Morgunblaðið - 06.07.1990, Page 7

Morgunblaðið - 06.07.1990, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1990 7 Mitterrand á íslandi 29. o g 30. ágúst MITTERAND Frakklandsforseti kemur í opinbera heimsókn til íslands í ágústlok. Allt bendir til þess að hann verði hér á miðviku- degi og fimmtudegi, 29. og 30. águst, að sögn Kornelíusar Sig- mundssonar forsetaritara. Skrifleg staðfesting á þessum dögum hefur þó ekki fengist enn. Mitterand kemur hingað væntanlega frá Osló. Ferðamönnum flölg- ar í þjóðgörðunum í júnímánuði varð veruleg fjölgun gistinátta ferðamanna í þjóð- görðunum, í Skaftafelli 46% og í Jökulsárgljúfrum 84% frá því í fyrra, en þá var aðsókn raunar með minna móti. Fjölgun í Skafta- felli miðað við júnímánuð undanfarinna ára er um 10%, en í jún- ímánuði 1987 voru tæplega 9% fleiri gistinætur í Jökulsárgljúfrum en nú í sumar. I Skaftafelli Qölgaði Islendingum meira en útlend- um gestum. Með komu sinni síðsumars end- urgeldur Francois Mitterand heim- sókn Vigdísar Finnbogadóttur for- seta íslands til Frakklands. Mitter- and kemur hingað fyrst og fremst. sem þjóðhöfðingi, að sögn forseta- ritara, en þar sem hann er einnig stjórnmálaleiðtogi mun hann eiga pólitískar viðræður við íslenska ráðamenn. Gert er ráð fyrir að utanríkisráðherra Frakklands fylgi forsetanum og ræði við starfsbróður sinn hérlendis. Kornelíus Sigmundsson annast skipulag heimsóknarinnar og und- irbúning, eins og var um heimsókn Bretadrottningar í júní. Hann seg- ir að farið sé að huga að dagskrá heimsóknarinnar. Gert sé ráð fyrir Stjórnmála- samband við Seychell- es-eyjar Utanríkisráðherra Seyche- les-eyja, Danielle de St Jorre, kom í heimsókn til íslands dag- ana 27.-30. júní sl. og í lok heim- sóknarinnar var ákveðið að stofhað skuli stjórnmálasam- band milli Islands og Seychel- les-eyja segir í frétt frá utanrík- isráðuneytinu. Ráðherrann átti viðræður við Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anríksráðherra, m.a. um sam- starfsverkefni ásviði fiskvinnslu, hvalamálið o.fl. Á meðan heim- sókn ráðherrans stóð ræddi hún m.a. við Halldór Ásgrímsson, sjáv- arútvegsráðherra, og Jón Sigurðs- son, viðskiptaráðherra, þar sem skipst var á skoðunum um ýmis málefni sem tengja smærri ríki. Alþýðuflokkurinn: Flokksþing- ið haldið í Hafiiarfirði BÆJARRÁÐ Haftiarflarðar hef- ur samþykkt að leigja Alþýðu- flokknum íþróttahúsið við Strandgötu 10 til 14. október. Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, sendi bæj- arráði Hafnarfjarðar bréf, þar sem hknn fór fram á að fá íþróttahú- sið leigt vegna flokksþings Al- þýðuflokksins, sem ráðgert er að halda í bænum 10. til 14. október í haust. Bæjarráð samþykkti þetta erindi fyrir sitt leyti. Fer inn á lang flest heimili landsins! 5 að sýna Frakklandsforseta handrit í Árnastofnun, Listasafn íslands og fara á Þingvelli eins og jafnan við svipuð tækifæri. Með Kornel- íusi starfar undirbúningsnefnd vegna heimsóknarinnar og hana skipa siðameistari og ráðuneytis- stjóri utanríkisráðuneytis auk lög- reglustjórans í Reykjavík. Francois Mitterand. í fréttatilkynningu frá Náttúru- verndarráði segir að tjaldsvæði þjóðgarðanna komi vel undan vetri en veðrátta seinni hluta júní hefur verið gróðri óhagstæð, þurrkur í Skaftafelli en kuldi í Jökulsárgljúf- um. Tjaldsvæðið í Vesturdal í Jök- ulsárgljúfrum fór mjög illa í flóði vorið 1989, en er nú óðum að ná sér og verður leyft að tjalda á hluta þess í sumar, en ákveðnum svæð- um verður að hlífa svo þau grói. Ferðamenn eru beðnir að hafa það í huga, að ef til vill er ekki alltaf pláss fyrir alla sem vilja tjalda af þessum sökum, en nóg er pláss í Ásbyrgi. IBM ábyrgist alla þjónustu á IBM tölvum og búnaöi sem keyptur hefur veriö hjá Skrifstofuvélum Gísla J. Johnsen hf. Vegna tilkynningar um gjaldþrot fyrirtækisins 'Skrif- stofuvéla Gísla J. Johnsen hf., sem var m.a. söluaðili fyrir IBM PS/2 tölvur, vill IBM á íslandi koma því á fram- færi að nú þegar hefur verið gripið til markvissra ráðstaf- ana til að tryggja áframhaldandi öfluga þjónustu við not- endur IBM PS/2 tölva og jaðarbúnaðar. IBM á fslandi hefur ákveðið að bjóða þeim viðskipta- vinum Skrifstofuvéla Gísla J. Johnsen hf., sem hafa greidda viðhaldssamninga á IBM tölvubúnaði, viðhalds- þjónustu án sérstaks gjalds hjá tæknideild IBM, auk þess sem þar verður veitt þjónusta á vélbúnaði sem er í ábyrgð. Jafnframt verður alhliða þjónusta við notendur IBM tölvubúnaðar veitt hjá söluaðila IBM á íslandi, SAMEIND BRAUTARHOLT 8 - BOX 5193 125 REYKJAVlK-SlMI 615833 Starfsmenn Sameindar munu njóta fulls stuðnings og aðstoðar tæknimanna IBM á íslandi til þess að tryggja að notendur IBM tölvubúnaðar njóti ávallt fyrsta flokks þjónustu. FYRST OG FREMST SKAFTAHLÍÐ 24 REYKJAVÍK SÍMI 697700

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.