Morgunblaðið - 06.07.1990, Síða 19

Morgunblaðið - 06.07.1990, Síða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1990 Sjálfsbjörg á ísafirði var síðan eitt þeirra fimm Sjálfsbjargarfélaga sem stofnuðu með sér landssamband árið 1959 og eins og áður er getið var Trausti fulltrúi á því stofnþingi. Árið 1960 var Trausti kallaður suð- ur til starfa fyrir Sjálfsbjörgu og tók við stöðu framkvæmdastjóra þann 1. nóv. 1960. Alla sína ævi var Trausti starfsmaður Sjálfsbjargar, lengst af sem framkvæmdastjóri. Þótt Trausti sinnti geysi Ijöl- breyttum og viðamiklum störfum fyrir Sjálfsbjörgu má segja að bygg- ing Sjálfsbjargarhússins hafi verið merkasta og erfiðasta verkefnið sem hann vann að. Byggingarnefnd Sjálfsbjargarhússins var komið á fót 1966 og var Trausti í upphafi starfs- maður hennar sem framkvæmda- stjóri Sjálfsbjargar, en tæpu ári síðar var hann skipaður formaður byggingarnefndar og gegndi því embætti þar til nefndin hafði lokið störfum. Atvinnumál fatlaðra voru Trausta einnig einkar hugleikin. Þannig átti Trausti sinn þátt í því að fyrsta vinnustofa Sjálfsbjargar var stofnuð á ísafirði í hans formannstíð og eins og hann orðar það sjálfur í viðtali við „Sjálfsbjörgu" 1974: „Við þetta fyrirtæki fékk ég sæmdarheitið framkvæmdastjóri — án launa.“ Trausti var einnig formaður Sjálfs- bjargar, féjags fatlaðra í Reykjavík og nágrénni, árin 1983 til 1989. Þar lagði hann gjörva hönd á margt og var m.a. einn af frumkvöðlum að vinnustofu Sjálfsbjargar í Reykjavík. Hann var formaður vinnustofustjórnar frá upphafi til dauðadags. Auk þess að sinna framangreind- um málaflokkum sérstaklega var Trausti í ýmsum nefndum og ráðum á vegum Sjálfsbjargar og sinnti ýmsum öðrum störfum. Hann var fulltrúi á öllum þingum Sjálfsbjarg- ar og í seinni tíð ítrekað þingfor- seti. Til að mynda stýrði Trausti 25. þingi Sjálfsbjargar, 21.—23. júní sl., af miklum skörungsskap. Hann var fulltrúi í stjórn Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, frá 1984— 1990, í fulltrúaráði Öryrkjabanda- lags íslands sl. fjögur ár, sat þing Bandalags fatlaðra á Norðurlöndum sem fulltrúi Sjálfsbjargar og var í ýmsum nefndum Sjálfsbjargar, s.s. atvinnumálanefnd, ferðanefnd og skemmtinefnd. Síðast en ekki síst var Trausti forstöðumaður íjáraf- lana Sjálfsbjargar og reksturs fast- eigna. Trausti var sæmdur gullmerki Sjálfsbjargar, æðsta heiðursmerki samtakanna, árið 1988. Þá hafði hann hlotið Fálkaorðuna fyrir störf sín að félagsmálum og málefnum fatlaðra. En Trausti var sannkallaður fé- lagsmálahaukur og kom víðar við en hjá Sjálfsbjörgu. Þannig var hann um iangt árabil virkur félagi í Odd- fellow-reglunni og eftir að hann fékk hjartaáfall vár hann einn af stofnfélögum í Samtökum hjarta- sjúklinga á íslandi. Þá var Trausti einnig í Alþýðuflokknum og var m.a. í framboði fyrir hann. Það má af framanrituðu vera ljóst að missir Sjálfsbjargar er mikill þegar jafn mikilvirkum baráttu- manni og Trausti var er kippt úr eldlínunni svona fyrirvaralaust. Við söknurn þó ekki einungis mikilvirks baráttumanns. Við söknum fyrst og fremst góðs félaga, félaga sem var jafnan hrókur alls fagnaðat' á mannamótum hjá Sjálfsbjörgu, fé- laga sem gjarnan greip gítarinn í hönd á góðri stund og söng með okkur „Sestu hérna hjá mér, ástin mín“. Við söknum féiaga sem var einkar lagið að stjórna fundum og þingum, félaga sem hafði sérstakt lag á að taka á móti gestum og var glæsilegur fulltrúi Sjálfsbjargar. Við Sjálfsbjargarfélagar söknum vinar og félaga. í tímariti Sjálfsbjargar árið 1974 óskar Trausti þess að Sjálfsbjörg beri gæfu til að vinna að málefnum fatlaðra af dirfsku og dugnaði, framvegis sem hingað til. Þessi ósk hans mun fylgja okkur og vonandi rætist hún. Við Sjálfsbjargarféiagar vottum móður Trausta, konu og dóttur dýpstu samúð okkar. Blessuð sé minning góðs vinar og félaga. Jóhann Pétur Sveinsson, formaður Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. Prestasteftia: Hugmyndir uni að kjaradóm- ur úrskurði um kjör presta Kirkjumálaráðherra hefur skipað neftid til að gera úttekt á starfs- kjörum presta og ein þeirra hugmynda sein nefndin mun taka til athugunar er hvort rétt sé að kjaradómur úrskurði um kjör þeirra eins og var áður en samningsréttarlög opinberra starfsmanna gengu í gildi 1986, en þessi hugmynd kom meðal annars fram á presta- stefnu sem lauk nú nýverið. Gísli Jónasson, sóknarprestur í Breiðholtsprestakalli, sem hefur verið formaður kjaranefndar Prestafélagsins og setið í launa- málaráði Bandalags háskólamennt- aðra ríkisstarfsmanna fyrir hönd félagsins, segir að þessi hugmynd hafi skotið upp kollinum af og til undanfarin ár og hafi verið blásin upp í fjölmiðlum á fölskum forsend- um. Þetta tengist á engan hátt þeim deilum sem nú séu uppi milli BHMR og ríkisvaldsins. Afstaða presta hafi komið fram í mótmælum við stjórnarráðið meðan presta- stefnan stóð yfir. Hins vegar séu ýmsir í stéttinni þeirrar skoðunar að' þetta geti verið vænleg leið vegna aúgljósrar sérstöðu prests- starfsins. Það sé fráleitt að prestar fari í verkfall til dæmis og það sé því ekki nema sjálfsagt að skoða þessa hugmynd ásamt öðrum þegar starfskjör presta eru yfirfarin, eins og sé verkefni þeirra nefndar sem kirkjumálaráðherra hafi skipað. Landafiinda norrænna manna í Vesturheimi minnst 1992 RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gær að veita 10 milljón- um króna á næstu tveimur árum til þess að minnast landafunda Leifs Eiríkssonar og annarra norrænna manna í Vesturheimi árið 1992, en þá eru fyrirhuguð mikil hátíðahöld vegna þess að 500 ár eru þá liðin írá því Kólumbus fann Ameríku. Gert er ráð fyrir að þetta verði gert í samvinnu við Norðmenn og að siglt verði á knörr- um frá Noregi til íslands og áfram vestur um haf. Heildarkostnaður vegna þessa er áætlaður um 150 milljónir og er málið nú til umijöllunar í norsku ríkisstjórninni. Um samstarfsverk- efni einkaðila og opinberra yrði að ræða og hefur þessi hugmynd verið rædd á undirbúningsfundum með þáttöku Útflutningsi'áðs, fulltrúa utanríkisráðuneytis og mennta- málaráðuneytis, Árnastofnunar og aðila í ferðamálum. Þá er þess að geta að sú hug- mynd kom fram í flugráði í vetur að gefa Keflavíkurflugvelli nafn eftir Leifi Eiríkssyni. Þessi hug- mynd skaut upp kollinum fyrir fá- einum árum en náði þá ekki fram að ganga að öðru leyti en því að flugstöðin var heitin eftir Leifi. Þaðer ekkinóg að hafa fengið góða ávöxtun 1989. Þúviltlíka góða ávöxtun 1990! KJARABRÉF eru lausnin. KJARABRÉF - 5 ára örugg spamaðarleið. KJARABRÉF-19% ársávöxtun. KJARABRÉF—8,1% raunávöxtun. Ob VERÐBRÉFAMARKAÐU R FJÁRFESTINGARFÉBÁGSINS HE - Löggilt verðbréfafyrirtæki - HAFNARSTRÆTI28566 • KRINGLUNNI689700 • AKUREYRI11100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.