi. Verksmiðjunni verði
valinn staður á landsbyggðinni þar
sem unnt er að koma við ítrasta
öryggi, sérstaklega með tilliti til
hugsanlegra náttúruhamfara.“
Guðrún Helgadóttir, Guðmundur
H. Garðarsson (S/Rv), Aðalheiður
Bjarnfreðsdóttir (B/Rv), Eýjólfur
Konráð Jónsson (S/Rv) og Asgeir
Hannes Eiríksson (B/Rv) hafa einn-
ig lagt fram þingsályktunartillögu
um Áburðarverksmiðjuna. Hún er
á þessa leið: „Alþingi samþykkir
að fela ríkisstjórninni að hætta
rekstri Áburðarverksmiðju ríkisins
á þéttbýlasta svæði Iandsins án taf-
ar. Jafnframt fari fram ítarleg
könnun á hagkvæmni slíkrar verk-
smiðju áður en ákveðið verður hvort
hana skuli starfrækja annars staðar
á iandinu."
varð laus við ammoníaksgeymi þar
á páskadag. Friðrik taldi að fjöl-
miðlar, einkum ljósvakamiðlar,
hefðu ofgert í fréttaflutningi af
meintri hættu, og -að að pólitísk
samtök, Nýr vettvangur, hafi reynt,
á óviðfeldinn hátt, að nýta þetta
mái pólitískt, m.a. með ómaklegri
gagnrýni á Almannavarnanefnd
Reykjavíkur. Hann vitnaði til frétta-
tilkynningar frá Almannavörnum
ríkisins sem meti viðbrögð al-
mannavarnanefndar Reykjavíkur
rétt og fagleg.
Ljóst er engu að síður, sagði
Friðrik, að óhappið í Gufunesi varð
með öðrum hætti en áður var ráð
fyrir gert í áhættumati verksmiðj-
unnar. Meta verði hættur af verk-
smiðjunni í nýju ljósi, eins og fram
komi í samhljóða ályktun borgar-
ráðs Reykjavíkur sem og tilmælum
til ríkisvaldsins um að starfsemi
áburðarverksmiðjunnar á þessum
stað verði lögð niður. Af þessum
sökum sé óhjákvæmilegt að krefja
ríkisstjórnina sagna um afstöðu
hennar og áform að því er varðar
-þennan verksmiðjurekstur' ríkisins
í túnfæti mesta þéttbýlis landsins.
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra sagði að ríkisstjórn-
in hefði fundað um þetta mál í
tvígang, eftir óhappið á páskadag.
I fyrsta lagi væri ríkisstjórnin ein-
huga um að ýtarlegri rannsókn á
orsökum óhappsins ljúki sem fyrst.
I annan stað verði yfirstandandi
öryggisgreiningu í verksmiðjunni
hraðað og unnið nýtt heildar-
áhættumat með aðstoð viður-
kenndra erlendra sérfræðinga. í
þriðja lagi hafi ríkisstjórnin falið
landbúnaðarráðherra og félagsmál-
aráherra að sjá til þess „að rekstri
verksmiðjunnar verði hagað þannig
að fyllsta öryggis verði gætt. Það
feli m.a. í sér að núverandi ammon-
íaksgeymir verði ekki notaður fram-
ar og ekki verði geymt ammoníak
í verksmiðjunni umfram það sem
er á daggeymum verksmiðjunnar
vegna eigin framleiðslu þar til ann-
að verði ákveðið. Vinnueftirliti
ríkisins og Almannavörnum ríkisins
verði í samráðj við slökkvilið og
almannavarnanefnd Reykjavíkur
falið að fylgjast með ofangreindum
aðgerðum. I fjórða lagi teiur ríkis-
stjórnin „mikilvægt að viðhaida
áburðarframleiðslu í landinu með
þeim störfum sem þar skapast og
tilheyrandi verðmætasköpun, enda
sé um þjóðhagslega hagkvæma
starfsemi að ræða“. Forsætisráð-
herra sagði að ríkisstjórnin myndi
hefja viðræður við Reykjavíkurborg
um framtíð verksmiðjunnar í Gufu-
nesi. Hann sagði það sína skoðun
að almannavarnanefnd borgarinnar
hafi brugðizt rétt við þá óhapp þetta
varð.
Páll Pétursson (F-Nv) lét að því
liggja að stytzt geti í starfsemi
áburðarverksmiðju í Gufunesi. Ekki
væri hægt að halda áfram rekstri
verksmiðjunnar í andstöðu við
Reykvíkinga. Á sama hátt væri
ekki hægt að halda áfram rekstri
álvers við Hafnarfjörð, ef Hafnfirð-
ingar vildu ekkert með slíkan rekst-
ur hafa, eða sementsverksmiðju á
Akranesi, ef starfsemin mætti al-
mennri andstöðu heimafólks. Páli
taldi þó að ríkisstjórnin hafi iialdið
hyggilega á málum í ályktun sinni.
Pálmi Jónsson (S-Ne) sagði að
ef fiytja þyrfti áburðarframleiðslu
úr Gufunesi út á land, af öryggis-
ástæðum, mætti kostnaðar, sem því
fylgdi, ekki lenda í áburðarverðinu,
heldur yrði samfélagið að bera
hann. Pálmi sagði að samstarfs-
nefnd héraða á Norðurlandi vestra
hafi hug á að finna verksmiðjunni
lóð í þeim landshluta, ef til flutn-
ings kæmi og ef eftir yrði leitað.
Fleiri þingmenn tóku til máls,
þótt ekki verði frekað rakið að sinni.
AUHIKSI