Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1990 iiTifmMii a i jrzii Y^IKICGAR Bókhald Viðskiptafræðingur eða aðili sem hefur góða starfsreynslu á tölvum óskast til starfa nú þegar til að hafa umsjón með bókhaldi hjá stóru viðskiptafyrirtæki. Umsóknir merktar: „Framtíð - 4144“ sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir föstudaginn 3. ágúst nk. Starfsmaður í mötuneyti Mötuneyti Samvinnuháskólans á Bifröst óskar að ráða starfsmann til að annast mat- reiðslu og daglegan rekstur mötuneytis skólans. Þarf að geta hafið störf 25. ágúst nk. Ódýrt húsnæði á staðnum. Umsóknum ber að skila á auglýsingadeild Mbl. merktum: „Mötuneyti-13365" fyrir 8. ágúst nk. Starfsfólk Óskum að ráða starfsfólk til afgreiðslustarfa í verslunum okkar. Yngra en 19 ára kemur ekki til greina. Um er að ræða heils- og hálfsdagsstörf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf fljótlega. Væntanlegir umsækjendur vinsamlega hafið samband við skrifstofuna, Laugavegi 42, frá kl. 17.00-19.00 föstudaginn 3. ágúst (upplýsingar ekki gefnar í síma). Rennismiður óskast sem fyrst. VÉL.VÍK Dugguvogi 19, sími 35795. Skólastjóri - organisti Skólastjóra og kennara vantar við Tónskóla Patreksfjarðar. Jafnframt þarf viðkomandi að geta tekið að sér starf organista og kór- stjóra við Patreksfjarðarkirkju. í kirkjunni er nýuppgert 8 radda Walcker pípuorgel. Umsóknum skal skilað fyrir 10. ágúst nk. til neðanritaðra sem gefa nánari upplýsingar: Sigurður Jónsson, sóknarprestur, Aðalstræti 57, í síma 94-1324 og Sigurður Viggósson, formaður skólanefndar, Sigtúni 5, í síma 94-1389 á Patreksfirði. ?|l BORGARSPÍTALINN Starfsfólk - röntgendeild Starfsfólk óskast til aðstoðarstarfa á rönt- gendeild. Um er að ræða 100% starf. Upplýsingar gefur hjúkrunarstjóri í síma 696433. Meiraprófsbílstjóri Óskum eftir meiraprófsbílstjóra til afleysinga sem fyrst. Upplýsingar í síma 672904. Kennararathugið Við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar eru lausar nokkrar stöður. Kennslugreinar meðal ann- ars enska, danska og raungreinar. Ódýrt húsnæði til staðar ásamt leikskóla- plássi fyrir börn 2ja-5 ára. Fámennar bekkjardeildir og gott kennsluhús- næði. Flutningsstyrkur greiddur. Upplýsingar gefa formaður skólanefndar, Kjartan Reynisson, í vinnusíma 97-51240 eða heimasíma 97-51248 og skólastjóri í vinnu- síma 97-51224 eða heimasíma 97-51159. Skólanefnd. Góðir tekjumögu- leikar 7.-25. ágúst Atvinnumiðlun námsmanna og Félag íslenskra hugvitsmanna óska eftir að ráða starfsmenn til skrifstofu- og sölustarfa vegna fjáröflunarherferðarinnar „Hresstaskan". Umsóknareyðublöð og upplýsingar liggja frammi hjá Atvinnumiðlun stúdenta í húsi Félagsstofnunar stúdenta v/Hringbraut, sími 622080, dagana 1.-3. ágúst. Atvinnumiðlun námsmanna. Félag íslenskra hugvitsmanna. BÁTAR — SKIP Til sölu Gáski 1000. Til sölu mjög góður 9,9 tonna bátur. Tvær kraftmiklar vélar. Einn sá flott- asti í flotanum. Kvóti til sölu Höfum til sölu síldarkvóta. Kvóti óskast Höfum fjársterkan kaupanda að miklu magni af kvóta. Vantar báta 11 -20 tonna bát. Má vera með lítinn kvóta. 100-120 tonna góðan vertíðarbát, má vera með lítinn kvóta. Húsafell ^ ■ FASTEIGNASAIA Langhoksvegi 11S (Bsejarteiiahúsinu) Simi:681066 Kvóti - kvóti Okkur vantar kvóta fyrir togarana okkar Arn- ar og Örvar. Upplýsingar í símum 95-22690 og 95-22620. Skagstrendingur hf., Skagaströnd. TILBOÐ - ÚTBOÐ Byggingameistarar - verktakar Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen óskar eftir kauptilboði fyrir hönd viðskiptamanns síns í notað byggingatimbur. Upplýsingar eru gefnar í síma 91-84499. VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN hf ÁRMÚLI 4 REYKJAVlK SlMI 84499 Wélagslíf Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. IIÚTIVIST GRÓFINNÍI • REYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVARI H60Í Um verslunarmanna- helgina. 3/8-6/s Básar í Goðalandi Það eru rólegheit í Básum um verslunarmannahelgina jafnt sem aðrar helgar. Náttúrufegurð og fjallakyrrð, tilvalinn staður til þess að slappa af og safna orku til nýrra átaka. Fararstjóri Ingi- björg Ásgeirsdóttir. Fimmvörðuháls-Básar Fögur gönguleið upp með Skógaá, yfir Fimmvörðuháls, milli Mýrdalsjökuls og Eyjafjalla- jökuls, og niður á Goðaland. Gist í Útvistarskálanum í Básum. Núpsstaðarskógar Gróðurvin í skjóli jökla í hlíðum Eystrafjalls. Skemmtilegar gönguleiðir m.a. að Tvílitahyl. Fararstjóri Sigurður Sigurðar- son. Langisjór-Sveinstindur- Lakagfgar Svefnpokagisting. Gengið um Lakagígasvæöiö, farið í Eldgjá, og gengin fögur leið niður með Hellisá sem skartar ótal blæju- fossum. Fararstjóri Þorleifur Guðmundsson. Spennandi gönguskíðaferð Sólheimajökull - Mýrdalsjökull Farið upp Sólheimajökul með skíðalyftu, gengið vestur Mýr- dalsjökul og gist á Fimmvörðu- hálsi. Ferðinni lýkur að sjálf- sögðu í Básum. Sjáumst. Útivist. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Ferðafélag íslands - ferðir um verslunar- mannahelgi 3.-6. ágúst Brottför í ferðirnar er kl. 20.00 föstudag 3. ágúst 1. Þórsmörk - Langidalur. Gist í Skagfjörðsskála eða tjöld- um. Gönguferðir um Mörkina við allra hæfi. Ferðir til baka sunnu- dag og mánudag. Ódýr helgar- dvöl í Langadal/Þórsmörk. 2. Þórsmörk-Fimmvörðuháls. Gengið frá Skógum yfir Fimm- vörðuháls (8 klst.) til Þórsmerk- ur. Gist í Þórsmörk og samein- ast helgarferðinni. Tjaldstæði Ferðafélagsins í Þórsmörk eru þegar fullbókuð en laus pláss fyrir þátttakendur í helgarferðinni með FÍ. 3. Lakagígar - Öðlubrúará - Miklafell - Fjallabaksleið syðri. Fjölbreytt ferð. Lakagígar skoð- aðir (gos 1783), ekið að Mikla- felli um lítt kunnar ferðamanna- slóðir, fornt gljúfur Hverfisfljóts skoðað, steinbogi á Öðulbrúará o.fl. Jón Jónsson, jarðfræðingur, verður með í ferðinni, en hann hefur stundað rannsóknir á þessu svæði um árabil og þekk- ir það flestum betur. Svefnpoka- gisting. 4. Nýidalur - Vonarskarð - Trölladyngja. Áhugaverð hálendisferð að miðju landsins. Gengið um Von- arskarð og á Trölladyngju, stærstu gosdyngju landsins. Gist í sæluhúsi FÍ í Nýjadal. 5. Landmannalaugar - Eldgjá. Gist í sæluhúsi FÍ í Laugum. Margrómuð litadýrð blasir hvar- vetna við á Torfajökulssvæðinu. Eldgjá er mikil gossprunga, sem gengið verður um og að Ófæru- fossi. Nánari upplýsingar og farmiða- sala á skrifstofu Fi. Ferðafélag islands. SAMBAND ÍSLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Samkoma í kvöld kl. 20.30. í kristniboðssalnum, Háaleitis- braut 58. Ræðumaður: Baldvin Steindórsson. Allir velkomnir. Ðútivist GRÓFINNII • REYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVARI1460« Kvöldganga 1.8. kl. 20.00 Bringur - Helgu- foss. Létt ganga á Mosfells- heiði. Brottför frá BS( - bensín- sölu. Stansað við Árbæjarsafn. Sjáumst. Útivist. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533 Kvöldferð miðvikudag- inn l.ágúst Kl. 20.00 Kvöldferð í Blá- fjallahella Nauðsynlegt að hafa með vasa- Ijós og hjálm eða húfu. Spenn- andi hellaferð um fjölbreyttasta hellasvæöi I nágrenni Reykjavík- ur. Brottför frá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin. Farmiö- ar við bíl. Frítt fyrir börn að 15 ára aldri I fylgd fullorðinna. Ferðafélag íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.