Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1990 Italir stuðla að samstarfí austur á bóginn; Brú milli EB og fyrrver- andi kommúnistaríkja London. The Daily Telegraph. Forsætisráðherrar og utanrík- isráðherrar Italíu, Ungverjalands, Tékkóslóvakíu, Austurríkis og Júgóslavíu hittust í Feneyjum í gær til að ræða aukið samstarf. Það er Gianni de Michelis, ut- anríkisráðherra Italíu, sem talinn er eiga frumkvæði að samstarfi áðurnefndra ríkja en hann er nú í forsæti ráðherraráðs Evrópu- bandalagsins (EB). Hugmynd De Michelis er að tengja áðurnefnd ríki Austur-Evrópu við Evrópu- bandalagið og auka um leið hlut- verk Ítalíu í mótun nýrrar Evrópu. Ríkin fimm ganga ýmist undir nafninu Dónár-Adríahafs-hópurinn eða fimmhyrningshópurinn (Pentag- onal-group). Upphaflega voru Italía, - Ungverjaland, Austurríki og Júgó- slavía aðilar að samstarfinu en Tékkóslóvakía bættist í hópinn í maí sl. í fyrstu voru markmiðin einföid í sniðum eins og að samræma sam- göngur og_ ýmsa aðra þjónustu en nú vonast ítalir til þess að hópurinn fái varanlegt form í nýrri skipan álf- unnar. ítalskir embættismenn segj- ast búast við að þetta samstarf verði eins konar brú fyrir kommúnistaríkin fyrrverandi í átt til Evrópubanda- lagsins. Rúmenía og Búlgaría hafa sótt um aðild að fimmríkjahópnum en ítalskir embættismenn segja að eng- in áform séu uppi um að stækka hópinn. „Okkur finnst að núverandi stærð sé ákjósanleg vegna þess hve nálæg hvert öðru ríkin eru, vegna þess að lýðræðiskerfi okkar eru svip- uð og vegna þess að við höfum þeg- ar fundið sameiginlega hagsmuni í utanríkismálum,“ segir Alessandro Graffini, háttsettur starfsmaður ítalska utanríkisráðuneytisins. Ríkin fimm eru þegar farin að samræma stefnu sína hjá Sameinuðu þjóðunum og settu mark sitt á Ráð- stefnuna um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) með því að leggja fram sameiginlega tillögu um rétt- indi minnihlutahópa á fundinum í Kaupmannahöfn á dögunum. Búist er við því að í Feneyjum undirriti forsætisráðherramir yfir- lýsingu um markmið samstarfsins og áætlun til þriggja ára um sam- starf um samgöngur, umhverfismál, fjarskipti, menningarmál, uppplýs- ingamiðlun, vísindi og tækni og um samvinnu smárra og meðalstórra iðnfyrirtækja. Aðildarríkin fimm munu sjálf fjár- magna sum verkefnin en um aðstoð við önnur verður leitað til Alþjóða- bankans, Fjárfestingabanka Evrópu og Þróunar- og uppbyggingarbanka Evrópu. Fulltrúar frá þessum aðiljum verða viðstaddir fundinn í Feneyjum. Reuter Parþenon endurbyggt Parþenon, eitt af hofunum á Akrópólishæð í Aþenu, er nú hul- ið byggingarpöllum þvi unnið er að gagngerri viðgerð á því, sem talin er muni standa langt fram á næstu öld. Um þrjár milljónir ferðamanna heimsækja hofið, sem byggt var af Períklesi fyrir 2.500 árum, á ári hveiju. Fyrstu írjáisu þingkosningarnar í Mongólíu: Kommúnistaflokkurínn fær meirihluta í báðum deildum Eftirlitsmenn verða ekki varir við svindl en kvarta undan skipulagsleysi Ulan Bator. Reuter. Kommúnistaflokkurinn vann sigur í þingkosningum í Mong- ólíu sem haldnar voru tvo síðast- liðna sunnudaga. Samkvæmt bráðabirgðatölum fékk flokkur- inn 60% sæta í neðri deild þings- ins en 85% fulltrúa í efri deild- inni. Að sögn erlendra eftirlits- manna varð kosningasvindls ekki vart en víða gætti skipulagsleysis í framkvæmd kosninganna. Kommúnistar hafa verið einráðir í Mongólíu frá árinu 1921 þegar Rauði herinn réðst inn í landið. í desember síðastliðnum fór að bera á andófi í landinu í kjölfar umbylt- ingar í Austur-Evrópu. Smám sam- an tókst lýðræðishreyfingu landsins að knýja stjómvöld til að gefa eftir og fallast að lokum á fijálsar kosn- ingar. í kosningabaráttunni boðuðu bæði kommúnistar og þrír stjórnar- andstöðuflokkar fijálst markað- skerfi en þá greindi á um hversu hratt breytingarnar ættu að ganga. Það hefur torveldað talningu að kommúnistar gátu boðið sig fram fyrir stjórnarandstöðuna án þess að segja sig úr flokknum. Stjórnmálaskýrendur bjuggust almennt við því að kommúnistar myndu vinna kosningamar. Flokk- ur þeirra fékk enda mikinn meiri- hluta í efri deild þingsins þar sem sitja 430 fulltrúar. Ekki er þó enn búið að útdeila nema 403 sætum vegna kröfu um endurtalningu í sumum kjördæmum. í neðri deild- inni, hinni eiginlegu löggjafarsam- kundu, era 53 fulltrúar. Er talið að þau 40% sæta sem stjórnarand- staðan fær í neðri deildinni dugi til þess að hafa nokkur áhrif á stjóm- arfar og tryggi íjölræði í einhverri mynd. Um ein milljón manna var á kjör- skrá og greiddu 91,9% þeirra at- kvæði. Kosningarnar drógu dám af hinum frumstæðu þjóðfélagshátt- um. Til dæmis ferðuðust embættis- menn um með kjörkassana á drátt- arvélum. Úkraína: Sjálfstæðissinmim vex ásmegin Kænugarði. Reuter. FORSETI Ukraínu, Leoníd Kravtsjúk, varaði landsmenn við því í gær að krefjast of snöggra umbóta, slíkt gæti leitt til árekstra við Moskvuvaldið. Þing landsins, þar sem sjálfstæðissinnar hafa um þriðj- ung sæta, samþykkti á mánudag að allir Úkraínumenn, er gegndu herþjónustu í öðrum Sovétlýðveldum, yrðu kallaðir heim fyrir 1. desember nk. Þingmenn kröfðust þess einnig með miklum meirihluta atkvæða að fyrir 1. október yrðu úkraínskir hermenn kallaðir frá átakasvæðum á borð við Kákasuslöndin Armeníu og Azerbajdzhan. Þjóðemissinnar í Rukh-hreyfingunni töldu að sam- þykktir þingsins jafngiltu fyrstu skrefum í þá átt að mynda sjálf- stæðan herafla Úkraínu. I nýlegri fullveldisyfirlýsingu þingsins var lýst rétti landsmanna til að stofna eigin her og gjaldmiðil. Einnig var mælt með því að landið lýsti yfir hlutleysi. Þjóðernissinnar telja Kravtsjúk lítt fúsan til baráttu fyrir réttindum landsmanna gagnvart Sovétstjórn- inni en hann vísar gagnrýninni á bug. „Of mikill hraði er hættuleg- ur. Við ættum ekki að gera þau mistök að flýta okkur við hluti sem þarfnast tíma,“ sagði forsetinn. Hann tók undir kröfurnar um heim- flutning hermanna. „Við viljum ekki að börnin okkar láti lífið í þjóð- ernisátökum í öðrum lýðveldum," sagði hann. Kravtsjúk sagði að ekki stæði til að stofna innlendan Úkra- ínuher en hins vegar vildu stjórn- völd styrkja vopnaðar sveitir inn- anríkisráðuneytisins í lýðveldinu. Risastór reknet í Atlantshafi Fiskur festist í netunum er tálknin ] i: iVi i i [ n 11 [V, i í ÍtUttWMUmty skoröast i þeim en skjaldbókur, höfrungar og fleiri sjávarspendýr sleppa ekki heldur Reknetin f At- lantshafi sjást illa, eru allt að 20 km löng og 15 m á hæð Franskir togarar til Biscayafloa ATLANTS- HAF Azoreyjar Frakkar gagnrýndir fyrir rekneta,veiðar Brussel. Reuter. MIKILL styrr stendur nú um veiðar franskra sjómanna á túnfiski í reknet á hafsvæðinu milli Azoreyja og Biscayaflóa. Grænfriðungar hafa barist hatrammlega gegn veiðunum og segja að bæði höfrungar og skjaldbökur flækist í nctunum og drepist. Baskneskir sjómcnn eru einnig æfir því Frakkarnir veiða túnfiskinn áður en hann gengur inn í spænska landhelgi í Biscayaflóa. I fyrsta skipti á þessari vertíð, sem stendur frá júní fram í september, hefur komið til ofbeldisaðgerða vegna veiðanna. Fyrr í þessum mánuði eyðilögðu baskneskir sjómenn 674 reknet sem Frakkar höfðu lagt 250 mílur norð- vestur af Jarðarendahöfða en spænsk stjórnvöld leyfa ekki rek- netaveiðar. Frönsk stjómvöld sendu spænskum stjómvöldum opinber mótmæli vegna þessa. Margir óttast að Spánveijar fari sjálfir að nota reknet ef Frakkar hætta ekki yeiðun- um. Netin sem frönsku sjómennimir nota eru að sögn grænfriðunga allt að 20 km löng og 15 km djúp. Þau era nær ósýnileg í sjónum og því er haldið fram að ekkert kvikt sleppi í gegnum netin, hvorki fiskur, sjávar- spendýr né sjófuglar. Andstæðingar reknetaveiðanna segja einmitt að helsti galli þeirra sé hversu afkasta- miklar þær séu. Grænfriðungum hefur orðið nokk- uð ágengt í baráttu sinni gegn rek- netunum. Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að banna reknetaveiðar í Suður-Kyrrahafi fráogmeð júlí 1991 og alls staðar á alþjóðlegu hafsvæði frá og með júli 1992 nema gerðar hafi verið úrbætur á þessari veiðiað- ferð. Það era einkum Japanir, Tæ- vanar og Suður-Kóreumenn sem stundað hafa reknetaveiðar í Suður- Kyrrahafi. Frakkar og aðrar Evrópubanda- lagsþjóðir greiddu atkvæði með banni við reknetaveiðum hjá Samein- uðu þjóðunum. Það skýtur því skökku við að franski reknetaflotinn hefur stækkað að undanfömu. Um 30 togarar stunduðu veiðarnar árið 1989 en núna era þeir á milli 40 og 50. Frökkum tókst hins vegar að koma í veg fyrir að framkvæmda- stjórn EB bannaði reknetaveiðar í þeim hluta Atlantshafs sem heyrir undir bandalagið. Andre-Yves Legroux, aðstoðar- maður Jacques Mellicks, sjávarút- vegsráðherra Frakklands, ver notkun Frakka á reknetum og segir að möskvamir séu mun minni en þeir sem notaðir eru í Kyrrahafinu. Þetta valdi því að stærri sjávardýr en tún- fiskur festist síður í netunum. Einnig heldur hann því fram að frönsku netin séu ekki lengri en fjórir til fimm km. Greenpeace-menn segjast hins vegar hafa fundið 20 km löng net franska flotans nú í júnímánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.