Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1990 Neytendafélag og Kaupmannafélag: Deilt um merkingar og geymslu eggja DEILA hefur komið upp milli Neytendafélags Akureyrar og nágrenn- is og Kaupmannafélags Akureyrar vegna könnunar, sem Neytendafé- lagið gerði á meðferð eggja í nokkrum verzlunum á félagssvæði sínu. Neytendafélagið telur að merkingum og geymslu eggjanna sé viða mjög ábótavant, eri Kaupmannafélagið telur ómaklega að sér vegið. I niðurstöðum könnunar Neyt- * endafélagsins, sem birtar voru í síðustu viku, segir að það hafi vakið athygli að í nokkrum verzlunum hafi egg hvorki verið dagstimpluð né höfð í kæli. „Þegar þannig er staðið að málum er verið að spilla eggjunum, leyna neytandann raun- verulegum aldri þeirra og auka hætt- una á fúleggjum. Neytendur ættu að sneiða hjá slíkum söluaðilum við eggjakaup," segir í tilkynningu frá Neytendafélaginu. Þar segir jafn- framt að sumir framleiðendur merki eggin með pökkunardegi, en sleppi síðasta söludegi, sem þó ætti einnig að tíunda, þar sem mislangt geti verið á milli varpdags og pökkunar- dags. „Ekki er heldur ólíklegt að þessir framleiðendur sleppi upplýs- ingum um síðasta söludag, vegna þess hve misvel verzlanirnar með- höndla eggin, og þeir treysti sér ein- faldlega ekki til að ábyrgjast gæði framleiðslu sinnar í eðlilegan tíma,“ segir í tilkynningunni. Neytendafélagið mælir með einni verzlun, Valbergi á Olafsfirði, þar sem það telur meðferð eggjanna til fyrirmyndar. í Svarfdælabúð, Nettó og ÚKE á Ólafsfirði segir félagið að eggin séu geymd stöðugt í kæli, en merkingunum sé ábótavant. Fé- lagið mælir hins vegar ekki með eggjakaupum í Hagkaupi, Hrísa- lundi, Matvörumarkaðnum, Plús- markaðnum og ÚKE á Grenivík. Kaupmannafélag Akureyrar sendi frá sér yfirlýsingu, þar sem segir að misskilnings gæti hjá Neytenda- félaginu. „í fyrsta lagi er ekki í gildi reglugerð um að það beri að geyma egg í kæli. Að meðaltali stoppa egg aðeins þijá til íjóra daga í verzlunum og er því geymslutími verzlana mjög skammur. Talið er að geymsluþol eggja í stofuhita sé 1 mánuður. Væri það tilskilið, að egg verði geymd í kæli í verzlunum, myndi verð þeirra hækka til muna," segja kaupmenn.„í öðru lagi má benda á að ekki er heldur skylt að merkja egg með síðasta söludegi. Kaup- menn kaupa egg sem aðrar vörur frá framleiðendum eða umboðs- mönnum þeirra og er það því í þeirra verkahringi að sjá um að uppfylla ákvæði um þær merkingar, sem til- skilið er.“ í yfirlýsingunni segir að Kaup- mannafélagið telji málflutning Neyt- endafélagsins spilla góðu samstarfi kaupmanna við félagið, og eðlilegra Iðnþróunarfélagið; Iðnaðarráð- 'herraáfimd JÓN Sigurðsson iðnaðarráðherra hefur orðið við ósk Iðnþróunarfé- lags EyjaQaröar um að funda með Eyfirðingum vegna álversmála. Fundurinn verður haldinn næst- komandi föstudag, 3. ágúst, á Akureyri. Að sögn Sigurðar P. Sigmunds- sonar, framkvæmdastjóra Iðnþróun- arfélagsins, munu forsvarsmenn sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu skiptast á upplýsingum við ráðherra á fundinum. Einnig segir Sigurður r að Eyfirðingar vilji fá að vita hug ríkisstjómarinnar til staðarvals fyrir álver og hvort hún hyggist hafa áhrif á staðarvalið. Vegna anna getur Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra ekki komið til fundar við Eyfirðinga en Iðnþróunarfélagið hafði einnig óskað eftir fundi með honum. Norðanmenn munu hitta forsætisráðherra í Reykjavík 14. ágúst en þá verður fundur með Atlantsál-hópnum. sé að kaupmenn, forsvarsmenn neyt- enda og heilbrigðisfulltrúi setjist nið- ur og ræði málin. Þessu svaraði Neytendafélagið um hæl og segir í nýrri tilkynningu að niðurstöður könnunarinnar byggi á reglugerð nr. 408/1988, auk mats á því hvemig meðferð eggja eigi að vera, með hagsmuni neytenda að leiðarljósi. Félagið bendir á bækiing hollustuverndar um merkingu mat- væla, þar sem meðal annars segir: „Vörur, sem hafa minna geymsluþol en 3 mánuði, skal merkja með síðasta söludegi." „Egg, sem framleiðandi hefur merkt sem kælivöru, eiga seljendur að hafa í kæli, jafnframt er þeim óheimilt að selja egg frá framleið- endum sem ekki uppfylla skilyrði reglugerðarinnar um merkingu um- búða,“ segir í tilkynningunni, sem undirrituð er af Vilhjálmi Inga Árna- syni, formanni Neytendafélagsins. Sumarsýningu lýkur 6. ágúst Morgunblaðið/Rúnar Þór Sumarsýningu fjögurra listamanna á Akureyri lýk- ur um verzlunarmannahelgina, mánudaginn 6. júní. Sýningin er haldin í húsakynnum Myndlistar- skólans og hér standa listamennirnir á tröppunum. Þeir eru, frá vinstri: Guðmundur Ármann Sigur- jónsson, sem sýnir grafíkverk, Helgi Vilberg, sem sýnir vatnslitamyndir, Kristinn G. Jóhánnsson með olíumálverk og Jón Laxdal Halldórsson, sem á klippimyndir á sýningunni. Að sögn listamannanna hefur sýningin verið vel sótt, einkum af innlendum og erlendum ferðamönnum, sem leið eiga um bæinn. Álagningarskrá Norðurlands eystra lögð fram: KEA greiðir 113 milljónir Oddur C. Thorarensen gjaldahæstur einstaklinga KAUPFÉLAG Eyfirðinga greiðir hæsta skatta allra gjaldenda í Norðurlandsumdæmi eystra, eða tæpar 113 milljónir króna, sam- kvæmt álagningarskrá sem lögð var fram í gær. Næsthæst gjöld greiðir Álafoss hf., tæpar 80 milljónir króna. Af einstakling- um er mest lagt á Odd C. Thorar- ensen á Akureyri, rúmlega 5,3 milljónir króna. Næstmest greið- ir Önundur Kristjánsson á Rauf- arhöfn, rúmlega 4,3 milljónir. Heildarálagning í ár er 4.316 milljónir króna. Þar af greiða ein- staklingar 3.163 milljónir, börn 5,5 milljónir og félög 1.147 milljónir. Álagning á einstaklinga skiptist þannig: Tekjuskattur 1.677 milljón- ir, eignarskattur 71,2 milljónir, slysatryggingagjald vegna heimilis- starfa 1,4 milljónir, kirkjugarðs- gjald 1,4 milljónir, slysatrygginga- gjald 7,8 milljónir, lífeyristrygg- ingagjald 13,6 miiljónir, atvinnu- leysistryggingagjald 1,9 milljónir, sérstakur eignarskattur 5,3 milljón- ir, vinnueftirlitsgjald 1,8 milljónir, aðstöðugjald 61,9 milljónir, útsvar I. 280,8 milljónir, iðnlána- og iðnað- armálagjald 1,9 milljónir, skattur af verzlunar- og skrifstofuhúsnæði 2.3 milljónir og gjald í fram- kvæmdasjóð aldraðra 34 milljónir. Skattaafsláttur til greiðslu út- svars einstaklinga var 274,2 millj- ónir, til greiðslu eignarskatts 14,4 milljónir, til greiðslu sérstaks eign- arskatts 0,6 milljónir, barnabóta- auki 104,9 milljónir, húnæðisbætur 57,6 milljónir og vaxtabætur 123,7 milljónir. Á böm eru lagðar 3,6 milljónir í tekjuskatt og 1,8 milljónir í eignar- skatt. Á félög eru lögð eftirfarandi gjöld: Tekjuskattur 406,7 milljónir, eignarskattur 55,7 milljónir, kirkju- garðsgjald 8,5 milljónir, slysatiygg- ingagjald 37,8 milljónir, lífeyris- tryggingagjald 207,1 milljón, at- vinnuleysistryggingagjald 21,8 milljónir, sérstakur eignarskattur II, 6 milljónir, vinnueftirlitsgjald 8,1 milljón, aðstöðugjald 333,3 milljónir, iðnlána- og iðnaðarmála- gjald 35,9 milljónir og skattur af verzlunar- og skrifstofuhúsnæði 20.3 milljónir. Skattskráin liggur frammi á skattstofunni á Akureyri í hálfan mánuð og er kærufrestur 30 dagar. Einstaklingar með hæstu álagn- ingu samanlagt í Norðurlands- umdæmi eystra 1990. 1. OddurC.Thorarensen Akureyri 5.340.934 2. Önundur Kristjánsson Raufarhöfn 4.368.655 3. Stefán Óskarsson Rein, Öngulsstaðahr. 4.089.657 4. Pétur Bjarnason Akureyri 3.700.770 5. Þorsteinn Thorlacius Akureyri 3.398.594 6. Magnús Stefánsson Akureyri 3.310.089 7. Vigfús Guðmundsson Húsavík 3.295.433 8. Gissur Jónasson Akureyri 2.937.634 9. ValmundurEinarsson Akureyri 2.819.594 Félög Kaupfélag Eyfirðinga Aðstöðugj. 10. Hreiðar Valtýsson Akureyri 56.470.050 Akureyri 214.971 2. Útgerðrafélag Akureyringa hf. Akureyri 16.280.210 3. Álafosshf. Einstaklingar Aðstöðugj. Akureyri 12.000.000 1. Jón Þorgrímsson 4. Samheijihf. Húsavík 1.625.000 Akureyri 8.175.180 2. Þorsteinn Thorlacius 5. Samb. ísl. samvinnuf. SVF Akureyri 1.300.000 7.667.200 3. Júlíus F. Arason 6. K. Jónsson og co. hf. Akureyri 1.300.000 Akureyri 7.415.600 4. Jónas Halldórsson, Sveinbjarnar- 7. Istesshf. gerði, Svalbarðsstr. 830.540 Akureyri 6.728.930 5. Oddur C. Thorarensen 8. Fiskiðjusaml. Húsav. hf. Akureyri 786.520 Húsavík 6.423.940 6. Sveinbjörn S. Herbertss. 9. Slippstöðin hf. Akureyri 683.830 Akureyri 6.358.590 7. PéturBjarnason 10. KaupfélagÞingeyinga Akureyri 650.920 Húsavík 7.184.600 8. Stefán Hallgrímsson Akureyri 650.000 9. Tómas P. Eyþórsson Akureyri 638.830 10. Helgi Gunnarsson Skútustaðahr. 598.470 Félög Telgusk. Útgerðarfélag Norður-Þing. Þórshöfn 62.500.000 Álafoss hf. Akureyri 50.000.000 10. Þorsteinn Vilhelmsson ó. ívianvmeni. Akureyri 2.757.740 Húsavík 4. Hreifihf. 37.743.028 Einstaklingar Tekjuskattur Útsvar Húsavík 25.000.000 1. Önundur Kristjánsson, Raufarhöfn 3.144.114 886.513 5. Sparisjóður Ólafsfjarðar 2. Oddur C. Thorarensen, Akureyri 2.784.622 703.213 7.038.415 3. Magnús Stefánsson, Akureyri 2.628.711 666.766 6. Súlurhf. 4. Stefán Óskarsson, Rein, Öngulsstaðahr. 2.559.550 627.105 Akureyri 6.300.284 5. Valmundur Einarsson, Akureyri 2.240.434 576.000 7. Kaupfélag Langnesinga 6. Gissur Jónasson, Akureyri 2.240.434 576.000 Þórshöfn 6.250.000 7. PéturBjamason, Akureyri 2.104.371 544.193 8. Sigurbjörn sf. 8. Þorsteinn Vilhelmsson, Akureyri 2.063.380 604.367 Grímsey 5.000.000 9. Elías I. Elíasson, Akureyri 1.976.324 549.688 9. Fraktsf. 10. Vigfús Guðmundsson, Húsavík 1.974.962 535.356 Akureyri 5.000.000 10. Vélsmiðja B.G. sf. Einstaklingar Eignarsk. Þau félög sent greiða hæstu Dalvík 5.000.000 sérstakur heildargjöld í Norðurlandsum- Félög Eignarsk. eignarsk. dæmi eystra 1990 1. KaupfélagEyfirðinga 1. Kaupfélag Eyfirðinga Akureyri 11.870.922 1. Haukur Þ. Adolfsson Akureyri 112.901.314 2. Kaupfélag Þingeyinga Akureyri 554.500 2. Álafosshf. Húsavik 2.131.958 2. Oddur C. Thorarensen Akureyri 79.364.738 3. Súlurhf. Akureyri 481.937 3. Útgerðarfélag Norður-Þing. Akureyri 1.977.845 3. Sverrir Ragnars Þórshöfn 68.490.819 4. Utgeröartelag Akureynnga hí. Akureyri 424.744 4. Manvillehf. Akureyn 1.963.231 4. Kristján Gunnarsson Húsavík 37.834.569 5. Kaffibrennsla Akureyrar hf. • Akureyri 334.500 5. Útgerðarfélag Akureyringa hf. 1.301.158 5. Sveinn E. Jónsson Akureyri 36.554.040 6. Hreifihf. Ytra-Kálfsk. Ársk.hr. 302.240 6. Hreifihf. Húsavík 1.200.000 6. Svanhildur D. Karlsd. Húsavík 26.662.807 7. Kaupfélag Langnesinga Akureyri 281.946 7. Akureyrarkaupstaður 18.113.555 Þórshöfn 1.200.000 7. Hildur Eiðsdóttir 8. Slippstöðin hf. 8. Sigvaldi Þorleifss. hf. Akureyri 246.224 Akureyri 17.778.051 Ólafsfirði 1.200.000 8. Ása Marinósdóttir 9. Samheijihf. 9. Slippstöðin hf. Ytra-Kálfsk. Ársk.hr. 245.760 Akureyri 17.683.768 Akureyri 1.100.370 9. FreyjaJónsdóttir 10. Kaupfélag Þingevinga 10. Gjögurhf. Akureyri 240.473 Húsavík 16.272.119 Grenivík 1.082.789

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.