Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 44
VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Eins og sjá má er vélin gjöró- nýt. Brak úr henni dreifðist yfir næsta nágrenni flaksins. Þrír menn sluppu ómeiddir er þyrla brotlenti við Hafursfell: Gátum okkur varla hreyft og- bensínið lak yfir okkur - sagði Helgi Kristinsson, einn þremenninganna ÞRÍR menn, flugmaður og tveir farþegar, sluppu ómeiddir að kalla er þriggja sæta þyrla af gerðinni Hughes 269 brotlenti og stór- skemmdist við Hafursfell, skanimt norðan Snæfells, rétt fyrir klukk- an 9 í gærmorgun. Um 2 'h tíma akstur er á staðinn frá Egilsstöðum. yfir Jón Gunnar, sem fékk það í andlitið," sagði Helgi. „Það tókst ekki að drepa á hreyflinum en hann stöðvaðist fljótt. Flugmaðurinn komst fyrstur út en Jón Gunnar gat ekki losað sig og ég lá skorðað- ur undir honum. Þegar okkur hafði tekist að losa hann komst ég út. Við sluppum ómeiddir og gengum að tjöm skammt frá þar sem við þrifum af okkur bensínið og geng- um svo upp á veg. Við vorum með talstöðvar og samstarfsmaður okk- ar kom og flutti okkur til Egils- staða þar sem við fórum í læknis- skoðun til öryggis," sagði Helgi. Flugmaðurinn, Þorkell Jóhanns- son, vildi í gær lítið tjá sig um óhappið og aðdraganda þess. Hann sagði þá félaga heppna að hafa aðeins þurft tvo plástra til að binda um þær skrámur sem þeir hlutu. Ásamt flugmanninum, Þorkatli Jóhannssyni, voru í þyrlunni tveir starfsmenn verkfræðistofunnar Hnits í Reykjavík, Jón Gunnar Guðlaugsson og Helgi Kristinsson, sem voru við mælingar við Eyja- bakkalón vegna kortagerðar. „Við vorum að leita að mælipunkti og lækkuðum flugið niður í 2-3 mann- hæðir,“ sagði Helgi. „Þegár flug- maðurinn ætlaði að hækka flugið aftur var eins og vélin missti afl og hann beindi henni niður eftir barði þar sem þyrluna tók niðri. Hún rann nokkra metra niður eftir flagi og steyptist fram á nefið. Það gaf undan svo höggið varð líklega ekki jafnmikið og það hefði orðið ef við hefðum lent á klöpp. Þyrlan fór á hliðina og yfir sig. Við gátum ekki hreyft okkur og bensín lak inn í vélina, aðallega Morgunblaðið/Einar Falur Helgi Kristinsson og Jón Gunnar Guölaugsson nýlentir á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. „Þyrlan er í maski,“ sagði hann. Mennirnir komu til Reykjavíkur í gærkvöldi. Þyrlan var skráð hér- lendis fyrir 10 dögum. Hún var í eigú Erlendar Halldórssonar en rekin á flugrekstrarleyfi Þyrluþjón- ustu Albinu Thordarson. Starfsmenn loftferðaeftirlits Flugmálastjórnar fóru á vettvang í gær ásamt lögreglu á Egilsstöð- um. Skúii Jón Sigurðarson deildar- stjóri rannsóknardeildar loftferða- eftirlitsins vildi í gau'kvöldi ekkert segja um hugsanlega orsök óhappsins þar sem rannsókn væri skamrnt á veg komin, en niðurstöð- ur fengjust vonandi fljótlega. Ríkisstjórnin náði ekki samkomulagi um bráðabirgðalög í gærkvöldi; Fulltrúar stjórnarflokka og vini íu markaðar á næturfundi EKKI NÁÐIST samkomulag í ríkisstjórninni í gærkvöldi um efni bráða- birgðalaga vegna 4,5% launahækkunar til BHMR-félaga. Alþýðubíinda- lagið niun mótfallið því að afnema hækkunina með lögum, en aðrir stjórnarflokkar vilja setja lög sem afnema þessa hækkun og samsvar- andi hækkun sem fylgja muni í kjölfarið til annarra launþega. Ríkis- stjórnin hefur verið boðuð til fundar kl. 14 í dag. Stöð 2 sameinuð Islenska útvarps- félaginu: Á fjórða tug starfsmanna sagt upp ÍSLENSKA útvarpsfélagið og Islenska sjónvarpsfélagið efndu til hluthafafundar í gær þar sem formlega var gengið frá samein- ingu félaganna. Hlutafé hins nýja félags verður aukið um 310 millj- ónir eða í 815 milljónir þannig að eigið fé verður 109 milljónir þegar hlulafjáraukningin hefur náð fram að ganga. Á fundinum var samþykkt að nýja félagið fengi heitið Islenska útvarpsfé- lagið hf. Nýjar samþykktir voru ákveðnar og tveir viðbótarmenn kosnir í stjórn ásamt tveimur varamönnum. Deildir félaganna verða samein- aðar á næstunni að því undanskyldu að sérstök dagskrárdeild verður rekin fyrir útvarp. í kjölfar endur- skipulagningar sem staðið hefur yfir hjá Stöð 2 verður fækkað um 30 stöðugildi hjá félaginu en þar af hefur 20 manns verið sagt upp. Þá hafði tveimur verið sagt upp hjá íslenska útvarpsfélaginu. Þarna er um að ræða fólk úr dagskrárdeild- um, tæknideild, fréttastofu og skrif- stofu. Sömuleiðis er hafinn undir- búningur að hagræðingu vegna kaupa Stöðvar 2 á hlutabréfum í Sýn. Þorvarður Elíasson, sjónvarps- stjóri, sagði að sameiningin fæli það í sér að íslenska útvarpsfélagið kæmi inn í Islenska sjónvarpsfélag- ið. Það yrði með þeim hætti að sér- stök dagskrárdeild yrði í félaginu fyrir dagskrá útvarps. Aðrar deildir útvarpsfélagsins sameinuðust þeim sem fyrir væru í sjónvarpsfélaginu. Fréttadeildir yrðu sameinaðar og rekin sameiginleg fréttastofa fyrir útvarp og sjónvarp. Varðandi afkomu hins nýja fé- lags sagði Þorvarður að stefnt væri að því að háfa jákvæða afkomu á þessu ári. „Sú hagræðing sem við erum nú að fara í gegnum kemur fyrst og fremst tii framkvæmda frá og með næsta hausti og frá þeim tíma gerum við ráð fyrir að hagnað- ur fari vaxandi. Þó svo að ekki verði tap á þessu ári þá er afkoman engan veginn viðunandi," sagði Þoi-varður. Jóhann J. Ólafsson, stjórnar- formaður Stöðvar 2, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að ekki hefði fengist ráðrúm til að skoða málefni Sýnar. Vilji væri fyrir því að setja þessa rás í loftið í einhverri mynd t.d. bíórás þijú kvöld í viku. Auglýsend- ur athugið Athygli auglýsenda er vakin á því að síðasta blað fyrir versl- unarmannahelgi kemur út laug- ardaginn 4. ágúst. Auglýsingar, sem birtast eiga í blaðinu, þurfa að berast auglýsingadeild Morg- unblaðsins fyrir kl. 16, fimmtu- daginn 2. ágúst. Fyrsta blað eftir verslunar- mannahelgi kemur út miðviku- daginn 8. ágúst og þurfa auglýs- ingar í það blað að berast fyrir kl. 17 föstudaginn 3. ágúst. Á mánudagskvöld slitnaði upp úr viðræðum fjármálaráðherra og BHMR, um breytingar á kjarasamn- ingum, og kom ríkisstjórnin saman klukkan 14 í gær, til að ræða aðgerð- ir. Klukkan 17 hófust fundir í þing- flokkum Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags, en annar ríkisstjórnar- fundur var boðaður klukkan 21. Sá fundur hófst ekki fyrr en laust fyrir kl. 22, en áður sátu formenn ríkis- stjórnarflokkanna á fundi. Ríkis- stjórnarfundinum var svo frestað, skömmu eftir klukkan 23. Eftir sátu formenn ríkisstjórnarflokkanna og komu forvígismenn ASÍ, VSÍ og VMSS á þeirra fund. Stóð sá fundur enn um eittleytið í nótt. Ráðherrar Alþýðubandalagsins sögðu eftir ríkisstjórnarfundirin, að setning bráðabirgðalaga hefði í för með sér flókin lagatæknileg atriði sem enn væru óleyst. En á þing- flokksfundi Alþýðubandalagsins í gær, mun hafa komið fram sterk andstaða gegn því að setja bráða- birgðalög, sem afnæmu 4,5% hækk- un BHMR, og samsvarandi hækkun í kjölfarið til ASÍ og BSRB. Hins vegar kæmi til greina, að setja lög um að allir fengju 4,5% hækkun en svo ekki meir út samn- ingstímabilið, eða þá að setja lög, til áð afnema þau ákvæði í samningi BHMR-félaga, sem tryggja þeim þær launahækkanir sem verða á almenn- um markaði. Hjörleifur Guttormsson lýsti sig þó alfarið andvígan laga- setningu, og sagðist telja að reyna ætti til. þrautar samningaleiðina til að stöðva þá víxlhækkun kaupgjalds, sem yfirvofandi er vegna launahækk- unar BHMR. Að sögn Árna Gunnarssonar vara- formanns þingflokks Alþýðuflokks- ins var ráðherrum flokksins gefið umboð til að ganga frá bráðabirgða- lögum sem afnæmu 4,5% hækkun til allra launþega. Skriflegt svar vinnuveitenda til ASÍ í gær var talið næg sönnun þess að sú hækkun kæmi til allra og lögin beijidust þá ckki aðeins gegn BHMR. í svarinu segjast vinnuveitendur ekki eiga annarra kosta völ en tryggja viðsemj- endum sínum hliðstæða launaþróun fái BHMR hækkunina. Sjá fréttir á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.