Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1990 GOLF / LANDSMOTIÐ A AKUREYRI Keppni í meistara- og 1. flokki hefst í dag: Meistaramir tá harða keppni Úlfarog Karen þurfa að hafa mikið fyrir titilvörninni KEPPNI í meistara- og 1. flokki karla og kvenna hefst á Lands- mótinu á Jaðarsvelli á Akureyri í dag. Flestir spá því að ís- landsmeistararnir Lllfar Jóns- . son GK og Karen Sævarsdóttir verji meistaratitilinn en víst er þau fá harða keppni. Útlit er fyrir spennandi keppni í meist- araflokki og mikla baráttu. ÆT Ulfar hefur sigrað þrisvar á Landsmóti síðustu fjögur ár- in. Fyrsta íslandsmeistaratitlinum náði hann á Akureyri og varð þar- með yngsti meistarinn í sögu móts- ins. Síðan þá hefur hann haft tölu- verða yfirþurði.^Sigurður Sigurðs- son GS náði þó að stöðva sigur- göngu Úlfars í Grafarholtinu fyrir tveimur árum en þá höfðu svo að segja allir spáð öruggum sigri Úlf- ars. Einvígi Úlfars og Sigurjóns? „Ég veit að staðan er mjög svip- uð núna og fyrir mótið í Grafar- holtinu. Þá var mikii pressa á mér og ég tók hana of alvarlega. Núna er ég tveimur árum eldri og vona að mér takist að leiða slíkt hjá mér,“ sagði Úlfar. Hann hefur leikið mjög vel í sumar, hafnaði í 2. sæti á Norðurlandamótinu og í 9. sæti á Evrópumótinu. „Miðað við árangur í sumar get ég verið bjartsýnn en það er aldrei hægt að vera öruggur á Landsmóti. Ég reyni bara að einbeita mér og hugsa fyrst og fremst um að leika eftir bestu getu en spá minna í andstæðingana," sagði Úlfar. Siguijón Arnarson þykir líkleg- astur til að veita Úlfari keppni, enda leikið mjög vel í sumar. Hann sigraði örugglega á stigamótunum og Meistaramóti GR. „Mótið leggst vel í mig og ég er bjart- sýnn. Völlurinn er góður og ég hef trú á því að úrslitin ráðist á flötunum," sagði Sigutjón. Hon- um hefur reyndar aldrei gengið vel á Landsmóti og besti árangur hans er 8. sætið í fyrra. „Nú er kominn tími til að gera eitthvað og ég ér ákveðinn í að standa mig,“ sagði Siguijón. Úlfar og Siguijón eru alls ekki þeir einu sem eiga góða möguleika á titlinum. Sigurður Sigurðsson GS, íslandsmeistari 1988, hefur leikið vel og sama má segja um Ragnar Ólafsson og Sigurð Pét- Hvaleyrarholtsvöllur Stórleikur í 3. deild /i r - Dalvik í kvöld kl. 20. 50 fyrstu gestirnir fá Stjörnupopp. HOLTANESTI, SKÚTAN, Hvaleyrarholti, Dalshrauni 15, BJARMI sf vélaverkstæði, Trönuhrauni 3. Nú mæta allir Haukar ó völlinn. VP-MOTID Hraðmót í knattspyrnu fer fram á Víkurvelli í Vík laugardaginn 11. ágúst nk. Keppt verður í karla- og kvennaflokki, 7 í liði og frjálsar skiptingar. Upplýsingar og skráning í síma 98-71279 (Steinþór). Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 8. ágúst. VÍKDRPRJÓN - U.S.V.S. ursson GR. Heimamaðurinn Kristj- án Gylfason hefur leikið mjög vel á síðustu mótum en hefur litla reynslu af Landsmótsbaráttu. Fleiri mætti telja til en líklega stendur baráttan á milli þessara kylfinga. Karen I góðri æfingu Karen Sævarsdóttir sigraði ör- ugglega á Landsmótinu í fyrra aðeins 16 ára. Hún hefur sýnt mikið öryggi í sumar og náði þriðja sæti í Norðurlandamótinu sem er besti árangur íslands í kvenna- flokki. „Mér líst vel á mótið og vona að við fáum gott veður,“ sagði Karen en vildi sem minnst segja um keppnina sjálfa. „Það er betra að segja ekkert fyrren eftir mótið.“ Þórdís Geirsdóttir GK hefur ieikið vel í sumar og ætti að kunna vel við sig á Jaðarsvelli enda sigr- aði hún þar 1987. Ragnhildur Sig- urðardóttir er einnig mjög sterk og búast má við að slagurinn standi á milli þessara þriggja. Keppni í dag hefst kl. 8 en þá fara út kylfingar í 1. flokki kvenna og karla. Fyrstu kylfingarnir í meistaraflokki fara svo út kl. 15 og ljúka keppni laust fyrir kl. 21. Karen Sævarsdóttir veltir fyrir sér stöðunni á síðasta hring Landsmótsins í fyrra . . . Adolf Qskarsson IBV (1) Júlíus Tryggvason Sigurður B. Jónsson IA (1) Janni Zilnic Vikingi (3) Pétur Arnþórsson Fram (3) Steinar Guðgeirsson Fram (3) Hafstein Jakobsson KA(1) Snævar Hreinsson Val (1) Bjarni Sveinbjörnsson Þór (2) Andri Marteinsson FH (2) Ragnar Margeirsson KR (1) LIÐ11. UMFERÐAR 11. umferð lauk í fyrrakvöld er ÍBV sigraði Þór 1:0 á Akureyri en leikn- um hafði verið frestað. Önnur úrslit í umferðinni voru þau að Fram sigr- aði Akranes 2:0 á útivelli, FH og Víkingur gerðu jafntefli 1:1, Valur sigraði KA á Akureyri 1:0 og KR sigraði Stjörnuna 1:0. . . . og Úlfar Jónsson er einn- ig þungt hugsi ef marka má svip hans. ÍHémR FOLK ■ PALL Arnar, körfuknattleiks- maður leikur með úrvalsdeildarliði ÍR næsta vetur.Hann he|ur undan- farin tvö ár leikið með ÍS í fyrstu deild, en var þar áður í Val. ■ URSLITALEIKURINN í hinni árlegu Ríó-keppni í knattspyrnu, sem fram fór í Ríó de Janeiro í Brasillíu um helgina, var heldur betur sögulegur. Botofogo og Vasco áttust við og eftir 90 mínútna leik var staðan 1:0 Botafogo í vil. Leikur- inn átti þó að halda áfram því bras- ilska knattspyrnusambandið hafði ákveðið að ef Botafogo sigraði fengi Vasco annað tækifæri í framleng- ingu. Þetta var rökstutt með þeim hætti að Vasco hefði þurft að hafa mun meira fyrir því að komast í úr- slitin! Þessu vildu leikmenn Bota- fogo ekki una, gengu af velli, þrátt fyrir að dómarinn hefði flautað til framlengingar og tóku bikarinn og hlupu sigurhring. Á meðan beið dóm- arinn ásamt andstæðingunum á miðj- um vellinum og eftir skamma stund flautaði hann leikinn af. Þá hlupu Vasco-menn sigurhring, að vísu án bikarsins sem var tryggilega læstur inní í búningsklefa andstæðinganna. Botafogo hefur kært knattspyrnu- sambandið og öfugt og fleiri kærur eiga eftir að berast en þetta þykir eitt undarlegasta mál sem upp hefur komið í litríkri knattspyrnu sögu Brasilíu. I S/Wjö* MUNDU EFTIR OSTINUM BAHCO (Tjohnson uiax MJOLKURBIKARINN Undanúrstit Valur - Vikingur í kvöld kl. 19 á Hlíðarenda VISA ÍSLAND MlðlK &?GÓO /WKLIG4RDUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.