Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1990 41 Nemendur! Þessir hringdu . . Mjög slæmt ástand vega Þorsteinn Kjartansson hringdi: „Eg var á ferð í Stykkishólmi og nágrenni og var ástand vega þar vægast sagt mjög slæmt. Eg skemmdi tvö ný dekk á þessum vegum. Það eru hættulegar holur í malbikinu og malarvegum er illa við haldið.“ Gott framtak lögreglunnar Páll hringdi: „Það er gott framtak lögregl- unnar í Reykjavík að taka háv- aðasöm vélhjól úr umferð. Það er oft sem eigendur slíkra hjóla halda fyrir manni vöku. Ég hélt að vélhjólaeigendur væru það skynsamir að þeir legðu metnað sinn í að ónáða ekki hinn al- menna borgara um hánætur með hávaða sem fylgt getur keyrslu vélhjóla." Þarf ekki veðurfræðinga í fréttatímum Sigrún hringdi: „Eg las frétt þess efnis að veðurspár í fréttatíma ríkissjón- varpsins myndu kannski leggjast niður vegna þess að veðurfræð- ingar hefðu sagt upp störfum og vilja hærri laun. Það er allt í lagi þó veðurspárnar birtist ekki með þeim hætti sem þær eru nú. Það er löngu tímabært að breyta til — og myndi nægja að fréttamenn læsu upp spá morgundagsins, það þarf ekki veðurfræðinga til þess. Stöð 2 þarf ekki á sérstök- um veðurfræðingum að halda en birtir samt veðurfréttir öll kvöld.“ Kettlingar Þrír svartir kettlingar fást gef- ins á góð heimili. Upplýsingar í síma 37687. Orðiðfulltstarf að ná sambandi Helgi Gunnarsson úr Mý- vatnssveit hringdi: „Ég hef þurft núna í nokkra mánuði að hafa samskipti við Húsnæðisstofnun ríkisins. Síma- samband og þjónusta sem maður fær þama er gjörsamlega óþol- andi. Ef skiptiborðið svarar, sem er endrum og eins, þá má maður bíða og bíða. Það er orðið fullt starf að ná sambandi við þessa menn þarna fyrir sunnan og er hlutur sem maður er engan veg- inn sáttur við. Nú er þetta þjón- ustuaðili sem á að þjóna lands- byggðinni eins og höfuðborgar- svæðinu. En við sem búum fyrir utan höfuðborgarsvæðið þurfum að sækja allt okkar í gegnum síma. Þeir aðilar sem maður þarf að ná til eru ekki alltaf við og stundum ekki nema á vissum tím- um. Maður þarf að fá frí í vinn- unni til að komast í símann og svo kostar þetta sitt. Nú í morg- un hef ég eytt einum og hálfum klukkutíma í það að bíða eftir einum aðila. Ég taldi mig vera kominn nálægt því að komast að, eftir mikla bið en þá slitnaði. Ég hringdi aftur en þá voru fjórir komnir á undan mér svo biðin lengdist enn meir.“ Patti týndur Grábröndóttur köttur með hvíta bringu og hvítar lappir týndist í Langagerði fyrir rúmri viku. Kötturinn sem heitir Patti var með rauða ól um hálsinn. Þeir sem vita um hann hringi í síma 29004 eða 34375. I verkahring kirkjunnar að mótmæla eldmessum Til Velvakanda. Nýverið héldu Hólmvíkingar upp á að 100 ár eru liðin síðan staður- inn fékk verslunarleyfi. Gleðskap- urinn stóð yfir í eina helgi og fór hið besta fram. Ibúafjöldi bæjarins sexfaldaðist meðan herlegheitin stóðu að sögn viðstaddra. Margt var þar til gamans gert og einnig boðið upp á ýmis skemmtiatriði og eitt atriðið þarna var eldmessa. Hún er raunar ástæða fyrir þessu pári mínu. Þannig er mál með vexti að kristni var lögleidd hér fýrir rúmum 1000 árum og heiðni þar með niðurlögð. Eldmessur, galdrabrennur og önnur álíka at- hæfi iðkuðu heiðingjarnir til dýrðar Ásum. Kristindómurinn bannar hinsvegar alla slíka dýrkun. Þess vegna hlýtur það að vera í verka- hring kirkjunnar að mótmæla slík- um gerningum þegar þeir gerast. Nema því aðeins að kristin trú sé búin að taka þá í sátt og ef svo er þá er hún líka komin í andstöðu við sjálfa sig og boðskap Biblíunn- ar. Áf þeirri ástæðu að orð Guðs stendur óbreytt um aldir alda. Orð- ið stendur einnig af sér hverskyns tískusveiflur. Enginn má skilja orð mín svo að ég sé að agnúast út í íbúa áður- nefnds bæjarfélags. Öðru nær, heldur er ég fremur að benda á það að mönnum verður að vera eitthvað heilagt í lífinu þrátt fyrir allt frelsið sem þekkist í dag, þar sem öllum er heimilt að gera nán- ast hvað sem þeim sýnist. Og það er nú einu sinni svo að kristni er okkar þjóðtrú. Inn í hana eru börn- in skírð o.s.frv. Þessu hefur ekki verið breytt að mér vitandi. Að endingu vil ég segja þetta, mér fínnst það vera skylda kirkj- unnar að fjalla um málið í fullri alvöru og ekki til að dæma einn né neinn heldur til að áminna og veija um leið það sem er gott. Konráð Friðfinnsson Stórkost/egtti/boð ti/ykkar. CST 386 SX tölva. 1. Mb. innra minni. 40. Mb. harður diskur, 25 ms. 2. samhliðatengi. 1. raðtengi. 1. stýripinnatengi. 1. "5 1/4 diskadrif. 1. "3 1/2 diskadrif. "14 Einlitaskjár. (Hægt að fá VGA litaskjá) MS-DOS 4,01 & GW-BASIC. Kr. 158,500.- Þetta einstæða verð er í tilefni af 5. ára afmæli Pegasus hf. og gert í samvinnu við CST. verksmiðjurnar. Tilboðið gildir til 15. ágúst, eða á meðan þetta takmarkaða magn endist, því er nauðsynlegt að hafa snör handtök og staðfesta pöntun strax. Pegasus hf. Ármú/a 38 105 fívk. Sími 91-688277. MANSTU UTS0LUNA 0KKAR I FYRRA? UTSALANT FULLUM GANGI BÆTUM Á ÚTSÖLUNA ÚTSALA Skólavörðustíg 14 - Símar: 24 5 20 & 1 70 54

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.