Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1990 r r Utsala - Utsala Útsalan hefst í dag PORTMAB NOTUÐ REIÐHJÓL í MIKLU ÚRVALI SPORTI MARKAÐURINN SKIPHOLTI 50C, SIMI 31290 (Nýja húsið gegnt Tónabíói) Aldrei meira úrval! Sportblússur, meðal annars yfirstærðir. Buxur, peysur, skyrtur. GEYSiPr Metsölublaó á hvetjum degi! Kmmingjaimuðgímir eftir Ragnheiði Mar- gréti Guðmundsdóttur Getur verið að flestar konur langi undir niðri til að láta nauðga sér? í þessari spumingu felst ein af fjöl- (mörgum goðsögnum um nauðgun sem of margir telja sanna. Onnur goðsögn er sú, að nauðgun fari fram í dimmum húsasundum og að nauðgarinn sé ókunnugur maður, sem er að springa af kynferðislegum losta. Staðreyndin er samt sú, að meirihluti nauðgana á sér stað í heimahúsum, maðurinn þekkir kon- una, sem hann nauðgar, og hvötin er ekki kynferðisleg heldur tengd ofbeldi og drottnunargirni. Afhjúpun þessarar goðsagnar gefur okkur nýtt hugtak, „kunn- ingjanauðgun“. Orðið kunningja- nauðgun er notað yfir nauðgun, þar sem konan þekkir árásarmanninn og ber til hans ákveðið traust. Það skiptir ekki máli, hve lengi hún hef- ur þekkt hann eða hversu vel; hann getur verið vinnufélagi, skólabróðir, nágranni, vinur eða einhver, sem konan hitti á balli eða krá; aðalatrið- ið er traustið, sem hún ber til hans og sem hann bregst. Kona, sem er nauðgað af kunn- ingja sínum, gerir sér ekki alltaf grein fyrir því að henni hefur verið nauðgað. Henni getur samt liðið hræðilega, fundist hún hafa verið niðuriægð og lítilsvirt, verið full af hræðslu og sektarkennd, en hún kallar verknaðinn yfírleitt ekki nauðgun. Líklega vegna þess, að maðurinn var kunningi og hún þekk- ir goðsagnirnar um nauðgun, þar á meðal þessa um ókunnuga manninn í dimmum húsasundum. Kannski hafði henni litist vel á manninn en var bara ekki tilbúin að sofa hjá honum strax — hann „heyrði“ bara ekki þegar hún sagði nei. Kannski hafði hún verið of drukkin til að átta sig á því sem var að gerast. Kannski hafði hann boðið henni út að borða og krafíst sam- fara að launum og hún kunni ekki við að segja nei. Alla vega kennir hún sjálfri sér um. Og þannig dæmir samfélagið hana. Hún .kallar þetta ekki beint nauðgun og kærir ekki til lögreglu, en samt voru þetta samfarir gegn vilja hennar. Henni líður illa og skil- ur ekki af hveiju hún er svona óör- ugg með sig og af hveiju hún er hætt að treysta karlmönnum. Á ég að gæta systur minnar? Verslunarmannahelgin er fram- undan og unglingamir þeysa á úti- hátíðir. Það er gaman að vera í tjaldi, hitta krakka, hlusta á músík og vera einhvers staðar langt í burtu frá afskiptasemi pabba og mömmu. Um leið og við sýnum börnum okkar það traust að leyfa þeim að fara verðum við að benda þeim á ábyrgð- ina sem því fylgir að fara á fjölmenn- ar útisamkomur. Og þó að allt gangi yfírleitt vel heyrum við stundum sögur af skuggahliðum útihátíða. Ragnheiður Margrét Guðmunds- dóttir „Kona, sem er nauðgað af kunningja sínum, gerir sér ekki alltaf grein fyrir því að henni hefur verið nauðgað.“ Við heyrum sögur af drukknum unglingum sem ganga illa um landið sitt og við heyrum sögur af nauðgun- um. Oftast kunningjanauðgunum. Þó að tölur frá lögreglunni um kærð- ar nauðganir séu ekki háar þá vitum við, sem höfum starfað við nauðgun- arráðgjöf sl. fímm ár, að kærðar nauðganir eru aðeins örlítið brot af ' heildinni. Auðvitað er það eitthvað í þjóðfé- lagsgerð okkar sem veldur því, að sumir karlmenn kjósa að misnota vald sitt yfír konum með því að nauðga þeim. En það er ekki alltaf nóg að skella skuldinni á þjóðfélagið og því vii ég höfða til ábyrgðar ein- staídingsins núna. Ég vil höfða til ábyrgðar kvenna og stúlkna á eigin lífi. í lífínu verður maður að sýna svolitla fyrirhyggju, ákveða sín mörk fyrirfram og tjá þau skýrt. Kunningjanauðganir verða nefnilega svo oft vegna óskýrra tjáskipta. Vertu ákveðin þegar þú segir nei og láttu taka mark á nei-inu. Það er líka mikilvægt að drekka ekki frá sér skynsemina. Þar með er ég ekki að segja að það sé kon- unni að kenna ef henni er nauðgað í fylliríi. En ofdrukknar konur og stúlkur eru auðveld bráð. Ég vil líka höfða til ábyrgðar karl- manna, að þeir þvingi ekki konur til samfara gegn vilja þeirra. Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir því, hve alvarlegt afbrot nauðg- un er. Nauðgun er ekki bara óþægi- legar samfarir heldur innrás í líkama konunnar þar sem hún er viðkvæ- must fyrir. Það er sjálfsagt erfítt fyrir karlmenn að setja sig í spor kvenna en flestir eigið þið mæður, systur, eiginkonur eða dætur sem þið getið sett í spor þeirra sem verða fyrir slíkri innrás. Almenningur verður líka að finna til eigin ábyrgðar, að loka ekki aug- unum fyrir því sem er að gerast. Vinir og vinkonur, jafnvel óviðkom- andi fólk, skiptið ykkur af. Nauðgun er eins og missir Nauðgun er glæpur, sem kemst næst mannsmorði og afleiðingarnar eru eins og skuggi, sem fylgir kon- unni ævilangt. Tilfínningarnar eru margvíslegar en sterkastar eru hræðsla, reiði, sjálfsásökun og sekt- arkennd auk þess að fínna til djúpr- ar niðurlægingar. Tilfinningunum má líkja við missi eins og ástvinamissi. Og missirinn birtist á ýmsan hátt. Kona sem allt- af hefur verið óhrædd við að fara allra sinna ferða virðist allt í einu hrædd við að vera ein. Þannig hefur hún glatað frelsi sínu og öryggi. Kona, sem var full af sjálfstrausti, finnst hún ekki hafa nokkra stjórn á lífí sínu lengur. Kona, sem trúir því að einungis „slæmum" stúlkum sé nauðgað, hefur glatað sjálfsmynd sinni. Nú er hún orðin „ein af þeim“. Og kona, sem er nauðgað af manni, sem hún þekkir, finnst hún ekki geta treyst neinum framar. Áhersl- urnar eru einstaklingsbundnar en flestar konur, sem hefur verið nauðgað, eru sammála um að eitt- hvað innra með þeim hafi dáið. Það getur létt áfallið að ræða strax um þessar tilfínningar við ein- hvern, sem hefur skilning á málun- um og sem dæmir ekki. Smám sam- an lærist að ná tökum á óttanum og smám saman lærist að skilja áð- þetta var ekki „mér að kenna“. Sam- tök kvenna gegn kynferðislegu of- beldi reka miðstöðina Stígamót, sem er ráðgjafar- og fræðslumiðstöð fyr- ir konur og börn, sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þar er hægt að fá einstaklingsráðgjöf og/eða starf í sjálfshjálparhópum, allt eftir þörfum hvers og eins. Stíga- mót eru opin á Vesturgötu 3, Reykjavík, kl. 12-19 og svarað er í síma allan sólarhringinn í síma 626868 og 626878. En gerum meira en að bjarga málunum eftirá. Höfum vakandi auga með sjálfum okkur og náunga okkar. Sýnum fyrirhyggju og tökum fulla ábyrgð á eigin lífí og gætum um leið meðsystkina okkar. Höfundur er framhaldsskólakennari og félagi í Samtökum kvenna gegn kynferðislegu ofbeldi. Tólf íslensk- ar smásög- ur á sænsku Tólf smásögur eftir jafn marga núlifandi íslenska rithöfunda hafa verið gefnar út á sænsku. Menn- ingarsjóður íslands og Finnlands, Ráðherranefnd Norðurlandaráðs og Bókmenntakynningarsjóður Islands styðja útgáfu sagnanna sem gefnar eru út í Helsinki. Safnið heitir eftir smásögu Nínu Bjarkar Árnadóttur, Síðan hef ég verið hérna hjá ykkur (Sen dess har jag varit har hos er) en auk hennar eiga Álfrún Gunnarsdóttir, Böðvar Gunnarsson, Einar Kárason, Fríða Á. Sigurðardóttir, Guðbergur Bergs- son, Magnea Matthíasdóttir, Stein- unn Sigurðardóttir, Svava Jakobs- dóttir, Sveinbjörn I. Baldvinsson, Þórarinn Eldjám og Vigdís Grímsdóttir smásögur í safninu. Erlingur Sigurðsson, sendikennari í íslensku við háskólann í Helsinki, vann að útgáfu bókarinnar í sam- vinnu við nokkra nemendur í norr- ænudeildinni við Helsinkiháskóla. Hann skrifar formála að safninu. Smásögurnar hafa ekki komið út á íslensku. Ferða-gasgrill í útileguna, veiðiferðina, bótinn Kr. 6.990 stgr. SPORTLEIGAN FERÐAMIÐSTÖÐ V/ UMFERÐARMIÐSTÖÐINA S:19800 & 13072 ifi. i>\ :y/. ifi'. i>i. i>:. ■>:Í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.