Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1990 17 Oft er þörf — en nú er nauðsyn! eftir Ragnheiði Davíðsdóttur „Ungmenni slösuðust alvarlega í umferðarslysi". Hver kannast ekki við fréttir af þessu tagi? Fréttir, sem reglulega birtast í fjölmiðlum; frétt- ir, sem fæstir láta sig nokkru skipta — þar til þeir sjálfír eða þeirra nán- ustu verða þátttakendur. Undanfar- in ár hefur undirrituð haft mikið og farsælt samstarf við félaga í samtökum endurhæfðra mæn- uskaddaðra. Allir eiga þeir það sam- eiginlegt að þurfa að eyða því sem eftir er ævinnar í hjólastól. Flestir af völdum umferðarslyss. Þeir fylltu eitt sinn hóp lífsglaðra ungmenna sem héldu af stað í ferðalag sem endaði á þennan afdrifaríka hátt. Þetta fólk tilheyrði eitt sinn lítilli frétt á innsíðu einhvers dagblaðs- ins; frétt sem fæstir tóku eftir. Ragnheiður Davíðsdóttir Nú, þegar verslunarmannahelgin er framundan vaknar sú spurning hversu margar slíkar „fréttir" verða staðreynd þriðjudaginn 7. ágúst eftir að þúsundir ungmenna hafa lagt undir sig þjóðvegi landsins. Eitt er víst að umferðin á þjóðveg- unum verður mikil þessa helgi. Strax á föstudagseftirmiðdag held- ur æska þessa lands af stað í leit að ævintýrum; lífsglöð og full af orku. Farskjótinn er bíllinn; vélknú- ið ökutæki sem orðið hefur svo mörgum að fjörtjóni. Heima sitja áhyggjufullir foreldr- ar sem krossa fingur og biðja þess í hljóði að ekkert komi fyrir þeirra barn. Og víst er það heitasta ósk okkar allra að þau verði bænheyrð. En þó eðlilegt sé að leita til almætt- isins á slíkum stundum er ekki síður nauðsynlegt að gefa börnum sínum holl r áð í upphafi ferðar. Segið þeim hversu vænt ykkur þykir um þau og hvað þið óskið þess heitt að þau komi heil heim. Segið þeim að akstur sé ábyrgðarhluti og þau sem aka beri einnig ábyrgð á lífí og heilsu farþega sinna og sam- ferðamanna í umferðinni. Segið þeim að aldrei sé of varlega farið og betra sé að komast örlítið seinna á áfangastað en komast alls ekki. Biðjið þau um að hugsa sig tvisvar um áður en þau taka óþarfa áhættu Heima sitja áhyggju- fullir foreldrar sem krossa fingur og biðja þess í hljóði að ekkert komi fyrir þeirra barn. við framúrakstur. Brýnið fyrir þeim að spenna bílbeltin og hvetja aðra í bflnum til þess að gera slíkt hið sama. Og umfram allt; gerið þeim grein fyrir að það sé undir þeim sjálfum komið hvort eða í hvaða ásigkomulagi þau koma aftur heim. „Okkar örlög eru ykkar vörn“ eru slagorð sem mænuskaddaðir félagar okkar hafa slegið fram í baráttunni gegn umferðarslysun- um. Ef einhver veit hvað hörmung- ar umferðarslysanna eru þá eru það þeir. Þeirra vegna, ykkar vegna, ástvina ykkar vegna og allra vegna — verum minnug þess að akstur er dauðans alvara. Þess vegna sam- einumst við um að fækka „fréttun- um“ í fjölmiðlum og komum öll heil heim. Höfundur er þátttakandi í áhugahópi um bætta umferðarmenningu. yskw þessa mánaðar ergjakklagi virðisaukaskatts 5 Fkýrslum til greiðslu, þ.e. þegar útskattur er hærri en innskattur, og núllskýrslum má skila til banka, sparisjóða eða pósthúsa. Einnig má gera skil hjá innheimtumönnum ríkissjóðs en þeireru tollstjórinn í Reykjavík, bæjarfógetar og sýslumenn úti á landi og lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli. Athygli skal vakin á því að bankar, sparisjóðir og pósthús taka aðeins við skýrslum sem eru fyrirfram áritaðar af skattyfirvöldum. Ef aðili áritar skýrsluna sjálfur eða breytir áritun verður að skila henni til innheimtumanns ríkissjóðs. /n fnneignarskýrslum, þ.e. þegar innskattur er hærri en útskattur, skal skilað til viðkomandi skattstjóra. Beri gjalddaga upp á helgidag eða almennan frídag færist hann á næsta virkan dag á eftir. Til þess að komast hjá álagi þarf greiðsla að hafa borist á gjalddaga. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI UTSALA - UTSALA Alltad ( o afsláttur Opiö f östudag til kl. 21.00 Lokaö laugadaginn 4. ágúst og mánudaginn 6. ágúst Allt í einni ferð HA6KAUP í eivutt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.