Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1990 31 ísland og Evrópubandalagið eftir Grétar H. * Oskarsson Við íslendingar stefnum hraðbyri inn í Evrópubandalagið. En viljum við það? Viljum við gangast undir lög samin af öðrum þjóðum og vilj- um við láta þær taka ákvarðanir í okkar málum? Viljum við verða út- kjálkahérað evrópsks stórveldis sem stjómað er með hagsmuni stórveld- isins í huga en ekki þeirra 250 þús- und sálna sem hér búa? Er það þetta sem við viljum?" Stefna stjórnvalda íslensk stjórnvöld stefna leynt og ljóst að innlimun íslands í Evrópu- bandalagið. Virðast ráðamenn allra fiokka og fjölmargir forystumenn atvinnurekenda og launþegasam- taka vera nokkuð sammála um það og ekki er að sjá nema blæbrigða- mun á gerðum þeirra og afstöðu. Ástæður hinna ýmsu hópa fyrir því að vilja ganga í Evrópubandalagið virðast þó vera af ýmsum mismun- andi toga spunnar og ærið misjafn- ar. Skoðanakannanir Til þess að réttlæta þessa stefnu eru gerðar skoðanakannanir og spurt hvort íslendingar ættu að ganga í Evrópubandalagið. Svörin verða að sjálfsögðu markiaus sem og niðurstöðurnar, því í sömu skoð- anakönnunum kemur fram að fólkið sem spurt er veit ekki hverju það er að svara, og meira en helmingur aðspurðra getur ekki nefnt eitt ein- asta EFTA- eð EB-land. Þessar „vísindalegu" niðurstöður eru svo birtar sem einhver sannleikur í fjöl- miðlum með útlistunum og hlutfalls- breytingum frá fyrri skoðanakönn- unum með einum ef ekki fleiri auka- stöfum! Djöfullinn danskur í mínu ungdæmi var „djöfullinn danskur“. Það voru leifar af gamla Danahatrinu sem á sínum tíma sam- einaði þjóðina í sjálfstæðisbaráttu hennar. Nú stefnir allt í það að við afsölum okkur af fúsum og frjálsum vilja ákvörðunarvaldi og sjálfstjórn í fjölmörgum málum og flestum þeim sem gera okkur að sjálfstæðri þjóð. Við stefnum að því, á hálfrar aldar afmæli íslenska lýðveldisins, að verða hluti af Evrópubandalaginu um 1994 líkt og Eistland, Lettland og Lithaugaland urðu, gagnstætt þjóðarvilja, hluti af Sovétríkjunum 1940. Nú eru þessi Eystrasaltslönd að reyna að losna undan ofurvaldi sovéska stórveldisins, en losnum við nokkurn tíma undna ofurvaldi evr- ópska stórveldisins ef við göngumst því á vald af fúsum og frjálsum vilja? Kostir og gallar Hverjir skyldu vera kostir þess að ganga Evrópubandalaginu á hönd og hveijir skyldu vera gallar þess? Kostirnir hljóta að vera marg- ir og yfirgnæfa alla galla eða skyldi ekki vera óhætt að ætla svo? Kost- irnir virðast meira að segja svo miklir að í aivöru er rætt um að fórna okkar aðal- og grundvallar- auðlind, fiskimiðunum, fyrir mál- staðinn. Rétt væri af ráðamönnum þessa lands að upplýsa okkur, sem er þessi „sannleikur" ekki ennþá fuilkomlega ljós, í auðskildu máli, hvað við vinnum og hvað við töpum á aðild að Eyrópubandalaginu? Þekking okkar íslendinga á þeim málum virðist nær engin svo sem skoðanakannanir sýna. Valkostir og niðurstaða Eigum við nokkurra annarra kosta völ en að ganga í Evrópu- „Ég held að við ættum að flýta okkur hægt í samningum við Evrópu- bandalagið, það eru fleiri valkostir.“ bandalagið þegar EFTA leysist nú upp í frumeindir sínar og ríki þess ganga eitt af öðru í Evrópubanda- lagið? Vel má það vera ef grannt er skoðað. Heimurinn er ekki tak- markaður við Evrópu. Japan er nú þegar mikilvægt viðskiptaland okk- ar og fleiri lönd í Asíu stefna hrað- byri til hagsældar og framfara svo sem Singapore. Handan Atlants- hafsins eru svo tvö voldug ríki sem ekki girnast fiskimið okkar og auð- lindir, Bandaríkin og Kanada. Þessi ríki hafa gert með sér fríverslunar- bandalag og stefnir Mexíkó nú einn- ig á þátttöku í því. Ég minnist þess ekki að á Alþingi hafi verið hreyft við hugmynd um fríverslunarbanda- lag við Bandaríkin síðan Gunnar G. Schram viðraði það fyrir allmörg- um árum. Ég held að við ættum að flýta okkur hægt í samningum við Evrópubandalagið, það eru fleiri valkostir. Höfundur er flugvélaverkfræðingur og framkvæmdastjóri loftferðaeftirlitsins. Grétar H. Óskarsson Vestfirðir: Rafbúð Jónasar Þór, Patreksfirði *,Bjarnabúð, Tálknafirði • Edinborg, Bíldudal • Verslun Gunnars Sigurðssonar, Þingeyri Einar Guðfinnsson, Bolungarvík • Straumur, ísafirði • Norðurland: Kf. Steingrímsfjarðar, Hólmavík • Kf. Húnvetninga, Blönduósi <o m ® V. _ « 2.«o Æ - cc o J3 - 3 O) U) >'< 03 • OO . 03 — u *o c O 3 1= c o (/) pc: o) > E 03 'iZ * 05 O * ÍT 3C O *9 ta: O 'u 3 C (J cTS . V) D .9 r o X li F E o CCQ 03 • PL‘c/j E?CD Q) C to fe c S» “ o (D CQ O O) jQ- C o k— fep i«8 isi fE . ♦=T‘ö) o c 05 f* £ >< 03 _ >»03 32 0) tL o „ c í=:o o)-e- c 03 G O) S.E ‘ _c '03 hf ÍT * ® > £ 03 „TJ (2o 03 w 9> O) * O JQ ‘S oc • Scg þI cLz= teco AEG Uppþvottavél, Favorit 775 U-W. Áður kr. 64.200.-. Nú kr. 54.900,- stgr. Örbylgjuofn, MC 155 L-W. Áður kr. 30.908.-. Nú kr. 23.970.- stgr. Ryksuga, Vampyr 402. Áður kr. 10.141.-. Nú kr. 8.975.- stgr. VELDU ÞER TÆKI SEM ENDAST! Hjá Bræðrunum Ormsson bjóðast þér góð og örugg tæki, á sérstöku sumarverði! Verð miðast við staðgreiðslu, með VSK. Bræðurnir Ormsson hf. Umboðsmenn Reykjavík og nágrenni: BYKO, Kópavogi • BYKO, Hafnarfirði • Byggt og búið, Reykjavík i i 3 t 11 2 tk i &.&.€ S ð Ik Í t £& U BRÆÐURNIR CBMSSQNHF Lágmúla 9. Sími 38820 gj, • ~c/>£ CD 0) •< CQ 9!^ o 3* ZD 0) i S » l'S Pl' mo- Ö5'~ “ • : _ 7C o m S > íí ■§■< 5T ~! S * 5 03 u°: 3 CT (D C' O Sg? fi-i 0<(Q if 1.3 o • i*a> o* 9. 3"“ ro ? 0) v^: T1 S ÍD'S- cn 3 7T CP E»íg ||. o* * 7 3 5 5 0)5 ^CQ ■* CD X'S. 9: 3 t'CQ 5 0) íi 0) =!. 3 ^ Q. • > >5 Je ÍI2. 3 fi) 3 3 ® co o < 8 §• 3 J3 (?) 0 O xr 3 o c 3_ 3 ‘ CL O) co 2;§ 3 ” m o c/> C£ W CD O: = o I! 3 o" 3*0 CD 3 W =í; 2,tQ 3 » s< g-8 œ 3' t<. I S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.