Morgunblaðið - 06.07.1990, Side 17

Morgunblaðið - 06.07.1990, Side 17
17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1990 Aspir og op- in umræða í tilefiii af skrifum Jóhanns Pálssonar í Mbl. 30.jóní eftir dr. Kristján Þórarinsson Fátt hefur háð áhugamönnum um tijárækt meir að undanförnu en skortur á umræðu, upplýsingum og leiðbeiningum. Sú þögn sem hefur umlukið hin bitastæðari atriði tijá- ræktar, skógræktar og landgræðslu má heita orðin skerandi nú á ári átaks. Þessu þarf að breyta og verð- ur að breyta, og til þess er aðeins ein leið þekkt: Opin umræða. Þess vegna ber að fagna að ýmsu leyti ágætu svari Jóhanns Pálssonar, grasafræðings, við grein Úlfs Oskarssonar um aspir og árangur í tijárækt hér í Mbl. Um niðurstöður Það er eðli vísindarannsókna að allar niðurstöður eru bráðabirgða- niðurstöður. Endanleg svör munu aldrei fást. Það er hins vegar mats- atriði hvenær niðurstöður eru orðnar nægilega ábyggilegar og mikilvægar til að rétt sé að koma þeim á fram- færi. Varðandi val asparklóna til rækt- unar í Reykjavík og nágrenni, þá hefur Úlfur Oskarsson metið hlutina svo að rétt sé að koma upplýsingum til almennings nú. Þetta er réttur hans. Þegar borin eru saman náskyld og mjög lík tré getur tekið margra ára rannsóknir að fá öruggar upplýs- ingar um raunverulegan mun. En stundum eru aðstæður og árferði þannig að sjá má mikinn og mikil- vægan mun á fáum árum. Þetta síðara gildir um asparklónarann- sóknir Úlfs. Þegar fræðimaður gerir opinbera grein fyrir niðurstöðum sínum þá má hann eiga von á gagnrýnni um- ræðu. Þessi umræða fylgir starfi fræðimanns, og er góðra gjalda verð. Birkirannsóknir Eitt þeirra verkefna á Mógilsá sem nú ríkir óvissa um er mikil og vönduð úttekt á íslensku skóglendi og eiginleikum íslenskra birkitijáa. í þetta verkefni hafa sumir okkar varið töluverðum tíma, og okkur mun þykja mjög sárt ef þetta verk- efni misferst. Það verður því ekki sagt að við höfum ekki sinnt athugunum á íslenska birkinu. Sérfræðingar á Kristján Þórarinsson Mógilsá eru því miður fáir og of- hlaðnir verkefnum, og verða því að velja og hafna. Það hefur því verið okkur sérstakt gleðiefni að Þórarinn Benedikz, skógfræðingur og sér- fræðingur á Mógilsá, hefur séð sér fært að taka þátt í því ágæta sam- starfi um birkirannsóknir sem Jó- hann nefnir í grein sinni. Opin umræða Jóhann Pálsson gerir rétt í því að tjá sig um þau atriði í grein Úlfs sem hann telur gagnrýnisverð. Eitt það mikilvægasta sem við á Mógilsá höfum barist fyrir er að sérfræðing- ar í þjónustu hins opinbera njóti sjálfsagðs málfrelsis. Vegna skrifa Jóhanns er skilningur minn á erfið- leikum asparræktar í Reykjavík ann- ar og meiri en áður. Svona á þetta að vera! Ég vil því hvetja sem flesta til að taka þátt í umræðunni um tijá- og skógrækt, og að fínna að öllu því sem þeim þykir missagt í skrifum okkar Mógilsármanna sem annarra. Þetta eiga menn að gera ófeimnir og óhræddir þótt einhver atriði þarfnist e.t.v. endurskoðunar þegar tekið hefur verið tillit til fleiri sjónar- miða. Til þess að hægt sé að taka tillit til mismunandi sjónarmiða, þá verða þessi sjónarmið að fá að koma fram. Höfiindur starfar sem sérfræðingur á Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá. R D A G S INGLU - EIÐISTORG OPIÐ Á LAUGARDÖGUM í JÚLÍ OG ÁGÚST 9.30 - 14.00 HAGKAUP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.