Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1990 19 Vöruhús Kaupfélags Árnesinga á Selfossi. Suðurlandsumdæmi: Heildarálagning 2,100 milljarður Selfossi. HEILDARÁLAGNING skatta á Suðurlandi nemur 2.100 milljón- um króna. Þar af eru 1,692 millj- ónir lagðar á einstaklinga, 404 milljónir á lögaðila og 4 milljónir á börn undir 16 ára. Alagningar- skrá fyrir 1990 liggur frammi á skattstofunni á Hellu og hjá umboðsaðilum skattstjóra. Kærufrestur er 30 dagar. Einstaklingar greiða 798 milljón- ir i tekjuskatt og 678 milljónir í útsvar. Hæstu gjöld einstaklinga bera: 1. Brynjar H. Guðmundsson Þorlákshöfn................ 4.600.000 2. Sigfús Kristinsson á Selfossi .................... 4.100.000 3. Vigfús Sigvaldason í Hveragerði................... 3.400.000 4. Björn Guðjónsson í Hveragerði .................... 3.200.000 5. Bragi Einarsson í Hveragerði...................... 2.900.000 Tölur til hagsbóta, eins og þær eru nefndar hjá skattstofunni, til iækkunar gjalda eru: Barnabóta- auki 72 milljónir, húsnæðisbætur 30 milljónir og vaxtabætur 54 millj- ónir. Barnabætur þriðja ársfjórð- ungs nema 53 milljónum, persónu- afsláttur til greiðslu útsvars er 170 milljónir og til greiðslu eignarskatts 13 milljónir. Hæstu gjaldategundir fyrirtækja eru aðstöðugjald 125 milljónir og lífeyristryggingagjald 72 milljónir. Hæstu gjöld fyrirtækja bera: 1. Kaupfélag Árnesinga á Selfossi ................... 42.600.000 2. Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi ..................... 21.400.000 3. Glettingur í Þorlákshöfn ........................... 11.800.000 4. Kaupfélag Rangæinga á Hvolsvelli..................... 8.700.000 5. Meitillinn í Þorlákshöfn............................. 7.900.000 Einstaklingar sem bera gjöld eru irtæki ríflega 350 talsins. um 11 þúsund á Suðurlandi og fyr- — Sig. Jóns. Átak í landgræðslu: 6 milljónir afhentar til upp- græðslu á Haukadalsheiði Selfossi. STJÓRN Átaks í landgræðslu afhenti á laugardag Land- græðslu ríksins sex milljónir króna til uppgræðslufram- kvæmda á Haukadalsheiði. 1988 var lögð fram hálf milljón króna og þessi framlög nægja til að endurheimta landgæði á tvö hundruð hekturum lands. Frá 14. júní 1988 er Átak í land- græðslu var stofnað hafa safn- astyfír tuttugu milljónir króna. Átak í landgræðslu var stofnað að frumkvæði Árna Gestssonar forstjóra og Félags íslenskra stór- kaupmanna. Átakinu var ætlað " það hlutverk að safna þrjátíu millj- ónum króna á þriggja ára tímabili til þess að styðja við uppgræðslu landsins. Landshappdrætti Átaks- ins gekk vel og auk þess hafa fjöl- mörg fyrirtæki og einstaklingar styrkt Átakið með fjárframlögum. Á þessu ári hefur verið hlé á fjár- söfnun svo Skógræktarfélag ís- lands fengi ótruflað tækifæri til fjársöfnunar í tilefni 60 ára afmæl- is síns. Öllu fé Átaksins er varið í sam- ráði við Landgræðslu ríkisins til þeirra verkefna sem teljast brýnust hveiju sinni. Eitt brýnasta verkefni Landgræðslunnar er stöðvun jarð- vegs- og gróðureyðingar á Hauka- dalsheiði í Árnessýslu. í stórveðr- inu sem var á Suðurlandi 15. júlí síðastliðinn urðu þar miklar gróð- urskemmdir af völdum moldroks og uppblásturs. Varnaraðgerðirgegn uppblæstri á Haukadalsheiði hófust 1963 og fram til 1987 hafa 7000 hektarar verið girtir af og er girðingin 40 kílómetrar að lengd. Á fyrstu árun- um var hafíst handa við að sá melgresi í vesturhluta svæðisins og skjólgarðar gerðir en mikið vantar á að melurinn nái yfirhend- inni á verstu foksvæðunum. Góður árangur hefur náðst með því að ýta niður rofabörðum. Dreifíng áburðar og fræs úr flugvélum hófst 1968 og er árangurinn ágætur en moldrok hefur þó ekki verið stöðv- að á heiðinni og er þar mikið verk óunnið, bæði hvað snertir melsán- ingu og áburðar- og frædreifíngu með flugvélum og uppgræðslu rofabarða. Yfirborð Sandvatns var hækkað haustið 1986 sem hefur leitt til þess að fok á jökulleir hefur verið heft þaðan. 1988 var gert verulegt átak í uppgræðslu heiðarinnar, melfræi og grasfræi var dreift í allmiklum mæli. AHlir aðilar eru sammála um að þeim fjármunum sem safnast í Átaki til land- græðslu verði varið til uppgræðslu á þessu svæði. Auðvelt er fyrir almenning að fylgjast með árangr- inum því tiltöiulega auðvelt er að komast þvert yfir svæðið eftir svo- kölluðum línuvegi. Svæðið er friðað fyrir búfjárbeit og verður það um ófyrirséða framtíð. Það verður hagnýtt sem almenningssvæði og hugmyndir eru uppi um að nýta það til kynn- ingar á landgræðslustörfum hér- lendis enda liggur það vel við vegna fjölbreyttra uppgræðsluað- ferða og nálægðar við fjölsótta ferðamannastaði. — Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Árni Gestsson forstjóri og formaður stjórnar Átaks í land- græðslu afhendir Sveini Ilunólfssyni landgræðslustjóra framlag úr sjóði átaksins, á stórum fræakri í Gunnarsholtslandi. Könnun á trúarlífí íslendinga Út er komið þriðja hefti ritrað- ar Guðfræðistofnunar Háskóla Is- lands sem að þessu sinni (jallar um trúarlíf íslendinga. Útgefandi er Skálholtsútgáfan. Höfundur ritsins sem ber yfírskriftina Trú- arlíf Islendinga, félagsfræðileg könnun, eru Dr. Björn Björnsson prófessor við guðfræðideild og Dr. Pétur Pétursson lektor við Félagsvísindadeild HI. Hér er um að ræða spurningakönnun sem fram fór 1986-1987. Byggt var á 1.000 manna úrtaki þjóðarinnar á aldrinum 18-75 ára og svörunin var 75%. Pjallað er um marga þætti trú- arlífs, trúarskoðana og trúarathafna. Þá er einnig nokkuð komið inn á iífsviðhorf almennt og siðrænar spurningar og svörin greind með til- liti til trúarafstöðu. Fjallað er um sérkenni guðshugmynda og trúarlífs íslendinga sem bornir eru saman við aðrar þjóðir. í ritinu sem er 244 síður er einnig mikill fjöldi taflna og tölu- legra upplýsinga sem höfundar leit- ast við að túlka sem hliðsjón af kenn- ingum í trúarbragðafélagsfræði og trúarlífssálarfræði. Ritið sem er 244 bls. skiptist í sjö aðalkafla. Fyrsti meginkaflinn ber yfírskriftina Trúarhugmyndir. Þar er m.a. ij'allað um Guðstrú, afstöðuna til Jesú Krists og trú á líf eftir dauð- ann. Kaflinn um trúaráhrif og upp- eldi fjallar um hveijir það eru sem mest hafa áhrif á trúarmótun. Þar er einnig komið inn á viðhorf fólks til trúarlegs efnis og trúarathafna í skólum og á dagvistarstofnunum. í kaflanum um trúarlíf og helgihald- er biblíulestur, bænaiðja og áheit tekin fyrir ásamt kirkjusókn og af- stöðunni til sakramentanna. í kafla sem ber heitið trú og siðferði eru m.a. viðhorfin til fóstureyðinga könn- uð og fjallað um hugsanlegt samband þeirra við trúarskoðanir. Þá er einnig að fínna kafla sem bera yfírskriftina: Trúarlegt efni í fjölmiðlum og Af- staða til kirkju og presta. í kaflanum Trú og þjóðmál er fjallað um afstöðu fólks til sambands ríkis og kirkju, stjórnmálaskoðanir, áhuga á stjóm- málum og viðhorf til þjóðkirkjunnar. í lok ritsins er stutt samantekt helstu niðurstaðna á ensku. ÚTSALAN hefstídag Polarn&Pyret KRINGLUNNl 8-12, SÍMI681822, OPIÐ MÁNUD.-FÖSTUD. KL. 10:00-19:00 OGLAUGARD. KL. 10:00-14:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.