Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. AGUST 1990 29 Rambað um í Napólí .. .ogjafnvel þar er íslenskt nafn uppi á vegg Venjuleg ljósmynd af Napólí sýnir gjarnan mjóa götu, varla breiðari en húsasund. Utan á húsunum hangir þvottur og yfir er ljósblá himinræma. Húsunum er ekki sérlega vel viðhaldið, konur í sloppum, fáklædd svein- börn í fótbolta. Slík mynd gefur vissa hugmynd um hvers er að vænta í Napólí, en miðað við raunveruleikann er hún harla ófullnægjandi. Það vantar margt inn á hana. Borgin stendur undurfallega á hæðum uppi af Napólíflóa, þar sem eyjarnar Capri, Procida og Ischia gleðja augað. Skip sigla um, hafið er djúpblátt, himinn hár, heiður og blár. Fjöllin í kring eru falleg, séð með íslenskum augum. Þetta er eldfjallasvæði og landslagið minnir oft á ísland. Vesúvíus er ægifagur og sést vel víðsvegar að úr borginni. Það er vel þess virði að taka togbrautina upp að Sant’ Elmo kastala til að virða borgina fyrir sér, gera sér grein fyrir borg- arstæðinu og því hve nálægur Vesúvísus er. Og ekki síst til að njóta golunnar, ef gengið er um að sumarlagi. Sambúð manns og bíls Hitinn getur orðið kæfandi og hann auðveldar ekki ferðina um Napólí. Öldum saman hafa inn- fæddir á þessum slóðum barist við náttúruna, glímt við eldgos og jarð- skjálfta, sem heija á svæðið með reglulegu millibili. Síðast eyðilagð- ist stór hluti borgarinnar í jarð- skjálfta árið 1980. Núorðið beijast Napólíbúar daglega við eigin sköp- unaiverk, bíla og mótorhjól. Gönguferð um Napólí kostar stöð- uga baráttu við þessi fyrirbæri. Sambúð manns og bíls er nánari þama en víðast annars staðar. Hvort bíllinn bíður skaða af er vafasamt. En Napólíbúar virðast undarlega kærulausir um hver áhrif sambýlið hafi á þeirra eigin velferð. Á það er bent að fyrir nokkrum árum hafi umferðin í Róm og Napólí verið mjög sam- bærileg. Núorðið er umferðin í höfuðborginni öldungis ekki yfir- þyrmandi miðað við glundroðann í Napólí. Þetta á ekki síst við eldri borgarhverfin, þar sem göturnar eru þröngar og lítt bílfærar. Inn á friðsælu myndina af þröngu götunni vantar því bíla, alltof marga bíla, sem stöðugt troð- ast um alltof mjóar götumar. Um leið og nokkrir auðir metrar blasa við, hika bílstjórarnir ekki við að gefa ærlegá í, viðbúnir að stöðva á punktinum innan nokkurra sek- úndna. ískur af spyrnu og bremsu tilheyrir borgarmúsíkinni. Við hlið- ina á og innan um bílana skjótast vespur og mótorhjól. Gangandi vegfarendur þvælast inn á milli. Það er ekki um að ræða að ganga beint. Gönguferð um miðborg Nap- ólí felst í því að vera stöðugt að víkja sér undan þessum farartækj- um og stugga við öðrum vegfar- endum, sem hyggjast nota sér sömu smugur og maður sjálfur. Og þessi sífellda barátta gerist ærið erfið og þreytandi í rúmlega þijátíu stiga hita og bensínstybbu. Það liggur við að norrænum veg- faranda fallist hendur og hann láti Napólí lönd og leið. En ekki er allt upp talið. Leiðin um Napólí er ekki aðeins torsótt nærrænum ferðamönnum. Rusla- bílar og sorphreinsunarmenn virð- ast að mestu hafa gefíst upp. Alls staðar blasa við haugar af sorpi. í hverri smugu liggja ruslapokar. í þrúgandi sumarhitum eru pok- arnir ekki aðeins hvimleið sjón. Fnykurinn af þeim blandast bensínstybbunni og þyngir enn hitateppið yfir götunum. Þessi lýsing á við um ýmsa staði í borginni, en þó einkum hverfið í kringum Montesanto, helga fjall, hæð sem stendur í miðborginni. Þar niður af gengur löng og mjó gata, í raun nokkrar götur, sem taka hver við af annarri og sem borgarbúar kalla Spacca Napoli, það sem skiptir borginni. Uppi í hæðinni, þar sem gatan byijar, er hverfíð með erkinapólískum svip. Sumar götumar eru vart götur, heldur sund með tröppum og þar er ekki bílfært. Það gefur góða hugmynd um lífíð í hverfínu að ganga þar að kvöldlagi. Líf fyrir opnum tjöldum Deginum lýkur seint. Um níu- leytið sitja flestir að snæðingi. Á jarðhæðinni líta íbúðimar út eins og búðir. Einfaldur ferðmaður hélt að þetta væra búðir sem seldu rúm, því það er allt opið út á götu. Fólk býr fyrir opnum dyrum. Húsa- kynnin eru þröng. Sums staðar eru voldugar innréttingar, hillusam- stæður, en fyrir norræn augu eru þær firna ósmekklegar og úr lélegu efni. Alls staðar er kveikt á sjón- varpinu, ýmist horft í eldhúsinu eða setið á rúmum og horft á und- rið, skipst á að að horfa á ein- hveija af þeim mýmörgu stöðvum sem ganga yfír Ítalíu í síbylju. Stofur virðast víðast vera óþekktur munaður. Svo er líka gatan og stólamir eru dregnir út á kvöldin, bæði til að horfa á lífið til skiptist við sjónvarpið og eins til að ræða við nágrannana. íbúðirnir uppi yfir geta verið með allt öðrum hætti. Sé gengið upp á efstu hæð er þar kannski fyrir stór glæsiíbúð með glampandi marmaragólfum. Þar er_ hátt til lofts og vítt til veggja. Á stóram svölunum er eins og lítill garður og af þeim er útsýni yfir alla borg- ina. Svalirnar eru út af eldhúsinu og mestan hluta ársins er hægt að nota þær sem borðstofu. Uppi á þaki er baðhergi og úr sturtunni er útsýni yfír flóann og upplýstan Sant’ Elmo-kastalann, sem ber við stjörnubjartan himininn. Og eftir að sturtubaðið er hægt að þurrka sér uppi á þaksvölunum, um leið og undur borgarinnar ber fyrir augu. Lífíð uppi á lofti er ólíkt lífinu við götuna. Til að auðvelda það eru víða hand- eða vélknúnar taliur til að hífa upp aðföngin, í stað þess að drösla þeim upp tröpp- umar. Víða eru þarna lítil verkstæði, húsgagnaviðgerðir, bólstran, sængurgerð eða hjólaviðgerðir. Eigendurnir búa oft að hluta á verkstæðinu. Á einum stað sat húsgagnasmiðurinn í einu horni verkstæðisins og horfði á sjónvarp, meðan eiginkonan bjó til matinn í eldhúsinu við hliðina á. Þeir sem búa á jarðhæðinni eða neðstu hæð- unum vinna margir við einhverjar iðnir og alls kyns smáiðnað. En það er einnig sagt að í hverfinu búi margir af þeim sem stunda svartamarkaðsbrask og þeir eru víst ekki fáir þarna um slóðir. Svartamarkaðsbrask og smásvindl er venjulega ekki það fyrsta sem ferðamenn reka augun í þegar þeir koma á ókunnar slóðir. En í Napólí er þessu öðru vísi farið. Þetta blasir við, þegar keyrt er inn í borgina. Á götunum hlaupa menn um, veifandi sígarettupökkum og bjóða til sölu. Ekki eru þetta sjoppueig- endur á faraldsfæti. Sígaretturnar eru smyglaðar, þeim er siglt inn með bátum. Sígarettusalarnir fara þó síst í felur með varning sinn og ekkert virðist gert. Inni í mjóu hliðargötunum í miðborginni situr fólk víða með kassa fyrir framan sig og á þá er raðað sígarettupökk- um, einum af hverri tegund. Birgð- irnar eru ekki sýnilegar. Á máli Napólíbúa kallast svona iðja að bjarga sér og þeir era margir góð- ir í því. Að bjarga sér á napólíska vísu Sjálfsbjargarviðleitnin á sér margar birtingarmyndir í Napólí. Þar úir og grúir af betluram, sem eru annars orðnir sjaldséðir víðast á Italíu. í þeim hópi er mörg hryggðarmyndin. Gamalt og illa farið fólk liggur á gangstéttinni, Börn með stór bænaraugu koma hlaupandi upp að hliðinni á vegfar- endum og taka í þá. í neðanjarðar- lestinni stígur kona fram og heldur hjartaskerandi tölu um neyð bama sinna um leið og gullfallegt stúlku- barn, um sjö ára gamalt, gengur um með útrétta hönd og stór, glampandi augu í rifnum og skítugum kjólgopa. Það er haft á orði að borgin hafi fremur austur- lenskan brag en evrópskan. Rán á götum úti ku vera algengt fyrir- •bæri svo það er óvarlegt að hafa fésjóði á sér eða vera of ríkmann- legur útlits. Það er heillavænlegt að nota skynsémina, láta ekki glepjast af því sem getur virst vera hjálpsemi, engan glannaskap. Það fer illt orð af borginni sem hættulegri glæpaborg. Orðsnjall Rómveiji sagði Napólí vera New York með bros á vör. . . en það er heldur engin ástæða til að lam- ast af hræðslu. Borgarklæðnaður fremur en strandklæðnaður Það þarf ekki að horfa lengi á klæðaburð kvenfólks í Napólí til að sjá að innfæddir karlmenn sjá lítið af klæðalitlu kvenfólk á gangi, nema ferðamenn. Á rölti um þau hverfi, sem ferðamenn era sjald- séðir, er það einfaldlega ögrun við innfædda að kvenfólk gangi um á stuttbuxum og bolbleðlum, eða ámóta léttklætt. Það kallar á at- hugasemdir og óþarfa athygli. Ungur Ítalí á strönd, sem sá norr- ænar stúlkur ganga um berar að ofan, hafði á orði að það væri óþol- andi að fá aðeins að sjá en ekki snerta. Hann er vísast ekki einn fnsIiccEafli [IUaTÍ 4F ÍOCGAtúfiVH tJAPÓU... KACfA íveM niM ö£r ÆuliJ&UU lÁTlfJ ^64 AJÍÞuC iíc 'i ÖU& PcúL OPAtJ bAC/WÍÍQ. SnÁXrtO CtHuC L£5 n CCy ePTÍt JÓffU&ö/WPiOH fjtt !%i£6r4 6icauV^ 0& um slíkan hugsunarhátt. Auk þess eru víðir bómullarkjólar með stutt- um ermum mun betri vörn á gönguferðum gegn hita og brenn- andi sólinni en strandklæðnaður. Klæðnaður karlmanna skiptir minna máli og þó ekki. í ítölskum lögreglusamþykktum eru greinar um sómasamlegan klæðnað. í sumar gerði lögreglan í Róm góðláta atlögu að klæðalitl- um ferðamönnum og fræddi þá um reglur, sem banna karlmönnum að spóka sig um berum að ofan og fyrirskipa kvenfólki hæfilegan klæðnað. Á skoðunarferðum á It- alíu eru kirkjur sjálfsagður hluti ferðarinnar og inn í þær er ekki leyft að fara í strandklæðnaði. Sama á við um sum söfn. Santa Chiara-kirkjan og klaustrið við hlið hennar era sjálfsagðir viðkomu- staðir, þegar er gengið um Napólí. Þessar byggingar standa við Via Benedetto Croce, sem er hluti af Spacca Napoli. Lengra niður með götunni, í áttinna frá Montesanto stendur kirkja San Gregorio Arm- eno, heilags Gregóríusar frá Arm- enía við samnefnda hliðargötu. Napólí er fræg fyrir jólajötur, pres- epe á ítölsku. Um jólin tíðkast að stilla upp jötum með Jesúbaminu og öðram persónum jólaguðspjalls- ins, oft heilu þorpunum. Ein slík gömul uppstilling er í klaustrinu víð hlið Santa Chiara. í kringum kirkju heilags Gregóríusar frá Armeníu era margar búðir sem selja brúður í þessar jólaskreyting- ar, auk þess sem þær selja aðra smámuni. Fyrir utan að landslagið í kring- um Napóli minnir sums staðar á ísland, er annars fátt sem minnir á svo fjarlægar slóðir. I júní hékk þó uppi í borginni auglýsingaplakat með íslensku nafni. Fiðlusnilling- urinn Salvatore Accardo sér um árlega tónlistarhátíð í Napóli, sem kallast alþjóðlegar tónlistarvikur. í þetta skiptið var meðal annars efnt til tónleika þar sem Accardo spilaði með og stjórnaði einsöngv- urum og hljómsveit, sem hann hafði kallað saman. Á kynning- arplakati fyrir tónleikana vora allir taldir upp, sem komu fram. Fiðlu- leikarinn Unnur Sveinbjarnardóttir var eín þeirra sem þarna spiluðu og hennar nafn gat að lesa upp á vegg í Napólí. Talandi um tónlist, þá er ekki hægt að láta óperahúsið í Napólí ónefnt. Það heitir Teatro San Carlo, byggt rétt á undan Scala í Mílanó og Napólíbúar segja sitt hús fallegra, ef eitthvað er. Hvað um það, húsið er undurfallegt og uppi er setið í stúkum, ekki sæta- röðum. Miðamir kosta frá um 600 upp í 6.000 íkr., svo það er úr nögu að velja. Miðar á þriðju svöl- um fyrir miðju, ekki fremst í stúku, kostuðu um 2.500.íkr. og þaðan var auðnotið gullfallegrar sýningar á Madame Butterfly. . Það er af nógu að taka að sjá og heyra í Napólí. Kirkjur og söfn, meðal annars fomleifasafnið, Museo Archeologico Nazionale, með fullt af hlutum frá Pompej og öðram rústum í nágrenninu. En ekki síst er það forvitnilegt að reika um götur og stræti og virða fyrir sér mannlífíð þarna og margt er lífíð sem lifað er. Það er allt óendanlega framandi og fjölbreyti- legt og uppspretta endalausra vangaveltna um lífíð og tilverana. Hjörtu mannanna slá vísast eins í Reykjavík og Napólí, en mikið lif- andi skelfing bera þeir sig öðru vísi að við flest þama suðurfrá . . . Texti og teikningar: Sigrún Davíðsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.