Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1990 Bandaríski ísbrjóturinn Polar Sea, sem kemur hingað til lands í dag. Viðurkenningar til ís- lenskra skipafélaga BANDARÍSKA strandgæsluskipið Polar Sea, sem er 13 þúsund tonna ísbrjótur, kemur til Islands í dag í þriggja daga heimsókn og leggst að bryggju í Keflavíkurhöfn. A meðan á dvöl þess stendur verða ijögur íslensk skipafélög heiðruð fyrir stuðning þeirra við svokallað AMVER-kerfi bandarisku strandgæslunnar, eða sjálfvirkt kerfi gagn- kvæmrar aðstoðar við björgun skipa. Um borð í skipinu í kvöid taka að kaupskip senda inn siglingaáætl- fulltrúar frá ísskipum, Skipadeild Sambandsins, Eimskipafélagi ís- lands og Jöklum hf. á móti viður- kenningum fyrir hönd samtals átta skipa, sem tekið hafa þátt í AM- VER-kerfinu. Kerfið byggir á því anir og skýrslur um staðsetningu og komutíma tii bandarísku strand- gæslunnar. Þegar um neyðartilfelli á sjó er að ræða er björgunarsveit- um send skrá yfir þau skip, sem ferð eiga um viðkomandi svæði. Bj örgxuiametið Markús er selt til sextán landa t > „VIÐ SELDUM um 200 Markúsarnet í fyrra og ég reikna með að salan verði þrisvar til fjórum sinnum meiri í ár en í fyrra,“ sagði Pétur Th. Pétursson, framkvæmdastjóri Björgunarnetsins Markúsar hf. Pétur sagði að fleiri net hefðu verið seld í ár en á öllu síðast- liðnu ári og erlendir aðilar keyptu nú meirihlutann af framleiðsl- unni. Hann sagði að Markúsarnet hefðu verið seld til 16 landa, til dæmis Óman, Astraliu, Bandaríkjanna og Kanada, og nú væri skylda að hafa netin í íslenskum, dönskum, færeyskum og grænlenskum fiskiskipum. Pétur Th. Pétursson sagðist vera kominn með umboðsmenn fyrir Markúsarnetið víða um heim. Hann sagði að markaðurinn fyrir björgun- amet væri mjög stór, þar sem fiski- skip stærri en 100 tonn væru um 200 þúsund talsins í heiminum og kaupskip um 17 þúsund. Þá væru til dæmis breskir smábátar um ein og hálf milljón talsins og sænskir skemmtibátar um 300 þúsund. „Við værum vel settir með 10% af markaðinum á Vesturlöndum. Við höfum fengið einkaleyfi í þó nokkuð mörgum löndum og Danir hafa lagt til að þess verði krafist að björgunarnet verði í öllum fiski- skipum Evrópubandalagsins árið 1992. Undirbúningsvinnan hefur kostað á þriðja tug milljóna en iðn- aðarráðuneytið, sjávarútvegsráðu- neytið og Iðnlánasjóður hafa styrkt okkur til þessa verkefnis, auk þess sem til dæmis björgunarsveitir hafa aðstoðað okkur við að þróa netið,“ sagði Pétur. Hann sagði að framleiddar væru tvær tegundir af Markúsarnetum, annars vegar stór net fýrir skip og hins vegar lítil net fyrir hafnir og litla báta en Markúsarnet væru komin í langflestar hafnir á landinu. „Stóru netin kosta um 40 þúsund krónur en þau litlu um 30 þúsund krónur. Stóru netin eru hins vegar okkar aðalvara en með netunum fylgir 12 blaðsíðna fræðsluhefti um björgun." Pétur sagði að Markúsárnetið væri viðbót við önnur björgunar- tæki en kæmi ekki í staðinn fyrir þau. „Siglingamálastjóri stóð fyrir kynningu á Markúsarnetinu í aðal- stöðvum Alþjóðasiglingamálastofn- unarinnar í London í maí síðastliðn- um, þegar þar var haldinn fundur nefndar, sem setur alþjóðareglur um öryggi á hafinu, en fundinn sóttu um 320 manns frá um 60 löndum. Viðbrögðin voru mjög já- kvæð og mönnum þótti netið vera merk nýjung,“ sagði Pétur. Hann sagði að netið yrði einnig kynnt á sjávarútvegssýningunni, sem haldin verður í Laugardalshöll í september næstkomandi. VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 1. ÁGÚST YFIRLIT f GÆR: Um 800 km suðsuðvestur af Vestmannaeyjum er 992ja mb lægð á hreyfingu norðaústur. SPÁ: Norðaustankaidi eða stinningskaldí á annesjum vestanlands, en annars staðar austan og suðaustan gola eða kaldi. Súld eða smá- skúrir á Suðausturlandi og norður með austurströndinni og senni- lega norðantii á Ströndum. Síðdegisskúrir á stöku stað suðvestan- lands. Hiti á biiinu 9 til 17 stig VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAQ: Vestan- og norðvestanátt með skúra- veðri vestanlands og við norðurströndina, en björtu veðri á Aust- ur- og Suðausturlandi. HORFUR Á FÖSTUDAG:Sunnan- og suðvestanátt um mest allt land. Rigning og síðar skúraveður vestanlands, en úrkomulítið og öliu bjartara veður um landið austanvert. Hiti á bilinu 10 til 18 stig báða dagana. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að f$l, tíma hlti veður Akureyri m alskýjað Reykjavik 16 skýjað Bergen 17 skýjað Helsinki 20 skýjað Kaupmannahöfn 23 léttskýjað Narssarssuaq 12 heiðskírt Nuuk 9 léttskýjað Óstó 24 skýjað Stokkhólmur 19 skýjað Þórshöfn 15 skúr Algarve 29 heiðskírt Amsterdam 25 léttskýjað Barcelona 27 léttskýjað Berlín 25 léttskýjað Chteago 16 léttskýjað Feneyjar 26 skýjað Frankfurt 28 iéttskýjað Glasgow 19 skýjað Hamborg 25 hálfskýjað Laa Palmas 26 léttskýjað London 26 skýjað LosAngeles 17 léttskýjað Lúxemborg 27 hólfslöfjað Madrid 32 heiðakírt Malaga 29 helðskírt Mallorca 29 féttskýjað Montreal 22 skúr NewYork 23 léttskýjað Orlando 26 heiðskirt París 30 léttskýjað Róm 28 skýjað Vfn 29 heiðskírt Washington 24 skúr á sfð. klst Winnipeg 11 helðskfrt Atvinnumálanefnd Akureyrar: Tomas Ingi til verk- eftia er tengjast álveri TOMAS Ingi Olrich, mennta- skólakennari á Akureyri, hefur verið ráðinn til að sinna tíma- bundnum verkefnum, fyrir hönd atvinnumálalanefndar Akur- eyrar, er tengjast álveri í Eyja- firði. Sigurður P. Sigmundsson, for- stöðumaður Iðnþróunarfélags Eyja- íjarðar, sagði að stefnt væri að því af hálfu stjórnvalda að undirrita bráðabirgðasamning við Atlantal- hópinn 20. september nk. og væri því komið að endasprettinum í þessu máli. Tómas Ingi ætti að starfa í samvinnu við Iðnþróunarfé- lagið sem aftur starfaði fyrir hér- aðsnefnd Eyjafjarðar en hún væri formlegur viðræðuaðili við stjóm- völd um þessi mál. Á vegum sveitarfélaga á Suður- nesjum hefur um nokkurt skeið starfað Samstarfshópur um stóriðju sem Oddur Einarsson, fyrrum bæj- arstjóri í Njarðvík veitir forstöðu. Þriðji staðurinn sem kemur til greina varðandi staðsetningu álvers er Reyðaríjörður. Hörður Þórhalls- son, sveitastjóri á Reyðarfirði sagði Reyðfirðinga ekki hafa tekið neina ákvörðun um að ráða mann til kynningarstarfa. Átti hann síður von á að það yrði gert. Stöð 2: Tónleikar Madonnu sýnd- ir í beinni útsendingu STOÐ 2 mun sýna í beinni útsendingu tónleika með söngkonunni Madonnu, sem haldnir verða í Barceiona á Spáni í kvöld, miðvikudags- kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og eiga að vera 110 minútna langir, að sögn Jónasar R. Jónssonar dagskrársljóra Stöðvar 2. Jónas R. Jónsson sagði að Stöð 2 hefði verið boðið að sýna tónleika Madonnu með mjög skömmum fyrir- vara, eða síðastliðinn mánudag. Tón- leikarnir verða í læstri útsendingu en þeim verður einnig útvarpað á Stjörnunni, FM 102. Fyrirtækin Steinar hf. og Eva-Gallerí styrkja útsendinguna. „Það er vonlaust að gera þetta án þess að fá kostun, þar sem útsendingin kostar hundruð þúsunda króna fyrir utan alla vinnu,“ sagði Jónas. Yerðlækkun á blómkáli og sveppum fram að helgi SÉRSTAKT verslunarmanna- helgartilboð verður á blómkáli Trilla dreg- in til hafnar TILKYNNT var um bilaða vél í triilunni Sæsmala RE klukkan 2.30 aðfaranótt þriðjudags en trillan var þá við Kjalarncs. Björgunarbáturinn Jón E. Berg- sveinsson dró trilluna til hafnar í Reykjavík og voru bátarnir komnir þangað um klukkan 4.30 um nótt- ina. Þrennt var um borð í trillunni en ekkert amaði að þeim, að sögn Tilkynningaskyldunnar. og sveppum frá Sölufélagi garð- yrkjumanna fram að helgi. Blómkálið lækkar um þriðjung en minni verðlækkun er á sveppum. Að sögn Níelsar Marteinssonar sölustjóra hefur rrtlkið af blómkáli komið á markaðinn og er verðið lækkað til að reyna að örva söluna. Heildsöluverð á blómkáli lækkar um 101 krónu í dag, úr 299 í 198. Algengt útsöluverð úr búð gæti orðið eftir lækkun 310-320 krónur kílóið. Sveppirnir lækka úr 429 í 370 krónur kílóið og smásöluverðið gæti orðið 590 til 600 krónur kíló- ið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.