Morgunblaðið - 27.04.1990, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990
„'Aitu eJdd eJnhverjar bse-kujr stbmm
dg J&llegum Utmíjndam hentugum tit
Lnnrömmanarf "
Með
morgunkaffinu
^ /
Ég vil ekki hafa að þú komir
með bölvaðar flugur eða
snigla í eldspýtustokkum inn
i húsið!
HÖGNI HREKKVlSI
AríM fA T.
„HÚfZ ERU Í.AUN/N þlN FyiSlf? PÖSSUN/NA
ú, II Hu V ' í i1 wB !’
UM FAÐIR VORIÐ
Jesús kenndi okkur Faðir vor;
hann kenndi okkur að biðja milli-
liðalaust til himnesks Föður okkar.
Tilbreiðslu María og dýrlinga er ekk-
ert annað en skurðgoðadýrkun. Og
hégómi. Menn gátu ekki séð Guð
fyrir það sem hann er, og urðu þess
vegna að breyta honum í manns-
mynd og sögðu að Jesús væri Guð.
En hvað sagði Páll postuli um slíka
menn? „Þeir kváðust vera vitrir, en
urðu heimskingjar og breyttu veg-
semd hins ódauðlega Guðs í mynd
sem líktist dauðlegum manni. Þeir
hafa umhverft sannleika Guðs í lygi,
og göfgað og dýrkað mann í stað
skaparans! Mennirnir eru því án af-
sökunar, þar sem þeir hafa ekki,
þótt þeir þekktu Guð, vegsamað
hann eins og Guð, heldur gjörst hé-
gómlegir í hugsunum sínum og hið
skynlausa hjarta þeirra hjúpast
myrkri. Því að hið ósýnilega eðli
hans, bæði hans eilífi kraftur og
guðdómleiki, er sýnilegt frá sköpun
heims. Og reiði Guðs opinberast af
himni yfir sérhveijum óguðleika og
rangsleitni þeirra manna, er drepa
Sænskur maður ritaði Velvakanda
bréf fyrir nokkru og sagði sá að
hann hefði svo gert vegna með-
mæla íslendingafélagsins í Gauta-
borg. Svíinn, Zoltan Bruckner, er
að leita að íslenskri konu, Guðrúnu
Jónsdóttur, sem vann um skeið á
Carlanderska Sjukhemmet í Gauta-
borg. í bréfi Bruckners stendur:
-Guðrún var í Gautaborg á árunum
1965 til 1966 og vann þá á Carland-
erska sjúkrahúsinu sem er einka-
rekið. Eg var sjúklingur á sjúkra-
húsinu um þetta leyti. Fyrra árið
var hún „Lúsía“ sjúkrahússins.
niður sannleikanum með rangs-
leitni.“ Rómv. 1:18-23.
í Jóhannes 3:13 segir Jesús:
„Engínn hefír stígið upp til himins,
nema sá er niður sté af himni —
mannssonurinn." Það þýðir einfald-
lega, að hvorki María, dýrlingar né
nokkur maður er á himnum. Við
förum öll í paradís eftir líkamsdauð-
ann, sjá Lúkas 23:43. Svo það er
algjörlega vonlaust að biðja Maríu
að biðja fyrir okkur, því hinn fyrsta
upprisa (Opinberun 20:6) hefur ekki
ennþá átt sér stað, Matteus
24:29-31.
Og Jesús sagði einnig við okkur:
„Þegar þér biðjist fyrir, þá verið
ekki eins og hræsnararnir og viðhaf-
ið ekki ónytjumælgi eins og heiðin-
gjamir, því að þeir hyggja að þeir
muni verða bænheyrðir fyrir mælgi
sína. Líkist því ekki þeim,“ Matteus
6:5-7. Hvernig geta þá kaþólikkar
réttlætt talnabönd sín sem þeir
renna yfir með ofsahraða án þess
að hugsa? Og hvernig geta þeir rétt-
lætt að prestar, sem þeir kalla „fað-
ir“ („Og þér skuluð eigi kalla neinn
Nokkrum áður síðar, er ég hóf eftir-
grennslan eftir henni, var mér sagt
að hún hefði farið heim til íslands.
Guðrún er hjúkrunarkona og er trú-
lega 42 til 45 ára í dag.“
Svo mörg voru þau orð, Bruckner
lætur fylgja heimilisfang sitt og
símanumer og fylgir það hér þann-
ig að Guðrún eða einhver sem um
hana veit geta sett sig í samband
við Svíann. Zoltan Bruckner, Kant-
or Edgrens vag 14 C, S-44334
Lerum, Svíþjóð. Síminn er 46/ (0)
302-12337.
föðuryðar ájörðinni," Matteus 23:9)
geta fyrirgefíð syndir? Enginn mað-
ur getur fyrirgefið öðrum manni
syndir hans eins og sumir setja upp
orður á hvern annan. Enginn nema
mannssonurinn — Jesús Kristur —
gat fyrirgefið syndir.
Og svo aðeins eitt í viðbót til að
sýna fram á, að Jesús getur alls
ekki verið Guð: „En um þann dag
eða stund veit enginn, ekki einu sinni
englarnir á himni, né sonurinn,
heldur aðeins faðirinn." Markús
13:32.
Þegar maður hefur sannleikann
að leiðarljósi, þá er bara hægt að
túlka Biblíuna á einn hátt (en fyrir
alla hina er vandalítið að finna texta
sem henta hverjum og einum best,
eins og Jón Habets viðurkenndi sjálf-
ur). Og þá er bara hægt að hafa
eina kirkju — kirkju Krists eins og
hún var í frumkristninni áður en
páfínn og aðrir svokallaðir „fræði-
menn“ komu við sögu og gjörspilltu
henni með erfikenningum mann-
anna. „Því að Guð er ekki Guð rugl-
ingarinnar, heldur friðarins," I. Kor.
14:33. Þess vegna er ég enginn þræll
neins trúarbragðaflokks, aðeins
lærisveinn Krists. Ég þarf engar
hækjur. Þegar maður hefur fundið
sannleikann, þá er hann hættur að
trúa, þá veit hann: Jóh. 8:32. Rök-
semdirnar hafa verið bornar fram,
rit og bækur hafa haft sín áhrif, en
þó munu þúsundir og þúsundir hafa
verið hindraðir í að öðlast fullan
skilning á sannleikanum, Lúkas
11:52. En þrátt fyrir þau öfl sem
bundist hafa samtökum gegn sann-
leikanum mun mikill ijöldi taka sér
stöðu nú við hlið Drottins. Boðskap-
urinn verður fremur fluttur af djúp-
ri sannfæringu anda Guðs en með
röksemdafærslum.
Og við Jón Habets langar mig að
segja þetta: „Hrind þú ekki með mat
þínum í glötun þeim manni, sem
Kristur er dáinn fyrir. Því að ef bróð-
ir minn hryggist sökum matar, þá
ertu kominn af kærleikans braut.“
Rómv. 14:13-15.
Virðingarfyllst,
Bronko Bj. Haralds
Svíi leitar íslenskr-
ar hjúkrunarkonu
Vann í Gautaborg fyrir aldarflórðungi
Víkverji skrifar
Eigi alls fyrir löngu keypti
Víkverji tvö ríkisskuldabréf
af Ríkissjóði í Landsbanka íslands.
Bréf þessi voru gjöf til ungs manns,
sem var að fermast.
í sjálfu sér er þetta ekki í frásög-
ur færandi, ef klúðurslegt orðalag
bréfsins hefði ekki vakið athygii
Víkveija. Ríkisskuldabréfið hljóðaði
svo, ef við köllum fermingardreng-
inn Jón Jónsson: „Ríkissjóður Is-
lands gjörir kunnugt, að hann
skuldar Jón Jónsson, A-gata 100,
Reykjavík, 10.000 krónur.“ Eins og
hver maður sér, er ætlazt til að
nafn bréfseiganda sé skrifað í þágu-
falli en ekki nefnifalli eins og gert
er við útgáfu bréfsins. Allt annað
er klúður og þeirri stofnun, sem sér
um útgáfu bréfanna, hvort sem það
er Ríkissjóður, Seðlabanki eða
Landsbanki, til skammar.
Það ætti að vera krafa númer
eitt, að íslenzkureglur séu ekki
brotnar við útgáfu verðtryggðra
ríkisskuldabréfa.
xxx
Nýlega skrifaði Víkveiji um lé-
legar kartöflur í verzlunum
og bar fram umkvartanir kunn-
ingjakonu sinnar, sem áleit
Ágætis-kartöflur (með stórum staf)
svína- en ekki mannamat. Þessi
kunningjakona skýrði kaupmannin-
um sínum frá þyí að þessi Víkveija-
klausa um kartöflurnar hefði komið:
frá sér. Kaupmaðurinn skýrði aftur
starfsmönnum Ágætis frá þessu og
niðurstaðan varð, að konan fékk tvo
poka af kartöflum ókeypis. En viti
menn — þetta voru tveir pokar af
sama „svínafóðrinu".
xxx
Víkveija hefur borizt eftirfar-
andi bréf frá Auglýsingastof
unni Argus, sem skrifar það fyrir
hönd IBM á íslandi:
„Þriðjudaginn 10. apríl vekur
Víkveiji athygli á ósamræmi milli
auglýsinga í Financial Times og
Morgunblaðinu. Um er að ræða
auglýsingar á nýjum geislaprentur-
um frá IBM. Okkur er góðfúslega
boðið rúm í dálkinum til skýringa
og þiggjum við það með þökkum.
Geislaprentarinn IBM LaserPr-
inter kom á markað á síðasta ári
og hlaut í janúar 1990 fyrstu verð-
laun PC Magazine fyrir tæknilega
yfirburði. í umsögn dómnefndar
segir m.a. (orðrétt á ensku til að
fyrirbyggja allan misskilning): „it
does everything just a little bit bett-
er than the compedition: it holds a
little less space — all while using
about a third of the parts of com-
parable printers" (PC Magazine,
9. árg. 1. tbl. 16. janúar 1990, bls
117). í íslensku auglýsingunni er
getið um þessi verðlaun og er texti
auglýsingarinnar að hluta unninn
upp úr umsögn dómnefndar. Rétt
er að geta þess að PC Magazine
er eitt útbreiddasta blað heims um
tölvur og algjörlega óháð IBM. En
þarna er því sem sagt haldið fram
að IBM-geislaprentarinn sé settur
saman úr rúmlega 60% færri ein-
ingum. I erlendum auglýsingagögn-
um frá IBM segir hins vegar um
IBM LaserPrinter: „... an advanced
IBM design includes fewer parts
into the printer (about 390 — less
than half the number in other
desktop laser printers)". Sam-
kvæmt þessu er IBM LaserPrinter
samsettur úr meira en helmingi
færri einingum en aðrir geislaprent-
arar. I töflum sem fylgja sumum
auglýsingum IBM er talan 390 hins
vegar færð upp og er þar talað um
u.þ.b. 400 einingar í IBM-prentar-
anum á móti u.þ.b. 1000 í öðrum
sambærilegum prentara, eða 60%
færri, og er þar talan sem stuðst
er við í íslensku auglýsingunni í
Morgunblaðinu.
Ekki kunnum við skýringar á
tölunum í auglýsingunni í Financial
Times, en helst virðist sem þar
hafi tölurnar óvart snúist við, þótt
ekkert verði um það fullyrt.
Að lokum viljum við þakka Vík-
veija fyrir athugasemdir sínar. Það
er gott að vita af fólki sem gleypir
ekki hrátt sem það les í auglýsing-
um. Það veitir okkur og ekki síður
keppinautum okkar aðhald og fyrir
það erum við þakklátír.“