Morgunblaðið - 06.07.1990, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 06.07.1990, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1990 45 Jens Hansson skip- stjóri - Minning Fæddur 20. október 1910 Dáinn 26. júní 1990 í dag kveðjum við Jens Hansson skipstjóra, en hann lést á heimili sínu þann 26. júní síðastliðinn. Jens fæddist á Rifi á Snæfellsnesi þann 20. október og voru foreldrar hans Hans Jensson, útvegsbóndi á Selhól á Hellissandi, og Þóra Sigurbjörns- dóttir. Jens fór snemma að vinna og var nýlega fermdur er hann gekk á tveimur jafnfljótum suður og réð sig á bát frænda síns í Vest- mannaeyjum, þar sem hann vann nokkrar vertíðir. í framhaldi af því sá hann hag sínum best borgið með því að fara í Stýrimannaskólann og að námi loknu gerðist hann farsæll skipstjóri á bátum víða um land. Upp úr 1950 og allt fram til 1962 sótti hann stopult sjóinn og vann þess á milli í Landssmiðjunni og síðar í Vélsmiðjunni Sindra sem járnsmiður. Við þau verk sýndi hann góða verkkunnáttu og hugvit, og varð af þeim sökum eftirsóttur til margra erfiðra verkefna þegar ráð annarra hefðu brugðist til úr- lausnar. Jens var alla tíð mjög heilsuhraustur og entist honum starfsorka fram að sjötugu, er hann lét af störfum 1979 í Vélsmiðjunni Sindra. Jens giftist árið 1940 Jónínu Maríu Þorbergsdóttur (f. 2.3.1911, d. 3.8. 1985) og eignuðust þau fjög- ur börn sem eru: Jóhannes (f. 1940, d. 1940), Hans Þór, verslunarstjóri, fæddur 1941, Hafsteinn, sjómaður, fæddur 1943, og Sverrir, sjómaður, fæddur 1949. Bjuggu þau alla sína búskapartíð í Reykjavík og lengst af á Réttarholtsvegi 95. Afkomend- ur þeirra hjóna eru orðnir margir, en þrátt fyrir fjöldann týndi Jens ekki niður tölunni og voru öll barna- börn og barnabarnabörn honum hugstæð og tíðræð er við áttum tal saman. Hin síðari ár voru Jens að mörgu leyti erfið og höfðu langvinn veik- indi eiginkonu hans og síðar hans eigin, þau áhrif að margt af því sem hugur hans stóð til að gera varð að bíða. En þrátt fyrir þá erfiðleika lét hann þó aldrei neinn bilbug á sér finna og hélt áfram eins og honum var einum lagið. Jens sýndi öðru fólki alltaf mikinn áhuga og bryddaði sífellt upp á skemmtileg- um umræðuefnum, enda honum í blóð borin bjartsýni sem kom skýrt fram er hann barðist við þrálát veikindi hin síðari ár. Þær urðu margar stundirnar sem við blótuð- um saman í kór íslenskri pólitík, spekúleruðum í breyttu þjóðfélagi frá því að hann var ungur og ekki síst bar oft á góma ættfræði og heljarmennin sem við erum afkom- endur af. í þeim ham lét hann ekki á því standa að lýsa broslegum at- vikum og oft var minnst á það hvernig hann hlaut viðurnefnið brjálaði skiptstjórinn og byrjaði þá sögu svo gjarnan á orðunum „bless- aður vertu“, eins og ekkert annað kæmi til greina en að vera álitinn galinn, þegar hann átti í hlut. Astæðan fyrir þessu viðurnefni er þannig til komin að mönnum fannst hann stundum á mörkum vits fyrir að tefla áhöfn og skipi í tvísýnu, þegar veður voru válynd. En á bak við það „brjálæði“, að halda út á úfinn sjó sem gerði sig líklegan að granda hverju sem sigldi, var þó ekki allt sem sýndist, þar sem að Fer inn á lang flest heimili landsins! Jens fylgdi álfkona, sem hélt yfir honum hlífiskyldi og aðvaraði ef hættur steðjuðu að. Og varð þesi sambúð hans og álfkonunnar til þess að Jens varð farsæll sem skip- stjóri og fenggælari en aðrir nokkr- ar vertíðir. Við fráfall afa og langafa er horfinn góður félagi sem við minn- umst með söknuði. Sigurjón Baldur Hafsteinsson og fjölskylda. t Elsku drengurinn okkar og bróðir, BERGUR ATLASON, er látinn. Útfðr hans verður gerð frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 7. júlí kl. 14.00. Minningarathöfn fer fram í Langholtskirkju þriðjudaginn 10. júlí kl. 16.00. Foreldrar og systkini. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VILHJÁLMUR HANS ALFREÐ SCHRÖDER framreiðslumaður, Hringbraut 92c, Keflavik, andaðist í Landakotsspítala þann 4. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. t Eiginkona mín, móðir okkar, amma og langamma, BJARNHEIÐUR S. DANÍELSDÓTTIR frá Auðsholti, Grindavík, Hamrahlíð 17, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 7. júlí kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Grindavíkurkirkju. Einar Indriðason, Danfel Einarsson, Sigríður Jóhannsdóttir, Birna Bjarnadóttir, Daníel Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN ÖGMUNDSDÓTTIR frá Syðri-Reykjum, til heimilis á sambýlinu Skjólbraut 1a, Kópavogi, sem lést í Landspítalanum sunnudaginn 24. júní, verður jarðsett frá Langholtskirkju mánudaginn 9. júlí kl. 15.00. Sverrir Kristinsson, Þórunn Jósefsdóttir, Kristín Ósk Sverrisdóttir, Torfi Halblaub, Margrét Sverrisdóttir, Kristinn Örn Sverrisson, Eyrún Ósk Torfadóttir. Útför t JENS HANSSONAR, Eiríksgötu 13, Reykjavík, . fer fram frá Bústaðakirkju I dag, föstudaginn 6. júli, kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Barnaspítala Hringsins. Hans Þór Jensson, Sverrir Jensson, Hafsteinn Jensson Hjördís Sigurðardóttir, Dorothea Róbertsdóttir, og barnabörn. t Útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, KARLS JÓHANNS ÓLAFSSONAR framkvæmdastjóra, Brúnalandi 19, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 10. júlí kl. 15.00 . Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Ragnheiður Guðmundsdóttir, Kristjón, Karl Friðrik, Lilja Britta, Kristin Erla, Eva, tengdabörn og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn og faðir, TRAUSTI SIGURLAUGSSON forstöðumaður í Sjálfsbjörg, Skólagerði 48, Kópavogi, sem lést aðfaranótt 30. júní, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag, föstudaginn 6. júlí, kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Sjálfsbjörgu, landssam- band fatlaðra, og Landssamtök hjartasjúklinga. Fyrir hönd móður, systkina og annarra ættingja, Helga Hermannsdóttir, Ester Traustadóttir. t Innilegar þakkir sendum við öllum, er sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför INGIBJARGAR SIGFÚSDÓTTUR. Guðjón Sveinsson, Sveínn Guðjónsson, Auðbjörg Ámundadóttir, Sigfús Þorsteinsson, Ásta Sigfúsdóttir, Kjartan Reynisson, Þorsteinn Sigfússon, Þóra Vilborg Jónsdóttir, Ómar Sigfússon, Freyja Leópoldsdóttir. t Innilegar þakkir færi ég öllum þeim, sem sýndu mér samúð og hlýhug við andlát og jarðarför mannsins míns, BJÖRNS S. GUNNLAUGSSONAR, áður til heimilis á Álfhólsvegi 141, Kópavogi. Anna H. Karlsdóttir. t Innilegar þakkir sendum við þeim, er sýndu okkur samúð við andlát og útför bróður okkar, OTTÓS B. E. BENEDIKTSSONAR, Grettisgötu 37. Systkini hins látna og fjölskyldur þeirra. t Innilegar þakkir sendum við öllum, utan lands og innan, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, sonar, bróður og mágs, GUÐJÓNS S. SIGURJÓNSSONAR, Boston, Massachusetts. Eyþór K. Guðjónsson, Leger Walcott Guðjónsdóttir, Ragnheiður Steina Guðjónsdóttir, Guðrún I. Jónsdóttir, Sigurjón H. Sigurjónsson, Jóna Sigurjónsdóttir, Þórður Adólfsson, Sigurjón G. Sigurjónsson, Anna E. Ásgeirsdóttir, Viðar Sigurjónsson, Ólöf Jónsdóttir, Gunnhildur Sigurjónsdóttir, Ólafur Mogensen. Lokað Skrifstofa Landssamtaka hjartasjúklinga í Hafnar- húsinu verður lokuð í dag vegna jarðarfarar TRAUSTA SIGURLAUGSSONAR, framkvæmda- stjóra Sjálfsbjargar. Landssamtök hjartasjúklinga. Lokað Skrifstofur, sjúkraþjálfun og sundlaug Sjálfsbjargar, Hátúni 12, verða lokaðar frá kl. 12.00 í dag, föstu- daginn 6. júlí, vegna jarðarfarar TRAUSTA SIGURLAUGSSONAR. Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, og Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Reykjavík og nágrenni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.