Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1990 13 F erðalag með Kjarval Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Kjarval var einn þeirra sem lifðu á mörkum draums og veruleika og verður eftirminnilegastur fyrir drauminn sem hann miðlaði okkur, það sem fáir sjá berum augum, er varla af þessum heimi. Þetta kemur glöggt fram í Vöku- nótt fuglsins eftir Matthías Johann- essen, útg. Almenna bókafélagið 1990, en í þeirri bók eru á einum stað tvær bækur: Svo kvað Tómas (2. prentun) og Kjarvalskver (3. út- gáfa), báðar með viðaukum. Vöku- nótt fuglsins er 5. bindi í heildarútg- áfu Almenna bókafélagsins á verkum Matthíasar Johannessen. í inngangsorðum Vökunætur fuglsins skrifar Matthías að Kjarv- alskver sé „ólíkt öðrum samtalsbók- um að allri gerð. Það er lýsing mín á Kjarval einsog ég upplifði hann í daglegri önn og hversdagslegu basli“. Þeir sem kynntust Kjai-val finna hann aftur í samtölum Matthíasar. Vissulega gat veröld hans verið hversdagsleg, jafnvel fáránleg, enda kemur það fram í samtölunum að viðbrögðin eru oft í anda manns sem hefur ofnæmi fyrir öllu saman. Hafi menn eitthvað á móti því að forvitnast um einn helsta listmál- ara íslendinga er Kjarvalskver líklega ekki rétta bókin fyrir þá, en hún er engu að síður ein merk- asta heimildin sem til er um Kjarv- al. Fleiri en hann koma við sögu og smámyndir af þeim eru hluti heildarinnar. Svo má heldur ekki gleyma höfundinum sjálfum sem frá upphafi ritferils síns hefur verið haldinn þeirri ástríðu að læra að þekkja og skilja „verðmætt" fólk, „ferðast inní hugsun þess og hug- myndir og lýsa því landslagi sem kæmi fyrir sjónir á ferðalaginu“. Eins og ljóst má vera átti Kjarv- al sínar erfiðu stundir, en það birti líka í kringum hann og stundum voru það óvenju björt leiftur. Til- svör hans i Kjarvalskveri eru ekki bara hnyttin heldur líka gædd skáldlegu lífi. Stundum storkar hann umhverfinu eða snýr baki við því og leitar þá inn í sjálfan sig. Að því er vikið oftar en einu sinni að hann var mikið fyrir að gefa og gleðja. Þetta var grundvallarþáttur í fari hans. Þeir eru ófáir sem nutu gjafmildinnar og margir eflaust * Arstíðirn- arásumar- tónleikum ÞRIÐJA tónleikahelgi Sumartón- leika í Skálholtskirkju hefst á laugardag. Flutt verður ein skær- asta perla tónbókmnntanna, Árst- íðirnar eftir Antonio Vivaldi. Skiptist verkið í fjóra aðalkafla; vor, sumar, haust og vetur. Flytjendur verða Bach-sveitin í Skálholti og Ann Wallström leikur á einleik a fiðlu. Ann kemur nú hingað til lands í áttunda skiptið en hún hefur verið konsertmeistari Bach- sveitarinnar frá stofnun hennar árið 1986. Einleikur á sembal verður einnig á dagskrá þessa helgi og mun Helga Ingólfsdóttir flytja verk eftir Johann Sebastian Bach og Leif Þór- arinsson. M.a. mun hún frumflytja sónötu eftir Leif en sónatan er hug- leiðing um mynd Gunnars Arnar Gunnarssonar, Ferðalag inn í ævin- týri. Um þessar mundir stendur yfir sýning á verkum Gunnars í Sumar- hótelinu í Skálholti. Tónleikarnir eru á laugardögum klukan 15 og 17, sunnudögum klukk- an 15 og að þessu sinni verða einnig tónleikar á mánudaginn klukkan 15 enda um verslunarmannahelgi að ræða. Við messu klukkan 17 á sunnu- daginn veða flutt atriði úr efnisskrá helgarinnar. Aðgangur er ókeypis. (Fréttatilkynning) óverðugir. Hann vildi hlúa að og gleðja hvern einstakling jafnt sem þjóðina alla. Þegar Kjarval hefur, að ósk Matthíasar, lokið við að teikna há- tíðarforsíðumynd Morgunblaðsins í tilefni 15 ára afmælis lýðveldisins (á hvítan umbúðapappír inni í leigubíl, myndefni m.a. blóm og þröstur), segir hann: „Þetta ætti að duga, góði, segir hann ánægður, það tilkynnist yður hér með. Farðu með myndina til fólksins. Skilaðu þökk minni fyrir vinnustund. Látið blómin tala og þrestina syngja. Við skulum ekki vera að tvínóna við þetta, herra Matthías, ég er ekki að gefa fólkinu annað en það, se'm það á hjá mér . . .“ Spurningunni um hvort hann sé meistari svarar hann ekki út í hött eins og hún getur gefið tilefni til heldur neitandi: „en ég er alltaf að leitast við að sanna mér að meistarinn hafi rétt fyrir sér. Ég er ekki meistari sjálf- ur, ég er fjósamaður hans . . .“ Meðal þess harmræna í Kjarvals- kveri (gáskinn og kátínan ráða ekki alltaf ferð) er frásögn af samskipt- um þeirra Kjarvals og Tove, konu hans, ekki síst draumur hennar sem rætist með táknrænum hætti þegar Kjarval sendir henni í veikindum hennar málverkið Reginssund. Þessi hluti bókarinnar dýpkar hana mjög, leiðir hugann að því hvernig staðreyndir og skáldskapur fléttast löngum saman í samtalsbókum Matthíasar. Eilífð og dul eru til dæmis endurtekin minni í Kjarvals- kveri. „. . . Samtöl eru harla kröfu- hörð; jafnvel miskunnarlaust list- form með köflum, þótt ánægjan yfirskyggi erfiðið að verki loknu.“ Þetta stendur í inngangsorðum Vökunætur fuglsins og líka það að Kjarvalskver sé líklega erfiðasta verkefni höfundar af þessu tagi. Það er með ólíkindum hve vel hefur tekist að ná samræðulist Kjarvals og það án allra hjálpar- tækja annarra en minnisins. Ég nefni þættina úr Þingvallaferð, vinnustofurabb (við Austurstræti og Sigtún) og einræðurnar á sjúkra- húsinu að lokum þegar „eilífðin breiðir út faðminn sinn djúpa“. Samtöl eru sjaldan listform nú orðið þótt ýmislegt sé vel gert og sumt afburðavel. Fæst samtöl skilja þó eitthvað eftir og fá eiga erindi í bók. Samtöl Matthíasar eru í nán- Kjarval um tengslum við hans eigin skáld- skap og um leið mikilvæg samtíma- sasra. MUNAR ÞIG UM 340.000.- krónur? Brimborg hf. hefur náð samningum við VOLVO um að sérsmíða þessa glæsilegu og ríkulega útbúnu lúxusbifreið fyrir íslenskan markað. Við köllum bifreiðina VOLVO 740 GLTi þar sem hún er byggð á VOLVO 740 GLi og síðan útbúin öllum þeim aukabúnaði sem prýðir VOLVO 740 GLT. Einnig er í bifreiðinni búnaður sem pantaður er sérstaklega fyrir íslenskar aðstæður. Aukabúnaður er m.a.: mmm Sjálfskipting mmm Læsivarið "ABS" hemlakerfi mtm Læst drif (auðveldar vetrarakstur) mm Álfelgur mm VOLVO hljómflutningstæki með fjórum hátölurum mm Pluss innrétting am Upphituð sæti ■rSamlæsing á hurðum ■rRafdrifnar rúður og speglar Þessi búnaður gerir bifreiðina bæði öruggari og margfalt þægilegri í akstri við hvers konar aðstæður. Þaðsem kemur hvað mestáóvart, við jafn vel útbúna bifreiðog hér um ræðir, ertvímæla- laust mjög hagstætt verð: kr. 2.069.000 stgr. á götuna. Þettafrábæra verðfékkst aðeins átakmarkað magn og með þvíað panta allan aukabúnaðinn íeinu lagi. Sem dæmi má nefna aö þetta verð er 340.000 krónum hagstæðara en verð á VOLVO 740 GLi sem keypturyrði meðsamaaukabúnaðisamkvæmtverðlista. Viðhvetjumeinnigtil verðsamanburðar við aðrar bifreiðar með sambærilegum búnaði. VOLVO — Bifreið sem þú getur treyst! Kynnið ykkur glæsilega bifreið á einstöku verði. Brimborg hf. Faxafeni 8, sími 685870

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.