Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1990 35 Jónína R. Guðjóns dóttir - Minning Fædd 19. ágúst 1910 Dáin 20. júní 1990 Fólk kemur og fer, fólk lifír og deyr, siglir í nætursortann og sést ekki meir. Ýmis verk þess og orð eru nærtæk um stund, síðan hverfa þau sjónum á sömu lund. (G-Kr.) Jónína Ragnheiður, oftast kölluð Nonna, var elsta barn hjónanna á Þórustöðum í Bitrufirði í Stranda- sýslu, Guðjóns Magnúsar Ólafsson- ar og Margrétar Johönnu Gísladótt- ur. Systkini Jonínu voru Ólafía, fædd 1911, Gísli, fæddur 1914, dáinn 1965, Bjarni, fæddur 1916 og Jón fæddur 1926. Á Þórustöðum var tvíbýli og mannmargt, þar hjuggu ennfremur hjónin Einar Ólafsson, bróðir Guðjóns, og Ingunn Gísladóttir, systir Margrétar. Þau áttu fjögur börn á líku reki og Jónína og hennar systkini. Þarna voru þröng húsakynni en hópurinn, sem í þeim bjó, var glaðvær og svo samstæður að náin tengsl héldust alla tíð. Eins og flest íslensk ungmenni þess tíma varð Jónína að láta sér nægja stutta farskólafræðslu. Nærri má geta að hún, sem elsta barn, varð að hjálpa mikið til heima fyrir í uppvexti. Upp úr tvítugu lá hins vegar leið hennar þurt til að vinna fyrir sér í vinnu- og kaup- mennsku og í tvö sumur var hún ráðskona vegagerðamanna. í júní 1943 giftist hún Grími Arnórssyni á Tindum í Geiradal og þau hófu búskap þar í sambýli við foreldra Gríms. Jónína og Grímur eignuðust þrjú börn: Arnór verslunarstjóra í Króksijarðarnesi, kvæntan Sóleyju Vilhjálmsdóttur, Guðjón Grétar, véltæknifræðing á Akureyri, kvæntan Ástu Garðarsdóttur sjúkraliða og Ragnheiður á Akra- nesi, sem gift er Guðmundi Krist- jánssyni vélvirkja. Haustið 1962 slitu Jónína og Grímur samvistir og hún flutti til Akraness. Þangað voru þá nýlega flutt Ólafía og Ing- ótfur Helgason, maður hennar, enn- fremur foreldrar þeirra systra. Fyrstu árin leigði Jónína íbúð í Arnarholti 3 og festi síðan kaup á íbúð á Brekkubraut 21. Ragnheiður dóttir hennar flutti fljótlega til hennar og þær höfðu alltaf mjög náið samband. Síðustu sex æviárin var Jónína á heimili dóttur sinnar og fjölskyldu hennar í Furugrund 39 á Akranesi. Þá var heilsunni farið að hraka. Fyrst eftir að Jónína flutti til Akraness vann hún við Þvotta- og efnalaugina þar, síðan um tíma við Elliheimilið í Arnardal og hálfan annan áratug við þvotta á Sjúkrahúsi Akraness, seinast í hálfu starfi. Alla tíð þótti hún sér- staklega ósérhlífin, dugleg og vand- virk. Ég kynntist tengdamóður minni fýrst 1968, þá var hún farin að tapa heilsu og kröftum, hafði enda alla tíð unnið mikið án þess að hlífa sér. Hún átti þó alltaf létta og hlýja lund til að miðla öðrum og ómetanlegar stundir áttu ömmu- börnin með henni. Barnabörnin urðu níu talsins, hún vann það af- rek þrátt fyrir sjúkdóm og ellihrörn- un að vera viðstödd fermingu eins þeirra éReykhólakirkju nú á hvíta- sunnu. Síðustu mánuði dró ört úr líkamsþrekinu, samt klæddist hún sjálf daglega og vann það sem hún treysti sér til. Jónína varð bráðkvödd á heimili sínu síðdegis þann tuttugasta júní eftir að hafa átt venjulegan dag með okkur, spjallað og gert að gamni sínu, sest með okkur út í sólina. Þótt umskiptin séu snögg og sár erum við samt þakklát fyrir hvað hún fékk að halda kröftum og persónuleika til hinstu stundar. Ég vil þakka henni fyrir samveruna og mun minnast hennar sem ein- hverrar bestu og heilsteyptustu manneskju sem ég hef kynnst. Guðmundur Kristjánsson Það var miðvikudagskvöldið 20. júní sl., að ástkær amma okkar fann fyrir verki fyrir bijóstinu, hún gekk því til herbergis síns til að leggja sig aðeins. Þau skref voi-u hennar hinstu skref í jarðnesku lífi. Maður hugsar um það með lotningu hve skref þessi urðu mörg því að í Minning: Þorsteinn Þorsteins son frá Háholti Fæddur 29. september 1900 Dáinn 24. júlí 1990 Mig langar með fáum orðum að minnast Þorsteins Þorsteinssonar frá Háholti, sem lést 24. júlí og verður jarðaður frá Langholtskirkju í dag. Þorsteinn fæddist í Háholti í Gnúpveijahreppi 29. desember árið 1900. Hann var einn af 14 börnum Þorsteins Bjarnasonar bónda og fræðimanns í Háholti og konu hans Ingibjargar Þorsteins- dóttur frá Reykjum á Skeiðum. Af 14 börnum komust 13 á legg og 12 til fullorðinsára og eru 7 enn á lífh Ég man fyrst eftir Steina Þor- steins, þegar ég var baxn, að hann var vinnumaður um tíma hjá fóstur- foreldrum mínum í Ásum. Hann var laus við allan hégómaskap og gekk að hvaða störfum sem var. Ég minnist þess sérstaklega, þegar honum ofbauð hvað Kristín fóstra mín hafði mikið að gera, að hann tók af henni gólftuskuna lagðist á hnén á gólfið og skúraði það. Það var ekki venjulegt fyrir 60 árum að karlmaður inni slík verk. Seinna varð hann mágur minn, þegar ég giftist Olafi bróður hans. Þorsteinn fór að heiman þegar hann var unglingur og var á ýmsum bæjum í Hreppnum og hjá frænd- fólki sínu á Skeiðunum. Hann unni alla tíð sveitinni sinni og dvaldi oft fyrir austan í fríum. Síðar vann hann verkamannavinnu til sjós og lands. Hann kynntist Guðmundi Gíslasyni lækni og var aðstoðar- maður hans í rannsóknarferðum um landið í baráttunni við karakúlpest- irnar í sauðfé. Þannig varð hann starfsmaður og þúsundþjalasmiður á Tilraunastöð Háskólans á Keldum þar sem hann starfaði fram á níræð- isaldur á meðan heilsan entist. Þar átti hann góðu að mæta og naut sín vel. Það var mesta gæfa Steina að kynnast hjónunum Guðmundi Gísla- syni og Líbu Einarsdóttur. Heimili þeirra varð hans annað heimili og hann naut þess að vera með þeim í búskap á Sólheimum og snatta í kringum hrossin þeirra á veturna. Hann mat það meira að líta til hrossanna með Guðmundi á jóladag enn að setjast að kræsingum í fjöl- skylduboðum, sem hann var svo velkominn í. Það var honum því mikill missir þegar þau mætu hjón féllu frá svo langt um aldur fram. Steini hafði einstaka og mikla kímnigáfu og var sérstaklega hnytt- inn í tilsvörum, og þótt hann virk- aði stundum kaldhæðinn og hijúf- ur, var lundin afskaplega viðkvæm. Ég fann það sérstaklega hvað hon- um fannst fráfall ungrar manneskju óréttlátt. Við hjónin fengum oft að njóta þess eins og svo margir aðrir, hve gott var að leita til Steina ef með þurfti og hve ráðagóður hann var. Það þótti því öllum vænt um hann og þeir voru ótrúlega margir sem sögðu við mig: „Hvað segirðu mér af honum Steina mínum“. Steini var lengst af einn í heim- ili og var engum háður. Það var því erfitt fyrir hann að sætta sig við það þegar heilsunni hrakaði svo, að hann gat ekki verið lengur á sínu eigin heimili. Hann dvaldi síðustu árin á öldrunardeild Hvíta- bandsins og naut þar góðrar umönnunar, sem ber að þakka. Ég þaka Steina Þorsteins sam- fylgdina og bið góðan Guð að blessa minningu hans. Bagga t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ALFREDS G. ALFREDSSONAR. Lilian Simson, Laufey Maríasdóttir, Hervör Lúðviksdóttir, Erna Lína Alfredsdóttir, Kristín Bára Alfredsdóttir, Alfred Georg Alfredsson, Guðrún Dröfn Emilsdóttir, Ragna Björk Emilsdottir Óskar Guðjónsson, Bjarni Kristjánsson, Þórður Ólafsson, Björk Sigurðardóttir, og barnabörn. þessum þreytta líkama hafði park- inson-veikin tekið sér bólfestu og aukið ítök sín ár frá ári. Þó að sum- ar hreyfingar væru ekki mögulegar og vel flestar erfiðar tók hún ætíð þátt í hinum daglegu störfum með hreint ótrúlegum dugnaði. Öll henn- ar verk einkenndust af stakri sam- viskusemi, natni og nákvæmni. Þessi kona hefur eflaust alltaf unn- ið fyrir sínu kaupí og vel það. Það var alveg sérstakt hversu hjartahlý hún var og alltaf reyndi hún að gera öðrum gott. Að gleðja aðra og gefa öðrum var henni fyrir mestu og oft laumaði hún einhveiju smá- ræði að okkur ef við fórum eitt- hvert. Hugsunin á bak við þessar gjafír var svo hlý og kærleiksrík. Ef einhverju var stungið að henni, sagðist hún aldrei eiga það skilið en þakklætið var svo innilegt. Hún undi alltaf glöð við sitt og var alveg sama þótt aðrir hefðu meiri munað. Trú hennar var sterk og kærleikur og umhyggja í ríkum mæli, sem við erum viss um að hefur gert okkur gott í okkar uppeldi, sem og rnargt fleira, svo sem þær sögur sem hún sagði okkur frá því hún var smá- stelpa að leik. Þær sögur fengu okkur til að líta ekki á allt sem sjálf- sagða hluti. Oft er við sátum og hlustuðum á ömmu segja okkur sögur var sem við værum sjálf á staðnum að leika okkur með leggi og skeljar. Og seint gleymast heim- sóknirnar til hennar, en þær voru æði margar þar sem stutt var að fara. Amma var yfirleitt alltaf tilbú- in til þess að leika við okkur, t.d. að spila eða fara í feluleik. Hún var þannig mikill vinur okkar. Mörg og góð voru matarbórðin, sem og aðrar heimsóknir, en best af öllu var að fá að gista hjá henni. Ætíð var okkur tekið með slíkri hlýju, ást og umhyggju að annað eins er vand- fundið. Þeim tíma er amma okkar eyddi hér á jörð varði hún vel. Við trúum því að hún hafi komið vel undirbúin inn í hið sanna líf, hið eilífa líf í friði og ást. Við þökkum guði fyrir að hafa fengið að eiga með henni ánægjustundir hér á jörðu niðri og biðjum hann að halda blessandi hendi sinni yfir ömmu okkar og öllum þeim sem hana syrgja. Systkinin Furugrund 39 Kveðjuorð: * Geir Agústsson Fæddur 20. janúar 1952 Dáinn 12. júní 1990 Fregnin um andlát Geirs barst mér til Englands þann 17. júní sl. þar sem ég var staddur ásamt vin- um okkar beggja. Ég hafði rætt við hann í síma frá Englandi í maí síðastliðnum, m.a. til að leita eftir samstarfi hans við srníðar, eins og verið hafði undanfarin sumur og tók hann þeirri bón minni vel. Dánar- fregnin kom sem reiðarslag yfir mig. Kynni okkar Geirs hófust með eftirminnilegum hætti. Það var á Indlandi, fyrir u.þ.b. 12 árum, í borginni Madras, í aðaðstöðvum Guðspekifélagsins, snemma morg- uns. Ég rétt kannaðist við hann í sjón frá Guðspekifélagsfundum í Reykjavík. Við skoðuðum borgina í sameiningu og hann sýndi mér flest það markverðasta, m.a. guða- musteri Hindúa og glæsilegar silki- verslanir eins og þær gerast bestar þar eystra. Geir nam indverska heimspeki og dulspeki og var manna fróðastur um þau mál. Hann var ijölhæfur mjög, verklaginn og listrænn. Frá okkar „Madrasdögum“ og ætíð síðan höfum við haft mjög góð tengsl. Mínar dýpstu og bestu samræður um lífið og tilveruna langar mig til að þakka vini mínum Geir. Við ræddum það stundum í góðu gamni að við værum sem fóstbræður, sam- eiginlegur áhugi okkar um andleg málefni var svo sterkur og hafinn yfir tíma og rúm. Megi sú vitund sem ég kynntist í Geir þroskast áfram í kærleika. Þó líkaminn starfi ekki lengur, eyð- ist innsti kjarni sálarinnar ekki. Ég votta ættingjum og vinum Geirs dýpstu samúð mína. Sigurður Gunnarsson Þakstai nriaö stíl Plannja þakstál Aðrir helstu sölu- og þjónustuaðilar: Blikksmiðjan Funi sf, Kópavogi, sfmi 78733. Blikkrás hf, Akureyri, simi 96-26524. Vélaverkstæði Bjöms og Kristjáns, Reyðarfirði, sími 97-41271. Vélaverkstæðið Þór, Vestmannaeyjum, sími 98-12111 Hjá okkur færðu allar nýjustu gerðir hins vinsæla og vandaða þakstáls frá Plannja. Unral lita og mynstra, m.a. Plannja trakstál með mattri litaáferð, svartri eða tígulrauðri. ISVÖR hf. Smiðjuveg 4e, 200 Kópavogur. Póstbox: 435,202 Kópavogur. S. 91-67 04 55. Fax: 67 04 67

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.