Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1990 Að flytja út íslenskt bókvit Síðari grein Bókmenntir Ingi Bogi Bogason „íslenskar bókmenntir eiga sömu möguleika og hverjar aðrar,“ segir Gert Kreutzer, prófessor í norræn- um fræðum í Köln. Á undanförnum árum hafa nokkur íslensk verk birst í þýskri þýðingu hjá forlaginu Klein- heinrich í ritröðinni „íslenskar nútímabókmenntir". Tíminn og vat- nið kom út í tvítyngdri útgáfu 1987, Maðurinn býr enn í helli sínum eft- ir Guðberg Bergsson kom út á þessu ári og fyrir bókaþingið í Frankfurt í haust kemur út Grámosinn glóir eftir Thor Vilhjálmsson. Þýðandi allra verkanna er Marita Bergsson en yfirumsjón hefur verið í höndum Gert Kreutzers. — Hugmyndaheimur og um- hverfislýsingar í íslenskum bók- menntum koma þýskum lesendum stundum ankannalega fyrir sjónir. Er gerlegt að þýða íslensk nútíma- verk á þýsku svo vel sé? „Ef við tökum Grámosann sem dæmi þá verður að viðurkenna að þetta verk er sérlega erfitt. Bókin hefur sterk séreinkenni og ies- andinn verður að þekkja ýmislegt til lands og þjóðar til að geta notið hennar. Það getur t.d. verið erfitt að þýða orð um fíngerða blæbrigða- ríka náttúru íslands á þýsku. Á hinn bóginn er hægt að hjálpá les- andanum til að skilja íslenska sögu i: EIGNAMIÐLUNIN H/F — Ábyrg þjónusta í áratugi. Miklabraut - raðhús Gott raðhús sem er tvær hæðir og kjallari u.þ.b. 185 fm. Gróinn og fallegur garður. Arinn í kjallara. Laust strax. Verð 11 millj. 929. Stýrimannastígur Vorum að fá til sölu eitt af þessum gömlu virðulegu húsum. Húsið er járnklætt timburhús, tvær hæðir og ris á steinkjallara. Samtals um 180 fm. Freyjugata Til sölu fallegt timburhús á baklóð. Stærð um 64 fm. Húsið er nýtt sem 2ja herb. íbúð, en ekki teiknað sem íbúð. Verð 3,1 millj. 355. Hringbraut Glæsileg 3ja herb. 82 fm íbúð með góðri lofthæð skammt frá Háskólanum. Verð 6,5 millj. 955. Kaplaskjólsvegur Mjög góð 3ja herb. 71 fm íbúð á 1. hæð. Suðursvalir. Verð 6,2 millj. 956. Atvinnuhúsnæði Skólavörðustígur - atvhúsn. - íbúð Höfum fengið í einkasölu u.þ.b. 90 fm óinnréttað pláss í kjallara í góðu steinhúsi. Plássið gæti hentað sem vinnuaðstaða, verslunar- eða íbúðarhúsnæði. Laust strax. Verð 3,9 millj. Smiðjustígur - skrifstofu- og atvhúsn. Til sölu um 512 fm efri hæð. Hæðin er tilb. undir trév. og málningu. Sérinng. og -hitalögn. Malbikuð bíla- stæði. Svalir fyrir allri norður- og vesturhlið. Hitalögn á svölum og stéttum. Vönduð eign sem hentar fyrir ýmiss konar atvinnustarfsemi. Laust nú þegar. Auðbrekka Atvinnupláss á tveimur hæðum u.þ.b. 280 fm. Inn- keyrsludyr. Selst saman eða í sitt hvoru lagi. Tilvalið fyrir verkstæði eða léttan iðnað. Upplýsingar á skrif- stofu. Starmýri - verslun og þjónusta Til sölu verslunar- og iðnaðarhúsnæði u.þ.b. 185 fm sem er verslun á hæð og lagerpláss í kjallara. Góð bíla- stæði. Þönglabakki :: Vorum að fá í sölu vandaða skrifstofu-/þjónustuhæð u.þ.b. 300 fm í þessu glæsilega húsi í Mjóddinni. Afh. tilb. undir trév. Nánari upplýsingar á skrifstofu. NÝTT: ^ ítarlcj'ar upplýsingar np, mynclir af fasteignum eru í sýninj'argluj'j'a okkar, Síclumúla 21. ----------------------------------------------- FELAG rf^ASTEIGN ASALA SÍIVll 67-90 90 SlÐUMÚLA 21 Sverrir Krislinsson. sölusljciri • Porleifur Guðmundsson. sölum. • Þórólfur Halldórsson. löfifr. • (óiöriiuiiilur Sigurjónsson. liiLrfr. og bókmenntir í aðfaraorðum eða eftirmála. Annars held ég að þótt skilningur Þjóðveija sé oft hugsan- lega annar en íslendinga þá rísi sammannlegu þættirnir upp úr. Viðfangsefni Grámosans er nefni- lega alþjóðlegt. Hér er fjallað um sekt og iðrun, réttlæti og refsingu, samskipti kynjanna og ást.“ — Hveiju leita Þjóðveijar að í íslenskum nútímabókmenntum? Hvaða hugmyndir gera þýskir les- endur sér um land og þjóð þessara bókmennta? „Á seinustu öld var áhuginn á íslandi ofinn saman við áhuga Þjóð- veija á uppruna á eigin menningu og bókmenntum. íslendingar höfðu sem sagt varðyeitt samgermanska sagnaarfinn. Á þessari öld hefur áhugi þýskra lesenda frekar beinst að framandi menningu íslendinga þótt jafnframt hafi eimt af gömlu forsendunum. Þeir uppgötvuðu að ísland var einstök eyja með ein- stakt mannlíf. Hún varð í augum þeirra eins konar draumaeyja sem varðveitti sameiginlegan uppruna, þarna hlytu samgermanskir siðir og venjur að hafa varðveist, allt það sem við höfðum glatað fyrir löngu. Bækur Gunnars Gunnarssonar og Kristmanns Guðmundssonar — og raunar sumar af bókum Halldórs Laxness — sefuðu þessa rómantísku fortíðarþrá Þjóðveija . . .“ — Og nú á dögum? Hvaða þarf- ir, menningarlegar eða félagslegar, gætu bækur Thors, Guðbergs og Einars Más uppfyllt hér í Þýska- landi? „Dæmi eru um bækur sem á of- angreindum forsendum vekja for- vitni þýskra lesenda, Fátækt fólk eftir Tryggva Emilsson er slík bók. Þótt bækur, sem hafa hið liðna ís- land að baksviði, séu enn þýddar á þýsku eru þær samt ekki dæmigerð sýnishoijn ísjenskra nútímabók- mennta. íslensk bókmenntasköpun er nefnilega orðin alþjóðleg vegna aukinna menningarlegra samskipta við útlönd. Ekki má gleyma að ís- land er eitt nútímalegasta þjóðfé- lagið í Evrópu, með ein bestu — ef ekki bestu — lífskjörin. Einmitt í þessu endurspegiast ákveðinn klofningur milli staðreynda um ís- land og hugmynda þýskra lesenda um íslenskt samfélag og bókmennt- ir. íslenskar bókmenntir eru nú á Gert Kreutzer, prófessor í nor- rænum fræðum í Köln. tímum stórborgarbókmenntir. Jafn- vel þótt í þeim sé fjallað um veröld sem var þá einkennist umfjöllunin oftar af áhyggjum vegna framtíðar- innar, sbr. margar bækur Ólafs Jóhanns Sigurðssonar. Hjá yngri höfundunum víkur hið séríslenska æ meira fyrir alþjóðlegum einkenn- um sem felur um leið í sér að verk þeirra hljóta í sívaxandi mæli að verða metin eftir alþjóðlegum mæli- kvörðum. Og ekki má heldur gleyma því að þótt hið séríslenska sé ekki lengur meginviðfangsefnið í íslenskum bókmenntum skiptir það engu að síður miklu máli, hvort sem er fyrir íslenska eða þýska les- endur.“ — Nú hefur þú lagt þig fram um að kynna íslenskar bókmenntir í Þýskalandi, að finna bæði þýðendur og útgefendur. Borgar sig að þýða íslenskar bækur á þýsku? „Þessi spurning beinist í tvær áttir. Ef þú átt við hvort íslenskar bókmenntir séu nógu góðar til að vera þýddar á önnur mál þá er svar- ið skilyrðislaust já. Gæði margra íslensku nútímahöfunda og verka þeirra staðfesta það, bestu íslensku verkin standa öðrum heimsbók- menntum fyllilega á sporði. ELFA háfar úr stáli, kopar og í 5 litum Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28, símar: (91) 622900 og 622901 - Næg bílastæði FráTireinu hagfræðilegu sjónar- miði verður því miður að svara spurningunni neitandi. Það er mikil áhætta fyrir hvaða forleggjara sem er að gefa út skáldverk frá íslandi og enn sem komið er hefur enginn riðið þaðan feitum hesti. Forleggj- arinn gerir þetta meira af hugsjóna- starfsemi en skynsemi og uppsker eftir því. Hann verður að ganga út i ýrá því að ná ekki inn fyrir kostn- aði. Þetta er því staðreyndin. Það að höfundur hefur fengið Nóbels- , verðlaunin er t.d. engin trygging I fyrir því að bækur hans seljist vel. Slíkt verður maður að hafa í huga. Meira að segja bækur Halldórs Laxness hafa tæpast verið nein metsöluverk í Þýskalandi. Vera má að undantekningin í þessu sam- bandi hafi verið einstök verk eftir Gunnar Gunnarsson og Kristmann Guðmundsson. Þetta gildir ekki ein- ungis um íslenskar bókmenntir heldur um norrænar bókmenntir yfirleitt og raunar flestar erlendar bókmenntir þýddar á þýsku. Sem betur fer hafa samt alltaf verið til útgefendur, sem gegn allri skyn- semi eru tilbúnfy að gefa út ís- lenskar bækur. Á allra seinustu árum hefur þeim meira að segja fjölgað. Fyrsta vandamálið sem leysa þarf þegar gefa skal út íslenskt Verk í þýskri þýðingu er að finna hæfan þýðanda. Þýðendur úr | íslensku á þýsku eru ekki á hveiju strái og þeir sem finnast vinna slíkt í hjáverkum. Það getur enginn unn- ið fyrir sér fjörutíu tíma á viku sem löggiltur þýðandi úr íslensku á þýsku. Góð þýðing er þess utan dýr, að baki einni skáldsöguþýðingu getur legið heilt ársverk. I jafn erf- ið verk og og bækur Guðbergs og Thors verður að reikna með mörg- um hundruða stunda vinnu. Þýð- andinn fær hins vegar greitt fyrir hveija þýdda blaðsíðu svo að hagn- aður hans felst í því að eyða sem minnstum tíma í að þýða.“ — Má gera ráð fyrir meiri mögu- leikum fyrir útbreiðslu íslenskra j bókmennta í sameinuðu Þýskalandi framtíðarinnar? „Já. Hingað til hefur útgáfa . íslenskra verka, sem og annarra ' þýddra bókmennta, verið klofin í Þýskalandi. Með sameiningu þýsku > ríkjanna verður hægt að vinna ' markvissar á þessum sviðum sem öðrum. Áður fyrr kom t.d. sama skáldsaga eftir Halldór Laxness út beggja megin þýsku landamær- anna, hjá ólíkum útgefendum. Hér var um hreinan tvíverknað að ræða sem brátt heyrir sögunni til. Með sameiningu þýsku ríkjanna mun góðum þýðendum úr íslensku á þýsku, þótt fáir séu, skyndilega fjölga talsvert. Það fyllir mann vissuiega bjartsýni. Samt sé ég enn ýmis tæknileg ljón á veginum í sam- bandi við þýðingarstarfið. Það er til að mynda mikil hindrun í því að þýða úr íslensku á þýsku að engin almennilega nothæf íslensk-þýsk I orðabók skuli vera til. Þetta leiðir af sér að þýðandinn verður að styðj- ast við, og jafnframt að kunna, eitt- | hvert þriðja mál við starf sitt. Þann- ig verður hann að vinna verk Sitt gegnum íslensk-enska eða íslensk- I danska orðabók. Það er ekki hægt í þessu samhengi að ofmeta nauð- synina fyrir nýja, góða og stóra íslensk-þýska orðabók." — Er skynsamlegt að gera ráð fyrir þeim möguleika að íslenskt skáldverk geti orðið metsölubók? „Metsölubækur eru skipulögð framleiðsla og verða að auki varla til nema með tröllslegri söluherferð. Samt detta bækur öðru hveiju í lukkupottinn og seljast í umtals- verðum mæli. Hugsanlega gætu einhver íslensk nútímaverk átt heima í þessum hópi. Og mér sýn- ist — að því gefnu að eitthvert rétt- læti sé til í bóksölu yfirleitt — að j Grámosi Thors ætti rétt á því að verða þvílík happabók, þess óskar maður bæði Thor og útgefandan- k um.“ — Og hvað tekur við eftir Grá- mosann? j „Það er óljóst enn sem komið er. Margar bækur koma til greina enda er úrval íslenskra nútímaverka ríku- legt. Ég kysi helst af öllu að næst yrði þýtt verk eftir íslenskan kven- rithöfund."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.