Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 1
48 SIÐUR B 172. tbl. 78. árg. MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Trinidad og Tobago: Krafíst fjölflokkalýðræðis í Georgíu Matvæli og eldsneyti voru af skornum skammti í sovétlýðveldinu Georgíu í gær. Mótmælendur hafa hindr- að ferðir járnbrautarlesta um hríð til að leggja áherslu á kröfur sínar um fjölflokkakerfi. „Vei'slanirnar eru tómar. Það eina sem er á boðstólum eru ávextir og grænmeti á útimörkuðunum," sagði Zviad Gamsak- hurdia, einn af leiðtogum sjálfstæðishreyfingar Georgíu, Hringborðsins. Hann bætti við að langar biðraðir væru einnig við. bensínstöðvar. Stjórnarandstæðingar krefjast þess að þing lýðveldisins komi saman í næstu viku til að samþykkja lög sem heimila fjölflokkakosningar. Félagar í Hringborðinu sjást hér á verði við járnbrautarspor í borginni Samtredia. Múslimar hafa enn gísla á valdi sínu Albanía: Erlent íjár- magn leyft Vín. Reuter. ALBÖNSK stjórnvöld hafa ákveðið að leyfa erlendum aðilum að fjárfesta í landinu og flytja hagnaðinn úr landinu. Þegar hafa verið gefnar út tilskipanir sem tryggja eiga réttindi ijár- festa. Albanía er fátækasta land Evrópu og eina landið þar sem harðlínukommúnistar eru enn við völd. Fréttastofan ATA sagði að sérstök nefnd myndi ákveða hvenær gerðar yrðu breytingar á stjórnarskránni frá 1976 „í samræmi við þróunina í landi okkar síðan þá.“ Reuter Baker veiðir ekki argali-sauðfé I Gobi-eyðimörkinni á landamærum Mongólíu og Kína hefst við sjald- gæf sauðfjártegund sem nefnist argali. Hún er eftirsótt vegna horn- anna sem sjást hér á myndinni. Stjórnvöld í Mongólíu leyfa einungis að skotnar séu 25 kindur á ári og kostar leyfið til að skjóta hvert dýr 25.000 dali (1,45 milljónir ÍSK). James Baker, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, er væntanlegur til Mongólíu á morgun, fimmtudag. Utanríkis- ráðuneytið bandaríska sá ástæðu til að gefa út tilkynningu þar sem mótmælt var blaðafréttum um að ráðherrann, sem er annálaður skot- veiðimaður, ætlaði sér á veiðar. Sjá ennfremur frétt á bls. 20. Erlendir sendiráðsmenn í Monróvíu munu ekki vera í hættu og ekki er í ráði að flytja þá úr borginni. Talsmaður breska ut- anríkisráðuneytisins sagði að upp- reisnarmenn undir stjórn Prince Yormies Johnsons hefðu hafið sókn í átt að forsetahöllinni, þar sem Doe hefur verið innikróaður undan- farnar vikur. Johnson stjórnar þeirri fylkingu uppreisnarmannanna, sem sagt hefur skilið við sveitir Charles Taylors, er hóf uppreisnina fyrir sjö mánuðum. „Við beijumst þar til síðasti her- maðurinn í Líberíuher feliur,“ sagði Doe í samtali við BBC. Hann bætti við að ekki kæmi til greina að „fela glæpamönnum Líberíu á hendur“ og sagði- að það hefðu ekki verið stjórnarhermenn sem myrtu 600 manns í lúterskri kirkju í höfuð- Robinson forsætisráðherra látinn laus í gær Port of Spain, New York. Reuter, dpa. SKÆRULIÐAHÓPUR múslima á Trinidad og Tobago lét forsætisráð- herra landsins, Arthur N.R. Robinson, lausan úr haldi í gærkvöldi og var hann með skotsár á báðum fótum. Múslimarnir hafa enn um tvo tugi gísla úr röðum háttsettra embættis- og stjórnmálamanna á valdi sínu. Herlið frá Jamaica var sagt hafa gengið á land í höfuð- borginni, Port of Spain, í gær til að stemma stigu við ránum og ofbeldi sem þjakað hafa landið undanfarna daga. Sljórnvöld á Jama- ica vísuðu orðrómnum á bug. Yasin Abu Bakr, leiðtogi múslim- anna, sagði í gær að leiðtogar hers og lögreglu ásamt ýmsum ráðherr- um, er gengju lausir, vildu enga samninga heldur skilyrðislausa uppgjöf skæruliða. Ráðherrarnir létu sig örlög Robinsons engu skipta og vildu sjálfir taka völdin. Abu Bakr sagðist í símaviðtali ekki geta fundið neina sem vildu semja við skæruliðana og fullyrti að skorið hefði verið á símalínur til að tak- Robinson hvatti í gærmorgun herinn til að samþykkja málamiðlun í deilunni við skæruliða en ástandið var lengi óljóst og fréttir mótsagna- kenndar. Múslimarnir hafa krafist sakaruppgjafar, afsagnar Robin- sons, aðildar Abu Bakrs að stjórn- inni og nýrra kosninga. marka samskipti hans við umheim- inn. Abu Bakr, sem talinn er njóta stuðnings Líbýumanna, hefur haft aðsetur í sjónvarpsstöð landsins sem menn hans náðu á sitt vald. Hann hvatti í gær til þess að Jimmy Carter, fyrrum Bandaríkjaforseti, og öldungadeildarþingmaðurinn Jesse Jackson reyndu að koma á málamiðlun í „ þessu litla fjöl- skyldurifrildi“ eins og skæruliða- leiðtoginn lýsti ástandinu. Uppreisnarmenn i Líberíu sækja að forsetahöllinni í Monróvíu: Bandaríkin vilja að Sameiii- uðu þjóðirnar stilli til friðar ir því að efnt yrði til fundar í örygg- isráði Sameinuðu þjóðanna vegna stríðsins í Líberíu. Hann kvaðst vona að samtökin myndu hafa milli- göngu um vopnahlé í landinu. Slíkt væri nauðsynlegt þar sem mikil hætta væri á að nýtt stríð brytist út í landinu eftir að Doe forseti félli vegna deilna hinna stríðandi fylkinga uppreisnarmanna. Abid[jan, Monróvíu, London, Washington. Reuter. UPPREISNARMENN í Líberíu hafa náð á sitt vald hverfi er- lendra sendiráða í Monróvíu, höfuðborg landsins, og nálgast forsetahöllina, þar sem Samuel Doe forseti og hundruð her- manna hans hafa búið sig til varnar. Liðsmenn Does gerðu heiftarlega gagnárás síðdegis með eina skriðdrekanum sem þeir ráða yfir og náðu aftur á sitt vald hluta miðborgarinnar en vígstaðan var þó óljós í gær- kvöldi. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði að Bandaríkjastjórn hefði óskað eft- ir því að Sameinuðu þjóðirnar hefðu milligöngu um vopnahlé í landinu. borginni á mánudagsmorgun, held- ur uppreisnarmenn, klæddir bún- ingum hersins. Ringulreið og skálmöld ríkir í borginni og þúsundir manna flýja hana á degi hveijum. íbúarnir eru skelfingu lostnir vegna fjöldamorð- anna, sem framin voru í fyrradag. Herman Cohen, aðstoðarutanrík- isráðherra Bandaríkjanna, sagði að Bandaríkjastjórn hefði beitt sér fyr- Noregur: * Afengissmygl eykst Ósló. Frá Helge Serensen, fréttaritara Morguilblaðsins. FYRSTU sex mánuði ársins gerðu yfirvöld á Óslóarsvæðinu upp- tækt tíu sinnum meira af smygluðu áfengi en á sama tímabili í fyrra eða um 39.000 lítra. Um síðustu helgi fannst að auki vöru- flutningabíll með 15.000 lítrum í bænum Drammen svo að ekkert lát er á straumnum. Varningurinn kemur að mestu frá Suður-Evrópu þar sem lítrinn af léttvíni kostar sem svarar 100- 150 ÍSK en hægt er að fá allt að tífalt meira fyrir vínið á svarta- markaði í Noregi þar sem ríkið tollar áfengi óspart. Sumir smygl- arar eru sagðir þynna,mjöðinn til að auka gróðann. „Sennilega eru fleiri komnir í smyglið en við höfum líka breytt um aðferðir og klófestum fleiri,“ segir embættismaður hjá tollgæsl- unni, Tom Erik Grannes. Hann segir að yfirvöld einbeiti sér nú að stórsmyglurum og gengst við því að venjulegir ferðamenn á millilandafeijunum eigi því auð- veldara en áður með að laumast í land með eina og eina flösku, eftirlitið sé minna. Grannes segir að umferðar- þunginn yfir sænsku landamærin sé orðinn svo mikiil að skyndileit öðru hveiju hafi lítil áhrif á heildarsmyglið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.