Morgunblaðið - 06.06.1990, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.06.1990, Qupperneq 1
72 SIÐUR B/C 125. tbl. 78. árg. MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Leiðtogafiindurinn í Washington: Forseti Litháens gagn- rýnir Bandaríkjamenn Staða Gorbatsjovs sögð verða sífellt erfíðari Moskvu, Washington, dpa, Reuter. VYTAUTAS Landsbergis, forseti Litháens, sagði á þingi landsins í gær að niðurstöður leiðtogafundarins í Washington hefðu valdið lands- mönnum vonbrigðum. Gagnrýndi forsetinn framgöngu fulltrúa Banda- ríkjastjórnar á fúndinum. Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi kom í gærdag til Moskvu úr Bandaríkjaförinni en sérfræðingar í málefnum Sovétríkjanna sögðu um helgina að svo virtist sem staða hans eystra yrði stöðugt erfiðari. Landsbergis sagði í ræðu á þingi að Litháar hefðu vænst þess að samningar þeir sem undirritaðir voru á Washington-fundinum yrðu bundnir því skilyrði að Sovétmenn slökuðu á efnahagsþvingunum sínum gagnvart landsmönnum og viðurkenndu rétt þeirra til sjálfstæð- is. Sagði hann sýnt að Bandaríkja- menn hefðu brugðist Litháum og mætti heita öruggt að Sovétstjórnin teldi sig nú geta beitt Litháa ofríki og þvingunum athugasemdalaust. Míkhaíl S. Gorbatsjov kom síðdeg- is í gær til Moskvu eftir að hafa lokið fjögurra daga heimsókn sinni til Bandaríkjanna. Á mánudagskvöld Noregur: Líðan kon- ungs betri Ósló. Frá Helge Sorensen, fréttaritara Morgunblaósins. var meginhluti fréttatíma sovéska ríkissjónvarpsins lagður undir Bandaríkjaförina og voru sýndar myndir af hamslausum fögnuði aðdáenda Sovétleiðtogans vestan- hafs er hann gaf sig á tal við alþýðu manna í Minnesota-ríki. Sögðu er- lendir fréttamenn að svo virtist sem forráðamenn sjónvarpsins vildu með þessu leggja áherslu á vinsældir leið- togans erlendis en hann þykir eiga undir högg að sækja í Sovétríkjun- um. Bandaríski rithöfundurinn Gail Sheeby sem vinnur að bók um Gorb- atsjov sagði í sjónvarpsviðtali í Bandaríkjunum að innan Kremlar- múra væru stuðningsmenn Gor- batsjovs teknir að velta því fyrir sér hversu lengi hann yrði við völd. Sagðist hún hafa orðið vör við það í ferð sinni til Moskvu nýverið að Sovétleiðtoginn hefði einangrast. Blaðamaðurinn Dusko Doder, sem ritað hefur ævisögu Gorbatsjovs og bjó lengi í Moskvu, spáði því í við- tali að hann yrði ekki við völd í Sovétríkjunum næsta vetur. Sjá fréttir á bls. 26 og 27. Blóðbaðsins í Peking minnst Á mánudag var ár liðið frá því kínverskir hermenn brutu á bak aftur mótmæli námsmanna á Torgi hins himneska friðar í Peking og myrtu, að því talið er, hundruð eða þúsundir manna. Fórnarlambanna var minnst víða um heim, m.a. komu sovéskir námsmenn saman á Rauða torginu í Moskvu en þar var myndin tekin. Athöfnin fór friðsamlega fram en engu að síður neyddu lögreglumenn námsmennina til að hverfa af torginu. Sjá frétt á bls. 29. Sovétríkin: Mannfall í Kírgísíu Moskvu. Reuter, dpa. NEYÐARÁSTANDI læfúr verið lýst yfir í borginni Osh í Sovétlýð- veldinu Kírgísíu en ekki færri en 11 manns hafa fallið í borginni fi’á því á mánudag er Uzbekar efndu til mótmæla vegna þess að Kírgísar höfðu tekið landskika þar nærri á sitt vald. Sex menn féllu á mánudag er sveitir lögreglu hófu skothríð til að dreifa þúsundum Úzbeka sem safn- ast höfðu saman í Osh. Úzbekarnir báru eld að byggingum og hugðust, að sögn talsmanns innanríkisráðu- neytis lýðveldisins, ráðast á lög- reglustöð borgarinnar er lögreglu- mennirnir hófu skothríð. Inte’rfax-fréttastofan, sem telst óháð, skýrði frá því í Moskvu í gær að 11 manns hefðu fallið frá því á mánudag og 210 særst. Innanríkis- ráðherra Kírgísíu, Felix Kúlov, sagði enn barist í úthverfum Osh. Svo virðist sem tilefni uppþotanna hafi verið deila þjóðanna tveggja um yfirráðarétt yfir landskika í nágrenni borgarinnar. Sovéska TASS-frétta- stofan kvað Kírgísa hafa sest að á svæðinu umdeilda til að tryggja að þeim yrði heimilað að reisa þar hús en húsnæðisskortur mun vera al- mennur í Osh líkt og víðast hvar annars staðar í Sovétríkjunum. Hefðu þá Úzbekar tekið að krefjast þess að þeim yrði einnig fengið byggingarland. ÓLAFUR V Noregskonungur fékk alla fjölskylduna í heimsókn að rúmstokknum í gær þar sem hann lá á Ríkissjúkrahúsinu í Ósló. Konungur, sem er 86 ára gamall, fékk heilablóðfall á laug- ardagskvöld en líðan hans er sögð betri núna. Ljóst þykir að heilablóðfallið hafi ekki verið mjög hastarlegt þar sem konungur gat hreyft vinstri fótinn í gær en hann lamaðist í fyrstu öðru megin. Um kl. níu í gærmorg- un sögðu læknar að konungur hefði átt rólega nótt og sofið vel. Hitinn hefði lækkað og lungnabólgan væri í rénun. Enn væri hann lamaður að hluta vinstra megin en konungur gæti þó hreyft fótinn og höndina. „Ástandið er ekki lengur jafn hættulegt," sagði í tilkynningu læknanna. Jan P. Syse forsætisráðherra hefur í bili aflýst öllum utanlands- ferðum, meðal annars Póllandsferð nk. sunnudag. Ráðstefiia RÖSE-ríkjanna um mannréttindi: Búist við leiðtog'afundi um samevrópskt öryggiskerfí Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter. Mannréttindaráðstefna á vegum RÖSE, Ráðstelhunnar um ör- yggi og samvinnu í Evrópu, var sett í gær í Kaupmannahöfh að viðstöddum utanríkisráðherrum 34 ríkja, þar á meðal Edúard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, og James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Munu þeir halda áfram viðræð- um sínum um framtíð sameinaðs Þýskalands en Shevardnadze sagði í gær, að það væri aðcins sigurvegara síðari heimsstyrjaldar og þýsku ríkjanna að ákveða hana. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra Islands, flutti ræðu á ráðstefiiunni í gær. Uffe Ellemann-Jensen, utanrík- isráðherra Dana, setti ráðstefnuna að viðstaddri Margréti Dana- drottningu og gerði að umtalsefni Lygileg lottó- heppni Ástralska stúlkan Mic- helle Kenny hefur ástæðu til að brosa breitt þessa dagana; á þremur vikum hefur hún hún tvívegis fengið þann stóra í lottó-spili og afraksturinn er um níu milljónir ísl kr. Ifrutor umskiptin, sem orðið "hafa í Austur-Evrópu síðasta misserið. Sagði hann, að koma yrði á nýju kerfi til að auka öryggi og sam- vinnu með ríkjunum og bætti við, að sem svar við því ætluðu ut- anríkisráðherrar 35 ríkja að koma saman þá um daginn til að ræða undirbúning leiðtogafundar RÖSE-ríkjanna Áætlað er, að fundurinn verði í París fyrir ára- mót. Danir hafa hins vegar boðist til að hýsa fastanefndir RÖSE- ríkjanna verði hugmyndin um samevrópskt öryggiskerfi að veru- leika. Shevardnadze tilkynnti í ræðu sinni í gær um frekari niðurskurð í kjarnorkuvopneign Sovétmanna í Mið-Evrópu. Hann sagði, að fjór- veldin, Bandaríkin, Sovétríkin, Bretland og Frakkland, og þýsku ríkin tvö ættu að ákveða framtíð sameinaðs Þýskalands. Kohl kanslari V-Þýskalands ítrekaði hins vegar í ræðu er hann flutti í New York í gærkvöldi að ekki yrði fallist á annað en Þýskaland yrði aðili að Atlantshafsbandalag- inu (NATO). Sagði hann þýsku þjóðina andvíga hlutleysi og ein- hliða. afvopnun og.að saga Þýska- lands sýndi að stöðugleiki yrði aðeins tryggður með aðild iandsins að NATO. Fulltrúa á ráðstefnunni eiga Norður-Ameríkuríkin tvö og Evr- ópuríkin öll að undanskilinni A!b- aníu en stjórnvöld þar hafa nú lýst áhuga sínum á aðild. Hafa þau áheyrnarfulltrúa á ráðstefn- unni en málaleitan Litháa um það sama var hins vegar hafnað. Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra, sagði í ræðu sinni, að viðfangsefni ráðstefnunn- ar væri maðurinn sjálfur og vonir hans um • betri heim og vék að breytingunum í Austur-Evrópu. Lagði hann áherslu á sjálfsákvörð- unarrétt Eystrasaltsþjóðanna og hvatti til samninga um þau mál og sagði, að það væri Þjóðverja einna að ákveða framtíð sína. Fjölmargir ræðumenn fögnuðu endalokum einræðisins í Austur- Evrópu og lögðu áherslu á nauð- syn þess að lýðræðið yrði treyst í sessi í ríkjum þessum. Hvergi mætti slaka á eftirliti með því að grundvallarréttindi manna væru virt í hvívetna þótt valdakerfi kommúnismans hefði hrunið til grunna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.