Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1990 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1990 23 flírrgmiiMalii Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 90 kr. eintakið. Fyrirgreiðsla á vegiim Byggðasto fnimar Arsskýrsla Byggðastofn- unar fyrir árið 1989 er nýbirt. Þar er hlutverki stofn- unarinnar lýst sem tvíþættu. Annars vegar sé hún um- fangsmikil lánastofnun en hins vegar þróunarstofnun. Þá segir, að lánveitingar á markaðskjörum teljist varla til fjárhagslegrar aðstoðar en langmest af fjármagni stofn- unarinnar sé erlent lánsfé og verði útlánakjör að taka mið af því. Nú sé auðvelt að fjár- magna skynsamlega nýfjár- festingu með aðstoð hefð- bundinna fjárfestingarlána- sjóða og banka. Síðan segir orðrétt: „Lánakjör eru þar síst verri en þau sem Byggða- stofnun getur boðið. Menn lfta hins vegar til Byggðastofnun- ar í þeirri von að hún horfi öðru vísi á mál með tilliti til áhættu af lánveitingum en bankar og aðrir fjárfestingar- sjóðir, en það getur hún því miður ekki gert lengur. Þær væntingar sem til stofnunar- innar eru gerðar eru þannig í mótsögn við hinn blákalda raunveruleika fjármálaheims- ins sem hún starfar í.“ Síðar í skýrslunni er því lýst að stofnunin hafi orðið að afskrifa 243 milljónir króna af kröfum sínum, hlutafé og ábyrgðum á síðasta ári. Þá hafi hún orðið að taka á sig afföll vegna Hlutafjársjóðs, sem núverandi ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar kom á laggirnar, og hún þurfi að axla fleiri byrðar vegna þess sjóðs, sem muni enn rýra eigið fé stofnunarinnar. Þá segir orðrétt: „Nú er komið að þeim mörkum að ekki verð- ur komist hjá því að gjör- breyta um stefnu í útlánum stofnunarinnar því að frekari áhættusamar lánveitingar geta lent á ríkissjóði. Tap stofnunarinnar á síðastliðnu ári nam 160 milljónum króna og eigið fé stofnunarinnar rýrnaði um 8,8% á mæli- kvarða lánskjaravísitölu.“ Hin tilvitnuðu orð sýna, að þeir sem stjórna Byggðastofn- un sjá, að ekki dugar fyrir stofnunina að halda áfram á þeirri braut að veita lán á verri kjörum en stofnunin sjálf nýtur. Það gengur að minnsta kosti ekki nema ákvarðanirn- ar byggist á yfirlýstri stefnu ríkisstjórnar og Alþingis um að skattgreiðendur eigi að borga það sem á milli ber. Þá er þeim ljóst, að stofnunin getur ekki staðið undir þeim böggum sem á hana eru lagð- ir vegna starfsemi Hlutafjár- sjóðs. Ber að fagna því að forystumenn Byggðastofnun- ar taki þannig af skarið og segist ekki ætla lengur að haga fyrirgreiðslu sinni með sama hætti og til þessa. Sú spurning vaknar hins vegar, hvort Byggðastofnun fær að breyta stefnu sinni í sarhræmi við það, sem í árs- skýrslu hennar segir. Stofn- unin hefur löngum verið ákaf- lega háð ríkisstjórn á hveijum tíma og má rekja það til uppr- una hennar í Framkvæmda- stofnun ríkisins. Ráðherrar líta gjarnan þannig á að pen- ingaleg vandræði eigi að flokka undir byggðamál og þess vegna eigi að leysa þau i'Byggðastofnun. Raunar má segja, að ein af meginstoðum núverandi stjórnarsamstarfs sé millifærslukerfið sem kom- ið var á fót haustið 1988. Með því kerfi var erfiðum ákvörð- unum um framtíð einstakra fyrirtækja einungis skotið á frest með Hlutafjársjóð og síðan Byggðastofnun sem millilið. Þessi hluti skýrslu Byggða- stofnunar beinir athyglinni að því, hvort ráðherrar og þing- menn séu reiðubúnir til að samþykkja að byggðalán verði ekki framvegis veitt með betri kjörum en önnur lán. Á það mun reyna og ættu höfundar skýrslunnar að gera opinber- lega viðvart í hvert sinn sem þeir verða fyrir kröfum um að brjóta gegn boðskap og fyrirheitum ársskýrslunnar. Við viljum félagslegt öryggisnet en einnig leið til að komast áfram - segir Young lávarður, einn nánasti ráðgjafi Margaret Thatcher „VIÐ ÆTTUM að flýta okkur hægt við að sameina 12 ólíkar þjóðir í eitt ríki,“ segir Young lávarður, fyrrum varaformaður breska Ihalds- flokksins, um þróunina í Evrópubandalaginu (EB). Lávarðurinn, sem var staddur hér á landi í síðustu viku, segir að ólíkar áherslur í málum bandalagsins snúist um tvær leiðir. Annars vegar hvort stefna beri að stjórnarfarslegri einingu ríkjanna tólf með tilheyrandi miðstýringu eða myndun laustengdara bandalags sem e.t.v. geti síðar spannað alla álf- una. Young lávarður telur rangt að saka Margaret Tliatcher forsætis- ráðherra um stífni í Evrópusamstarfinu og vísar ásökunum um öfga- fulla hægristefnu á bug; Thatcher fylgi í reynd miðjustefnu, jafnvel vinstra megin við miðjuna á stundum. Hann telur stéttaskiptingu ekkí lengur jafn rígskorðaða í Bretlandi og fyrr; hafi menn hæfíleika geti þeir yfirleitt komist áfram. Morgunblaðið/Bolli Kristinsson Young lávarður dvaldist rúma viku á íslandi ásamt eiginkonu sinni. Hann sagði þau harðánægð með ferðina og vonandi ættu þau eftir að koma hingað oftar. A myndinni sést lávarðurinn með einn af löxunum sem hann veiddi er hann brá sér í Laxá í Kjós; til vinstri er veiðifélaginn, Jóhann Óli Guðmundsson, forsljóri Securitas. David Ivor Young, sem var aðlað- ur 1984 og heitir nú Young lávarð- ur af Graffham, er stjórnarformað- ur nokkurra alþjóðlegra stórfyrir- tækja í Bretlandi en mun verða aðalráðgjafi Thatcher við næstu þingkosningar er verða ekki seinna en 1992. Lávarðurinn, sem er 58 ára gamall, á sæti í lávarðadeild breska þingsins en hefur aldrei set- ið í neðri málstofunni. Foreldrar Youngs lávarðar voru innflytjendur; faðirinn Lithái en móðirin þýsk. Hann er lögfræðingur að mennt, hefur lengst af stundað kaupsýslu- störf og verið einn af nánustu sam- starfsmönnum og ráðgjöfum Margaret Thatcher forsætisráð- herra frá 1979. Hann varð ráðherra án ráðuneytis 1984, atvinnumála- ráðherra 1985-1987 og viðskipta- og iðnaðarráðherra 1987 til 1989 er hann sagði af sér ráðherradómi til að helga sig öðrum störfum. Sama ár var hann kjörinn vara- formaður Ihaldsflokksins en sagði af sér fyrir tveim vikum. Hann hef- ur oft verið nefndur sem einn af mögulegum arftökum Thatcher. Young lávarður var talinn eiga mik- inn þátt í sigri íhaldsmanna í þing- kosningunum 1987 en hann var einn af helstu skipuleggjendum kosningabaráttunnar. Bretar og Evrópusamstarfið Thatcher hefur oft staðið ein gegn öðrum EB-leiðtogum þegar rætt hefur verið um hraðari samein- ingu ríkjanna. Young lávarður var spurður hvort búast mætti við að Thatcher hleypti öllu í bál og brand með þijósku sinni á leiðtogafundi EB í desember þar sem fjalla skal um tillögur að auknu samstarfi á ýmsum mikilvægum sviðum og breytingar á stjórnarskrá banda- lagsins. „Nei og þetta er alls ekki spurn- ing um neina þijósku eða stífni hjá Thatcher, það er einfaldlega nauð- synlegt að fólk hugsi sig vandlega um. Eg hygg að það fari menn að gera, Velta fyrir sér vandanum á raunhæfan hátt. Thatcher hefur boðað heilbrigða skynsemi, spurt hvað sé raunverulega átt við með sameinaðri Evrópu. Svar hinna leið- toganna á Dublin-fundinum í maí var að þeir hefðu ekki hugsað mál- ið til enda, það væri bara tekið svona til orða. Við viljum að rætt sé um hvaða skref eigi að taka, t.d. hvaða hlutverk þing einstakra landa eigi að hafa, það er eftir að fara yfir öll þessi mál, öll smáatrið- in. —Þetta er ekki bara eyjar- skeggjahugsun Breta sem stingur upp kollinum, fyrir fram tapað stríð ykkar gegn öllum hinum EB-ríkjun- um? Nei við viljum einingu Evrópu. En við viljum að starfið takist vel, tekið sé eitt skref í einu og aðstæð- ur síðan kannaðar áður en lengra er haldið. Sé of miklum væntingum, óframkvæmanlegum hugsjónum, haldið á loft um Evrópusamstarfið, væntingum, sem ekki er hægt að uppfylla, geta vonbrigðin orðið enn sárari en ella. Þegar hinar þjóðirnar fara að huga betur að staðreyndun- um fáum við fleiri liðsmenn. Þetta er alls ekki tapað stríð; að undanf- örnu höfum við unnið allar orr- usturnar, við skulum spyija að leikslokum. En auðvitað verður fundin einhver málamiðlun, lausn sem verður vafalaust fjarri því að vera eins og viljum, einnig gerólík ítrustu óskum annarra aðila!“ Þetta er fyrsta heimsókn Young lávarðar hingað til lands. Er hann var spurður hvort hann ráðlegði Islendingum að sækja um aðild að EB sagðist hann alls ekki vilja gefa okkur nein ráð, við værum fullfær um að taka ákvarðanir sjálf. Hins vegar sýndist honum ljóst að þjóð sem réði yfir svo miklum náttúru- auðæfum hlyti að spjara sig vel, hvort sem hún yrði í bandalaginu eða utan þess. Breska sýkin Young lávarður sagðist þess full- viss að Thatcher sigraði í næstu kosningum, þrátt fyrir hrakspár og deilur að undanförnu. Á miðju kjörtímabili kæmu oft upp einhveij- ir erfiðleikar, stjórnmál snerust að nokkru um að komast í sviðsljósið, en hann teldi enga hættu á klofn- ingi í röðum íhaldsmanna. Er spurt var hvort 11 ára stjórn Thatcher hefði nægt til að vinna bug á „bresku sýkinni“ er svo var nefnd á sjöunda og áttunda ára- tugnum; verðbólgu, atvinnuleysi, verkföllum og almennri efnahags- hnignun, svaraði hann: „Við höfum það betra núna, sótthitinn er horf- inn og við erum að ná okkur! Ég efast um að sýkin nái sér aftur á strik hjá okkur ef Thatcher sigrar í næstu kosningum. En við höfum kannski smitað aðrar þjóðir! Við ættum ekki að láta sjálfumgleðina ná tökum á okkur en ég tel að unga fólkið í Bretlandi sé mjög ólíkt fyrri kynslóðum og tel ekki hættu á að við dettum í sama farið á ný.“ —Eru, breskir íhaldsmenn á móti velferðarríkinu? „Alls ekki en sjáðu til, ég tel að á undanförnum áratugum hafi um- fang velferðarkerfisins verið aukið svo mjög að hvatinn til að bjarga sér hafi minnkað. Atvinnuleysis- bætur hækkuðu sífellt; tekjur sumra lækkuðu við að fá vinnu. Við urðum að lagfæra kerfið, sem er mjög umsvifamikið og krafðist æ meiri skattheimtu, en við erum ekki á leið í sömu átt og Bandaríkja- menn. Við erum því alls ekki á móti velferðarríkinu sem slíku en viljum gera á því bragarbót. Félags- legt öryggisnet handa þeim sem minna mega sín þarf að vera til, þarfnast stöðugt endurbóta, en það má ekki jafnframt bijóta í sundur stigann sem fólk notar til að kom- ast upp, ekki loka leiðinni til að komast áfram í lífinu. Það sem gerðist fyrstu áratugina eftir síðari heimsstyijöld var að öryggisnetinu var komið fyrir við efsta þrep met- orðastigans. Fólk hætti að nota hann.“ Menntakerfi í molum? —Það er rifist harkalega um menntastefnu í Bretlandi. Er skóla- kerfið í molum? „Það er of mikið sagt en mennt- un hefur á ýmsan hátt hrakað síðustu tvo áratugina og þess vegna urðum við íhaldsmenn að taka nokkuð stórt upp í okkur. Vandinn er sá að iðnfræðsla var á sínum tíma færð út úr skyldunáminu. Bóknámið var sett í hásætið. Ég hef lengi verið sannfærður um að hefðbundið bóknám á ekki við meirihluta ungs fólks. Meirihlutinn vill að augljósar og raunhæfar or- sakir séu fyrir náminu, hægt sé að nota það í lífinu. Við breyttum þessu og árangurinn er að koma í ljós. Við viljum líka að markaðslögmálin láti að einhverju leyti til sín taka í ríkisskólunum. Við ætlum því að gera ríkisskólunum kleift að gerast sjálfstæðir, verða sjálfseignarstofn- anir án afskipta ríkisvaldsins af daglegum rekstri. Ríkið mun greiða laun kennaranna en fólk fær að velja skóla og mun að sjálfsögðu senda börnin í þá sem vel eru rekn- ir; hinir skólarnir lognast út af.“ Stéttaskipting að víkja —Mörgum Islendingum finnst stéttaskiptingin í Bretlandi undar- leg ... „Helstu gagmýnendur stétta- skiptingar hjá okkur hafa verið Bandaríkjamenn. Sjálfir hafa þeir komið sér upp afar háþróuðu stétta- samfélagi en þar eru forsendurnar fyrir skiptingunni aðrar; staða manna fer eftir peningaeign þeirra. Samfélag manna snýst um það hve ólík við erum á óteljandi vegu, það er ekki einsleitni sem ræður ríkjum. Ég þekki of lítið til íslands til að dæma ykkar samfélag en ég hef grun um að hér sé til fólk sem tel- ur sig betra en annað! Annars held ég að stéttaskiptingin sé að veru: legu leyti að hverfa í Bretlandi. í reynd hefur andúð á stéttaskiptingu orðið sterkur þáttur í menningu okkar undanfarin tuttugu ár. Það er orðinn ókostur að tala með svo- nefndum Oxford-hreim; á sjöunda áratugnum, þegar Bítlarnir sigruðu heiminn, komst í tísku að tala með Liverpool-hreim! Það verður alltaf munur á fólki, eitthvað sem skilur á milli manna, og Bretar hafa lengi verið þekktir fyrir sín stéttarein- kenni en ég er ekki viss um að þau verði eilíf. i Sjálfur kem ég ekki úr neinni ákveðinni stétt, líklega þá helst lægri millistétt, eins og Thatcher, en mér hefur aldrei fund- ist stéttaskiptingin vera mér ein- hver fjötur um fót. Ég er sjálfur sonur innflytjenda og tel ekki að gamla stéttakerfið ráði ferðinni, fólk kemst áfram hafi það vilja og hæfileika." —Nú búa milljónir' manna af öðrum kynþáttum en hvítum í Bret- landi. Er rétt að sporna gegn inn- flutningi frá þriðja heims löndum? „Landið ykkar er á sinn hátt ein- stakt, hér býr nær eingöngu fólk af sama þjóðerni. Síðustu aldirnar hafa bylgjur innflytjenda flætt yfir Bretland öðru hveiju en fyrst og fremst er um að ræða fólk sem komið hefur til landsins frá Vestur- Indíum og Indlandsskaga frá því um 1960. Það eru um tvær milljón- ir múslima í Bretlandi núna, íbúar landsins alls eru um 57 milljónir. Þéssi innflutningur veldur auðvitað ákveðinni félagslegri spennu en mig grunar að vegna þess hve ferðalög eru orðin auðveld og vegna breyt- inga almennt í heiminum sé þetta óhjákvæmileg þróun, að lönd verði byggð mörgum kynþáttum. Þetta gerist einfaldlega fyrr hjá okkur en ýmsum öðrum. Bresk stjórnvöld gera lítið til að sporna við innflutningi, a.m.k. frá samveldislöndunum, þótt deilt hafi verið um hversu mörgum skuli taka við frá Hong Kong og fleiri stöðum. Ég treysti mér ekki til að gefa al- menn ráð í þessum efnum, hver þjóð verður að móta sína eigin stefnu." Thatcher-stefna ekkert harðræði —Fjölmiðlar hafa lengi talað um tvær fylkingar í íhaldsflokkn- um. í annarri eru gallharðir stuðn- ingsmenn markaðshyggju That- cher, menn á borð við þig, í hinni Edward Heath o.fl. sem sagðir eru -nær miðju. Hvernig vérður arftaki Thatcher? „Mér finnst allt of snemmt að ræða um arftaka Thatcher, ég er alls ekki rétti maðurinn til að svara spurningunni. Hún á eftir að vera lengur við völd en flestir halda núna. Deilan milli Thatcher-sinna og annarra hefur að miklu leyti hjaðnað í flokknum, það er býsna erfitt að draga menn í þessa dilka núna. Flokkurinn hefur sameinast um grundvallaratriðin í þankagangi Thatcher. Það er undarlegt að margir skuli tala um Thatcherisma og eiga við einhvers konar hægri- harðstjórn. Sannleikurinn er ein- faldlega sá að við erum rétt við miðjuna, stundum jaýnvel vinstra megin við miðjulínu. Á Ijölmprgum sviðum er núverandi stjórn íhalds- flokksins alls ekki hægristjórn en fylgir nákvæmlega sömu stefnu og fyrri ríkisstjórnir í landinu. Það sem hefur gerst er að á sumum sviðum efnahagsmála hefur okkur tekist að koma á hagkvæmari skipan mála, t.d. lögðum við af þjóðnýt- ingu.“ —Gæti sósíalistinn og mark- aðshyggjumaðurinn Felipe Gonza- les á Spáni verið í flokknum þínum? „Lífið er ekki eins einfalt og það var! Lítum á leiðtoga Verkamanna- flokkanna í Ástralíu og á Nýja-Sjál- andi, þeir eru talsvert lengra til hægri en Margaret Thatcher. Jafn- aðarmenn í Astralíu eru róttækir markaðshyggjumenn í efnahags- málum en jafnframt mjög háðir . verkalýðshreyfingunni og leggja mikla áherslu á velferðarmál, svona er þetta orðið undarlega blandað núna.“ íhaldssókn í félagsmálum —Hver verða helstu baráttu- mál ykkar íhaldsmanna næsta ára- tuginn? „Það verður á sviði félagsmál- anna, þar eru verkefnin. Ekki í efnahagsmálum, ég hygg að þau verði ekki áhyggjuefnið. Thatcher hefur tekist að fá fólk til að sam- þykkja þá grundvallarskoðun að afla beri peninganna áður en þeim er eytt. Eyðslustefna fyrri ríkis- stjórna er úr sögunni. Það er á hinn bóginn margt óunnið enn þá í fé- lagsmálum. Ég get nefnt spurning- ar um lög og reglu, glæpum fjölgar hratt, ráðast þarf á fíkniefnavand- ann, fjölskyldan, máttarstólpinn sjálfur, á í vök að veijast, einstæð- um foreldrum fjölgar gífurlega hratt. Þessi verkefni ættu að vera efst á dagskránni á næstunni, við ættum að huga að grundvelli sam- félagsins." —Þetta eru dæmigerð kosn- ingamál vinstriflokka, ætlið þið ekki að skilja neitt eftir handa Verka- mannaflokknum? „Munurinn á okkur og vinstri- flokkunum er sá að þeir vildu taka ábyrgðina á þjóðfélagsvandamálum frá fjölskyldunni, frá einstakljngn- um og láta ríkið annast þau. Ég tel að afleiðingar þessarar stefnu hafi verið mjög slæmar. Við viljum snúa þessu við og láta einstaklingana bera meiri ábyrgð vegna þess að þegar ríkið er búið að axla ábyrgð- ina er enginn ábyrgur. Það er ein af orsökunum fyrir þessari félags- legu hrörnun, enginn ber ábyrgð- ina.“ Viðtal: Kristján Jónsson. Samninganefnd BHMR: Ekkert nýtt í tillögnm fjár- málaráðherra í fyrrakvöld Hið eina mögulega í framhaldi af tilboði ríkisstj órnarinn- ar til BHMR, sagði fjrmálaráðherra 31. jaii 1990 kí 01100 herra rltaegís 1 g*r 30 ,»e4 íiirmilsrÁ v‘£* Þelm ívnál ttíio ifuníL^ TÍlboc> V^itrtöhtrrL rtokerre 1 kv61d er önretuttítLsttlt TreLí^ ggí|Xi" ;Sf: :s°d.r ■ semlnge-neír.öín or "l wll£SZÍnl1ti%**ln90 “ etnAr «r*unarthrir ,im ynl ab °fn6M ' bteytingar tneint vixl- %áx,.u,a!< AcLate,^________ ** PrsCý***/) <v-vvl 4 W’ /s i i s M Samþykkt sainninganefndar BHMR undirrituð af öllum samninga- nefndarmönnum. RÍKISSTJÓRNIN ræddi setn- ingu bráðabirgðalaga á þriggja tíma fundi sínum í gær eftir að ljóst var í fyrrinótt að ekki næðist samkomulag við Banda- lag háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna um breytingar á kjarasamningi þeirra við ríkið, en Félagsdómur hefur dæmt þeim 4,5% launahækkun frá 1. júlí. Ríkisstjórnarfundinum lauk skömmu fyrir fimm, em þá hófust þingflokksfundii' Alþýðubanda- lagsins og Alþýðuflokksins. Ráð- herrar hinna tveggja ríkisstjórnar- flokkanna, Framsóknarflokksins og Borgaraflokksins höfðu umboð flokka sinna til að leysa málið eft- ir þingflokksfundi í síðustu viku. Forsvarsmenn Vinnuveitendasam- bands Islands og Vinnumálasam- bands samvinnufélaganna hittu forsætisráðherra fyrir ríkisstjórn- arfundinn og kynntu honum svar vinnuveitenda til Alþýðusambands íslands þá um morguninn, þar sem fram kemur að þeir telji sig ekki eiga annan kost en tryggja ASÍ hliðstæða launaþróun og aðrir fái, gangi þessi 4,5% hækkun fram. Annar fundur ASÍ, VSÍ og VMSS hefur verið ákveðinn fyrir hádegi í dag. Samningafundur stóð frani yfir miðnætti í fyrrakvöld og var öll samninganefnd BHMR kölluð saman klukkan hálf tólf að kröfu Ólafs Ragnars Grímssonar, fjár- málaráðherra, til að taka afstöðu til tillagna frá ríkinu til lausnar deilunni, en ríkisstjóminni hafði í upphaflegu tilboði sínu til BHMR sett tímafrest sem rann út þá á miðnætti. Ólafur Ragnar sagði fréttamönnum á tólfta tímanum að þessar tillögur væri það sem hann hefði talið mögulegt að gera í framhaldi af tilboði ríkisstjórnar- innar til BHMR. Hann hefði þá fyrr um kvöldið kynnt forsætisráð- herra þessar hugmyndir. „Okkur kom saman um að ég legði þetta fram hér á elleftu stundu til þeirra og ég óskaði eftir því að þeir köll- uðu samninganefndina saman til að hún hefði tækifæri til að meta það áður en klukkan slægi tólf í bókastaflegri merkingu, hvort þetta dygði til þess að BHMR vildi í alvöru ganga til viðræðna um að gera nýjan samning á þessum grundvelli ,“ sagði hann. Samninganefndinn svaraði til- boðinu klukkan 01.00 i fyrrinótt. Þar segir að samninganefnd sam- flotsfélaga BHMR hafi ijallað um tilboð íj ármálaráðherra strax eftir fund viðræðunefndar félaganna með honum síðdegis. Tilboð fjár- málaráðherra hafi á þeim fundi verið talið ófullnægjandi og þar sem það sé óbreytt sé sú afstaða ítrekuð. Þá er vakin athygli á að BHMR hafi gert kjarasamning í maí 1989 um leiðréttingu á kjörum félagsmanna í áföngum. Frestur hafi verið gefin til júlí 1990 að befja þá leiðréttingu sem standa skyldi í 3-5 ár. Nú biðji ríkkis- stjórnin enn um frest í þetta sinn til 16. september 1991 a. m.k. án þess að gefa nokkra tryggingu um efndir. Samninganefndin sé ekki til viðræðu um slíkt. Síðan er ítrek- ^ aður vilji til að ræða um 15. grein samningsins í því skyni að afnema meint víxlverkunai'áhrif milli kjarasamninga. Undir þessa sam- þykkt ritar öll samninganefndin nöfn sín. Yfírlýsing YSÍ og YMS vegna launahækkunar BHMR: Viðsemjendum vinnuveitenda tryggð hliðstæð launaþróun - gangi hækkunm eftir Vinnuveitendasamband ís- lands og Vinnumálasamband samvinnufélaganna gáfu AI- þýðusambandi íslands eftirfar- andi svar við ósk um endurskoð- un samninga: Alþýðusamband íslands hefur sett fram kröfu um endurskoðun á kaupgjaldsákvæðum gildandi kjarasamnings aðila í kjölfa sérs- takrar 4,5% launahækkunar há- skólagenginna starfsmanna ríkis- og sveitarfélaga í BHMR hinn 1. júlí sl. Krafa þessi er reist á 9. tölulið 10. gr. samningsins, en þar segir, að ein af forsendum samn- ingsins sé sú, að launaþróun ann- arra verði sú sama og gert er ráð fyrir í samningnum. Vinnuveitendur staðfesta, að þeim var fullkunnugt um, að það var af hálfu verkalýðsfélaganna frumforsenda samninga sem mið- uðu að lækkun verðbólgu og vaxta, óbreyttu verði landbúnað- arafurða og tryggara atvinnu- ástands, að allir Jaunamenn sætu við sama borð. Á þessum grund- velli varð samstaða um að visa frá hvers kyns óskum um sérstakar leiðréttingar á kjörum eins hóps miðað við annan eða aðra því slíkar séraðgerðir hefðu gert vonir um árangur í verðlagsmálum að engu. Nú liggur fyrir að einn hópur launþega hefur þegar fengið 4,5% launahækkun umfram aðra og þar með nærfellt tvöfaldað þá launa- hækkun, sem ella hefði orðið á árinu. Ef þessi hækkun gengur fram telja VSÍ og VMS sig ekki eiga annarra kosta völ en að tryggja viðsemjendum sínum hlið- stæða launaþróun. Meiri launahækkunum fylgir ekki aukinn kaupmáttur og því er nauðsynlegt að endurskoða samtímis aðrar forsendur kjara- samningsins að því er varðar verð- lagsmarkið og gengi. Þessar breytingar leiða til aukinnar verð— bólgu, hærra búvöruverðs, hærri vaxta og rýrari afkornu fólks og fyrirtækja. Jafnframt eykst hætta á atvinnubresti á haustdögum. Gangi þetta eftir harma vinnuveit- endur það mjög, því samnings- gerðin í febrúar miðaði öll að því, að forðast það tjón, sem verðbólg--. an veldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.