Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1990 Efnahagsþvinganir Sovétmanna gegn Litháen Heimsókn litháíska forsætisráðherrans til Noregs: Norðmenn vilja mark- aðsverð fyrir olíuna Stafangri. Reuter. KAZIMIERE Prunskiene, forsætisráðherra Litháens, sagði í gær að leiðtogar Eystrasaltsríkisins myndu ekki falla frá sjálfstæðisyfirlýs- ingunni frá 11. mars þrátt fyrir efhahagsþvinganir Sovétmanna. Forsætisráðherrann er í fjögurra daga heimsókn í Noregi til að leita eftir stuðningi Norðmanna við Litháa og kanna möguleika á olíuvið- skiptum. Stjórnendur norska olíufyrirtækisins Statoil sögðust reiðu- búnir að selja Litháum olíu að því tilskildu að markaðsverð fengist íyrir hana. „Við munum aldrei draga sjálf- stæðisyfirlýsinguna til baka,“ sagði Prunskiene í samtali við fréttaritara norsku fréttastofunnar NTB. Hún sagði að sú ákvörðun Sovétmanna að stöðva olíuflutninga til Litháens væri í raun viðurkenning á því að Eystrasaltslandið væri sjálfstætt ríki. „Enginn setur viðskiptabann á eigið land,“ sagði hún. Prunskiene og utanríkisráðherra Litháens, Algirdas Saudargas, fóru í gær til Stafangurs, miðstöðvar norsku olíuvinnslunnar. Prunskiene sagði á miðvikudag að hún kynni að ræða við stjómendur olíufyrir- tækjanna Statoil og Norsk Hydro um hugsanleg olíuviðskipti en tals- menn Statoil sögðu að engar form- legar viðræður væru ráðgerðar. Varastjórnarformaður fyrirtækisins var hins vegar á meðal gesta í veislu með litháísku ráðherrunum. „Við værum reiðubúnir að selja Lit- háum olíu svo fremi sem þeir greiða markaðsverð fyrir hana,“ sagði talsmaður Statoil. Norska stjómin hefur sagt að hún vilji ekki niðurgreiða olíu til Litháa og ætli ekki skipta sér af viðræðum þeirra við olíufyrirtæki um hugsanleg olíuviðskipti. Litháísku ráðherrarnir fara til Danmerkur í dag. Danska stjómin sagðist ekki geta veitt Litháum lán eða aðra aðstoð til að greiða fyrir olíuviðskiptum. Stjórnendur danska olíufyrirtækisins DUC sögðu að öll olía fyrirtækisins hefði þegar verið seld. „ Reuter Jan P. Syse, forsætisráðherra Noregs, heiisar Kazimiera Prunski- ene, forsætisráðherra Litháens, á fimmtudag. Bush Bandaríkjaforseti um efiiahagsþvinganir Sovétstjórnarinnar: Harkaleg viðbrögð myndu hafa áhrif víða um heim Tékkar gagnrýna yfirgang Sovétmanna og hvetja til viðræðna á jafhréttisgrundvelli Key Largo í Florida-ríki, Gdansk, Moskvu, París, Prag. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti varði þá ákvörðun sína að bregð- ast ekki af fúllri hörku við efiia- hagsþvingunum Sovétsljórnarinn- ar gagnvart Litháum er hann ræddi við blaðmenn á fimmtudag. Sagðist forsetinn óttast að slík viðbrögð gætu spillt fyrir þíðunni í Litháen hefur verið gripið til bensínskömmtunar og er skammtur- inn 30 lítrar á mánuði fýrir hverja bifreið. samskiptum risaveldanna sem aftur myndi hafa áhrif víða um heim. Francois Mitterrand Frakk- landsforseti sem átti fúnd með Bush á fimmtudag hvatti stjórn- völd í Litháen og Sovétríkjunum til að sýna stillingu og setjast að samningaborðinu. Varfæmisleg viðbrögð Bush for- seta við sjálfstæðisyfirlýsingu Litháa og efnahagsþvingunum Sovétstjórn- arinnar hafa sætt nokkru ámæli í Bandaríkjunum. Robert Dole, flokks- bróðir forsetans og leiðtogi repúblík- ana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefurt.a.m. sagt að bein efnahagsað- stoð við Litháa komi til greina láti Míkhaíl S. Gorbatsjov, leiðtogi sov- éskra kommúnista, ekki af hótunum sínum. í gær sögðu fulltrúar Banda- ríkjastjómar að engin áform væru uppi um að fresta fyrirhuguðum við- ræðum um viðskipti ríkjanna sem hefjast eiga í París í næstu viku. Viðræðurnar eru undanfari þess að Sovétmönnum verði boðin bestu kjör er Bandaríkjamenn bjóða í viðskipt- um sínum við erlend ríki. Gorbatsjov sagður þekkja takmörkin Bandaríkjaforseti sagði á fundi með blaðamönnum á fimmtudag að hann væri tregur til þess að sýna Farið að gæta eldsneytisskorts Vilnius. Reuter. „ÉG beið í þrjá klukkutíma í röðinni við bensínafgreiðsluna," sagði leigubílsfjóri, sem ók um illa lýstar götur Vilnius, höfuðborgar Lithá- ens, á fimmtudag. „Guð einn veit hversu lengi ég þarf að bíða á morgun,“ bætti hann við. Sú ákvörðun Sovétstjórnarinnar að stöðva olíu- og gasflutnínga til Litháens er þegar farin að hafa áhrif á dag- legt líf Litháa, aðeins viku eftir að Míkliaíl Gorbatsjov Sovétforseti hótaði fyrst að beita Eystrasaltsþjóðina eftiahagsþvingunum. Bílstjórar í Litháen fengu aðeins argöturnar eru enn lýstar. tíu lítra hver af bensíni á fimmtu- dag. Frá og með gærdeginum verð- ur mánaðarskammturinn aðeins 30 lítrar. Slökkt var á götuljósum víðs vegar um miðborg Vilnius á fimmtudagskvöld en helstu umferð- Embættismenn sögðu að líkur væru á alvarlegum eldsneytisskorti en þeir lögðu áherslu á að heimili landsins nytu forgangs, ekki fyrir- tækin. Eina olíuhreinsunarstöð ríkisins hefur aðeins birgðir til fjög- Jöró til sölu Til sölu um 1.000 hektara jörð á Suðurlandi með blönduðum búskap ífullum rekstri. Upplýsingar i sima 98-75179. urra daga vinnslu, þótt hún sé helm- ingi minni en venjulega. Ignolina- kjarnorkuverið hefur hætt starf- semi vegna viðgerða og raforka fæst aðeins úr diesel-stöðvum. Dregið hefur verið úr gasdreifing- unni um 15-17% og hætta er á að skortur verði á gasi handa þeim 380.000 heimilum, sem nota það. Fréttaskýrendur sögðust ekki vita um neinar leiðslur sem hægt væri að nota til að flytja gas frá Vesturlöndum til Eystrasaltsríkis- ins. Þeir sögðu einnig að erfitt myndi reynast að koma risaolíu- skipum í höfnina í Klaipeda og flytja olíuna þaðan til olíuhreinsun- arstöðvarinnar í Mazeikiai. Litháar virðast þó ákveðnir í að þrauka og segjast ekki vilja gera Sovétmönnum það til geðs að snú- ast gegn leiðtogum sínum. „Eina vandamálið tengist sfarfsmönnum verksmiðja sem þurfa gas til að geta haldið áfram starfsemi. Fái þær ekki eldsneyti verða starfs- mennirnir sendir heim og síðan verður þeim sagt upp,“ sagði Audr- ius Braukyla, fréttamaður útvarps- ins í Vilnius. fulla hörku í máli þessu því slík ákvörðun snerti ekki einungis tvihliða samskipti risaveldanna held- ur einnig hagsmuni fjölmargra ríkja. Nefndi forsetinn að honum væri umhugað um að treysta lýðræðið í sessi í ríkjum Austur-Evrópu. Bush sagði hins vegar að til væru ákveðin takmörk fyrir því hversu langt Sovét- mönnum leyfðist að ganga. Þau skil- greindi forsetinn ekki nánar en kvaðst sannfærður um að Gorbatsjov Sovétleiðtogi gerði sér fyllilega grein fyrir þessu. Sagðist Bush ekki óttast að það færi á milli mála. Hann ítrek- aði að hann væri að íhuga „viðeig- andi aðgerðir" og vísaði á bug vanga- veltum þess efnis að Sovétmenn hefðu varfærnisleg viðbrögð Banda- ríkjamanna til marks um að þeim væri öldungis óhætt að brjóta sjálf- stæðisbaráttu Litháa á bak aftur. Forsetinn gat þess að utanríkis- ráðherrar risaveldanna þeir James Baker og Edúard Shevardnadze hefðu rætt deilu Kremlverja og Lit- háa á miðvikudag. Bush hefur einnig rætt við Helmut Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands, og Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands, auk þess sem þeir Mitterrand fjölluðu um viðbrögð Vesturlanda á fundi sínum í Florida-ríki í Banda- ríkjunum á fimmtudag. Farið fram á viðurkenningu Pólverja Tadeusz Mazowiecki, forsætisráð- herra PóIIands, sagði á fimmtudag að stjórnvöld þar í landi væru að íhuga hvort viðurkenna bæri form- lega sjálfstæðisyfirlýsingu Litháa. Skömmu áður höfðu þeir Mazowiecki og Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, átt fund með Czeslaw Okinczyk, þingmanni frá Litháen. Okinczyk, sem er af pólskum ættum, ávarpaði fulltrúa á þingi Samstöðu í Gdansk og fór fram á aðstoð og viðurkenn- ingu Pólverja. í gær skýrði þingmað- urinn síðan frá því að pólska ríkis- stjórnin hefði heitið Litháaum efna- hagsaðstoð og jafnframt lofað að opna á ný járnbrautarlínu frá Pól- landi til Litháens sem Jósef Stalín lét loka á sínum tíma. Talsmenn pólsku ríkisstjórnarinnar í Varsjá kváðust ekki kannast við að loforð þessi hefðu verið gefinn á fundinum og ítrekuðu að verið væri að kanna ósk litháísku ríkisstjórnarinnar. Tékkar gagnrýna Gorbatsjov í ályktun sem tékkneska utanrík- isráðuneytið birti á miðvikudag segir að Sovétstjórnin hafi veitt Litháum tiltekinn frest til að falla frá kröfum sínum um fullveldi og sjálfstæði. Lýst er yfir áhyggjum sökum efna- hagsþvingana þeirra sem Sovét- stjórnin hafi boðað. „Slíkur þrýsting- ur er í andstöðu við þau siðferðis- og lýðræðislegu viðmið er viðurkennd eru við stefnumörkun á alþjóðavetta- vangi.“ Segir þar og að yfirgangur og efnahgslegur þrýstingur geti skaðað samskipti „ríkjanna tveggja" og spillt fyrir friðsamlegri lausn deil- unnar. Loks eru ríkin hvött til þess að leita nýrra leiða til að gera út um deilumál sín á jafnréttisgrundvelli og án þess að afarkostir séu settir. Nágrannarík- in fá viðvörun Moskvu. Reuter. MÍKHAÍL S. Gorbatsjov, leiðtogi sovéska kommúnistaflokksins, átti á fimmtudag fiindi með fulltrúum stjórnvalda í Eistlandi og Lettl- andi. Einn fúlltrúa Eistlendinga sagði að sáttahugur hefði ekki ein- kennt framgöngu Sovétleiðtogans. Á fundinum mun Gorbatsjov hafa in til baka. kynnt hugmyndir um nýja skipan sovéska ríkjasambandsins en til þess heyra nú 15 lýðveldi sam- kvæmt túlkun Kremlverja en 14 viðurkenni menn sjálfstæði Lithá- ens. Kvað fulltrúi Eistlendinga Gorbatsjov hafa heitið lýðveldunum auknu pólitísku og efnahagslegu sjálfstæði. Gorbatsjov hefði og kraf- ist þess að yfirlýsing eistneska þingsins frá 30. fyrra mánaðar þar sem samþykkt var áætlun um sjálf- stæði landsins í áföngum yrði dreg- Gorbatsjov varaði fulltrúa Letta við að fylgja fordæmi nágranna sinna í Litháen og Eistlandi en sam- komulag náðist um að skipa nefnd sem ljalla mun um hvernig standa beri að aðskilnaði samkvæmt lögun- um nýju. Mun Sovétleiðtoginn hafa sagt að endi yrði bundinn á viðræð- urnar samþykkti þing Lettlands yfirlýsingu um sjálfstæði landsins er það kemur saman þann þriðja næsta mánaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.