Morgunblaðið - 06.07.1990, Side 5

Morgunblaðið - 06.07.1990, Side 5
5 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 6. JULI 1990 Verðkönnun Verðlagsstofiiunar: Allt að því 133% verð munur á ávaxtasafa VERÐLAGSSTOFNUN hefur gert verðsamanburð á nokkrum tegundum ávaxtasafa, hrísgrjón- um og spaghetti í allmörgum verslunum á höfuðborgarsvæð- inu. Samanburðurinn leiddi með- al annars í Ijós að af 12 tegundum af hreinum ávaxtasafa var lægsta meðalverðið á einum lítra af Sól- appelsínusafa og Sól-eplasafa í eins lítra umbúðum, en meðal- verð þeirra tegunda var 101 kr. 6. umferð millisvæðamótsins í Manila: Margeir gerði jafii- tefli en Jóhann tapaði Manila. Frá Karli Þorsteins. SKÁK Margeirs Péturssonar og Boris Gulko í 6. umferð millisvæða- mótsisns í skák sem fer fram í Manila á Filipseyjum lauk með jafn- tefli eftir 30 leiki, en Jóhann tapaði fyrir Sovétmanninum Mikhail Tal, sem fórnaði manni fyrir kóngssókn. Sovétmaðurinn Vassily Ivanchuk er nú einn efstur á mótinu með fimm vinninga, en hann lagði Ung- veijann Portisch af velli í sjöttu umferðinni, en þeir voru jafnir að vinningum fyrir skákina. Ivanchuk hefur unnið fimm skákir i röð eftir tap í fyrstu umferðinni. Næstir hon- um að vinningum eru ungverski stórmeistarinn Sax og Gelfand frá hver lítri. Einn lítri af ávaxtasafa frá MS í 200 ml. umbúðum kost- aði að meðaltali 133% meira, eða 235 krónur. Meðalverð á einstökum tegund- um af hrísgijónum var frá 16 kr. fyrir 100 grömm upp í 48 kr., en það er 200% hærra verð. Spaghetti frá Barilla í 500 g pakka kostaði 13 kr. hver 100 g, en Muller’s spaghetti í 227 g pakka kostaði 32 kr. hver 100 g, eða 146% meira. Eggjanúðlur frá Muller’s í 340 g pakka kostuðu hins vegar að meðaltali 47 kr. hver 100 gr Við verðsamanburðinn var verðið á vörunum umreiknað miðað við ákveðna þyngd eða magn þar eð þær eru seldar í misstórum pakkn- ingum. Forystumenn norrænna garð- yrkjubænda fiinda í Reykjavík Árlegur fundur forystumanna samtaka garðyrkjubænda á Norðurl- öndum stendur nú yfir í Reykjavík, en þetta er í annað sinn sem slíkur fundur er haldinn hér á landi. Á fundinum hefur meðal ann- ars verið rætt um EB-EFTA viðræðurnar, en að sögn Bjarna Helga- sonar, formanns Sambands garðyrkjúbænda, ríkir óvissa meðal norr- ænna garðyrkjubænda um hvort skapaður verði grundvöllur er ti-yggi þeim jafna samkeppnisaðstöðu gagnvart EB-þjóðunum. Á myndinni eru talið frá vinstri: Otto Koch, Danmörku, Kjartan Ólafsson, Helgi Jóhannesson, Thor Andreassen, Noregi, Jan Röine, Noregi, Jan Hass- ing, Danmörku, Ismo Ojola, Finnlandi, Egil Larsen, Danmörku, Eski Murto, Finnlandi, Christer Wohlstrom, Svíþjóð og Bjarni Helgason. Sovétríkjunum með 4,5 vinninga og getur Gurevich bæst í hópinn ef hann vinnur biðskák sína við norska stórmeistarann Agdestein. Skák Margeirs og Rechlis úr fimmtu umferð lauk með jafntefli og hefur Margeir því 3 vinninga eftir sex umferðir og Jóhann tvo vinninga. Færri ferðamenn í júní en í sama mánuði í fyrra FÆRRI ferðamenn komu til ís- lands í júní en á sama tima í fyrra. 36.260 manns komu til landsins, þar af 21.062 útlending- ar, en í fyrra komu 37.746 manns, þar af 20.130 útlendingar. Þetta kemur fram í mánaðaryfirliti frá Útlendingaeftirlitinu. Flestir erlendir ferðamenn komu frá Vestur-Þýskalandi eða 3.299, 2.727 frá Svíþjóð, 2.641 frá Banda- ríkjunum, 2.243 frá Danmörku, 2.044 frá Bretlandi, 1.658 frá Nor- egi og 1.559 frá Frakklandi. Ferða- menn af öðru þjóðerni voru mun færri. Ferðamenn frá 80 þjóðlönd- um komu til íslands í júní. Frá áramótum til júníloka 1990 komu alls 111.265 ferðamenn til landsins, þar af 54.978 útlending- ar, en á sama tíma í fyrra komu 111.672 ferðamenn, þar af 52.832 útlendingar. mmmw smmMmmmw m nmmwmww SKÚTUVOGI 10A-104 REYKJAVÍK - SÍMI 686700 - .. ■■■■ ■' .i..-... Síðan ég fékk Party Pavilion tjaldið mitt hef ég getað eytt meiri tíma í garðinum en nokkru sinni áður. Tjaldið hefur sömu kosti og garðstofa og því get ég boðið gestum mínum út í garð þó skiptist á skin og skúrir. SiycifrýÓMádétt&i ÓDÝR OG HENTUG LAUSN Á íslandi er sumarið stutt, og því er um að gera að njóta þess sem best. PartyPavilion tjöldin eru frábær lausn fyrir þá sem unna útiveru og láta síbreytilega veðráttu ekki aftra sér. Party Pavilion tjöldin eru ódýrar og hentugar garostofur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.