Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1990 25 ■ SKIPULAGÐAR ferðir um verslunarmannahelgi á vegum Ferðafélags Islands eru margar. Fyrst mætti nefna Þórsmerkur- ferð og í þeirri ferð verður boðið upp á gönguferð um Fimmvörðu- háls. Gengið verður frá Skógum til Þórsmerkur og tekur um átta klukkustundir að ganga þessa leið. Gist verður í tjöldum í Langadal og í Skagfjörðsskála fyrir þá sem vilja gista í húsi. Boðið verður upp á gönguferðir um Mörkina alla dagana. Ferðafélagið tekur tak- markaðan fjölda fólks inn á umsjón- arsvæði sitt í Þórsmörk og eru tjaldstæði þegar fullbókuð um verslunarmannahelgina._ Ferð verð- ur inn að Lakagígum. í þeirri ferð verður gist í svefnpokaplássi á Kirkjubæjarklaustri og farnar dagsferðir þaðan inn að Lakagíg- um annan daginn og hinn að Öðul- brúará, meðfram henni að Mikla- felli. Fornt gljúfur Hverfísfljóts verður einnig skoðað. Með í þessari ferð verður Jón Jónsson, jarð- fræðingur, en hann hefur stundað rannsóknir á þessu svæði um ára- bil og þekkir það flestum betur. Á mánudag verður ekið um Fjalla- baksleið syðri til Reykjavíkur með viðkomu við Álftavatn. Há- lendisferð verður að miðju landsins þar sem gist verður í sæluhúsi Ferðafélagsins við Nýjadal á Sprengisandi. í þessari ferð verður annan daginn gengið um Vonar- skarð en hinn er gönguferð á Trölladyngju sem er stærsta gos- dyngja landsins. Venjuleg helgi er of skammur tími fyrir skoðunarferð af þessu tagi og ætti fólk að athuga þetta einstaka tækifæri til þess að skoða sig um á þessu forvitnilega hálendissvæði vestan Vatnajökuls. Hefðbundin ferð til Landmanna- lauga er í boði þessa helgi. Þar er gist í sæluhúsi Ferðafélags ís- lands í Laugum og farnar dags- ferðir þaðan. Ekið verður að Eldgjá og gengið inn eftir gjánni að Ófærufossi. Fleira verður skoðað á sjálfu Laugasvæðinu, en af nógu er að taka á þessu litríkasta fjall- lendi landsins. Brottför í allar ferð- irnar er frá Umferðarmiðstöðinni klukkan 20 föstudaginn 3. ágúst og komutími á mánudag er milli klukkan 18 og 19. ■ SKEMMTISTAÐURINN Tveir vinir og annar í fríi efnir til tónleikahátíðar um verslunar- mannahelgina. Það verður byijað á miðvikudagskvöld, því þá skemmtir Rokkabillyband Reykjavíkur. Fimmtudagskvöldið verður blús- kvöld sem endranær og leika þá Blúskjammar ásamt Sigurði Sig- urðssyni, söngvara og munnhörpu- leikara. Föstudagskvöldið skemmtir svo sveiflusveitin íslandsvinir og koma aftur fram á laugardags- kvöldið því þá skemmta tvær hljóm- sveitir, Islandsvinir og hljómsveitin Sprakk. Sprakk heldur svo uppi Ijörinu á sunnudagskvöld og verður þá opið til klukkan 3. Svanurínn fór fyrstur Svanurinn, kaupskip skipafélags- ins Ness hf., hefur að öllum líkind- um verið fyrsta íslenskra skipið sem sigldi suður fyrir Afríku, en ekki Hvalvíkin eða Saltnes, eins og hald- ið hefur verið fram í Morgunblað- inu. Svanurinn fór fyrir Góðrarvon- arhöfða 1974. Þá mun ísborgin hafa farið þessa leið á undan Hvalvík og Saltnesi og aftur síðar eftir eigendaskipti og þá undir nafn- inu Suðri. Þá hefur blaðinu verið bent á að Mánafoss hafi siglt undir íslenskum fána til Ástralíu fyrir mörgum árum, að líkindum fyrst íslenskra skipa. Leiðrétting í FRÉTT Morgunblaðsins af gjöf þýska bjórframleiðsju-fyrirtækisins „Becks Beer“ til „Átaks um land- græðsluskóga 1990“ misritaðist ijárupphæðin. Hið rétta er að hún var krónur 500 þúsund og hyggst fyrirtækið veita sömu upphæð aftur næsta ár. FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 31. júlí. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 77,00 59,00 73,44 47,699 3.502.986 Þorskur/st. 94,00 94,00 94,00 0,789 74.166 Smáþorskur 30,00 30,00 30,00 1,338 40.140 Ýsa 85,00 65,00 75,70 54,024 4.089.823 Karfi 31,00 29,00 29,12 3,899 113.551 Ufsi 31,00 18,00 25,24 11,626 293.480 Steinbítur 80,00 80,00 80,00 2,705 216.440 Langa 38,00 38,00 38,00 0,100 3.819 Lúða 180,00 110,00 162,50 0,020 3.250 Grálúða 17,00 17,00 17,00 0,006 102 Koli 39,00 39,00 39,00 0,208 8.112 Keila 18,00 15,00 15,02 0,542 8.151 Skata 4,00 4,00 4,00 0,027 108 Skötuselur 180,00 180,00 180,00 0,163 29.340 Kinn/gel. 160,00 160,00 160,00 0,018 2.880 Smáufsi 12,00 12,00 12,00 2,545 30.540 Samtals 66,95 125,712 8.416.888 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskursl. 60,00 24,04 77,31 34,132 1.773.719 Ýsa sl. 135,00 45,00 71,11 0,935 66.487 Karfi 30,00 15,00 24,21 45,940 1.112.357 Ufsi 37,00 15,00 27,17 42,087 1.143.442 Hlýri/Steinb. 77,00 61,00 63,43 3,949 250.490 Langa 46,00 20,00 35,92 0,962 22.919 Lúða 300,00 140,00 196,24 0,666 130.695 Skarkoli 57,00 20,00 32,44 0,651 21.117 Keila 20,00 20,00 20,00 0,106 2.120 Skata 65,00 15,00 41,09 0,069 2.835 Skötuselur 360,00 360,00 360,00 0,023 8.280 Grálúða 59,00 49,00 56,32 3,335 187.875 Blandað 15,00 15,00 15,00 0,039 570 Undirmál 30,00 10,00 29,10 2,433 71.229 Samtals 360,00 10,00 38,39 125,261 4.609.035 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 106,00 56,00 74,58 19,283 1.438.277 Ýsa 71,00 50,00 68,86 17,735 1.221.176 Karfi 26,00 23,00 25,70 3,610 92.779 Ufsi 50,00 15,00 ‘19,20 7,971 153.094 Steinbítur 30,00 30,00 30,00 0,033 990 Hlýr/Steinb. 57,00 57,00 57,00 0,950 54.140 Langa 47,00 40,00 41,39 0,724 29.968 Lúða 330,00 220,00 259,33 0,126 32.675 Skarkoli 71,00 69,00 70,00 0,709 49.631 Keila 20,00 11,00 11,25 1,291 14.525 Skata 50,00 50,00 50,00 0,330 16.500 Skötuselur 355,00 90,00 148,00 0,072 10.720 Öfugkjafta 10,00 10,00 10,00 0,214 2.140 Hlýri 57,00 57,00 57,00 0,066 3.762 Grálúða 39,00 39,00 39,00 0,131 5.109 Undirmál 70,00 31,00 43,72 1,666 72.838 Samtals 58,24 54,912 3.198.334 Þverá/Kjarrá rauf 1000 laxa múrinn ÞVERÁ í Borgarfirði varð fyrst laxveiðiáa til að íjúfa 1000 laxa múrinn. „Það gerðist í gærmorg- un og útlitið er nokkuð gott ef vatnið eykst í ánni á næstunni, áin er orðin ansi vatnslítil, en það er talsvert af fiski í henni og allt- af eitthvað að ganga,“ sagði Jón Olafsson einn leigutaka árinnar í samtali við Morgunblaðið. Þverá og efri hluti hennar Kjarrá gáfu rétt um 1300 laxa allt síðasta sumar, því eru horfur á því að gagnstætt því sem stefnir í víðast hvar um landið, muni Þverá gefa meira í ár en í fyrra. Laxá í Kjós í öðru sæti „Hér eru komnir um 900 laxar á land og hefur gengið vel að undanförnu. Þó mætti fara að rigna, áin er að bytja að verða of lítil. Flugan hefur verið sterk síðustu vikurnar,“ sagði Ásgeir Heiðar staðarleiðsögumaður við Laxá í Kjós í samtali við Morgun- blaðið. Hann sagði talsvert vera af laxi og hann væri dreifður um alla á. Svæði 1, 2 og 4 hefðu þó verið sýnu líflegust að undanf- örnu. Langá í góðu lagi Þeir Runólfur Ágústsson veiði- vörður við Langá og Ingvi Hrafn Jónsson voru sammála um að veiðin væri alveg hreint skamm- laus í Langá, þar veiddust þetta 15 til 30 laxar' á dag og væru komnir um 600 laxar á land og er það sérstaklega gott með tilliti til slapprar byijunar í ánni í vor. Fjórði hver fiskur til þessa er heimt seiði úr gönguseiðaslepp- ingu í fyrra og þykir mönnum það vera góð tíðindi. Veiðin skiptist þannig í Langá, að 360 voru komnir af neðsta svæðinu, 160 af miðsvæðum Ingva Hrafns og um 60 fiskar af Fjallinu sem er furðu gott, en skýringin mun vera hið ákjósanlega ástand árinnar og jafnt rennsli hennar og hita- stig í sumar, þökk sé náttúrunni og vatnsmiðlunarstíflunni í Langavatni. Horfur í Langá eru góðar, því þeir Runólfur og Ingvi - segja smágöngur koma á hveiju flóði. Sólargeisli fyrir norðan „Þetta liefur gengið vel hjá okkur, en smálaxinn mætti fara að skila sér í ríkari mæli. Alls munu komnir milli 150 og 160 laxar á land og meðalþunginn til þessa er trúlega um 12 pund og sá stærsti vóg 20,3 pund,“ sagði Sigurður Hafliðason stjórnarmað- ur Stangaveiðifélags Siglufjarðar um veiðina í Fljótaá í Fljótum það sem af er sumri. í fyrra gaf áin 329 laxa og var það met. Menn velta nú fyrir sér hvort að metið haldi, en meðalveiði í þessari á hefur alla tíð verið innan við 150 laxar á sumri. „Hér hafa gerst ævintýri í sumar. Einn þurfti að veiða standandi á hækjum og fékk 6 laxa á hálfum degi, engan und- ir 10 pundum. Og um daginn komst ég ekki út í á og sendi konu mína eina. Hún kom heim að kvöldi með þrjá 13 punda fiska!,“ sagði Sigurður. Ágætlega hefur einnig aflast í Flókadalsá í Fljótum að sögn Sigurðar og hafa nokkrir laxar um 20 punda veiðst. GG Enn er veiðin í Rangánum lygasögu líkust og nú er það smálax- inn sem gengur á degi hverjum. Þessir kappar voru nýlega eina helgi og drógu 20 laxa, f.v. Þórarinn Sigþórsson, Aðalstcinn Pét- ursson, Þröstur Elliðason og Stefán Jón Hafstein. Þjóðhátíð Vestmannaeyja: Undirbúningur á lokasturi Vestmannaeyjum. 11 ' ■ ** ÞJOÐHÁTIÐ Vestmannaeyja verður haldin um verslunarmannahelg- ina að vanda. Það er Iþróttafélagið Þór sem stendur fyrir hátíðinni að þessu sinni og verður vel vandað til allra þátta hátíðahaldanna. Undirbúningur hefur staðið yfir síðustu vikurnar og þessa dagana er verið að leggja lokahönd á alla mannvirkjagerð í Heijólfsdal. Iþróttafélögin í Eyjum, Þór og Týr, skiptast á að halda hátíðina. I fyrra voru það Týrarar sem sáu um hátíðina en nú eru það Þórarar og hafa þeir því haft í nógu að snúast nú. Allt undirbúningsstarf fyrir hátíðina er unnið í sjálfboða- vinnu sem hefst í byijun júlí og stendur fram að Þjóðhátfð. Þessi vinna fer að mestu fram á kvöldin og um helgar nema síðustu dagana þegar unnið er myrkranna á milli. Leiðinlegt veður í júlí hefur tor- veldað undirbúning Þjóðhátíðar og hefur austanáttin reynst Þórurum erfið. Þrisvar sinnum hefur þurft að byija frá grunni við smíði mann- virkjanna því allt hefur fokið um koll í Dalnum. Þórarar hafa þó ekki látið þetta á sig fá og halda ótrauð- ir áfram í þeirri trú að veðurguðirn- ir breyti um takt og láti hátíðar- gesti í Heijólfsdal njóta veðurblíðu um verslunarmannahelgina. Þór Vilhjálmsson, formaður Þórs, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann væri bjartsýnn á góða Þjóð- hátíð. Veðrið færi að lagast og um miðja viku yrði komin dúndrandi blíða. Hann sagði að svo virtist sem mikill straumur yrði á hátíðina, ef marka mætti fyrirspurnir sem þeim hefðu borist. Hvassviðri drægi ekk- ert úr þeim. „Við erum alltaf fegn- ir þegar Þjóðhátíðin er búin að fjúka, eins og við köllum það þegar allt fer til íjandans hjá okkur, því það hefur aldrei brugðist að ef hún er búin að fjúka einu sinni á meðan undirbúningur varir þá fýkur hún ekki aftur á meðan hátíðarhöldin standa yfir. Nú er hún búin að fjúka þrisvar svo þetta hlýtur að vera pottþétt." Gunnar Andersen, framkvæmda- stjóri Þjóðhátíðarnefndar, sagði að það væri í mörg horn að líta rétt fyrir Þjóðhátíðina. Þjóðhátíðar- nefnd hefði starfað síðan um ára- mót en nú væri lokahnykkurinn í starfinu. “Við heijum yfirleitt und- irbúning snemma árs. Þá er farið að huga að skemmtikröftum og þvíumlíku en undirbúningur í Daln- um hefst ekki fyrr en mánuði fyrir Þjóðhátíð. Við erum með topp skemmtikrafta í ár. Aðalhljómsveit- in er Stjórnin, með Sigríði Beinteins og Grétar Örvarsson í fararbroddi. A litla danspallinum eru það Gömlu brýnin sem halda uppi fjörinu. Auk þess þá verða hljómsveitirnar, Kombó Karls Örvarssonar, Sterti- menn, Mömmustrákar og fleiri. Af öðrum skemmtikröftum má nefna Bubba Morthens, Bjartmar Guð- laugsson, eftirhermur, brúðubílinn FYRSTA rekustungan að við- byggingu við Safnahúsið á Húsavík var tekin síðastliðinn miðvikudag, af Finni Kristjáns- syni, safnverði, að loknu ávarpi formanns safnstjórnar, Halldóri Kristinssyni, sýslumanni. Hin nýja bygging á að hýsa sjó- minjasafn, landbúnaðai-véla- og tækjasafn og er byggingin að gólf- fleti um 600 fermetrar. Lausafé Safnahússins, sem er að miklu leyti arfur frá upphafsmanni byggingar Safnahússins, Jóhanni heitnum Skaptasyni, fyrrv. sýslu- manni, og konu hans, Sigríði Víðis Jónsdóttur, hrekkur langt til að greiða þann áfanga, sem nú er hafinn, sem er neðri hæð bygging- arinnar og milligangur að hinni eldri byggingu. Samið hefur verið og svo mætir Arni Johnsen með gítarinn og stjórnar brekkusöng. “ sagði Gunnar. Gunnar sagði að flugfélögin væru búin að setja upp margar ferð- ir til Eyja um helgina og einnig yrði Heijólfur i stanslausum ferðum milli Eyja og Þorlákshafnar. Hann sagði að forsala aðgöngumiða væri^ hafin og hefði gengið vel en einnig væri að hefjast sala á pakkaferðum, hjá Flugleiðum, Arnarflugi og BSÍ, þar sem fólk gæti keypt ferðir og aðgöngumiða í sama pakkanum á góðu verði. . „Það er ekki dýrt á Þjóðhátíðna í ár. Við hækkuðum aðgangseyrinn ekkert frá því í fyrra og kostar aðgöngumiðinn 6000 krónur. Inni- falið í því er öll skemmtun, tjald- svæði og önnur þjónusta sem veitt er á svæðinu. Eg held að það megi því með sanni segja að þetta er ódýrasta útiskemmtunin um helg- ina,“ sagði Gunnar. við verktakann, Stefán Óskarsson, ,Rein, en hann vinnur verkið fyrir 22,8 milljónir króna og á að skila því að ári liðnu. — Fréttaritari Morgunblaðið/Silli Halldór Kristinsson (lengst til vinstri), Helgi Bjarnason og Finnur Kristjánsson við fyrstfP rekustunguna að viðbyggingu Safnahúss á Húsavtk. - Grimur. Byrjað á viðbyggingu Safnahúss Húsavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.