Morgunblaðið - 06.07.1990, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 06.07.1990, Qupperneq 21
21 traustir vinir. Guðmundur Oddsson læknir var á meðal þeirra síðar- nefndu — hann reyndist Benna ákaflega vel — bæði sem læknir í veikindum hans og sem sannur vin- ur, _sem þau hjónin mátu afar mikils. Ég hef komið á heimili Siggu og Benna allt frá því ég var smá- krakki, seinna kynnti ég manninn minn fyrir þeim, enda stutt að fara því okkar fyrsta heimili var í næstu blokk við þau. Svo bættust tveir litlir ærslabelgir í hópinn, sem einn- ig komu í heimsókn í Hraunbæ 110. Að Benna hændust öll börn og hann var alltaf sam'ur í þeirra návist, þó foreldrarnir óttuðust að fjörkálfarnir gengu fram af honum. Sérstakan sess skipuðu barnabörn hans að sjálfsögðu, en þau eru 9 talsins. Á sínum yngri árum ferðuðust hjónin talsvert um landið. Einn var þó sá staður, sem oftast var heim- sóttur, en það var Helgafellssveitin. Þangað fóru þau árlega og oft á ári — heim að Arnarstöðum. Eftir að heilsu Benna hrakaði var það hans griðastaður, þar sem hann stundaði gönguferðir í náttúrunni og naut frelsisins, kyrrðarinnar og samvistanna við tengdafólk sitt, sem hann knýttist sterkum böndum, sem æ styrktust. Benni hafði verið heilsulítill í meira en áratug og síðustu árin varð oft mjótt á milli lífs og dauða. Það var því undursamlegt að sjá hann þess á milli alveg eins og hann átti að sér á árum áður — léttan og kátan. Að hitta hann, sem heimtan úr helju með spaugsyrði á vör, sjá brosið og glettnisblikið í augunum, það gaf manni mikið. Benni var ekkert fyrir vol og víi og axlaði veikindin með reisn. Það er lærdómsríkt ungri mannesku sem smámunirnir vaxa stundum í augum að fylgjast með manni sem hefur slíkt að bera. Veikindin settu þó sinn svip á heimilið — hjá því var ekki komist, en fjölskyldan var samhent; börnin hugsuðu vel um pabba sinn hvert og eitt — voru boðin og búin hvenær sem var og Sigga var ávallt við hlið hans. Eg kveð nú Benna, frænda minn, ljúfastan allra. Pálína Reynisdóttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1990 Með Ægistjöld í ferðalagið TJALDASÝNING UM HELGINA Júlítilboð 4 manna tjald með fleygahimni (bómull) kr. 14.060,- stgr. 4 manna bómullartjald með nælonhimni kr. 12.345,- stgr. Tjald-, felli- og tjaldvagnasýning um helgina. Allt í ferðalagið, m.a. tjöld, dýn- ur, skór, regnföt o.fl. o.fl. Vorum að fáódýr sóltjöld. Opið allar helgar í sumar SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJASLÓÐ 7, SÍMI 621780 SÍMINN ER 689400 BYGGT & BÚIÐ KRINGLUNNI nimiiiim o4; i Ytv . * fi*rváHðr , f bier \ V$■ 12- AUK/SlA k10d21-178

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.