Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1990 fclk í fréttum FEGRUN Hjálparfell- ið kemur í veg fyrir sjónmengun Við höfum hækkað einn hól og lengt annan til að koma í veg 'yrir það sem þeir kalla sjónmeng- m,“ sagði Guðmundur Heimaníus- on í Búrfelisvirkjun þegar hann /ar spurður út í framkvæmdir við svokallað Hjálparfell sem á að koma veg fyrir að nýtt hesthús sjáist Hjálparfellið skyggir á hesthús Landsvirkjunnar. af pallinum þar sem bílum er lagt við Hjálparfoss í Þjórsárdal. „Við notum í þetta jarðveg úr grunnin- PIANODAGAR Norræn hátíð í Svíþjóð Norrænir píanódagar voru í bænum Kii í Svíþjóð dagana LÖT-17. júní síðastliðinn. Hljótt hef- ir verið um hátíðina hér á landi >g er hluti af skýringunni sennilega ;ú staðreynd að engir íslendingar tóku þátt í píanókeppni sem var háð 'pessa sjö daga. Þó áttum fulltrúa í dómnefnd keppninnar, Eddu Er- lendsdóttir, en auk þess að sinna skyldum sínum í nefndinni hélt hún tónleika á sérstökum íslandsdegi sem haldinn var í tengslum við oíanódagana. í gagnrýni Carls Gunnars Ahlen um tónleikana í Svenska dagbladet segir hann með- al annars að leikur Eddu hafi verið jafn hrífandi og árið 1983 þegar hún lék fyrst opinberlega I Svíþjóð. Hann segir hana ná fram eðlilegum blæbrigðum í leik sínum að því er virðist áreynslulaust þó maður viti að á baki liggi þrotlaus vinna. Sjö- tíu þáttakendur í fjórum aldurshóp- um tóku þátt í keppninni. Píanódagamir voru fyrst árið 1986, og þá aðeins fyrir Svía. Tveimur árum seinna fengu Norð- menn líka að vera með en í ár hinar Norðurlandaþjóðirnar. „Mér skilst að árið ’92 eigi að opna píanó- dagana fyrir enn fleirum,‘‘ sagði Edda sem er í sumarfríi á íslandi. „Ég hef heyrt minnst á Eystrasalts- löndin og Þýskaland,“ bætir hún við. Með Eddu í dómnefndinni voru fulltrúar frá hinum Norðurlöndun- um. Frá Svíþjóð kom formaður dómnefndarinnar, Greta Eriksson, frá Danmörku Tomas Ernst, frá Finnlandi Erik T. Tavaststjerna, frá Noregi Kjell Bækkelund og frá Sví- þjóð Janos Solyom. „í heild báru Finnarnir af,“ segir Edda. „1 keppninni kom greinilega fram að mikið er lagt í tónlistar- kennslu þar alveg frá byijun. Fram- koma þátttakendanna var mjög góð og þeir voru vel undirbúnir," bætir hún við. Hún segist ekki hafa tekið þátt í píanókeppni sjálf en segist hafa jákvæða reynslu af keppninni í Svíþjóð. „Mér fannst hún mjög hvetjandi," segir Edda,„sérstaklega fyrir yngri krakkana. Keppni af þessu tagi er líka gott tækifæri til að hlusta á tónlist, en þess má geta að í tengslum við píanódagana voru tónleikar af öðru tagi, til dæmis ljóðatónleikar, kammertónleikar og jazztónleikar. Auk þess voru nám- skeið og ráðstefnur.“ Að sögn Eddu er keppnin I tveim- Edda Erlendsdóttir. ur þrepum. „Fyrst er valið úr kas- settum sem keppendur senda inn,“ segir Edda, „og svo er valið í loka- keppnina, en úr þeim hópi eru þrír verðlaunaðir. Verðlaunin eru pen- ingar og tækifæri til að halda tón- leika.“ Forsvarsmenn keppninnar hafa beðið Eddu að eiga sæti í dóm- nefnd píanódaganna að tveimur árum liðnum. Edda, sem er búsett í París og kennir við tónlistarháskólann í Ly- on, var nýlega valin fulltrúi Yehudi Menuhin-stofnunarinnar fyrir fyrir árið 1990. Hún sagðist af rælni hafa sótt um að komast að við stofn- unina fyrir einu og hálfu ári. „Ég gerði mér svo sem ekki mikar von- ir um að komast að,“ segir hún. „Enda hafði ég heyrt að einleikara/ væru sjaldnast valdir," bætir hún við. „En ég ánægð yfir að hafa fengið þetta tækifæri vegna þess að ég kem til með að halda marga tónleika í Frakklandi sem fulltrúi stofnunarinnar en tilgangur hennar er tvíþættur. Annars vegar að styðja ungt tónlistarfólk og hins vegar að flytja klassíska tónlist þar sem hún heyrist sjaldan, til dæmis í fangelsum, skólum og á elliheimil- um. Að sjálfsögðu mun ég líka halda hefðbundna tónleika." í haust leikur Edda á íslenskri viku í Tammerfors. Þá í Helsinki en þaðan fer hún til Sovétríkjanna þar sem hún heldur 4-5 tónleika. í febrúar leikur hún, ásamt strengj- asextett, verk sem er sérstaklega samið fyrir hana og sextettinn, á Myrkum músíkdögum í Reykjavík. um,“ sagði Guðmundur, „og dreif- um yfir hrauni svo þeir líkist hólun- um í kring. Sumir vilja sá þama gras og aðrir tala um tijágróður,“ bætir Guðmundur við, „en mér finnst það ekki rétt því þá myndu hólarnir skera sig úr“. Hann segir að gert hafi verið ráð fyrir fellinu í teikningum að húsinu en framkvæmdir við það hófust síð- asta haust. „Loftmyndir voru meðal annars notaðar til þess að finna réttan stað,“ sagði Guðmundur og bætti við að allar framkvæmdir við hesthúsið væru unnar með sam- þykki Skipulagsráðs ríkisins og Náttúruverndarráðs. I hesthúsinu, sem ráðgert er að ljúka í haust, er rúm fyrir 40 hesta en að sögn Guðmundar eru þeir flestir í eigu níu fjölskyldna við Búrfellsvirkjun. Nú eru hestarnir hafðir í hesthúsi sem byggt var árið 1962. Það er Landsvirkjun sem stendur að byggingu nýja hesthúss- ins. m AHRIFAVALDAR Þau hafa mótað tískuna Aliðnum árum hafa bandarískir blaðamenn haft til siðs að útnefna best- og verstklædda fólk líðandi árs. Bandaríska vikuritið People brá út frá þeim vana á dögunum og birti lista yfir það fólk sem talið er hafa haft mest áhrif á klæðaburð almennings í gegnum tíðina. Listann valdi Eleanor Lambert ekkja Seymours Berkins, fyrrverandi ritstjóra, og móðir Bills Berkins, skálds og gagnrýnanda. Lambert, sem er á áttræðisaldri, hefur getið sér gott orð fyrir smekkvísi vestanhafs. Allar konur vildu eignast Chanel- drakt á sjötta áratugnum. Margir urðu til að líkja eftir klæðaburði leikarans Carys Grants um miðja öldina. Hertogahjónin af Windsor þóttutil fyrirmyndar í klæðaburði. í slökkvistöðinni á Akranesi. Frá hægri: Sigurgeir Benediktsson fv. brunavörður, Einar Gústafsson aðalvarðstjóri slökkviliðsins í Reykjavík, Rúnar Bjarnason slökkviliðsstjóri, Haukur Hjartarson bruna- vörður, Sveinn Ólafsson fv. brunavörður, Valur Þorgeirsson fv. brunavörður, Kristinn Ólafsson fv. bruna- vörður og Óskar Ólafsson fv. brunavörður. KYNNISFERÐ Brunaverðir bregða sér af bæ Nokkrir fyrrum — og núverandi brunaverðir á Slökkvistöðinni í Reykjavík brugðu sér af bæ fyrir skömmu og fóru í kynnisför. Lá leiðin til Akraness. Á slökkvistöð bæjarins var auðvitað komið við fyrst. Þar tók á móti komumönnum Guðlaugur Þórðarson varaslökkvi- liðsstjóri. Hann sagði undan og ofan af starfí slökkviliðs Akraness. í því eru alls um 30 menn. Síðan var farið í skoðunarferð um bæinn í fylgd Guðlaugs varaslökkviliðs- stjóra og nokkurra manna hans. Að sjálfsögðu fór mestur tími í að skoða og fræðast um Byggðasafn Akurnesinga. Áður en ferðinni var haldið áfram i Grundartanga-verk- smiðjuna ræddu gestir við heima- menn yfir kaffi góða stund. í verk- smiðjunni tók á móti brunavörðun- um Guðmundur G. Sigurgeirsson. Verksmiðjan og athafnasvæði hennar fengu gestirnir að skoða. Vakti athygli snyrtileg umgengni innan stokks sem utan. Hvert sem litið er situr snyrtimennskan í fyr- irrúmi meðal starfsfólksins. Verk- smiðjan er skólabókardæmi um það hvernig umhorfs á að vera í verk- smiðjum og á verksmiðjusvæðum að sögn slökkviliðsmannanna. Þeir skoðuðu einnig vinnustofu þá sem uppfínningarmaðurinn Sigurbjöm Ævar Jónsson hefur þar til um- ráða. Hann er fyrrum brunavörður í Reykjavíkurliðinu og hefur notið mikils stuðnings verksmiðjustjórn- arinnar á Grundartanga við upp- fínningar sínar. Áður en hópurinn kvaddi var boðið upp á hressingu í mötuneyti verksmiðjunnar. Var þessi kynnisför mjög vel heppnuð og móttökur rómaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.