Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1990 ffttAAflfl Ég er að ná þessu. Þegar ég var síðast á svona mat- arkúr þyngdist ég aðeins um 5 kg. Þessir hringdu . . . Myndavélahulstur fannst Svart hulstur utan af Conica myndavél fannst í Selatöngum, skammt frá Krísuvík. Eigandi getur hringt í síma 34658. Fann kanínu Lítil ljósblá kanína fannst á bekk við Tjörnina. Á kanínuna er saumað „Kiss me“. Eigandi getur hringt í síma 612338. Barnarúskinnsjakki tapaðist í Vesturbæ Helga hringdi: „Rúskinnsbarnamittisjakki með pijónastroffi framan á erm- um, í kraga og að neðan tapaðist fyrir nokkru í Vesturbænum, í hverfinu í grennd við Melaskóla. Jakkinn er brúnleitur með þykku satínfóðri, stærð 10-11 ára. Mig langar til að biðja foreldra að gá að því hvort börnin þeirra eru með jakkann. Jakkann fékk dóttir mín í jólagjöf og er þetta bagaleg- ur missir þar sem jakkinn var æjög dýr. Finnandi vinsamlega hringi í síma 28330 eða komi jakkanum í Hagamel 24.“ Lyklakippa í óskilum Lyklakippa með gulri plastól fannst á horni Hraunáss og Deildaráss í Seláshverfinu. Eig- andi getur hringt í síma 79391. Kettlingar Þrír átta til níu vikna kettlingar fást gefins. Einn er svartur og tveir svartir og hvítir. Kassavanir. Upplýsingar í síma 54089. Elvis týndur Svartur köttur með hvíta bringu og hvítar loppur hefur ekki sést á- heimili sínu síðan á fimmtudag í síðustu viku. Hann er með rauða hálsól sem á stend- ur Elvis og símanúmer. Þeir sem finna hann eru beðnir um að hringja ekki í símanúmerið sem tilgreint er á ólinni heldur í síma 75850. Hvert fór verslunin? Kona hringdi: „Það var verslun sem hét Liverpool og var í Suðurveri en nú er hún allt í einu horfin. Mig langaði til að vita hvort hún hafi flutt eða er hætt. Og ef hún er hætt hvar er þá hægt að kaupa vörurnar sem voru seldar þar?“ Svart úr gleymdist Svart stúlknaúr var skilið eftir í sundlauginni í Laugardal á sunnudaginn sl. Sá sem fann úrið er beðinn að skila því til starfs- fólks eða hringja í síma 36625. Hugljúf og skemmtileg lög Útvarpshlustandi hringdi: „Það er þáttur á Rás 2 sem heitir Landið og miðin og langar mig til að þakka stjórnanda hans, Sigurði Pétri Harðarsyni, fyrir tónlistina sem leikin er. Þetta eru yfirleitt indæl lög, bæði hugljúf og skemmtileg. Þetta er mjög notalegur þáttur svona að kvöld- lagi.“ Læða í óskilum Gulbröndótt hálfvaxin læða er í óskilum. Kötturinn er ómerktur en eigandi getur vitjað hans hjá Heru á Bjarkargötu 8, sími 28549, eða hringt í Dýraspítalann. í Gjábakkagöngu Kona sem var í Gjábakkagöngu kvödd með vísu er beðin að hringja í síma 36629 sem fyrst. Á móti öllum framkvæmd- um sem til heilla horfa Til Velvakanda. Það var bæði fróðlegt og lær- dómsríkt að hlusta á þáttinn í út- varpinu sem greindi frá viðbrögðum stjórnarandstöðunnar við álsamn- ingnum. Þar kom skýrt fram stór- hugur Framsóknar og Alþýðu- bandalagsins. Þjóðviljinn lýsti þessu sem landráðasamningi, það situr síst á þeim flokki að saka aðra um landráð. Blað sem helgað var út- þenslustefnu marx-, lenín- og stalínismans. Allir vita að Búrfells- virkjun var óframkvæmanleg nema að álbræðslan fylgdi. Hvernig væri rafmagnsmálum farið hér ef Búr- fellsvirkjun hefði ekki komið á sínum tíma? Þegar maður hlustar á þáttinn þá rifjaðist upp að þessir tveir flokkar hafa alltaf verið á móti öllu sem til framfara horfði í landinu. Hitaveitan var af því illa og nú síðast fjandskapurinn á móti Nesjavallaframkvæmdunum. Það var fleirum brugðið en mér þegar sagt var frá því að lífsnauðsynlegt væri fyrir Reykvíkinga að hafa Framsókn í borgarstjórn. Man þá enginn aðför Framsóknar að „Grimsby-lýðnum“ í Reykjavík, eins og Framsókn kallaði íbúa Reykjavíkur og flokkurinn atti bændunum á og Sambandið skyldi drepa verslunina og stjórnin kreppti svo að útgerðinni svo til varð „allt betra en íhaldið". Þeir nutu líka góðs af þessu boðorði kommúnist- amir sem þá byijuðu að boða fagn- aðarerindi Karls Marx. Þeir gengu í allar stöður jafnt Framsóknar- mönnum sem enn sést á mennta- málum þjóðarinnar. Það er eins- dæmi í sögunni að öll stjómarand- staðan skyldi vera sammála í ut- anríkismálum á tímum viðreisnar- stjórnarinnar, sem sé Framsókn var eins leiðitöm við KGB og Alþýðu- bandalagið. Þessir tveir flokkar tala svo um Sjálfstæðisflokkinn sem steinrunnið íhald en em sjálfir á móti öllum framkvæmdum sem til heilla horfa í þjóðfélaginu. Húsmóðir. Víkverji skrifar Enn gengur sú rangsleitni skatt- yfirvalda aftur að taka 6% skatt af börnum. Víkveiji hefur áður bent á, að framferði skattyfir- valda gagnvart börnum í þessu til- liti er til háborinnar skammar fyrir ríkisvaldið. Tekinn er 6% brúttó- skattur af 14 og 15 ára börnum á meðan 16 ára unglingar og eldri þurfa engan skatt að greiða. Ástæður þessa eru þær, að barnaskatturinn er tekinn af hverri krónu, sem börnin vinna sér inn, en séu þau orðin 16 ára fá þau skattkort og mega því hafa tals- verðar tekjur áður en til skatt- greiðslu kemur. Þau njóta sem sagt skattfríðinda eins og annað fólk um leið og þau verða sjálfráða, en börn- in ekki. Þessi barnaskattur er ósann- gjarn. Börnin skilja þetta ekki og telja að ekki séu allir jafnir fyrir lögunum. Þau sjá eldri systkin með mun hærri launagreiðslur, en greiða engan skatt. Þannig getur ríkis- valdið ekki komið fram gagnvart ungum börnum sem eru að byrja sinn starfsáldur. Réttsýnt ríkisvald verður að vera til - hvernig er unnt að brýna hollustu við ríkisvald- ið og skattyfirvöld l'yrii* ungu kyn- slóðinni, þegar fyrstu kynni hennar af þeim eru með þessum hætti? XXX Skinhelgi ríkisvaldsins og skatt- yfirvalda er ekki aðeins gagn vart börnum. Landgræðsla ríkisins, sem jafnan býr við naumar fjárveit- ingar til uppgræðslu landsins, verð- ur nú að greiða virðisaukaskatt af áburði og fræði, sem sáð er í auðn- ir landsins og þessi fáránleiki fæst ekki leiðréttur. Upplýst er nú, að sú söfnun, sem fram fór í vor á annarri sjónvarpsstöðinni, fer öll í að greiða virðisaukaskattinn hjá Landgræðslu ríkisins. Skyldi fólk hafa verið eins gjafmilt við Land- græðsluna, hefði það gert sér þetta ljóst? Og skinhelgin ríður ekki við ein- teyming. í sjónvarpinu sátu meira að segja ráðherrar við símann og tóku á móti framlögum. Augljóst er nú, að þeir voru að taka við fjár- framlögum í ríkissjóð, en ekki til landgræðslunnar. Hvað skyldi hafa hrærst í kolli þeirra, þegar stórgjaf- irnar bárust. Var ríkissjóður þeim efst í huga eða landgræðslan og skógræktin? Ríkisvaldið ætti að taka sér ein- staklingana til fyrirmyndar. Það skortir ekki á fórnarlund fólks, þeg- ar kemur að slíkum þjóðþrifamálum að græða landið. í áratugi hafa t.d. flugmenn flogið fræ- og áburðar- dreifingarflugvélum endurgjalds- laust. Ríkið hins vegar heimtar allt- af sitt og þá er ekki spurt um hver málstaðurinn er. xxx Ljóst er, að við skattkerfisbreyt- inguna fyrir tveimur árum, hafa komið fram ýmsir hnökrar, sem eðlilegt er, hnökrar, sem mynd- ast hafa við það að fellt var niður gamla kerfið og hið nýja tekið upp. Einn slíkur er þessi barnaskattur, sem áður var greiddur af foreldrum, en nú bitnar á börnunum sjálfum. Þessa hnökra þarf að sníða af og það er skylda Alþingis að gera slíkt. Víkveiji undrast þá tregðu Alþing- is, að lagfæra það sem miður hefur farið við skattkerfisbreytinguna. Skattalög mega ekki bijóta í bág við sanngirnishugmyndir fólksins í landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.