Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.04.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRIL 1990 21 60 ára afinælistónleikar Lúðrasveitarinnar Svans Leikskóli byg’gður í Garðabæ Börn frá leikskólunum Kirkjubóli og Bæjarbóli í Garðabæ, tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum þriggja deilda leikskóla, Hæðarbóli, sem byggður verður í Hæðarhverfi við Bæjarbraut í Garðabæ. Mögulegt verður að nýt eina deild, sem dag- heimilisdeild auk þess, sem sérstök aðstaða verður fyrir fötluð börn. Byggingarframkvæmdir voru boðn- ar út og tekið tilboði frá Ártaki hf. Áætlaður kostnaður er 40 milljónir króna fyrir fullbúið hús ásamt inn- réttingum og frágangi á lóð. í ijár- hagsáætlun bæjarins er gert ráð Morgunblaðið/Bjarni fyrir 30 milljónum króna til verks- ins á þessu ári. Stefnt er að verklok- um 1. mars 1991. LÚÐRASVEITIN Svanur var stofiiuð 16. nóvember 1930 og verður 60 ára aftnælis hljóm- sveitarinnar minnst með afmælis- tónleikum í Háskólabíói í dag, laugardaginn 21. apríl, kl. 14.00. Hljómsveitina skipa nú um 60 hljóðfæraleikarar og hefur lúðra: sveitin aldrei verið fjölmennari. í tilefni afmælisins hefur einnig verið gefið út veglegt afmælisrit. Meðal efnis í blaðinu er ágrip af 60 ára sögu sveitarinnar, ritað af Atla Magnússyni blaðamanni. Einnig er þar að finna félagatal lúðrasveitar- innar allt frá stofnári. Einnig rita í blaðið eldri og yngri meðlimir. Af verkum á efnisskrá tónleik- anna má sérstaklega benda á „Con- certo fyrri blásara og ásláttarhljóð- færi“ eftir Pál P. Pálsson sem ein- ungis hefur verið flutt einu sinni áður. Einnig verður frumflutt verk eftir Össur Geirsson, „Sögur af sæbjúgum", sem hann samdi sér- staklega fyrir lúðrasveitina í tilefni af afmælinu. Einleikarar á tónleik- unum eru Kjartan Óskarsson á klarinett, Jón Sigurðsson á tromp- et, Sæbjörn Jónsson á trompet og Kristján Kjartansson á trompet. Stjórnandi Lúðrasveitarinnar Svans er Róbert Darling. / Hallgrímskirkja: Orgelsöfiiun gengur von- um betur „Söftiunin gengur framar björtustu vonum, Qölmargir vilja leggja tón í þennan helgidóm," segir Hörður Askelsson organisti í Ilallgrímskirkju. Þar hófst s.l. laugardag söfiiun fyrir orgeli sem smíðað verður í Bonn í Þýskalandi. Fjáröflunin fór af stað með ellefii stunda tónleikum í kirkjunni og felst í því að fólk getur keypt orgelpípur af ýmsu tagi. Hörður segir að þegar hafi safnast á þriðju milljón króna, en heildarverð orgelsins verður milli sextíu og sjötíu milljónir. í þessu stærsta orgeli landsins verða yfir 5.200 pípur. Vonir standa til að það hljómi í Hallgrímskirkju að tveimur árum liðnum. Hörður Áskelsson segir að söfnunin haldi áfram meðan orgelpípur endist. Af stærstu pípunum hafa þegar verið seldar nærri 20, en þær eru 64 talsins. Þóra Einarsdóttir gaf fyrstu pípuna til minningar um eig- inmann sinn, sr. Jakob Jónsson, sem lengi var prestur í Hallgrímskirkju. Hörður segir að komið hafi á óvart hve mikið hafi verið keypt af stærstu og dýrustu pípunum. Mikið sé um að fjölskyldur taki sig saman og gefi til minningar um látinn ættingja, en einstaklingar kaupi líka pípur í orgelið. Unnt sé að kaupa pípur af fimm stærðum, þær minnstu kosti 2.000 og þær stærstu 100.000 krónur. Borgarnes: Lögreglu- þjónn skaut afhaglabyssu á bifreið Rannsóknarlögregla ríkisins rannsakar nú mál lögreglumanns í Borgarnesi, sem hleypti af haglabyssu þar í bæ aðfaranótt fímmtudags og lentu skotin í bif- reið Ijögurra ungmenna. Lögreglumaðurinn, sem var á frívakt, skaut af byssunni af svölum húss síns og komu skotin í bifreið- ina, sem var ekið framhjá. Rúnar Guðjónsson, sýslumaður, segir að maðurinn hafi ekki átt vakt frá því að þetta atvik gerðist, en hann reikni ekki með að hann taki vaktir í bráð. Ekki hafi verið tekin ákvörð- un um hvort manninum verði vikið úr starfi sínu á meðan á rannsókn málsins stendur, en Rannsóknarlög- regla ríkisins fer með hana. Maður- inn hefur starfað í lögreglunni í nokkur ár. NÝR O G STÆRRI MEÐ ALLA KOSTI SMÁBÍLSINS Frumsýning í nýjum húsakynnum Suzuki bíla, Skeifunni 17, fimmtud.—sunnud. Um leið og Suzuki bílar flytja í nýtt húsnæði að Skeif- unni 17 bjóðum við þérað koma, skoða og reynsluaka þessum glæsilega farkosti, Suzuki Swift Sedan, og þiggja léttar veitingar. Nú er tækifæri hinna fjölmörgu ánægðu Suzuki eigenda til að eignast stærri og rúm- betri bíl, en halda jafnframt þeim fjölmörgu kostum sem prýða þessa frábæru bfla. Suzuki Swift Sedan er fáanlegur f ýmsum útfærslum og ein þeirra hentar þér áreiðanlega. Meðal annars í hinu nýja og glœsilega húsneeði í Skeifunni 17, er allt á einum stað: góð sýningaraðstaða, varahlutir, verkstceði og persónuleg þjónusta. býðst þessi kostagripur með 1,6 lítra, 16 ventla og 91 hestafla vél sem þýðir minni mengun og afar þýð- an gang. Einnig má fá hann með sítengdu aldrifi sem margfaldar gæði aksturseiginleikanna og eykur öryggið. Suzuki Swift Sedan er sérlega glæsilegur og rúm- góður að innan og það fer vel um farþegana. Farang- ursgeymslan er líka ótrú- lega rúmgóð. SWIFT SEDAN: frákr. 765.000,- SWIFT: frá kr. 613.000,- Sýningin er opin: fimmtudag kl. 13-17 föstudag kl. 09-18 laugardag kl. 10-17 sunnudag kl. 13-17 Gleðilegt Suzuki sutnar ^ SUZUKI SUZUKIBILAR HF SKEIFUNNI 17 • SÍMI 685100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.