Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1990 PAeOgUMMfcll’ PAL/ MESECAM ; SSÍSÍ^IiSÍiijÍfiHÍ ■ Metsölublað á hverjum degi! Höfundur er einn afþingmönnum Sjálfstæilisflokksins í Reykjaneskjördæmi. HANZ Ongþveiti í hús- næðismálum eftir Hreggvið Jónsson Hreggviður Jónsson „Félagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardótt- ur, hefur tekist að mis- muna æ fleiri húsbyggj- endum með hverjum deginum, sem hún hef- ur setið á valdastóli.“ lengingu laga um húsnæðisbætur til þeirra húsbyggjenda, sem hefðu öðiast rétt til húsnæðisbóta fyrir 14. júní 1989, en þá voru lögin um vaxtabætur birt í Stjórnartíðindum, en þau_ tóku gildi 15. nóvember 1989. Átti þessi framlenging að gilda til ársins 1995, svo þeir hús- byggjendur, sem í góðri trú hefðu reiknað með þessum bótum, væru ekki sviknir af ríkisstjórninni, eins og raunin varð. Ekki heyrðist í þing- mönnum annarra flokka við um- ræðu um þetta frumvarp og félags- málaráðherra sá ekki ástæðu til að ómaka sig í þingsal við umræðu málsins. Það grundvallaratriði í skattarétti, að skattar séu ekki hækkaðir eða skattþegnum íþyngt með afturvirkum hætti var brotið með lögunum um vaxtabætur nr. 79/1989 og með lögum nr. 117/1989, þar sem ákveðin var ný og þrengri skilgreining á vaxta- gjöldum ársins 1989, hvað varðar áfallnar verðbætur af yfirteknum lánum af húsnæðisviðskiptum. Af- greiðsla frumvarpsins var síðan stöðvuð í fjárhags- og viðskipta- nefnd neðri deildar af stuðnings- mönnum ríkisstjórnarinnar. Félagsmálaráðherra tekur menn fram fyrir í biðröðinni Með ótal breytingum á lögum um húsnæðismál á þessu kjörtíma- bili hefur félagsmálaráðherra mis- munað fólki stórlega eftir því inn í hvaða kerfi þeir eru og með því tekið menn fram fyrir í biðröðinni. Harðast bitnar þetta á þeim, sem byggja sjálfir og hafa með ráðdeild og spamaði orðið sér úti um eigið fé. Vegið er með rótum sjálfseignar- stefnunnar í húsnæðismálum. Með ýmsum breytingum á skattalögum er núverandi ríkisstjórn að koma á frekari rniðstýringu í húsnæðismál- um, en nú er. Þar ganga vængstífð- ir krataleiðtogar fremstir í flokki, þeir vita sem er að fijálsbornir menn kjósa ekki krata. Nýfélags- hyggja þessarar ríkisstjórnar í hús- næðismálum stefnir að því, að mis- muna fólki sem mest. Lama skal frumkvæði einstaklingsins til að bjarga sér sjálfur. Enginn má standa öðrum fremri, né eignast með sparnaði eða harðri vinnu meira en sá sem lakar stendur sig, allt skal jafnað út. Þessa dagana eru menn senn að taka á móti skattseðlunum, sem berast inn úr dyragættinni. Margir munu þá fyrst átta sig á því, að vaxtaafslátturinn hefur verið strik- aður út og þeir njóta heldur ekki vaxtabóta vegna húsakaupa eða húsbygginga. Þá fá fjölmargir nú lægri greiðslu, en samkvæmt eldri lögum. Ofan á þetta allt bætist, að biðin í húsnæðiskerfinu lengist sífellt og með margs háttar skatta- og lagabreytingum er fólki mismun- að með æ fleira móti. Félagsmálaráðherra mismunar fólki Félagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, hefur tekist að mis- muna æ fleiri húsbyggjendum með hveijum deginum, sem hún hefur setið á valdastóli. Það fólk, sem taldi að það gæti treyst lagasetn- ingu Alþingis í húsnæðismálum og keypti það eða.hóf byggingu íbúðar- húsnæðis með þau lög að leiðar- Ijósi, sem giltu áður en núverandi félagsmálaráðherra fór að hræra í þeim, hefur verið svikið illilega af núverandi ríkisstjórn. Sú ríkisstjórn nýtur óbilandi stuðnings þing- manns, eins og Alexanders Stefáns- sonar. Verkalýðshreyfingin sefur Það er athyglisvert, að verkalýðs- hreyfingin hefur sofíð værum blundi, hvað varðar húsnæðislána- kerfið, þar til nú á dögunum, að miðstjón ASÍ lét í sér heyra um þessi mál. Margir eru þeirrar skoð- unar, að ítök verkalýðsleiðtoga Al- þýðuflokksins og Alþýðubandalags- ins innan ASÍ skýri þennan þyrni- rósarsvefn. Og ekki má gleyma tveimur þingmönnum Alþýðu- flokksins í forystusveit ASÍ, sem styðja ríkisstjórnina við öll tækifæri í atkvæðagreiðslum á Alþingi. Frumvarp um framhald húsnæðisbóta stöðvað Á það má minna nú að síðastlið- ið vor fluttum við Geir H. Haarde ásamt fleiri þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins frumvarp um fram- PHILlPS Fullkominn íslenskur leiftarvísir fylgir. - Glæsilegt tæki, þægilegt í notkun og Mt af nýjungum Við framleiðslu myndbandstækja hefur Philips tvennt að leiðarljósi; Að bjóða þér hágæða tæki, búið ölium fulikomnustu tækninýjungum en samt svo einfalt og þægilegt í notkun að það þjóni þér fyrirhafnariaust. Einfalt og fullkomið. - Engin furða að Philips myndbandstæki hafa slegið í gegn. PHILIPS ■ PHILIPS VR 6349 HO (High Quality) tryggir fullkomin myndgæði. , Skýr kyrrmynd án hljóðs. Hægur hraði. Leitarhnappur. Fullkomin sjálfvirkni í gangsetningu, endurspólun og útkasti á snældu. Sjálfvirk endurstilling á teljara. ♦ Fjarstýring á upptökuminni. ♦ 365 daga upptökuminni. ♦ Upptökuskráning í minni samtímis fyrir 8 dagskráratriði. ♦ Sextán stöðva sjónvarpsmóttakari. e Innrauð fjarstýring. ♦ 20 mínútna öryggisminni. Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SÍMI69 1515 ■ KRINGLUNNI SÍMI69 15 20 f/íd e/umsSveúya/éegA í SamuH^uftv

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.