Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1990 „Selur&u Otfi'naeliSrtertur- ú snei&um. ? " Ast er . . . að gera hana áð blóma- drottningu. TM Rofl. U.S. Pat Ott —all riflhts roservtKÍ * 1990 Los Anfleles Times Syndicate Með morgunkaffínu Kannski færri nauðganir ef drengir væru betur upplýstir Til Velvakanda. í Kastljósi á sunnudagskvöldi var verið að fjalla um nauðganir, m.a. með það í huga að útihátíðir væru framundan. Það kom mér á óvart í viðtölum við konur hjá Stígamót- um að þær ræddu einungis um stúlkur og foreldra þeirra. M.a. kom fram hvernig hægt væri að undirbúa stúlkur fyrir útihátíðir. Þær skyldu m.a. varast að drekka of mikið áfengi, því þar með væru þær orðnar of auðveld bráð fyrir menn (drengi) sem væru í leit að varnarlausum stúlkum. Og þær skyldu læra að segja nei. En hvað með okkur foreldra drengjanna? Sjálf á ég þrjá drengi, að vísu ennþá unga, en er það ekki hlutverk okkar foreldranna að kenna þeim að virða líkama ungra stúlkna og kvenna og sýna þeim fram á hvaða skaða stúlka hlýtur af nauðgun? Ef foreldrar sinntu líka upplýsingahlutverki sínu gagnvart strákum yrði e.t.v. um færri nauðg- anir að ræða. Móðir Erfíttað kom- ast inn í kirkj- ur utan venju- legs messutíma Til Velvakanda. Fyrir skömmu var ég á ferð um Húnavatnssýslur þar sem fyrir augu bar hina fegurstu steinkirkju. Gerði ég mér ferð upp að kirkjunni til þess að skoða hana nánar og fannst mér hún listavel úr garði gerð. Ekki síst fyrir það að hún er byggð að tilhlutan manns sem bjó að Þingeyrum, auk þess sem gijó- tið í kirkjuna er flutt að margra kílómetra leið. En þegar ég gerði mig líklegan til að ganga inn í þetta tígulega Guðshús, kom ég að öllu harðlæstu. Þetta fannst mér í hæsta máta öfugsnúið þar sem stóð stórum stöf- um fyrir ofan kirkjudyrnar eftirfar- andi tilvitnun úr Sálmi 122: Látum gleðjast, og göngum í hús Drottins. Fannst mér slíkt til háborinnar skammar kristni í landinu. Komst ég að eftirfarandi niðurstöðu úti í guðsgrænni náttúru íslands: Erfíð- ara er að komast inn í kirkju á ís- landi utan messutíma, sem er einu sinni í viku á sunnudögum, en að bijótast út úr rammbyggðustu tugt- húsum hinnar veraldlegu réttvísi. Einar Ingvi Magnússon Heilræði Munum eftir björgunarvestum á alla. - KOMUM HEIL HEIM - jTrrrui* Víkveiji skrifar Víkveiji telur sig sæmilega skil- vísan. Hann leggur sig til dæmis fram um að greiða skatta sína til hins opinbera á réttum gjald- daga og sömu sögu er að segja um reikninga vegna hita og rafmagns. Af sköttunum hefur hann ekki áhyggjur, því að þeir eru teknir af launum hans. Gírsóseðla frá hita- veitu og rafmagnsveitu tekur hann með seðlasúpunni um hver mánað- mót. Afnotagjald af útvarpi ríkisins lætur Víkveiji taka af greiðslukorti og gerist það sjálfkrafa um hver mánaðamót samkvæmt reglum, sem um það gilda. Telur Víkveiji sér skylt að inna þessar greiðslur af hendi án tillits til þess, hvernig hinum opinberu fyrirtækjum er stjómað eða hveijir eru þar í fyrirsvari. Hefur aldrei hvarflað að honum að með skilvísi sé hann að votta hinum opinberu stofnunum sérstakt traust; hann telur sig einfaldlega vera að greiða fyrir samfélagslega þjónustu eða þá orku sem honum er sérstaklega látin í té. Allir sem vilja hlusta^ á útvarp eða horfa á sjónvarp á Is- landi verða að borga afnotagjald til útvarps ríkisins, hvort sem þeir kveikja nokkru sinni á einhverri stöð þess eða ekki. Við lestur á grein eftir útvarps- stjóra ríkisins hér í blaðinu sl. föstudag hrökk Víkverji í kút, þeg- ar hann sá, að á skilvísi hans á afnotagjöldum væri litið sem eitt- hvert sérstakt traust á útvarps- starfsemi ríksins. I greininni stóð: „Menntamálaráðherra gat þess á Alþingi í vetur, að árangur hjá Rík- isútvarpinu væri með því bezta í almennri, opinberri innheimtu. Og hver er staðan eftir hækkunina 1. júlí og darraðardans fjölmiðla? Eru þeir búnir að gagnsefja þjóðina með því að djöflast svona á Ríkisútvarp- inu? Það kemur nefnilega á daginn að innheimtuhlutfall afnotagjald- anna hefur sjaldan verið betra á eindaga en einmitt 15. júlí sl. Og þó eru menn að heiman, á ferð og flugi í sumarleyfí, í þessum mán- uði. Innheimtan var nærri 70% nú en var um 64% í júlí 1989“ Hér fer ekkert á milli mála. Þessi orð vekja þá spurningu, hvort menn eigi nokkurra annarra kosta völ en greiða þann opinbera skatt, sem afnotagjöldin eru. Þegar þann- ig skylda hvílir á fólki vill það auð- vitað helst geta greitt á réttum tíma til að losna undan aukakostnaði og óþægindum. Víkveiji telur að skilv- ísi ráði meiru í þessu tilviki en stuðningsyfírlýsing við útvarps- rekstur ríkisins. Ef þessi skilvísi er þátttaka í einhvers konar vinsælda- keppni er kannski ástæða til að hætta að greiða afnotagjöldin með greiðslukorti? XXX egar Bandaríkjamenn ræða um ríkisútgjöld nota þeir jafn an orðin taxpayer’s money, það er skattfé almennings. í umræðum hér er yfírleitt talað um opinbera fjár- muni eða útgjöld ríkissjóðs og virð- ist oft gæta meiri umhyggju fyrir ríkissjóði og fjárþörf hans en þeim, sem borga brúsann, skattgreiðend- um. Ættu fjölmiðlamenn að hyggja sérstaklega að þessu og tileinka sér aðaldið sem felst í því að ræða um skattfé almennings. Orðið „afnota- gjöld“ um hinn sérstaka útvarps- skatt til ríkisins sem keppir síðan við einkaaðila á almennum auglýs- ingamarkaði gefur ekki rétta mynd af þessari opinberu gjaldtöku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.