Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1990 43 KNATTSPYRNA / 2. DEILD Blikum skelh í Gríndavík Fylkir á toppinn, Víðir í annað sætið GRINDVÍKINGARgerðu sér lítiðfyrir ígærkvöldi og unnu Breiða- blik, sem var í efsta sæti í 2. deild fyrir leikinn, með einu marki gegn engu. Fylkir sigraði á Ólafsfirði og fór á toppinn og Víðis- menn, sem unnu á Siglufirði, fóru upp fyrir Blikana, í 2. sæti. skrifarfrá Grindavík ikil barátta var strax í byrj- un leiksins í Grindavík og heimamenn sýndu að þeir ætluðu ekkert að gefa eftir. Á 17. mínútu ■Bi kom eina mark Frímann leiksins. Hjálmar Ólafsson Hallgrímsson Grindvíkingur- tók homspymu og Ein- ar Ásbjöm Ölafsson skallaði að marki UBK. Varnarmönnum tókst ekki að hreinsa frá og Guðlaugur Jónsson læddi sér milli þeirra og skallaði boltann í netið án þess að Eiríkur Þorvarðarson í marki UBK kæmi neinum vörnum við. Eftir markið sóttu Breiðabliksmenn öllu meira án þess þó að skapa sér færi. Grindvíkingar byijuðu seinni hálfleik af miklum krafti og sóttu fast að marki UBK. Blikamir vörð- ust hinsvegar vel og komust betur inn í leikinn eftir því sem á leið. Besta færi þeirra kom á 62. mínútu er skot Arnars Grétars- sonar smaug framhjá stöng Grindavíkurmarksins. Grindavíkurliðið var mjög jafnt og góð barátta þess virtist slá Blikana út af laginu og einhvern veginn læðist sá grunur að manni að þeir hafi mætt full sigurvissir til leiks. Arnar Grétarsson var sprækur í fyrri hálfleik en enginn skaraði fram úr í seinni hálfleik. Fylkir aftur á toppinn Fylkismenn komust aftur á topp 2. deildar í gærkvöldi með 3:1 sigri á Leiftri á Ólafsfírði. Fylkir var betra liðið í leiknum og Krist- inn Tómasson skor- aði á 10. mín. Þor- valdur markvörður náði ekki til knatt- arins eftir fyrirgjöf og Kristinn skoraði af stuttu færi. Leiftur jafnaði á síðustu mínútu fyrri hálfleiksins og var Jón Helga- son þar að verki. Fylkismenn komust yfir á ný strax á 5. mínútu síðari hálfleiks er Þórhallur Jóhannsson skoraði af stuttu færi. Síðasta markið gerði svo Indriði Einarsson. Fylkir fékk aukaspyrnu á vítateigshomi, og Frá Tryggva Sigurössyni á Olafsfiröi Rögnvaldur Þórðarson skrifarfrá Siglufirði Indriði skallaði í netið af markteig eftir góða sendingu. Gísli Guðmundsson dómari sýndi tveimur leikmönnum rauða spjaldið, Erni Torfasyni, Leiftri og Ifylkismanninum Gunnari Þór Pét- urssyni. Víðir í 2. sæti Víðismenn sigruðu Siglfirðinga í gær á malarvellinum á Siglu- firði, 2:1 og náðu þarmeð 2. sæti deildarinnar. Víðismenn sóttu meira og uppskáru mark á 22. mínútu. Klemenz Sæmundsson tók aukaspyrnu en bolt- inn fór í Bjöm Sveinsson, varnar- mann KS, og þaðan í netið. Á 73. mínútu fengu Víðismenn hornspyrnu, boltinn barst til Vil- hjálms Einarssonar. Markvörður KS varði skot hans en hélt ekki boltanum og Vilhjálmur skoraði af stuttu færi. Siglfirðingar fengu nokkur góð færi það sem eftir var leiksins og Hafþór Kolbeinsson náði loks að minnka muninn á 91. mínútu. Daníel Einarsson og Gísli Heið- arsson voru bestu menn Víðis. Hafþór Kolbeinsson var bestur í liði KS en Mark Duffield barðist einnig vel. ÍR-völlurinn vígður á viðeig- andi hátt MT IR-ingar vígðu nýjan og stórglæsilegan grasvöll sinn í Mjódd í Breiðholti í gærkvöldi á mjög viðeigandi hátt — með sigri á Tindastól 3:1. Þórmundur Leikurinn var ekki Bergsson með skemmtileg- skrifar asta móti en tvö glæsimörk heima- manna yljuðu örfáum áhorfendum. Leikurinn var varla hafinn er Bragi Björnsson hirti boltann af markverði Tindastóls og skaut í stöngina. Heimamenn voru mun atkvæðameiri í upphafi og rétt eftir miðjan fyrri hálfleik skoraði Tryggvi Gunnarsson mark af stuttu færi, 1:0, sanngjarnt. Gestirnir Danir lagðir að velli Guðmundur Benediktsson skoraði tvívegis þráttfyrir að vera í strangri gæslu allan tímann ÍSLENDINGAR sigruðu Dani, 3:2, á opnu Norðuriandamóti drengjalandsliða 16 ára og yngri íknattspyrnu í Finnlandi í gær. „Við erum mjög ánægðir með leikinn. Strákarnir léku virkilega vel og voru lengst af sterkari aðilinn. Þetta var fyrst og fremst sigur liðsheildarinn- ar“ sagði Sigmundur Stefáns- son, fararstjóri, við Morgun- blaðið í gærkvöldi. Ísland komst í 2:0. Einar Baldvin Árnason, KR, skoraði fyrst á 16. mín. Skallaði fallega í mark af stuttu færi eftir hornspyrnu. Mjög vel gert. Guðmundur Bene- diktsson, Þór, skoraði svo annað markið. Fékk góða sendingu inn fyrir vörn Dana og afgreiddi knött- inn í netið. Guðmundur skoraði reyndar annað mark fljótlega, en það var dæmt af vegna rangstöðu, sem íslendingarnir töldu afar hæp- inn dóm. Danir minnkuðu muninn í 2:1 á 35. mín. og jöfnuðu úr vítaspyrnu á fyrstu mín. síðari hálfleiks, þeirri 41. Það var svo á 80. mín., síðustu mínútu leiksins, að sigur- markið kom. Brynjólfur Sveinsson, KA-maður, vann þá knöttinn af miklu harðfylgi við endalínu, gaf fyrir á hinn Akureyringinn í liðinu, Þórsarann Guðmund Benediktsson, sem skoraði af stuttu færi, annað mark sitt í leiknum. Guðmundur, sem að sögn Sig- mundar átti stórleik gegn Eng- lendingum, var hvað eftir annað sparkaður niður gegn Finnum í fyrrakvöld (ekki Frökkum eins og ranghermt var í blaðinu í gær) og var svo í strangri gæslu allan leik- inn í gær. „Það var einmitt rætt á dómarafundi að hart yrði að taka á slíku. Það væri ekki hægt að láta það viðgangast að svona ungir leikmenn væru teknir fyrir eins og gert hefur verið,“ sagði Sigmundur, og sagði að tveir leik- menn á mótinu hefðu sérstaklega verið nefndir í því sambandi, og væri Guðmundur annar þeirra. Sérstakir leikmenn hafa verið sett- ir þeim til höfuðs í leikjunum. Ónnur úrslit í gær urðu þau að Finnland og Svíþjóð skildu jöfn, 1:1, en Svíar sigruðu eftir víta- spyrnukeppni, og Englendingar unnu Norðmenn 4:0. England er efst á mótinu með 4 stig, Danmörk og Finnland hafa einnig 4 en lakari markatölu, Nor- egur er með 3 stig, ísland 2 og Svíþjóð, Norðurlandsmeistarinn frá þvf í fyrra, rekur lestina með 1 stig. ísland mætir Svíþjóð í dag. Morgunblaöið/Einar Falur Jón G. Bjarnason. IR-ingur, kann greiniiega vel við sig á nýja grasvellinum. Hér er hann að sleppa inn fyrir varnarmann Tindastóls. Undanúrslitaleikur Mjólkurbikarkeppninnar íkvöld kl. 19.00 Forsala aðgöngumiða íKR-heimilinu, Reykjavík. Keflavíkurvöllur ÍBK- KR sóttu í sig veðrið í lok fyrri hálf- leiksins og Hólmar Astvaldsson átti sannkallað dauðafæri sem Þor- steinn varði vel. I síðari hálfleik virtist sem leik- urinn ætlaði að detta algjörlega dauður niður eins og flatur bjór en Bragi Björnsson hélt athygli áhorfenda vakandi með skemmti- legu marki eftir tíu mínútna leik. Hann lék í gegnum vörn Tinda- stóls og skoraði örugglega. Sauð- krækingar virtust vera að komast inní leikinn eftir miðjan síðari hálfleik en þá skoraði Tryggvi annað mark sitt á mjög glæsilegan hátt. Hann tók niður sendingu Njáls Eiðssonar og renndi boltan- um í netið. Þar með var leikurinn úti og þrátt fyrir að Sverrir Sverr- isson minnkaði muninn úr víti á næstu mínútu var sigur heima- manna ekki í hættu. F|.leikja u j T Mörk Stig FYLKIR 11 7 2 2 25: 8 23 VÍÐIR 11 6 4 1 16: 11 22 BREIÐABLIK 11 6 3 2 17: 9 21 ÍR 11 6 0 5 16: 18 18 SELFOSS 10 5 1 4 20: 14 16 KS 11 4 1 6 14: 17 13 GRINDAVÍK 11 3 2 6 13: 21 11 TINDASTÓLL 11 3 2 6 10: 19 1 1 ÍBK 10 3 1 6 7: 12 10 LEIFTUR 11 1 4 6 9: 18 7 BIKARKEPPNI KSI Undanúrslíta- leikimir í kvöld Undanúrslitaleikirnir í bikar- keppni KSÍ fara fram í kvöld og hefjast klukkan 19, en ekki 20 eins og áður hafði verið ákveðið. Á Valsvelli taka heima- menn á móti Víkingum og í Keflavík leika ÍBK og KR. Með sigri gegn KR yrði IBK fyrsta liðið úr 2. deild tíl að leika til úrslita í 18 ár en þrívegis í 30 ára sögu bikarkeppninnar hafa lið úr 2. deild náð í úrslit og einu sinni lið utan deilda, KR-b árið 1968. KR-ingar hafa oftast sigrað í bikarkeppninni, sjö sinnum, Valur fimm sinnum, ÍBK og Víkingur einu sinni hvort félag. 3. deild í 3. deild er heil umferð Þróttur Reykjavík leikur við nafna sinn frá Neskaupstað í Reykjavík, Haukar og Dalvík á Hvaleyrarholtsvelli, BÍ og ÍK á ísafirði, Reynir Á. og TBA á Árskógsstrandarvellí og Völs- ungur og Einheiji á Húsavík. Leik- irnir heQast kl. 20. í 4. deild eru 11 leikir. Grótta— Fjölnir, Reynir S,—Snæfeli, Ernir— Njarðvík, Víkveiji—Augnablik, Afturelding—Víkingur Ól., Hvera- gerði— Arvakur, Geislinn—Korm akur, Umf. Neisti—Hvöt, Höttur— KSH, Valur Rf,—Leiknir F. og Umf. Stjaman—Neisti D. Frjálsar íþróttir Kvennamót UMFK verður haldið í dag og hefst með keppni í spjót- kasti kl. 17. Kl. 17:20 verður 100 m hlaup og langstökk kl. 17:35. Keppn- in fer fram á íþróttavellinum í Keflavík og fer skráning fram á staðnum til kl. 16. OPNA NORÐURLANDAMOTIÐ U-16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.