Morgunblaðið - 06.06.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.06.1990, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C 125. tbl. 78. árg. MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Leiðtogafiindurinn í Washington: Forseti Litháens gagn- rýnir Bandaríkjamenn Staða Gorbatsjovs sögð verða sífellt erfíðari Moskvu, Washington, dpa, Reuter. VYTAUTAS Landsbergis, forseti Litháens, sagði á þingi landsins í gær að niðurstöður leiðtogafundarins í Washington hefðu valdið lands- mönnum vonbrigðum. Gagnrýndi forsetinn framgöngu fulltrúa Banda- ríkjastjórnar á fúndinum. Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi kom í gærdag til Moskvu úr Bandaríkjaförinni en sérfræðingar í málefnum Sovétríkjanna sögðu um helgina að svo virtist sem staða hans eystra yrði stöðugt erfiðari. Landsbergis sagði í ræðu á þingi að Litháar hefðu vænst þess að samningar þeir sem undirritaðir voru á Washington-fundinum yrðu bundnir því skilyrði að Sovétmenn slökuðu á efnahagsþvingunum sínum gagnvart landsmönnum og viðurkenndu rétt þeirra til sjálfstæð- is. Sagði hann sýnt að Bandaríkja- menn hefðu brugðist Litháum og mætti heita öruggt að Sovétstjórnin teldi sig nú geta beitt Litháa ofríki og þvingunum athugasemdalaust. Míkhaíl S. Gorbatsjov kom síðdeg- is í gær til Moskvu eftir að hafa lokið fjögurra daga heimsókn sinni til Bandaríkjanna. Á mánudagskvöld Noregur: Líðan kon- ungs betri Ósló. Frá Helge Sorensen, fréttaritara Morgunblaósins. var meginhluti fréttatíma sovéska ríkissjónvarpsins lagður undir Bandaríkjaförina og voru sýndar myndir af hamslausum fögnuði aðdáenda Sovétleiðtogans vestan- hafs er hann gaf sig á tal við alþýðu manna í Minnesota-ríki. Sögðu er- lendir fréttamenn að svo virtist sem forráðamenn sjónvarpsins vildu með þessu leggja áherslu á vinsældir leið- togans erlendis en hann þykir eiga undir högg að sækja í Sovétríkjun- um. Bandaríski rithöfundurinn Gail Sheeby sem vinnur að bók um Gorb- atsjov sagði í sjónvarpsviðtali í Bandaríkjunum að innan Kremlar- múra væru stuðningsmenn Gor- batsjovs teknir að velta því fyrir sér hversu lengi hann yrði við völd. Sagðist hún hafa orðið vör við það í ferð sinni til Moskvu nýverið að Sovétleiðtoginn hefði einangrast. Blaðamaðurinn Dusko Doder, sem ritað hefur ævisögu Gorbatsjovs og bjó lengi í Moskvu, spáði því í við- tali að hann yrði ekki við völd í Sovétríkjunum næsta vetur. Sjá fréttir á bls. 26 og 27. Blóðbaðsins í Peking minnst Á mánudag var ár liðið frá því kínverskir hermenn brutu á bak aftur mótmæli námsmanna á Torgi hins himneska friðar í Peking og myrtu, að því talið er, hundruð eða þúsundir manna. Fórnarlambanna var minnst víða um heim, m.a. komu sovéskir námsmenn saman á Rauða torginu í Moskvu en þar var myndin tekin. Athöfnin fór friðsamlega fram en engu að síður neyddu lögreglumenn námsmennina til að hverfa af torginu. Sjá frétt á bls. 29. Sovétríkin: Mannfall í Kírgísíu Moskvu. Reuter, dpa. NEYÐARÁSTANDI læfúr verið lýst yfir í borginni Osh í Sovétlýð- veldinu Kírgísíu en ekki færri en 11 manns hafa fallið í borginni fi’á því á mánudag er Uzbekar efndu til mótmæla vegna þess að Kírgísar höfðu tekið landskika þar nærri á sitt vald. Sex menn féllu á mánudag er sveitir lögreglu hófu skothríð til að dreifa þúsundum Úzbeka sem safn- ast höfðu saman í Osh. Úzbekarnir báru eld að byggingum og hugðust, að sögn talsmanns innanríkisráðu- neytis lýðveldisins, ráðast á lög- reglustöð borgarinnar er lögreglu- mennirnir hófu skothríð. Inte’rfax-fréttastofan, sem telst óháð, skýrði frá því í Moskvu í gær að 11 manns hefðu fallið frá því á mánudag og 210 særst. Innanríkis- ráðherra Kírgísíu, Felix Kúlov, sagði enn barist í úthverfum Osh. Svo virðist sem tilefni uppþotanna hafi verið deila þjóðanna tveggja um yfirráðarétt yfir landskika í nágrenni borgarinnar. Sovéska TASS-frétta- stofan kvað Kírgísa hafa sest að á svæðinu umdeilda til að tryggja að þeim yrði heimilað að reisa þar hús en húsnæðisskortur mun vera al- mennur í Osh líkt og víðast hvar annars staðar í Sovétríkjunum. Hefðu þá Úzbekar tekið að krefjast þess að þeim yrði einnig fengið byggingarland. ÓLAFUR V Noregskonungur fékk alla fjölskylduna í heimsókn að rúmstokknum í gær þar sem hann lá á Ríkissjúkrahúsinu í Ósló. Konungur, sem er 86 ára gamall, fékk heilablóðfall á laug- ardagskvöld en líðan hans er sögð betri núna. Ljóst þykir að heilablóðfallið hafi ekki verið mjög hastarlegt þar sem konungur gat hreyft vinstri fótinn í gær en hann lamaðist í fyrstu öðru megin. Um kl. níu í gærmorg- un sögðu læknar að konungur hefði átt rólega nótt og sofið vel. Hitinn hefði lækkað og lungnabólgan væri í rénun. Enn væri hann lamaður að hluta vinstra megin en konungur gæti þó hreyft fótinn og höndina. „Ástandið er ekki lengur jafn hættulegt," sagði í tilkynningu læknanna. Jan P. Syse forsætisráðherra hefur í bili aflýst öllum utanlands- ferðum, meðal annars Póllandsferð nk. sunnudag. Ráðstefiia RÖSE-ríkjanna um mannréttindi: Búist við leiðtog'afundi um samevrópskt öryggiskerfí Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter. Mannréttindaráðstefna á vegum RÖSE, Ráðstelhunnar um ör- yggi og samvinnu í Evrópu, var sett í gær í Kaupmannahöfh að viðstöddum utanríkisráðherrum 34 ríkja, þar á meðal Edúard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, og James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Munu þeir halda áfram viðræð- um sínum um framtíð sameinaðs Þýskalands en Shevardnadze sagði í gær, að það væri aðcins sigurvegara síðari heimsstyrjaldar og þýsku ríkjanna að ákveða hana. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra Islands, flutti ræðu á ráðstefiiunni í gær. Uffe Ellemann-Jensen, utanrík- isráðherra Dana, setti ráðstefnuna að viðstaddri Margréti Dana- drottningu og gerði að umtalsefni Lygileg lottó- heppni Ástralska stúlkan Mic- helle Kenny hefur ástæðu til að brosa breitt þessa dagana; á þremur vikum hefur hún hún tvívegis fengið þann stóra í lottó-spili og afraksturinn er um níu milljónir ísl kr. Ifrutor umskiptin, sem orðið "hafa í Austur-Evrópu síðasta misserið. Sagði hann, að koma yrði á nýju kerfi til að auka öryggi og sam- vinnu með ríkjunum og bætti við, að sem svar við því ætluðu ut- anríkisráðherrar 35 ríkja að koma saman þá um daginn til að ræða undirbúning leiðtogafundar RÖSE-ríkjanna Áætlað er, að fundurinn verði í París fyrir ára- mót. Danir hafa hins vegar boðist til að hýsa fastanefndir RÖSE- ríkjanna verði hugmyndin um samevrópskt öryggiskerfi að veru- leika. Shevardnadze tilkynnti í ræðu sinni í gær um frekari niðurskurð í kjarnorkuvopneign Sovétmanna í Mið-Evrópu. Hann sagði, að fjór- veldin, Bandaríkin, Sovétríkin, Bretland og Frakkland, og þýsku ríkin tvö ættu að ákveða framtíð sameinaðs Þýskalands. Kohl kanslari V-Þýskalands ítrekaði hins vegar í ræðu er hann flutti í New York í gærkvöldi að ekki yrði fallist á annað en Þýskaland yrði aðili að Atlantshafsbandalag- inu (NATO). Sagði hann þýsku þjóðina andvíga hlutleysi og ein- hliða. afvopnun og.að saga Þýska- lands sýndi að stöðugleiki yrði aðeins tryggður með aðild iandsins að NATO. Fulltrúa á ráðstefnunni eiga Norður-Ameríkuríkin tvö og Evr- ópuríkin öll að undanskilinni A!b- aníu en stjórnvöld þar hafa nú lýst áhuga sínum á aðild. Hafa þau áheyrnarfulltrúa á ráðstefn- unni en málaleitan Litháa um það sama var hins vegar hafnað. Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra, sagði í ræðu sinni, að viðfangsefni ráðstefnunn- ar væri maðurinn sjálfur og vonir hans um • betri heim og vék að breytingunum í Austur-Evrópu. Lagði hann áherslu á sjálfsákvörð- unarrétt Eystrasaltsþjóðanna og hvatti til samninga um þau mál og sagði, að það væri Þjóðverja einna að ákveða framtíð sína. Fjölmargir ræðumenn fögnuðu endalokum einræðisins í Austur- Evrópu og lögðu áherslu á nauð- syn þess að lýðræðið yrði treyst í sessi í ríkjum þessum. Hvergi mætti slaka á eftirliti með því að grundvallarréttindi manna væru virt í hvívetna þótt valdakerfi kommúnismans hefði hrunið til grunna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.