Morgunblaðið - 27.04.1990, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990
Fárviðri á vestan- og
norðanverðu landinu
Fjöldi manns lenti í hrakningum
BLINDHRÍÐ og fárviðri gekk yfir vestan- og norðanvert landið
á miðvikudag og fimmtudag og lenti Qöldi manns í hrakningum
á bfium sínum á vegum á VestQörðum og vestan- og austanverðu
Norðurlandi. Veðrinu slotaði upp úr hádegi í gær og er talið að
þetta hafi verið eitt mesta veður sem gengið hefur yfir landið á
þessum vetri.
Hjá Vegagerðinni fengust þær
upplýsingar að fært væri um mest-
allt Suðurland allt austur að Vík.
Austan Víkur var fært stærri
bílum og síðan fært austur til
Austfjarða utan hvað fjallvegir
voru ófærir. Fært var um Hval-
fjörð, Borgarfjörð og mestallt
Snæfellsnes en norðan Hellissands.
var ófært og Holtavörðuheiði var
ófær. Mikið fannfergi var víða á
Norðurlandi en til stóð að moka í
dag flestar leiðir á Suðurlandi,
Vesturlandi og Norðurlandi allt
austur til Húsavíkur.
Kirkja skemmist á
Tálknafirði
Upp úr kl. 17 á miðvikudag
hvessti skyndilega á Tálknafirði.
Fyrr en varði geisaði þar norðaust-
an fárviðri svo ekki sá út úr augum
og buldi íshröngl af götum bæjar-
ins á rúðum húsa. Þá létu undir-
stöður 200 fermetra fiskihjalls í
bænum undan áhlaupinu og lagð-
ist hjallurinn á hliðina undan
þunganum. Húsið er talið ónýtt
og nemur tjónið milljónum króna.
í hjallinum voru geymd veiðarfæri.
Við eyðibæinn Stóra-Laugardal
þeytti vindurinn braki úr gömlu
fjárhúsi á kirkjuna sem þar er,
braut rúður og olli því að jámplöt-
ur fuku af þaki hennar. Brak úr
fjárhúsinu lenti einnig á rafmagns-
streng sem liggur frá Tálknafirði
til Amarfjarðar og sleit hann í
sundur. Varð rafmagnslaust af
þeim sökum á Tálknafirði í um
fjórar klukkustundir. Línumenn
unnu að viðgerð uppi í staurum
þar sem erfítt og hættulegt var
að athafna sig því veðurhamnum
fylgdi 8-10 gráðu frost. Á Tálknaf-
irði er ekki vararafstöð.
Hrakningar í Aðaldal
Harður árekstur varð á milli
jeppa og fólksbifreiðar í Aðaldals-
hrauni í Suður-Þingeyjarsýslu og
er ökumaður fólksbifreiðarinnar
mikið slasaður. Á veginum i
Köldukinn, miðja vegu milli Akur-
VEÐURHORFUR í DAG, 27. APRÍL
YFIRLIT í GÆR: Um 500 km austur af Langanesi er 965 mb lægð
og önnur álíka skammt austur af Jan Mayen, hreyfast báðar norð-
austur. Á Grænlandshafi er hæðarhryggur sem þokast austur en
heldur vaxandi lægðir suður og vestur af Hvarfi sem munu samein-
ast og verða á Grænlandshafi í fyrramálið.
SPÁ: Suðaustanátt um land allt, víðast kaldi eða stinningskaldi.
Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands og síðar einnig á Norð-
ur- og Austurlandi. Hiti 0 til 5 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Horfur á laugardag
og sunnudag: Suðvestanátt um mestallt land. Skúrir eða slydduél
á víð og dreif um vestanvert landið og sums staðar á annesjum
norðanlands. Þurrt og sennilega léttskýjað á Austurlandi. Hiti víðast
á bilinu 4 til 6 stig.
x Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
-J0° Hitastig:
10 gráður á Celsius
ý Skúrir
*
V El
= Þoka
= Þokumóða
* / #
/ * / * Slydda
/ * /
* * * ,
* * * * Snjókoniá
* * #
? ?
i
oo
Súld
Mistur
Skafrenningur
v_J
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
hiti vefiur
Akureyri +5 snjókoma
Reykjavík +1 hálfskýjað
Björgvin 7 skúrir
Helsinki 16 léttskýjað
Kaupmannahöfn 13 skýjað
Narssarssuaq -i-5 snjókoma
Nuuk +6 skafrenningur
Ósló 10 rigning
Stokkhólmur 17 léttskýjað
Þórshöfn 3 snjóél á síð. klst
Algarve 20 hálfskýjað ’
Amsterdam 15 alskýjað
Barcelona 16 mistur
Berlín 16 skýjað
Chicago 19 léttskýjað
Feneyjar 17 þokumóða
Frankfurt 15 skúr
Glasgow 9 skýjað
Hamborg 18 skýjað
Las Palmas 20 léttskýjað
Lundúnlr 12 rigning
Los Angeles 14 heiðskírt
Lúxemborg 16 skýjað
Madríd 12 skýjað
Malaga 18 skýjað
Maliorca vantar
Montreal 12 þokumóða
NewYork 11 heiðskírt
Orlando 18 léttskýjað
París vantar
Róm 17 léttskýjað
Vín 9 skruggur
Washfngton *1 '22 mistúr ' 11
Winnipeg 1 alskýjað
Morgunblaðið/Jón Bjamason
Fiskhjallurinn á Tálknafirði sem lét undan í óveðrinu á miðvikudag.
eyrar og Húsavíkur, festist rúta
með sænska jarðfræðinga og vöru-
flutningabíll síðla miðvikudags-
kvölds og hélt bílstjóri rútunnar
kyrru_ fyrir í bíl sínum alla nótt-
ina. Úrkoma á Staðarhól í fyrra-
dag mældist 30 mm.
Löng jarðarför
Séra Ægir Sigurgeirsson, prest-
ur á Skagaströnd, jarðsöng á
Holtastöðum í Langadal og var
athöfnin nýhafín þegar óveðrið
skall á. „Það var orðið mjög slæmt
áður en yfír lauk og varla stætt í
kirkjugarðinum. Þegar útförinni
lauk áttu aðstandendur, söngmenn
og aðrir sem við jarðarförina voru,
í miklum erfíðleikum með að kom-
ast til Blönduóss þar sem erfí-
drykkja var,“ sagði Ægir. Hann
sagði að í allt hefði ferðin til
Langadals og aftur til Skaga-
strandar tekið 11 klukkustundir.
Tveir menn úr Bolungarvík
í hrakningum
Bolungarvík.
Tveir menn sem sátu af sér
veðrið aðfaranótt fímmtudags í
botni Skötufjarðar komu til Bol-
ungarvíkur laust fyrir hádegi í
gær. Þeir heita Ingvi Sighvatsson
og Haukur Vagnsson. í viðtali við
fréttaritara Morgunblaðsins við
komuna til Bolungarvíkur sagðist
þeim svo frá: „Við lögðum af stað
frá Reykjavík kl. 8.30 þriðjudags-
kvöld. Allt gekk vel þar til við
komum niður í Ísaíjarðardjúp. Þar
var þæfingsfærð svo við urðum
að setja keðjur á bílinn en meðan
við vorum að eiga við það drap
vélin á sér og fengum við hann
ekki í gang aftur. Við ákváðum
að sofa þá nótt í bílnum, aðfara-
nótt miðvikudags. í bítið daginn
eftir leituðum við aðstoðar á nær-
liggjandi sveitabæ. Bóndinn fylgdi
okkur síðan langleiðina fýrir ísa-
fjörð. Er við vorum á leiðinni inn
Skötufjörð um kl. 16 skall á
svartabylur og skafrenningur.
Þegar hér var komið var ekki ann-
að fyrir okkur að gera en að bíða
þar sem við vorum eftir að veðrinu
slotaði. Það fór ekki illa um okk-
ur, við létum bílvélina ganga ann-
að slagið til að hita upp bílinn.“
Stórviðrið stóð fram til kl. 4
aðfaranótt fimmtudags en þá fór
heldur að lægja. „Þá fórum við
að finna fyrir slappleika og van-
líðan. Héldum við í fyrstu að þetta
væri aðeins þreyta en sem betur
fer áttuðum við okkur á því að
hér var koltvísýringi frá útblæstri
vélarinnar um að kenna.“
Um kl. 10 í gærmorgun fundust
mennimir og voru þeir komnir til
Bolungarvíkur kl. 13.30, eftir um
það bil 40 klukkustunda ferðalag.
Starfsmaður orkubús Vest-
Qarða sem fór á snjósleða frá
Reiðhjallavirkjun í Syðridal,
skammt frá Bolungarvík, ók fram
af hengju í fyrradag. Maðurinn
komst á næsta sveitabæ og reynd-
. isÞminnp sJasaðurven í fyrsfu yirt-
ist.
Gunnar
Vonskuveður á Vesturlandi
Borg, Miklaholtshreppi.
Norðaustan rok og stórhríð með
fannkomu skall hér á seinnipartinn
í gær. Eitt versta veður sem kom-
ið hefur á þessu ári, þó nú sé vika
af sumri. Margir ferðamenn á bif-
reiðum lentu í vandræðum vegna
ófærðar og blindu. Áætlunarbif-
reiðir sem komu frá Ólafsvík og
Stykkishólmi fengu vonskuveður í
Kerlingarskarði og töfðust mikið.
Áætlunarbifreið var einnig sam-
ferða vöruflutningabifreið frá
Hellissandi en einnig varð að skilja
eftir nokkra fólksbíla sem fólk
varð að yfirgefa. Fólkið komst á
leiðarenda með áætlunarbifreiðun-
um. Svo dimm var hríðin að ganga
varð á undan bílunum ofan frá
Seljafelli að Vegamótum. Um mið-
nætti lægði veðurofsann og hélt
þá áætlunarbifreiðin af stað til
Reykjavíkur.
Þá varð umferðaróhapp á Hey-
dalsvegi. Þrir bílar lentu þar sam-
an, einn varð óökufær. Mikil blinda
og fannkoma var þar einnig. Fyrsti
bíllinn var olíubíll. Varð bílstjórinn
að stoppa vegna hríðarblindu. Þá
lenti aftan á honum stór vöruflufn-
ingabifreið með vagni aftaní.
Síðan kom þriðji bíllinn, það var
einnig vöruflutningabíll. Sá
árekstur var það harður að aftan-
ívagninn lenti þvert á veginum.
Sá síðasttaldi er óökufær en engin
slys urðu á mönnum. Til þess að
ná þessum bílum svo umferð gæti
haldist eðlileg, varð að nota veg-
hefil, jarðýtu og kranabíl.
- Páll
Ofviðri í Strandasýslu
Laugarhóli, Bjarnarfirði.
Eitthvert versta áhlaup vetrar-
ins skall yfir hér um slóðir eins
og hendi væri veifað miðvikudag-
inn 25. apríl siðdegis. Skólabíll úr
Hólmavíkurhreppi varð veður-
tepptur á Ósi, skammt innan við
Hólmavík, en skólabíll úr Kaldr-
ananeshreppi sem var að koma frá
Hólmavík, tepptist á Hrófbergi.
Báðir þessir bæir eru við innan-
verðan Steingrímsfjörð sunnan-
verðan. Hélst þetta fárviðri fram
á nótt og sá bókstaflega ekki
handaskil en allir vegir urðu ófær-
ir, bæði um Steingrímsfjarðar-
heiði, sem ekki verður opnuð fyrr
en í næstu viku, og frá Hólmavík
í Brú, sem verður opnaður á föstu-
dag. Þá hófst mokstur á leiðinni
Hólmavík í Bjarnarfjörð og
Drangsnes á fimmtudagsmorgun
um hálftíuleytið, en þá var komin
sól og blíða.
Nemendur Klúkuskóla héldu
upp á sumardaginn fyrsta í góðu
veðri og fluttu þá m.a. Þjóðarleik-
inn.
Hjónunum Matthíasi Lýðssyni
og Hafdísi Sturlaugsdóttur í
Húsavíkursveit fæddist dóttir
þann 4. april sl. Ekki væri þetta
nein stórfrétt, ef þetta væri ekki
fyrsta stúlkan sem fæðist þar í
sveit í 20 ár. Þar áður höfðu liðið
6 ár frá því að stúlka fæddist
síðast.
- SHÞ