Morgunblaðið - 01.08.1990, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 01.08.1990, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1990 Friðrik Árnason, Eskifirði - Minning Fæddur 7. maí 1896 Dáinn 25. júlí 1990 Móðurbróðir minn, Friðrik Áma- son, er látinn. Löng og góð ævi að baki og léttu lundinni sinni fékk hann að halda alla ævi. Við hitt- umst á ættarmóti í fyrra á Eski- fírði. Og þetta mót er sterkt í minn- ingu minni. Og enn gátum við sung- ið saman. Þótt hann væri fæddur á Högnastöðum var þar skömm dvöl, því fyrit' aldamót flutti hann til Eskifjarðar og þar átti hann alla tíð heima, já, og heimakær því ekki held ég að þær hafi verið margar ferðimar sem hann fór út fyrir Reyðarfjarðarhrepp hinn forna. Varla naut hann tilskilinnar barna- fræðslu en því betur notfærði hann sér hana því skriftin hans og reikn- ingurinn báru því glöggt vitni. Og það var annað sem hann aldrei gleymdi og það var að vinna vel og alla tíð voru verk hans og trú- mennskan svo af bar. Félagslyndur var hann og sönghneigður. Siguijón Markússon sýslumaður stofnaði kór á Eskifirði þegar Friðrik var rúm- lega tvítugur og honum þjónaði Friðrik vel og minntist lengi. I karlakórnum Glað vorum við sam- an. Ég man hann í tvísöng og kvart- ett og ég man einnig þegar hann fékk litla orgelið sitt og lærði að spila og við bömin flykktumst í kring um og sungum. Þá var hátíð í bæ. Jólin okkar með Björn og Friðrik í kringum jólatréð voru svo eðlileg og hátíðleg og get ég tekið undir með Matthíasi þegar hann segir: Aldrei skyn né skilningskraft- úr minn, skildi betur jólaboðskap- inn. Og þá vom jólin hátíð, sem hjartað unni mest. Afi og amma áttu 6 börn sem komust upp. Eitt þeirra, Kristín, gullfalleg stúlka varð berklunum að bráð rúmlega tvítug. Hin komust til fullorðinsára, héldu svo vel saman að þetta var eins og eitt stórt heimili. Byijuðu öll þeirra búskap í húsinu fyrir neð- + Konan mín og móðir okkar, TORFHILDUR SIGURÐARDÓTTIR frá Hallormsstað, Vestmannaeyjum, lést þann 30. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Óskar Friðbjörnsson, Birna Óskarsdóttir Fawcett, Sigþór Óskarsson. Faðir okkar, JÓN BEKK ÁGÚSTSSON Skipasundi 80, Reykjavík, lést að morgni mánudagsins 30. júlí. Dætur hins látna. + Eiqinmaður minn, faðir, afi og langafi, EMIL GUNNAR PÉTURSSON vélstjóri, Dalbraut 20, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 30. júlí sl. Jarðarförin auglýst síðar. ína Jóhannsdóttir, Erla Emilsdóttir, Hulda Ríkharðsdóttir, Halldór P. Þorsteinsson, Gunnar Ríkharðsson, Helga Thoroddsen, Hörður Ríkharðsson, Sigriður Aadnegard og barnabarnabörn. + Útför móður minnar, fósturmóður, tengdamóður, ömmu og langömmu, HILDAR VIGFÚSDÓTTUR, sem andaðist á Sólvangi þann 23. júlí, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 2. ágúst kl. 13.30. Ragnhildur ísaksdóttir, Lárus Ö. Jörundsson, Haukur R. ísaksson, Sigrfður Elentínusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Jarðarför ÓSKARS GÍSLASONAR Ijósmyndara, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 2. ágúst kl. 15.00. ingibjörg Einarsdóttir, Alvar Óskarsson, Kristfn Karlsdóttir, Klara Óskarsdóttir, Sigríður Óskarsdóttir, Ingiberjgur Helgason, Óskar Óskarsson, Jonna A. Sondun, Einar Laxness, Elsa Theódórsdóttir, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. an götuna á Hlíðarenda sem afi og amma og pabbi og mamma áttu, en þegar var orðið þröngt um of, byggðu þeir bræðurnir Friðrik og Bjöm fyrir ofan veg og kölluðu Brú, en Guðrún svolítið ofar og kallaði Sigurhæð. Ekkert breyttist við þetta. Keðjan bara þéttist. Sterkir stofnar frá afa og ömmu hafa frekar styrkst með árunum þótt dreifðir séu víða um land og erlendis. Friðrik starfaði að mörgu um dagana og var eins og hann gæti leyst öll verkefni en þar var honum mest hjálp að allir treystu honum og þá varð að endurgjalda það. Oft ræddum við um þá gæfu sem að baki lá. Friðrik var á sjó, bæði reri hann í fjörðinn eins og sagt var eða á útvegi föður síns, hann tók líka skektuna sína út fyrir Nes, átti góða haglabyssu og veiddi með henni bæði sel, hnísu og svo svart- fuglinn. Að þessu gerði hann er í land kom og auðvitað áttu öll heim- ilin þetta. Hann varð frystihússtjóri þegar þau vom á gamla vísu. Á vetrin var tekinn snjór í þau og menn fengu vinnu við að fylla þau, báðum megin við frystiklefana. Á hveijum degi var snjónum mokað upp í „stíurnar" umhverfis klefana og áður stráð salti í og þetta varð að gera daglega. í einum klefanum var fryst beita en öðrum kjöt fyrir bæjarbúa. Tekið á móti og hvert stykki skráð og spjald bundið við. Ég dáðist oft að því hvað Friðrik var fljótur að finna fyrir eigend- urna, það sem þeir áttu, klefarnir alveg þéttraðaðir að hausti og oft mikið að gera um helgar, þegar eigendur vitjuðu síns. Jafnvel á sunnudagsmorgna var farið í ís- húsið ef mikið lá á. Og ekki var nein sæld að vera lengi inni í frost- inu. Þegar gamla frystihúsið hafði gengið sér til húðar, tók annað við vélvætt á þeirra tímamöguleika og þætti ekki merkilegt í dag. En betra en hitt. Friðrik varð hreppstjóri Eskfírð- inga 1937 og þar til það embætti var niðurlagt. Hann var í hrepps- nefnd þijú kjörtímabil, í sýslunefnd jafnlangan tíma, í skólanefnd og skattanefnd. Ýms önnur opinber störf tók hann að sér og það sýnir best hvernig hann leysti öll sín mál að hann var árið 1977 gerður fyrsti heiðursborgari Eskifjarðar. Friðrik eignaðist góðan og traustan lífsförunaut, Elínborgu Þorláksdóttur, Oddssonar og Ingi- gerðar Helgadóttur. Hún var systir föður míns og á hans vegum kom hún úr Húnaþingi austur. Þeirra hjónaband var farsælt. Hún var fædd árið 1891 en lést árið 1945, langt um aldur fram. Þau eignuð- ust 9 böm. Nokkrum árum eftir lát konu sinnar eignaðist Friðrik dóttur með Sigurlínu Kristmundsdóttur. Bömin hafa borið foreldrum sínum vitni, og verið nýtir þegnar þjóðar- innar og niðjarnir ekki síður og reynst Friðriki vel. Elínborg var öllum kær sem henni kynntust og Friðrikka Guðnumcls- dóttir — Minning Fædd 20. nóvember 1913 Dáin 20. júlí 1990 Hún hét fullu nafni Kristín Sigur- veig Friðrikka og fæddist á Ljóts- stöðum í Vopnafirði. Foreldrar hennar voru Kristrún Ingibjörg Kristjánsdóttir úr Vopnafirði og Guðmundur Magnússon frá Digra- nesi í Seltjarnarneshreppi. Þau slitu samvistir þegar Rikka var barn að aldri og eftir það ólst hún upp hjá móður sinni og tveimur eldri systk- inum, Agötu Kristjbörgu og Kristj- áni Friðriki. Árið 1936 flutti Rikka til Redykjavíkur ásamt fjölskyldu sinni og átti hér heima síðan. Guðmundur faðir hennar hafði látist hér í Reykjavík tveimur árum áður, en á heimili ekkju hans, Rannveigar Majasdóttur, og sjö bama þeirra, var systkinunum að austan fagnað vel og tókst þá mikill og góður vin- skapur sem haldist hefur óslitið all- ar götur síðan. Rikka stundaði ýmis störf í Reykjavík, vann t.d. í verksmiðjum og við afgreiðslu í verslunum, og hélt heimili með móður sinni þar til hún lést 1947. Agata systir Rikku lést rúmlega þrítug árið 1937 og lét eftir sig eina dóttur, Aðal- heiði Ólafsdóttur, sem ólst að vem- legu leyti upp hjá þeim Kristrúnu ömmu sinni og Rikku. Skömmu eftir lát móður sinnar giftist Rikka eftirlifandi manni sínum, Hauki Einarssyni prentara frá Miðdal í Mosfellssveit. Börn þeirra eru Rúnar arkitekt, f. 1947, kvæntur Brynju Guttormsdóttur, píanóleikara og eiga þau eina dótt- ur, og Erla Kristín hjúkrunarfræð- ingur, f. 1952, búsett í Svíþjóð og á hún þrjá syni, sambýlismaður hennar er Kjell Gustavson. Áður hafði Rikka eignast son með Kristj- áni Hreinssyni sjómanni frá Stokks- eyri, Hafstein Austmann Kristjáns- son listmálara, f. 1934, kvæntur Guðrúnu Þ. Stephensen leikkonu og eiga þau tvær dætur. Haukur átti dóttur af fyrra hjónabandi, Ásgerði, sem kom oft til þeirra og var mjög kært með þeim Rikku. Ásgerður giftist Jóni Friðriki Ein- arssyni frá Bolungarvík og eignuð- ust þau þijú böm, en hún andaðist löngu fyrir aldur fram. Rikka frænka mín var einlægur vinstrisinni. Hún tók virkan þátt í stéttabaráttunni á árunum fyrir stríð og síðar og var félagi í Sósíal- istaflokknum. Hún var líka kven- réttindakona og starfaði bæði í Kvenréttindafélaginu og Menning- ar- og friðarsamtökum íslenskra kvenna. Á vegum MFIK fór hún m.a. á friðarráðstefnu í Vínarborg 1958. „Tíminn, það er fugl sem flýgur hratt..." Mér fínnst stutt síðan við Rikka vorum nágrannar og ég + Eiginkona mín, ÞÓRUNN ELÍASDÓTTIR, Arnartanga 4, Mosfellsbæ, er andaðist á Vífilsstöðum 29. júlí, verður jarðsungin frá Lágafells- kirkju föstudaginn 3. ágúst kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Baldvin Skæringsson. þá ekki síst ástvinunum. Hún var ein þeirra fórnfúsustu kvenna sem ég hefí kynnst á lífsleiðinni og þótt heimilið væri margmennt var aldrei neinn vandi að sinna gestum. Þrátt fyrir fátækt voru þau Elínborg og Friðrik rík. Ég get sagt að sú auð- legð í fátæktinni sem ég kynntist í æsku, hefír verið mér góður skóli. Um þetta ræddum við Friðrik oft og vorum sammála. Eftir lát Elín- borgar var Friðrik í heimili Kristín- ar og Þorvaldar sonar síns, sem reyndust honum sérstök. Og í tengslum við niðja sína var hann og mat ástúð þeirra. Seinustu árin var hann á dvalarheimilinu á Eski- fírði. Helgu dóttur sína misstu Elín- borg og Friðrik á besta aldri, hún var þá í þann veginn að stofna eig- ið heimili með góðum manni. Það var mikil sorg ástvina hennar. Við þessi tímamót hrannast upp góðar minningar, en þær verða ekki skráðar hér og því best að fara að ljúka þessum minningarorðum. Þakklátur hugur fylgir nú frænda mínum. Hlýju handtökin, kveðjum- ar allar, gleðin og traustið eru mér svo mikils virði að ég geymi í hug og hjarta. Að kistu hans krýpur klökkur andi minn með þökk og biður honum blessunar á vegum nýrrar veraldar sem við vorum sam- mála um að tæki við. Ég veit að hann mætir vinum í varpa því það er rétt sem Jónas segir að anda sem unnast fær enginn að skilið. Og mér fínnst tilvalið að ljúka þessum kveðjuorðum með orðum frænda okkar sem falla svo vel inn í ramma lífs hans. Hann minnir á báru sem bátur lyftir. Fallþunga fossa og ijallsins brún. Blómstur sem þekur bakka fljótsins. Ævi og störf ágætismanns. Við hjónin sendum aðstandend- um öllum samúðarkveðjur og biðj- um þeim blessunar Drottins. Árni Helgason kom öðru hveiju til hennar í heim- sókn með son minn barnungan. Það var notalegt að sitja í litla eldhúsinu hennar við Þorfínnsgötuna, drekka kaffi endalaust og spjalla við hana um alla heima og geima. Rikka var greind og fróð kona, hafði unun af lestri góðra bóka og kunni frá mörgu að segja. Hún var líka hann- yrðakona mikil, pijónaði ógrynni af fallegum lopapeysum og heklaði fíngerð ulíarsjöl. Rikka hafði mikinn áhuga á ræktun og á sumardögum mátti ganga að henni vísri í garðinum við Þorfmnsgötuna, nema þegar þau Haukur brugðu sér í sumarbústað- inn við Miðdal. Þangað hef ég ekki komið, en mér er sagt að brekkan fyrir ofan bústaðinn beri ræktun- aráhuga frænku minnar fagurt vitni. Eftir að Erla dóttir hennar sett- ist að í Svíþjóð fór hún oft þangað og dvaldist stundum langdvölum á heimili Erlu. Hún kunni vel við sig í Svíþjóð og hafði gaman af að ferð- ast. En fyrir nokkrum árum fór heilsu hennar mjög að hraka. Að morgni 20. júlí sl. kvaddi hún lífið eftir langvarandi og erfíð veikindi. Ég votta Hauki, Hafsteini, Rún- ari, Erlu og Heiðu og fjölskyldum þeirra innilega samúð mína og fjöl- skyldu minnar. Góð kona er farin frá okkur, en minningarnar lifa. Ingibjörg Haraldsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.