Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 52
Landhelgisgæslan: Skipum lagt fáist virðis- / Jtk aukaskattur ekki bættur LANDHELGISGÆSLAN þarf að draga saman seglin, leggja skip- um og draga úr flugi, fái hún ekki bætta útgjaldaaukningu upp á rúmar 30 milljónir kr. vegna virðisaukaskatts sem lagður er á eldsneyti, varahluti í flugvélar og björgunarbúnað sem áður var undanskilinn söluskatti, að sögn Hrafhs Sigurhanssonar, fjár- málasljóra Landhelgisgæslunn- Er hér um að ræða rúmar 30 milljónir kr'óna sem Landhelgis- gæslan greiðir í virðisaukaskatt á árinu en framlög til hennar í fjáriög- um þessa árs nema 530 milljónum króna. Hrafn sagði að ekki hefði verið gert ráð fyrir þessari útgjaldaaukn- ingu í ijárlögum fyrir þetta ár. Landhelgisgæslan fór þess á leit í janúar síðastliðnum að henni yrði bættur þessi útgjaldaliður en, að —jþgn Hrafns, hefur ijármálaráð- nerra enn ekki tekið afstöðu til málsins. „Fáist ekki leiðrétting á þessu kemur það til með að hafa áhrif á reksturinn, en við höfum getað bjargað okkur fyrir horn hingað til. Síðan fer reksturinn að þyngjast verulega og það gefur augaleið að við verðum þá að draga saman segl- in, leggja skipum og draga úr flugi,“ sagði Hrafn. Hann sagði að senn liði að því að þessi útgjaldaaukning hefði áhrif á starfsemi Landhelgisgæslunnar. „Ef útgjöldin aukast um rúmar 30 milljónir umfram það sem áætlað var þarf að huga að því sérstaklega . jnnan tíðar hvernig á að láta enda ná saman,“ sagði Hrafn. JviorgunDiaoio/Kunar Por Elva Ágústsdóttir dýrafæknir, eigandi hússins sem aurskriðan færði um tvo metra út á götuna. Húsið er gjörónýtt og allt sem í því var. Elva var í vitjun úti í sveit er skriðan féll og var enginn í húsinu. Geysimikið vatn hafði safhast saman í norðausturhorni kirkju- garðsins, sem er á brekkubrúninni ofan við húsið, og fossaði það niður hlíðina með þessum afleiðingum. Öflug aurskriða gjöreyðilagði hús á Akureyri ÖFLUG aurskriða féll um 30 metra niður brekku ofan við húsið númer 18 við Aðalstræti á Akureyri seinnipart dags í gær. Húsið og allt innbú gjöreyðilagðist og verður það rifið. Enginn var í húsinu þegar skriðan féll. Aurskriðan var á bilinu 8-10 metra breið. Geysimikið vatn hafði safnast þeim afleiðingum að aurskriðan saman í norðausturhorni kirkju- lyfti húsinu upp af grunninum og garðs Akureyrar, sem er ofan færði það um tvo metra út á göt- hússins. Er talið að það hafi brot- una. ið sér leið niður brekkuna með Elva Ágústsdóttir dýralæknir er eigandi hússins og var hún í vitjun úti í sveit þegar skriðan féll. „Það var hringt í mig í bíla- símann og mér sögð tíðindin. Mér fannst þetta heldur óraunveru- legt,“ sagði Elva. Tvær konur voru heima við í næsta húsi sunnan við og urðu þær dauðskelkaðar og forðuðu sér út. Þriggja ára gamall drengur var að hjóla á gangstéttinni á móts við húsið þegar skriðan fór af stað uppi í brekkunni. Móðir drengsins náði að bjarga honum áður en aurinn braut sér leið í gegnum húsið og yfir götuna á gangstéttina handan við. Sjá nánar á Akureyrarsíðu bls. 30. > ________ Yfirlýsing Olafs Ragnars Grímssonar mjög alvarleg — segir Svavar Gestsson fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins VERULEG harka hefur færst í deilur forustumanna Alþýðu- bandalagsins um framboð flokks- ins í Reykjavík. Þannig segir Svavar Gestsson menntamála- ráðherra og fyrrum formaður flokksins yfirlýsingu Ólafs Ragn- ars Grímssonar formanns flokks- ins, að hann vilji ekki lýsa yfir stuðningi við G-listann, mjög al- varlega. Helstu flokksstofiianir Alþýðubandalagsins hafa ekki Ólafiir G. Einarsson alþingismaður: Alþingi sendi þjóðþingnm •Eystrasaltsríkja heimboð ÓLAFUR G. Einarsson alþingis- maður vill að forsetar Alþingis bjóði sendinefndum frá þjóðþing- um Eystrasaltsríkjanna hingað til lands og endurgjaldi þær rjjieimsóknir síðar meir. Ólafur vekur máls á þessu í grein í Morgunblaðinu í dag. Hann sagðj við Morgunblaðið að það ætti að vera markrnið lýðræðisríkja að styðja við baráttu undirokaðra þjóða fyrir sjálfstæði sínu og ef Norðurlandaráð hefði ekki þor til þess ættu aðildarþjóðir þess að sýna þann stuðning hver í sínu lagi. Ólafur sagðist myndu ræða um þetta við forseta þingsins þótt hann byggist ekki við að gera formlega tillögu um heimboð til sendinefnda Eystrasaltsríki anna. Sjá grein Ölafs G. Einarssonar, Þegar kálfshjartað slær, bls. 13. tekið afstöðu til málsins. Svavar Gestsson sagði við Morg- unblaðið, að hann teldi það mjög alvarlegt, og í raun merkilegt, þeg- ar formaður flokksins segðist ekki geta stutt framboð stærsta flokks- félagsins. Hann sagði að eftir sveit- arstjómarkosningarnar yrði að taka þetta mál fyrir á vettvangi flokksins og meðal annars taka afstöðu til þeirrar kröfu Siguijóns Péturssonar borgarfulltrúa, að landsfundur verði kallaður saman í haust til að skipta um forustu. Siguijón hefur lýst því yfir að eðlilegt sé að Ólafur Ragnar segi af sér formennsku þar sem hann sé í andstöðu við stærsta félag flokks- ins. Ólafui' H. Torfason ritstjóri Þjóð- viljans sagði ekki enn hægt að segja til um hvaða afstöðu blaðið tæki til framboða í Reykjavík, meðal annars vegna þess að framboðslisti Nýs vettvangs væri ekki enn kominn fram. Margrét Frímannsdóttir formað- ur þingflokks Alþýðubandalagsins sagði að þessi mál hefðu ekki verið rædd þar, en það yrði gert, ef ósk- að væri eftir. Hún sagðist sjálf ekki hafa tekið afstöðu til framboðsmála í Reykjavík, en teldi að hver þing- maður hefði unnið í sínu kjördæmi með þeim framboðum sem Alþýðu- bandalagið stæði að. Óttar Proppé formaður fram- kvæmdastjórnar Alþýðubandalags- ins sagði að ekki hefði verið tekin afstaða tii þessara mála í fram- kvæmdastjórninni. Stjórn Æskulýðsfylkingar Al- þýðubandalagsins í Reykjavík sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem segir m.a. að G-listinn í Reykjavík sé fylgislaus, þröngsýnn og ólögleg- ur. Svavar Gestsson lýsti því yfir í gærmorgun að jiann hyggðist ræða þetta mál við Ólaf Ragnar Gríms- son, en enginn fundur fór fram um málið í gær að sögn Svavars. Sjá nánar á miðopnu blaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.