Morgunblaðið - 27.04.1990, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990
Um skógrækt í Hrísey
eftir Guðjón
Björnsson
Hrísey er á miðjum Eyjafirði.
Fyrir nokkrum árum nefndi góður
maður hana „perlu Eyjafjarðar" í
blaðagrein. Þessu nafni bregða
menn oft fyrir sig í dag.
Hrísey skiptist frá því árið 1959
í tvo mjög afmarkaða hluta, þ.e.
land Hríseyjarhrepps á suðurhlut-
anum og land Sæmundar Stefáns-
sonar á norðanverðri eyjunni. Sæ-
mundur eignaðist norðurhlutann
þetta ár og friðaði strax sitt land.
Meðal góðra hluta sem hann vann
þar að var að hefja árið 1960 gróð-
ursetningu skógarplantna.
Vorið 1984 barst í tal á fundi
sveitarstjórnar í Hrísey að gera til-
raun til skógræktar á landi hrepps-
ins. Þessi umræða fékk þegar í stað
góðar undirtektir og strax sama ár
hófst tilraunin og varð að átaki sem
enn stendur.
Um skógrækt í landi
Hríseyjarhrepps
Árið 1974 var öllum búsmala
útrýmt í landi Hríseyjarhrepps
vegna tilkomu sóttvarnarstöðvar
fyrir holdanaut. Því var hægt að
hefja gróðursetningu án friðunarað-
gerða.
í framhaldi af áðurnefndri sam-
þykkt sveitarstjómar var leitað til
Skógræktarfélags Eyjaíjarðar og
ráðgast um hvernig að yrði unnið.
Niðurstaða varð að kaupa hálft
annað þúsund plantna af víði og
birki sem gróðursett var mjög
skipulega ofan þorpsins. Ekki fjarri
voru nokkur hundruð lerkiplöntur
gróðursettar óskipulega í þúfna-
móa. Til að gróðursetja víðinn og
birkið var auglýst eftir sjálfboðalið-
um og ekki mátti minna vera en
að meiri hluti vinnufærs fólks, ungl-
ingar og fullorðnir, kom til vinnu.
Með mikilli vandvirkni, húsdýra-
áburði og vökvun, var gróðursett
frá hádegi til kvölds. Þetta skeði í
miklum hita og fólk varð örþreytt.
Nóttina eftir gerði sunnan hvass-
viðri með svo miklum þurrki að
undur má heita að nokkur nýgróð-
ursett planta skyldi lifa það af. En
niður voru plöntumar komnar og'
niður fór lerkið skömmu síðar. Þetta
og næsta ár fóru Hríseyingar á stúf-
ana að yfirlíta árangur verka sinna.
LANDGRÆÐSLUSKÓGAR
ATAK 1990
En viti menn. hvergi fannst skógur-
inn, aðeins dapurlegar plöntur sem
börðust fyrir tilveru sinni og voru
jafnvel heldur daprari en þegar þær
voru settar niður.
Vorið eftir fyrstu gróðursetning-
una var auglýst eftir framlögum til
frekari plöntukaupa og skilaði sú
auglýsing mjög góðum árangri,
bæði hjá einstaklingum og fyrir-
tækjum. Keypt var all nokkuð magn
af plöntum og gróðursett í sjálf-
boðavinnu og af unglingavinnu-
hópi. Hins vegar skilaði sams konar
auglýsing litlum árangri annað vor-
ið sem henni var beitt. Sennileg
orsök; skógurinn lét ekki á sér
kræla. Þessi orð era ekki sögð til
að skopast að Hríseyingum, heldur
til að skerpa á því að skógrækt
krefst þolinmæði. Þar verður að
hugsa í áratugum og aldarfjórðung-
um, en þegar til kemur eru þessar
áraraðir senn liðnar, börn eru orðin
að foreldram og foreldrar að öfum
og ömmum. Endanlega sést árang-
ur. Þannig verður skógræktarfólk
að hugsa og byrji enginn verður
aldrei neitt.
Að minnsta kosti fyrstu 3 ár
skógræktar í landi Hríseyjarhrepps
virtust ekki ætla að skila neinu,
árangurinn var ekki hughreystandi.
Upphafið var sem fyrr greinir árið
1984. Árið 1988 varð mönnum eins
og gengur á að rölta um útjörð
sinnar heimabyggðar. Hvað var að
sjá? Það vora ekki plöntur sem leita
þurfti að með logandi ljósi, heldur
vísir að bústnum og fallegum tijám.
Nú hljóp mörgum kapp í kinn og
menn vildu meira.
Um skógrækt í Hrísey
í Hrísey er ákveðinn hópur sem
sýnir skógræktarátakinu mikinn og
góðan vilja. Sýnir það í verki, með-
al annars með því að hafa frá árinu
1984 gróðursett, með aðstoð ungl-
ingavinnu, um 22.000 skógarplönt-
ur í land hreppsins. Svo er annar
hópur sem er málinu hlynntur en
er ekki verulega virkur. Svo eins
og gengur era einhverjir sem standa
utan við báða þessa hópa.
Leitað hefur verið til aðila utan
eyjar til að styrkja fjárhagslega
plöntukaup Hríseyinga. Þetta hefur
tekist og orðið heimamönnum mikil
hvatning að fínna samstöðu ann-
arra. Stærsta framlag til málefnis-
ins er 200.000 kr. framlag Land-
vemdar úr plastpokasjóðnum á
síðasta ári.
Árangur skógræktartilraunar-
innar sem hófst í Hrísey árið 1984
kemur mjög á óvart. Lerki sem var
gróðursett árið 1984 var árið 1989
komið í 1,2 metra. Meðalvöxtur
lerkiplantna frá 1984 var á síðasta
ári um 27 sm. Ef ekki kemur til
verra árferði á næstu árum en þeim
síðustu, mega Hríseyingar eiga von
á að eign þeirra í skógi árið 1995
verði orðin svolítið stolt og árið
2000 vísir að fasteign. Þá ættu
plönturnar frá 1984 að vera komn-
ar nokkuð á þriðja metra á hæð.
Trúlega gera fæstir Hríseyingar sér
grein fyrir mikilvægi þess sem unn-
ið er að á þessari stundu. Þegar sá
tími kemur að menn fari að líta á
skógrækt sína sem verðmæta fast-
eign verður hún sjálfsögð. Þessar
hugleiðingar miðast við að árin
1984 til 1989, sem ekki er þó lang-
ur tími, séu ofurlítið marktæk hvað
varðar skógræktarmöguleika í
Hrísey.
Gæta þarf að skipulagi skóg-
ræktar í Hrísey. Eyjan er trúlega
um 95% gróin og meiri hluti svæðis-
ins utan þorpsins er þúfnamóar,
vaxnir beija- og beitilyngi. Þessir
móar skarta mikilli fegurð í ná-
lægð, ekki síst þegar beitilyngið er
í blóma. Slíkt má ekki kaffæra með
framandlegum skógarplöntum.
Lerkið er ekki tijátegund sem fer
Hrísey alveg eðlilega. Hins vegar
skilar það svo góðum árangri að
fram hjá því verður ekki litið. Birk-
ið vex mun hægar og sá fugl sem
einkennir eyjuna, ijúpan, nærist á
brumi birkisins og þar er óvægilega
gengið til matar síns. Reynslu vant-
ar á ýmsar tegundir sem gróður-
ÆE
LI0NASETTIN
KOMINAFTUR
Taflborð, spilaborð og Backgammon í sama borði.
Verð kr. 27.265,-
Eigum einnig 50 teg. taflmanna, 10 teg. skákklukkna og 30 teg. borða.
VISA ■ KREDITKORT • SAMKORT • PÓSTKRÖFUR
SKÁKHÚSK)
Laugavegi 46 ■ Sími 19768
settar hafa verið. Að koma upp all-
breiðu skjólbelti utan þorpsins
ásamt gróðursetningu á nokkra fal-
lega staði þar fyrir utan hefur ver-
ið stefnan. Nú þarf að fara að gróð-
ursetja frá þessu skjólbelti í teiga
sem greinast inn í byggðina. Þá
verður hægt að tala um að farið
sé að vernda byggðina og íbúa
hennar fyrir veðri, auka gæði úti-
vistar og auka fegurð og þokka
staðarins. Bætt aðbúð staðar bætir
búsetumöguleika. Þessi bætta að-
búð eykur svo aftur aðra ótalda
möguleika sem varða meðal annars
atvinnumöguleika sem dreifbýlis-
staðir beijast gjarnan við. Hin al-
menna vænting er trúlega á þessa
leið: Skjólsæld, fegurðarauki og
bættir útivistarmöguleikar.
Ystibær
Fyrr er minnst á norðurhluta
eyjarinnar, eign Sæmundar Stef-
ánssonar, land Ystabæjar. Hann hóf
skógrækt á sínu landi árið 1960
og þar hafa nú verið gróðursettar
yfir 70.000 plöntur. Skógrækt Sæ-
mundar er frumraun skógræktar í
Hrísey. Skógræktin á Ystabæ er
skógrækt á landi Hríseyjarhrepps
ómetanleg reýnsla sem sýndi á
sínum tíma að ekki væri vonlaust
að reyna. Hins vegar er ekki að sjá
að skógræktin á Ystabæ hafi
beinlínis verið frumhvati að skóg-
rækt á landi Hríseyjarhrepps þar
sem 10 ár liðu frá því að land
hreppsins var friðað og þar til tekið
var til við að gróðursetja þar.
Við íbúðarhúsið á Ystabæ er
greni frá fyrstu áram gróðursetn-
ingarinnar að verða 30 ára gamalt.
Nú er það komið í fimm metra
hæð. Lerki frá fyrstu árunum er
orðið fjórir metrar. Greni vex vel
en þar sem það er í halla gefur það
sig mjög undan snjó.
Sæmundur telur skógrækt erfið-
ari á Ystabæ en á landi Hríseyjar-
hrepps vegna þess að þar sé mun
næðingssamara. Þar er einnig
minna undirlendi. Þegar Sæmundur
og fólk hans hóf sitt skógræktar-
starf voru höfð samráð við Hákon
Bjarnason þáverandi skógræktar-
stjóra. „Hann var einstakur mað-
ur,“ segir Sæmundur. En hveijar
voru væntingar Sæmundar þegar
hann setti niður sínar fyrstu plöntur
í Ystabæjarlandi? „Það var óráðinn
draumaheimur,“ segir hann, og
jafnframt segist hann hafa verið
skógræktarmaður í eðli sínu áður
en hann kom til Hríseyjar. *Sæ-
mundur hefur komið fram við land
sitt í Hrísey eins og sá einn getur
gert sem er samgróinn því.
Umhverfismál almennt
Umhverfismál hafa á síðustu
árum verið Hríseyingum mikið mál,
nálgast hugsjón. Upphafið að þess-
ari hugsjón er feikn mikil hreinsun
sem átti sér stað sumarið 1982
þegar flestir vinnufærir Hríseying-
ar tóku þátt í að ganga óvægilega
að öllu vafasömu uppsöfnuðu drasli
og koma því fyrir kattarnef. Það
tók litla jarðýtu næstum viku að
koma þessum ósköpum undir yfír-
borð jarðar. Tveimur árum síðar
hófst jöfnun og uppgræðsla á auð-
um svæðum innan þorpsins og
umhverfis það. Síðan hefur þessi
starfsemi haldið áfram og tekið
yfir sífellt fleiri þætti. Eyjan hefur
á þessum tíma tekið mikilli breyt-
ingu og almennt þykir fólki vænt
um hana. Því sámar þegar það sem
vel hefur verið gert hlýtur illa með-
ferð. Það virðist sérstaklega eldri
borgurum staðarins mikils virði að
heyra aðkomufólk tala um að
Guðjón Björnsson
„Það hlýtur að vera
áhugamál allra sem
skógrækt unna að „átak
1990“ takist vel og
verði öllum landsmönn-
um hvatning til meira
starfs, enda er það
markmiðið."
byggðarlagið líti vel út, raunar öll-
um, jafnvel þeim sem ekki taka
þátt í verkefninu.
Átak 1990
Það hlýtur að vera áhugamál
allra sem skógrækt unna að „átak
1990“ takist vel og verði öllum
landsmönnum hvatning til meira
starfs, enda er það markmiðið.
„Átak 1990“ á að vera upphaf að
átaki sem ekki linnir þótt þetta ár
líði í aldanna skaut. Þótt skógrækt-
arstarfið í landinu væri ekki nema
hálfri öld eldra en það er ættum
við margan unaðsreitinn sem ekki
er til í dag. Þetta vita allir sem
leggja skógrækt lið í dag. Það er
skylda okkar að halda áfram, ekki
bara í því jafnvægi sem verið hefur
á undanförnum áram,heldur af mun
meiri krafti.
Ást manns á landi hans sýnir sig
í framkomu hans við það. Það er
okkur misvel gefið að finna tengsl-
in við ættjörðina, landið sem leyfir
okkur að lifa og gefur okkur af
þeirri auðlegð sem það á til. Megi
okkur öllum, íbúum íslands, veitast
sú gæfa að koma fram við land
okkar á þann hátt sem það þolir
og verða öðrum þjóðum fyrirmynd
í þeirri land- og náttúravernd sem
menn eru sífellt að uppgötva betur
að er vanrækt.
Höfundur er sveitnrstjóri í Hrísey.
H PRÓFESSOR Margret Stacy
heldur opinberan fyrirlestur í boði
félagsvísindadeildar Háskóla ís-
lands í dag, föstudaginn 27. apríl
kl.
15.15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlest-
urinn verður fluttur á ensku og
nefnist: „Test tube babies; A bless-
ing or a curse?“. Margaret Stacy
er prófessor í félagsfræði við há-
skólann í Warwick í Bretlandi og
hefur stundað rannsóknir á sviði
heilsufélasfræði m.a á nýjustu
tækni læknavísinda á sviði fóstur-
og fijósemisaðgerða og setið í nefnd
á vegum Evrópuráðsins sem hefur
íjallað um það efni. Hún hefur einn-
ig látið til sín taka á sviði félags-
mála, til að mynda verið forseti
breska félagsfræðifélagsins jafn-
framt því sem hún hefur verið virk
í kvennabaráttu í Bretlandi. Að-
gangur er ókeypis og öllum heimill
á meðan húsrúm leyfir.
Það er í
m.
MARAS, Síðumúla 21,
sem þú getur skoðað uppsett flísalagt baðher-
bergi með fallegum flísum, skrautlistum, myndum
og speglum. Sjón er sögu ríkari.
Opið laugardag frá kl. 10-16, sími 39140.