Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1990 Ungir sjálfstæðismenn á VcstíjQrðum: Tekin verði upp sala á veiðileyfum Á AÐALFUNDI Kjördæmisráðs ungra sjálfstæðismanna á VestQörð- um, sem haidinn var á Flateyri síðastliðinn sunnudag, var samþykkt áiyktun þar sem skorað er á íslensk sljórnvöld að taka nú þegar til alvarlegrar athugunar þá fiskveiðistefnu sem verið hefur við lýði undanfarin ár og taka upp kerfi er byggi á sölu veiðileyfa frá ríkissjóði. í ályktun Kjördæmisráðsins segir orðrétt: „Nú, þegar sú óhugnanlega staða blasir við að eignarréttur íslensku þjóðarinnar á fiskimiðunum í kringum landið er að komast í hendur fárra útvalinna atvinnurek- enda, telja ungir sjálfstæðismenn á Vestfjörðum að ekki sé lengur hægt við að una. Það er krafa ungra sjálf- stæðismanna á Vestijörðum að þeg- ar verði hafist handa við að koma á nýju kerfi, er byggi á sölu veiðileyfa frá ríkissjóði. Núverandi kerfi getur aðeins þjónað þeim tilgangi að stuðla að myndun sérstaks aðals á Islandi, þar sem auðlindir þjóðarinnar munu ganga í erfðir innan ætta þeirra manna er báru gæfu til að stunda útgerð á þeim tíma er kvótalögin voru sett. Það unga fólk sem tekur við skuldum þjóðfélagsins á að hafa greiðan aðgang að auðlindum þjóð- arinnar." í ályktun aðalfundar Kjördæmis- ráðsins er einnig vikið að framboðs- málum Sjálfstæðisflokksins. Er þess krafist að hlutdeild ungs fólks á lista Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarða- kjördæmi í komandi alþingiskosn- ingum verði í samræmi við fjölda ungra kjósenda, og styrka stöðu Sjálfstæðisflokksins í þeim aldurs- hópi. Þá er einnig sagt að nauðsyn- leg endurnýjun verði að eiga sér stað í þingmannaliði flokksins. Á aðalfundinum var Steinþór B. Kristjánsson, frá Flateyri, endur- kjörinn formaður samtakanna, og í stjóm með honum voru kjömir Rúnar M. Jónatansson frá ísafirði og Ágúst Ólafsson frá Patreksfirði. Morgunblaðið/Kristján Jóhannsson Ekki er mikið sofið í svona túr og því lítið um lifsins glaum. Því er það óvenjuleg upplyfting í lokin að skála við útgerðarmanninn í kampavíni frammi á hvalbak. Júlíus Geir- mundsson IS slær aflamet FR Y STITOG ARINN Júlíus Geirmundsson ÍS kom til ísa- Ijarðar í gærmorgun með um 290 lestir af frystum fiski úr þriggja vikna veiðiferð. Verð- mæti aflans er um 80 milljónir króna og hásetahluturinn er um 840 þúsund krónur. Togar- inn sló því met Akureyrinnar EA, sem sett var nýlega, en það var 77 milljónir. Aflinn, sem var að langmestu leyti þorskur, fékkst allur á Vestfjarðamið- um. Afli Júlíusar Geirmundssonar fer allur á Bretlandsmarkað undir vörumerki skipsins, Julius Brand. Skipstjóri mestan hluta veiði- ferðarinnar var Hermann Skúla- son. Þar sem hann ætlaði að gifta dóttur sína síðastliðinn laugardag og settu marki hafði ekki verið náð, var brugðið á það ráð að senda hinn skipstjórann á togar- anum, Ómar Ellertsson, á miðin á hraðbáti og skipt var um skip- stjóra í Víkurál. Hermann sat því brúðkaup dóttur sinnar en Ómar kláraði túrinn. I tilefni af aflametinu hélt Kristján Jóhannsson, útgerðar- stjóri Júlíusar Germundssonar, til móts við togarann og skálaði við áhöfnina á leið inn ísafjarðardjúp. Úlfar Gunnar Bjarni Tómasson Lést af slysförum Litli drengurinn, sem lést í slysi á bænum Bústöðum í Lýt- ingsstaðahreppi á sunnudag hét Gunnar Bjarni Tómasson. Gunnar Bjami var á 6. aldurs- ári, fæddur 25. október 1984. Hann var til heimilis að Hólatúni 4 á Sauðárkróki. Innflutningnr olíufélaganna frá öðrum löndum en Sovétríkjumim: Skilyrði stjórnvalda að fyrst sé keypt olía af Sovétmönnum LEYFI olíufélaganna þriggja til innflutnings á olíu frá öðrum en Sovétmönnum eru háð því að þau flytji fyrst inn ákveðið magn frá Sovétríkjunum í samræmi við þá samninga sem islensk og sovésk stjórnvöld hafa gert með sér hveiju sinni. Er þetta ítrekað í bréfum sem viðskiptaráðuneytið sendir olíufélögunum í kjölfar hvers samnings. I samtali við Morgunblaðið á föstudag sagði Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, að „harla lítil höft“ væru lögð á olíufélögin og þeim væri fijálst að kaupa þar sem verð væri hagstæðast. í bréfi sem viðskiptaráðuneytið sendi til olíufélaganna í apríl 1987 segir að gerður hafí verið samningur um kaup á viðbótarmagni af gasolíu til að tryggja sölu á viðbótarmagni af íslenskum ullarvörum. Er olíufé- lögunum síðan falin framkvæmd við- aukasamningsins í samræmi við markaðshlutdeild hvers félags. Síðan segir: „Standi á einhveiju olíufélagi að taka þátt í innflutningi á sínum hluta samkvæmt samningi þessum fær það félag ekki innflutningsleyfi fyrir olíu frá öðrum seljanda meðan svo er ástatt.“ Svipuð bréf munu send olíufélögunum vegna annarra samninga við Sovétmenn. „Viðskiptaráðuneytið gerir fimm ára rammasamning við Sovétmenn um að þeir kaupi héðan fisk, ullar- vörur og annað en að á móti kaupum við af þeim aðrar vöru, fyrst og Heildarálagning tekjuskatts í ár er 19,5 milljarðar króna Alagðir tekjuskattar fyrirtækja mun hærri en gert var ráð fyrir í flárlögum HEILDARÁLAGNING tekjuskatts árið 1990 er um 19,5 milljarðar króna. Álagning eignarskatts á einstaklinga nemur rúmlega 1,3 mill- jörðum króna, að frádregnum persónuafslætti. Álagðir tekjuskattar á fyrirtæki nema um 3,8 milljörðum króna og eignarskattar um 1.200 milljónum króna. I dag greiðir ríkið um 5 milljarða króna vegna of- greidds tekjuskatts og útsvars, í barnabætur, vaxtabætur og húsnæðis- bætur. Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, segir að tekjur rikisins af tekjuskatti einstaklinga verði svipaðar og gert hafi verið ráð fyrir í fjárlögum, en skattar fyrirtækja gætu skilað meiru en þar hafi verið reiknað með. Gæti sá munur numið nokkur hundruð milljón- um króna. Ólafur segir að þetta sýni, að afkoma fyrirtækjanna í landinu á síðasta ári hafi verið betri en áætlað hafi verið og umfjöllun í þjóðfélaginu hafi gefið til kynna. í frétt frá fjármálaráðuneytinu kemur fram, að framteljendur á l.andinu eru 192 þúsund einstakling- ar og 15 þúsund lögaðilar. Heildará- lagning tekjuskatts á þær tekjur, sem unnið var fyrir á árinu 1989, er 19,5 milljarðar króna. Þar af inn- heimtust tæplega 15,5 milljarðar í staðgreiðslu á síðasta ári en ógreidd- ur skattur af tekjum fyrra árs er um 4 milljarðar króna. Þar af er um helmingur vegna áætlana, auk þess sem tekjuskattur vegna tekna, sem ekki eru staðgreiðsluskyldar, kemur fram sem ógreiddur skattur. Inn- heimta þessarar fjárhæðar dreifíst á fimm gjalddaga fram til áramóta. Samkvæmt upplýsingum frá fjár- málaráðuneytinu nemur ofgreiddur tekjuskattur og útsvar tæplega 1.900 milljónum króna. Sú fjárhæð verður greidd út í dag, auk barna- bóta að upphæð kr. 838 milljónir, barnabótaauka að upphæð kr. 238 milljónir, vaxtabóta að upphæð kr. 1.420 milljónir og húsnæðisbóta að upphæð kr. 624 milljónir, þannig að samanlagt verða tæpir 5 milljarðar greiddir úr ríkissjóði um þessi mán- aðamót af þessum sökum. Sú upp- hæð nemur rúmlega 8 milljörðum króna yfir allt árið, þar sem bama- bætur og barnabótaauki greiðast fjórum sinnum á ári. Þegar þessar greiðslur hafa verið dregnar frá heildarupphæð álagðra tekjuskatta stendur eftir upphæð sem nemur um 10,7 'milljörðum króna. í fjárlögum var hins vegar gert ráð fyrir að tekjur ríkisins af tekjusköttum einstaklinga yrði 10.985 milljónir króna. Um fjórðungur framteljenda, 52 þúsund manns, greiðir eignarskatt og nemur álagning hans á einstakl- inga rúmlega 1,3 milljörðum króna, að frádregnum þeim persónuaf- slætti, sem nýtist til greiðslu hans. í íjárlögum var gert ráð fyrir að eignarskattur einstaklinga skilaði rikissjóði 1,4 milljarði króná, auk 100 milljóna í eignarskattsauka. Álagðir tekjuskattar á félög nema 3,8 milljörðum króna, en í íjárlögum var gert ráð fyrir að tekjuskattar félaga skiluðu 2,1 milljarði í ríkis- sjóð. Álagðir eignarskattar félaga nema 1.200 milljónum króna, að eignarskattsauka meðtöldum, en í fjárlögum var gert ráð fyrir að þeir skiluðu ríkissjóði 785 milljónum, auk 165 milljóna eignarskattsauka. í frétt fjármálaráðuneytisins segir, að mikið sé um áætlanir hvað varðar þessa álagningu, þannig að þessar Qárhæðir gætu lækkað eftir kærur. í fjárlögum var reiknað með, að sérstakt gjald, sem renna á til Fram- kvæmdasjóðs aldraðra, skilaði ríkis- sjóði 230 milljónum króna. Sam- kvæmt upplýsingum ljarmálaráðu- neytisins nemur heildarálagning þessa gjalds 340 milljónum króna. Gjaldendur eru um 108 þúsund, en undanþegnir eru þeir sem komnir eru yfir sjötugt, elli- og örorkulífeyr- isþegar undir 70 ára aldri, sem dvelja á dvalar- og hjúkrunarheimil- um, börn undir 16 ára aldri og þeir sem ekki ná skattleysismörkum, sem miðast við tæplega 600 þúsund króna árslaun. Ólafur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra, segir að við afgreiðslu fjárlaga hafí verið gengið út frá því, að heildarskatttekjur ríkissjóðs yrðu þær sömu á þessu ári og því síðasta. Útlit væri fyrir að hlutfall beinna skatta yrði hærra en gert var ráð fyrir í fjárlögum, en áætlanir bentu til að hlutfall óbeinna skatta færi lækkandi. Frá síðasta ári hafi álagningarhlutfall tekjuskatts verið hækkað, en á hinn bóginn hefðu endurgreiðslur verið auknar og tekjujöfnunaráhrif þessarar skatt- heimtu þannig aukist. Sjá fréttir á bls. 18-19 og Akur- eyrarsíðu bls. 26. fremst bensín, gasolíu og svartolíu," sagði Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs. „Síðan koma ráðuneytis- menn til olíufélaganna og segja að hérna sé samningur sem þeir ætli að framselja okkur. Ef við segjum að við viljum ekki kaupa af Sovét- mönnum þá megum við það ekki. Sumar tegundir eins og súperbensín er hins vegar ekki hægt að fá hjá Rússum og einnig kemur fyrir að þeir geta ekki afgreitt og þá þarf að kaupa annars staðar frá. 47,5% af því eldsneyti sem Skeljungur selur er keypt á Rotterdam-markaði." Hann sagði olíufélögin vilja fá að ráða þessum viðskiptum sjálf. Þau hefðu þó ekkert á móti því að kaupa af Rússum og að verð og gæði hjá þeim væru í samræmi við það sem gerðist á Rotterdam-markaði. „Það er líka skiljanlegt að svona samning- ar séu gerðir ef bæði löndin hafa hag af þeim og við fáum vöru sem er ekki lakari að verði og gæðum en við hefðum fengið annars staðar. Ef fallið yrði frá þessum samningum við Rússana myndum við fara út á hinn fijálsa markað en þá þyrfti líka í leiðipni að gefa verðlagningu al- gjörlega fijálsa á eldsneyti. Það þyrfti að falla frá núverandi sjóða- kerfi og leyfa okkur að ráða verð- lagningu, flutningum og öðru.“ Bolungarvík: Nýr bráða- birgðafógeti Dómsmálaráðherra hefur sett Guðmund Þór Guðmundsson full- trúa í dómsmálaráðuneytinu til að gegna embætti bæjarfógeta í Bolungarvík til 1. október næst- komandi. Hann tekur við embætti í dag, er út rennur sá tími sem Hjördís Há- konardóttir borgardómari hafði verið sett til að gegna embættinu. Að sögn Sigurðar Jónssonar að- stoðarmanns dómsmálaráðherra er unnið að varanlegri lausn á því hver vera skuli bæjarfógeti Bolvíkinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.